Alþýðublaðið - 14.02.1967, Page 1

Alþýðublaðið - 14.02.1967, Page 1
Þriðjudagur 14. febrúar 1967 48. árg. 36. tbl. -• VERÐ 7 KR, Listasafn íslands opnar í dapr yfirlitssýningu á verk um Þórarins B Þorlákssonar, en Iiðin eru 100 ár frá fæðingu hans. Sýndar eru alls 133 myndir. Myndin í þessum myndarlegra ramma er ein þeirra, en hún er af Alþingishúsinu og Dómkirkjunni. Á rammanum er gull- skjöldur sem á er greipt: Hannes Hafstein 4. 12. 1915. MeÖ þökk um fyrir vel unnið starf í þarfir íslands frá vinum. Rammann gerffi Stefán Eirtksson myndskeri Nánar er sagt frá sýningunni á 3. síðu. > Borgen fékk bókmennta- verðlaun Norðurlanda Stokkhólmi 13. 1. (NTB- TT.) — Norska rithöfund inum Johan Borgen voru í dag veiít hókmenntaverð- laun Norðuríandaráðs 19 67. Verðlaunin eru 50.000 danskar krónur. Þetta er sjötta uthlutun verðlaun- anna. í forsendum úthlutunarnefndar segir, að rithöfundurinn, leikrita skáldiff og ritgerðahöfundurinn Jolian Borgen háfi náð langt, ekki sízt í smásögum sínum þar sem liann túlki með nákvæmri mál- -O- Norðmaðurinn Lars Grini sigr- aði í stökkkeppninni í Þýzkalandi um helgina. Landi hans Wirkola varð þriðji og er þetta fyrsta tap Ihans á keppnistímabilinu. Grini stökk lengst 150 m., sem er ó- staðfest heimsmet. snilld skilning sinn á veruleik- anum og manninum í margbreyti- leika sínum. Johan Borgen hlýtur verðlaun- in fyrir síðustu smásögur sínar. ÞRJÚ verkalýðsfélög í Hafnarfirði héldu fund um atvinnumálin í Góðtemplarahúsinu á sunnudag og buðu þangað bæjarstjóra og bæjarstjórn. Varð þetta fjörugur umræðufundur, sem stóð í sex og hálfa kl.st. Má segja, að meirihlutinn í bæjarstjórn hafi fengið hina þyngstu ádrepu fyrir framferði sitt og í fundar lok var samþykkt harðorð ályktun, þar sem mót- mælt var eindregið öllum fyrirætlunum meiri hlut ans um að loka, leigja eða selja Bæjarútgerð Hafnar fjarðar. