Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 04.09.1999, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Dmjut FRÉTTIR Er afar undrandi á vÉðbrogðum Váls Fymun stjómarfor- maður íslenska ut- varpsfélagsins segir skyndilega neitun ís- landsbanka og Lands- banka um lán vera undarlega í ljósi já- kvæðra umsagna um rekstur félagsins. Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður sagðist í samtali við Dag vera undrandi á þeim viðbrögðum Vals Valssonar, bankastjóra Islandsbanka, að vísa grein sinni á bug sem rakalaus- um dylgjum og að bankinn hefði tekið faglega afstöðu í þessari lánsbeiðni sem öðrum. I grein- inni sagði Sigurður meðal annars frá því er Islandsbanki neitaði Is- lenska útvarpsfélaginu um 300 milljóna króna lán vegna mynd- Iyklakaupa. Bankinn hefði gefið félaginu það loforð er Ingimund- ur Sigfússon, mágur Vals, var stjórnarformaður þess. Eftir að Ingimundur hafi misst stjórnar- sæti í íslenska útvarpsfélaginu hafi íslandsbanki án skýringa aft- urkallað lánsloforð sitt. Sigurður sagði að sér kæmi það á óvart að menn töluðu nú um að Islenska útvarpsfélagið hefði ver- ið skuldsett á þessum árum, það er 1993-1994, þegar myndlykla- kaupin voru á dagskránni. Sig- urður sagðist hafa undir höndum fundargerð 90. stjórnarfundar fé- lagsins frá 12. október 1993. Þar hefði Ingimundur Sigfússon, þá- verandi stjórnarformaður, greint frá ferðum hans og Páls Magnús- sonar fréttastjóra og Bjarna Kristjánssonar, þáverandi sjón- varpsstjóra, í Búnaðarbanka og Islandsbanka. Báðir bankarnir hefðu Iýst yfir ánægju með þróun mála í rekstri IU og veri5 velvilj- aðir í garð félagsins. „íslandsbanki treysti sér hins vegar ekki til að koma með neina skriflega yfirlýsingu að svo stöddu en Búnaðarbankinn sendi yfirlýsingu sem er svohljóðandi: Stjórnendur Stöðvar 2 hafa kynnt bankastjórum Búnaðar- banka Islands lauslega hugmynd- ir fyrirtækisins um endurnýjun myndlykla á næstunni. Banka- stjórn Búnaðarbankans metur mikils þann mikla árangur sem náðst hefur í rekstri fyrirtækisins á liðnum misserum og vill af því tilefni lýsa því yfir að hún er reiðubúin til samstarfs um þetta verkefni, hvort heldur ein sér eða í samstarfi við annan viðskipta- banka,“ sagði Sigurður og vitnaði þar til fundargerðarinnar. Sigurður sagði að síðan hefði komið bréf frá Islandsbanka, dagsett 26. nóvember 1993, sem enginn af þáverandi stjórnar- mönnum og þáverandi sjónvarps- stjóri gat skilið á annan veg en þann að Islandsbanki væri búinn að skuldbinda sig til að leggja fram tæplega 300 milljónir í myndlyklaverkefnið. „Óskðp fátt um svör“ „Eina breytingin sem varð á þessu var sú að Ingimundur Sig- fússon hvarf úr stóli stjórnarfor- manns 2. júlí 1994 og ég tók við. Þá snerist allt í höndunum á Is- landsbanka. Þegar menn eru að tala um að við höfum verið skuldsettir árið 1994 þá vorum við ekki skuldsettari en það að einn af stærstu bönkum heims, Chase Manhattan, kaus að end- urljármagna þetta fyrirtæki og lánaði tæpa 2 milljarða ef ég man rétt. Þeir sýndu fagleg vinnu- brögð, enda ekki í pólitík á Is- Iandi,“ sagði Sigurður. Hann sagði Ragnar Önundar- son hjá íslandsbanka hafa „kippt" sér og Bjarna Kristjáns- syni, inn í „litla herbergið í Hús verslunarinnar" og sagt að félag- ið fengi ekki Iánið. „Við spurðum hann hvers vegna en það var ósköp fátt um svör;“ sagði Sig- urður Stutt svar Landsbauka Islenska útvarpsfélaginu barst einnig neitun um lán frá Lands- banka. Sigurður sagði það bréf, sem dagsett væri frá 28. júlí 1994, ekki vera efnismikið. Það væri eftirfarandi: „Bankastjórn Landsbanka Islands hefur ljallað um beiðni yðar um lánsviðskipti. Niðurstaða þeirrar umfjöllunar er að fallast ekki á beiðnina. Þetta tilkynnist yður hér með.“ „Svo mörg voru þau orð,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson. - BJB Grillmeistarar í glasi eru áhættuþáttur Karlar sem ekki eru vanir að búa til mat dags daglega og eru að grilla, geta verið áhættuþáttur í kampýlóbaktersýkingum - sérstaklega ef grill- meistararnir eru í glasi. Sóttvamarlæknir ott- ast að griUmeistar- amir sem koma til skjalanna á siunrin geti verið áhættuþátt- ur við útbreiðslu kampýlóbakter. „Já, við höldum að það hafi sín áhrif að þá (á grilltímanum) koma til skjalanna grillmeistarar, karlarnir sem ekki eru vanir að búa til mat svona dags daglega. Og ef þeir fá sér í glas með eins og stundum vill við brenna þá getur tilkoma þeirra verið áhættuþáttur," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir í samtali við Læknablaðið um geysilega fjölgun kampýlóbaktertilfella, einkum í júlímánuði. Júlí-tilfell- um hefur fjölgaði úr 9 upp í 103 á tveim árum. Eftir verslunar- mannahelgina virtist heldur draga úr faraldrinum, í kjölfar háværra umræðna, en tilfellun- um fjölgaði síðan á nýjan leik. Hlutfallslega segir Haraldur fjöl- da sýkinga hér langt umfram það sem gerist á Norðurlöndum. Umræðan út og suður „I umræðunni hefur mér fundist á það skorta að hún hafi snúist um kjarna málsins sem hlýtur að vera sá, að það er fjöldi fólks að veikjast illa af kampýlóbakter. Það hefur skort á skilning á því að hér er alvarlegt heilsufars- vandamál á ferðinni. Þaá er ekki eins og að fá venjulegt kvef að fá slíka iðrasýkingu. Við höfum fengið fréttir af fólki sem fær fylgikvilla á borð við liðabólgu sem er mjög bagalegt. Það hefur alveg vantað í umræðuna að benda á þetta, hún hefur frekar snúist um tækniatriði og það hvort einhver hafi Iekið trúnaðar- upplýsingum eða aðrir séu sakað- ir um eitt og annað með ómak- legum hætti,“ segir sóttvarnar- læknir. Smitaðtr 10-20 simiuin fleiri Spítalainnlagnir í kjölfar kampýlóbakter segir hann orðnar 19 á þessu ári, fleiri en allt árið 1998 og tvöfalt fleiri 1997. „Þetta sýnir hvað alvarlegt mál er á ferðinni því fólk er orðið veru- lega veikt þegar það treystir sér ekki til að vera heirna," segir Haraldur. Hátt á þriðja hundrað tilfelli hafa þegar greinst á þessu ári - 60-70 fleiri en allt síðasta ár. „Einkennin geta verið mismikil og við teljum að í raun hafi 10-20 sinnum fleiri smitast en greinst hafa með sýkingu," segir Harald- ur - sem gæti þá þýtt allt að 4- 5.000 sýkta það sem af er árinu. Hvað veldur þessari miklu fjölg- un í ár segir hann alls ekki Ijóst. Kjúklingar komi að vísu oft við sögu þegar starfsfólk sýkladeildar Landspítalans hafi spurt þá sem þangað Ieita um hugsanlegar ástæður fyrir sýkingu. En vin- sældir þeirra hafi líka aukist mik- ið svo líkurnar á kjúklinganeyslu dagana áður en fólkið veiktist séu meiri en áður. - HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.