Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 4
4r'~ LAUGARUAG.V-R -4. S E P T-E.M-B E R- 199 9 . FRÉTTIR L. I^HT' KUABÆNDUR Afuxöastöövar í eigu mjólkurfram- leiöenda Aðalfundurinn ályktaði að LK hafi alla tíð lagt áherslu á mikilvægi þess að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði væru í eigu og undir stjórn mjólkurframleiðenda til að tryggja hagsmuni kúabænda. Gildi þeirrar stefnu sannaðist eftirminnilega þegar bændur í Suður-Þingeyjarsýslu lentu í hremmingum vegna þrenginga Kaupfélags Þingeyinga. Jafn- framt hafa komið fram sterkari vísbendingar en áður um að lagaleg- ar forsendur séu fyrir því að innleggjendur mjólkursamlaga á vegum kaupfélaga eigi eignarréttarlegt tilkall til mjólkursamlaganna. Því fel- ur fundurinn stjórn LK að stuðla að því að mjólkursamlög sem enn eru starfrækt innan kaupfélaga, komist formlega í eigu framleiðenda og undir stjórn þeirra. Er stjórninni heimilað að styðja samtök mjólk- urframleiðenda, eða einstaklinga í umboði þeirra, með fjárframlögum eða á annan hátt ef nauðsynlegt reynist að fara með slík mál fyrir dómstóla. Staðan á kjötmarkaði Aðalfundurinn hvetur stjórn LK til að fylgjast vel með stöðu á kjöt- markaði og grípa til verðuppbóta á slátraða ungkálfa ef ástæða þykir til. Einnig hvetur fundurinn stjórn til að beita sér fyrir öflugu átaki í markaðsmálum nautakjöts. Fundurinn minnir á fyrri samþykktir um niðurfellingu tolla af innfluttum kjarnfóðurblöndum og felur stjórn að fylgja málinu fast eftir. Fundurinn lýsir einnig þungum áhyggjum yfir samdrætti í sölu mjólkurafurða. Telur fundurinn nauðsynlegt að legga enn aukna áherslu á sölu- og markaðsstarf til að snúa þeirri þró- un við. Skipuð var þriggja manna nefnd til að undirbúa nauðsynleg- ar breytingar í tilraunastarfsemi greinarinnar. Óskað er eftir að nefndin starfi með Fagráði í nautgriparækt. í nefndinni sitja Jón Gíslason, Lundi, Sigurður Loftsson, Steinsholti og Sigurgeir Hreins- son, Hríshóli. Leiðbeiningaþjónusta Aðalfundur LK vísar tilstefnumörkunar aðalfundar 1998 varðandi leiðbeiningaþjónustu. Þar sem fljótlega má vænta niðurstöðu RANNIS-verkefnisins, sem fjallar m.a. um þennan þátt, telur fund- urinn augljóst að frekari vinna við stefnumörkun á þessu sviði bíði hennar. Félag kúabænda í Austur-Hún. óskaði eftir því að aðalfund- ur LI< 1999 tæki afstöðu til hvort leiðbeiningaþjónustan eigi að vera áfram á vegum búnaðarsambanda og fjármögnuð með líku sniði og nú er þ.e. að mestu meö hluta af búnaðargjaldi og framlögum frá því opinbera eða hvort leiðbeiningaþjónustan færist til búgreinafélag- anna og hver búgrein ákveði fyrir sig hvernig þessari þjónustu verði háttað og hvernig hún verði fjármögnuð. Sorpa styrkir liknarfélög - mynd: hilmar þór. Nýlega afhenti Sorpa 600 þúsund króna styrk til handa Þjónustu- setrinu, Tryggvavötu 26, sem starfrækt er af 6 líknarfélögum. Tilefn- ið var 5 ára samstarfsafmæli Sorpu og líknarfélaganna og einnig það að nytjamarkaður Sorpu fékk nýtt nafn, Góði hirðirinn. Afhending styrksins fór einmitt fram hjá Góða hirðinum, Hátúni 12. Hér tekur Jón Guðnason, forstöðumaður Þjónustusetursins, (t.h.) við styrkn- um úr hendi Ögmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu. Hugbmtaðarsýnmg Eftir nelgina fer fram tveggja daga hugbúnaðarsýning í Reykjavík er ber yfirskriftina „AutoCAD EXPO 1999“. Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra mun opna sýninguna á Grand Hótel nk. mánudag. Megin- uppistaða sýningarinnar er hugbúnaður frá Autodesk, sem er fjórði stærsti framleiðandi hugbúnaðar í heiminum og framleiðir eingöngu forrít lyrir hönnuði og tæknimenn. Auk sýningarinnar verða fluttir fyrirlestrar. Umboðsaðili Autodesk hér á landi er Hugbúnaður hf. í Kópavogi. Aðgerðir Seðiabankans virðast því á góðri leið með að ná þeim markmiðum að bæta lausafjárstöðu lánastofnana. 