Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 - 9 Ougur. breytni tekur gildi um áramótin. Þá er í undirbúningi gerð þjón- ustusamninga um tvö viðfangs- efni sjúkrahúsanna, öldrunar- þjónustu og endurhæfingu: „Unnið er að því þessar vikurnar að skilgreina starfsemina og af- marka hvaða þjónustu eigi að veita og hvernig. I þessu felst í sjálfu sér að skipuleggja að nýju; þjónustu, rekstur, fjármuni, ábyrgð og stjórnun. Við vonumst til að samningarnir taki einnig gildi um áramót." Vill erlendan samanburð Magnús kvaðst hafa spurt for- ystumenn á sjúkrahúsunum hvort ekki væri timabært að leggja starf- semi sjúkrahúsanna á alþjóðlegar vogaskálar og gera minna úr sam- anburði innanlands: „Það er áhugavert fyrir landsmenn og fag- fólk að vita að árangur okkar á j- syiði hjartask^Ufðlsekninga og end- urhæfingar heilablóðfallssjúk- linga, svo eitthvað sé nefnt, er jafn góður, ef til vill betri, en þeirra sem við veljum til viðmið- Nýtt fyrirtæki tekur við þjóiiusturaim- sóknum ríkisspítal- auua. unar. A öðrum sviðum stöndum við okkur verr. Slíkan samanburð vildi ég gjarnan sjá í sem flestum læluiisgreinum. Eg tel að samanburður hér inn- anlands sé í sjálfu sé heimóttar- legur og að okkur væri mun gagn- legra, að fá staðfestingu þess, að við stöndumst alþjóðlegan saman- burð. Eitt af verkefnum haustsins verður því að velja sjúkrahús ytra sem við getum kinnroðalaust bor- tel ég að við eigum að hafa eitt sjúkrahús norrænt, annað vestur- evrópskt og það þriðja í vestur- heimi. Því hefur löngum verið borið við hér á landi að saman- burður á milli sjúkrahúsa sé ekki mikils virði því sérstaða sé svo mikil. Grunngögn eru véfengd og ályktanir því ekki taldar brúklegar. Ég held að þetta sé faglegri um- ræðu ekki til framdráttar." Mönnim veróur erfiöari Hann sagðist lengi hafa geðjast illa að því að „stilla starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík upp gegn því sem gerist út um land. Oft er sagt að góð heilbrigðisþjón- usta sé þáttur í því að tryggja dreifða byggð sem ég dreg ekki í efa. Á móti kemur að krafist er bestu þjónustu sem völ er á þegar á þarf að halda. Upp á síðkastið hefur verið ein- kennandi að heilbrigðisþjónustan f landinu hefur átt á brattann að sækja þegar kemur að ráðningu faglærðs starfsfólks. Uti á landi er borið við rökum einangrunar, Iít- illa faglegra tengsla o.s.frv. Á höf- uðborgarsvæðinu hafa það ekki síst verið laun sem hafa valdið því að margir leita starfa hjá einkaað- ilum. Mér sýnist sjúkrahúsin eiga nokkra samleið hér. Um árabil hafa ýmsir læknar stóru sjúkra- húsanna hlaupið undir bagga út um land til þess að þeir sem þar starfa komist í leyfi, bæði lögmælt orlof og einnig til endurmenntun- ar. Ég spái því að mönnun sjúkra- húsanna, einkum úti um land, eigi eftir að verða enn erfiðari en hún er núna.“ Sérþekking út um land Magnús sagði það verðugt verk- efni að koma á mun meiri hreyf- ingu heilbrigðisstarfsmanna milli staða en verið hefur: „Ég tel t.d. að nýgerðir samningar Sjúkrahúss Reykjavíkur, FSA og Heilbrigðis- stofnunar Sauðárkróks séu gott dæmi um þetta. Þar er brotið blað að því leyti að starfsmenn stóru sjúkrahúsanna færa sína sérþekk- ingu skipulega út um land. Við eigum að gera meira af þessu og á vissum svæðum hefur það verið gert um árabil. En það þarf fleira að koma til. Gefa þarf starfsfólki á Iandsbyggðinni færi á að taka þátt í starfsemi sjúkrahúsanna á Akur- eyri og í Reykjavík og koma þar til vinnu og náms um lengri eða skemmri tíma. Slík tilhögun eykur ekki bara á færni manna heldur Ieiðir það til þess að viðfangsefnið verður sameiginlegt. Af hálfu sjúkrahúsanna í Reykjavík tel ég fullan vilja til þess að leggja nokkuð af mörkum í þessu efni.