24 miUjörðum neðan við strik Lausafjárreglumar á góðri leið að ná tilætl- iiðinii iiiarkiiiiðuiii. Lausafjárstaða innlánsstofnana, innlend og erlend, rýrnaði um röska 30 milljarða króna á síð- asta ári og var orðin neikvæð um tæpa 24 milljarða (sem svaraði 11 % heildarinnlána) í lok janúar sl. þegar hún náði lágmarki. I júlílok hafði hún aftur batnað um tæpa 17 milljarða. „Aðgerð- ir Seðlabankans virðast því á góðri leið með að ná þeim mark- miðum að bæta lausafjárstöðu lánastofnana, lækka erlendar skammtímaskuldir og draga úr miklum vexti útlána,“ segir í nýj- ustu hagtölum Seðlabankans, þar sem teldn eru fyrir áhrifin af lausaljárreglunum sem bankinn setti til að reyna að draga úr hinni taumlausu útlánaaukn- ingu sem hófst um mitt ár í fyrra og var að stórum hluta fjármögn- uð með erlendum skammtíma- lánum. Margfalt áhyggjuefiii „Hraður útlánavöxtur getur, að mati Seðlabankans, falið í sér vissar hættur fyrir efnahag lána- stofnana í framtíðinni auk þess sem útlánaþensla magnar inn- lenda eftirspurn. Þá var mikil aukning erlendra skammtíma- lána Iánastofnana sjálfstætt áhyggjuefni þar sem slík lán geta reynst hverful ef slær í bakseglin í rekstri einstakra lánastofnana," segir Seðlabankinn. Þegar ljóst varð að fortölur dugðu ekki til ákvað Seðlabankinn að grípa til þess ráðs að leggja kvaðir um Iaust fé á lánastofnanirnar, sem varð þeim vægast sagt lítið fagn- aðarefni. En „trikkið" virðist hafa virkað. Útlán banka og sparisjóða námu um 372 milljörðum í júlí- lok og höfðu þá aukist um liðlega 101 milljarð á tólf mánaða tíma- bili, eða um þrisvar sinnum meira en innlánin. - HEI Langfl est sýni frá Reykjagaroi sýkt Samkvæmt samantekt rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins, sem Dagur hefur undir höndum, greindust 15 af 18 sýnum úr kjúklingum frá Reykjagarði með campylobacter-sýkingu á tímabilinu 1. janúar 1998 til 1. ágúst í ár. Samkvæmt samantekt rannsóknastofu Holl- ustuverndar ríkisins, sem Dagur hefur undir höndum, greindust 15 af 18 sýnum úr kjúkling- um frá Reykjagarði með campylobacter-sýkingu á tímabilinu 1. janúar 1998 til 1. ágúst í ár. Þessi skýrsla rannsókna- stofunnar er dagsett 1 1. ágúst 1999 og var hún send öllum heilbrigðis- eftirlitssvæðum lands- ins. Um er að ræða saman- tekt yfir greiningar á campylobacter f sýnum frá eftirlitsaðilum. A umræddu tímabili voru greind 18 sýni af kjúklingum frá Reykjagarði, þar af úr einum kalkúni. Af þessum 18 reyndust 15 sýni jákvæð, eða í 83% til- fella. Greind voru 6 sýni frá Ferskum kjúldingum og helm- ingur þeirra var með campylobacter. Sama tíðni var á kjúklingasýnum frá kjúklinga- framleiðandanum Móum, eða 5 af 10 sýnum greindum, en af 7 sýnum frá Isfugli reyndust öll neikvæð, þ.e. ekki með campylobacter sýkil. Ekki í svína-, nauta- eða laxnbakjöti Campylobacter mældist ekki á þessum tíma í sýn- um frá þremur framleið- endum svínakjöts, þrem- ur framleiðendum nautakjöts og tveimur framleiðendum lamba- kjöts. Fimm sýni af hverri kjöttegund komu til greiningar á umræddu tímabili, 1. janúar í fyrra til 1. ágúst á þessu ári. Þá voru 8 sýni tekin til greiningar úr neyslu- vatni á alifuglabúum og ekkert þeirra reyndist með campylobacter. Af 62 sýnum sem tekin voru vegna meintra hóp- sýkinga reyndust 2 sýni inni- halda umræddan sýkil og f báð- um tilfellum er um að ræða neysluvatnssýni sem tengdust „Iítilli hópsýkingu", eins og það er orðað í samantektinni, sem kom upp á síðasta ári. — bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.