“ Ekki góð staða Magnús sagði það hafa komið bersýnilega í Ijós á þessum áratug að margar ákvarðanir sem teknar hafa verið um uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar - eða sam- drátt - hafa ekki alltaf verið ýkja faglegar. „Staða sjúkrahúsanna í Reykja- vík er langt í frá að vera góð,“ sagði Magnús og taldi helstu or- sakirnar launaþróun sem ekki var fyrirséð, aukningu útgjalda vegna lyfja og hjúkrunarvöru og ýmsar stjórnvaldsákvarðanir svo sem um vinnutímatilhögun, kostnaðar- þátttöku sjúklinga í lyfjum og ,rannsóknum, , , , FRÉTTIR Bensín hækkar um 6 prósent Við hækktm hensín- verðs nú um mánaða- mótin hækkuðu skuldir heimilanna um milljarð. Rúmlega 6% hækkun á bensín- verði núna um mánaðamótin þýðir ekki aðeins stóraukin út- gjöld á bensínstöðinni. Heldur veldur hún 0,24% hækkun á vísi- tölu neysluverðs - sem aftur hækkar skuldir heimilanna um milljarð. Alls hefur bensínverðið nú hækkað um tæpan fjórðung á hálfu ári, eða síðan í mars. Bensínið er nú orðið kringum 4,6% af heildarútgjöldum meðal- heimilisins, eða t.d. álíka upp- hæð og samanlagt fer í mánaðar- legu gluggabréfin; hitann, raf- magnið og símann, til samans. Hækkun - lækkun - stór- hækkun En þrátt fyrir gífurlegar hækkan- ir að undanförnu hefur bensínið ekki hækkað meira en vísitalan í heild, fyrr en núna í september- mánuði. Þannig hækkaði bæði bensínverðið og vísitalan í heild um 6,5% frá því vísitölugrund- völlurinn var síðast settur á = 100, í mars 1997 og þar til vísi- talan var síðast reiknuð út núna í ágúst. Meðalverð á bensíni var til dæmis nánast það sama núna í júlí s.l. og það var mánuðina október-desember árið 1997. En eftir það lækkaði bensínverð jafnt og þétt í heilt ár - alls um rúmlega 12% - og stóð síðan í stað fyrstu þrjá mánuði þessa árs. En eftir þessa nýjustu hækk- un er verðið orðið næstum 10% hærra en haustið 1997. Þróun bensínverðs, samkvæmt mælingum Hagstofunnar í byij- un hvers mánaðar, frá því grundvöllur visitölu neysluverðs var síðast settur =100 í mars 1997. Ár: 1997: Bensínverðsvísitala: Apríl 100,0 Maí 100,0 Júní 100,1 Júlí 100,1 Ágúst 99,8 September 102,5 Október 102,3 Nóvember 103,3 Desember 102,2 1998 Janúar 99,8 Febrúar 98,0 Mars 96,7 Apríl 95,7 Maí 95,7 Júní 95,4 Júlí 97,1 Ágúst 97,3 September 96,6 Október 96,7 nóvember 96,3 Desember 93,9 1999 Janúar 90,8 Febrúar 90,8 Mars 90,8 Apríl 93,3 Maí 95,2 Júní 101,5 Júlí 103,0 Ágúst 106,5 September 113,0 Stofna Ferða- málasetur í dag verður undirritað- ur samstarfssamningur um Ferðamálasetur Is- Iands sem staðsett verður á Akureyri. Það eru Háskóli Islands og Háskólinn á Akureyri sem standa að þessu nýja setri. Samkvæmt upplýsingum frá Þor- steini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Ak- ureyri, er markmið þessa samstarfs að efla rannsóknir og mennt- un á sviðið ferðamála, bæta tengsl háskólastarfs og atvinnu- h'fisins og auka þekkingu í grein- um tengdum ferðamálum. Ferðamálasetrið verður þannig miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskól- ans á Akureyri. ferðamálum, greinum sem einu nafni hafa verið kölluð ferðamála- fræði. Þorsteinn segir að meðal helstu verkefna hins nýja seturs verði að efla rannsóknir, stuðla að samstarfi innlendra og erlendra rannsóknaraðila, gefa út fræðirit og kynna rannsóknaniðurstöður og veita ráðgjöf og standa fyrir námskeið- um. Rektorar háskólanna tilnefna hvor um sig tvo menn í stjórn, en auk þess hefur verið farið fram á að Samtök ferðaþjónustunnar og Hólaskóli tilnefni hver sinn full- trúa í stjórnina. En þrátt fyrir gífurlegar hækkanir að undanförnu hefur bensínið ekki hækkað meira en vísitalan í heild, fyrr en núna í septembermánuði. !

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.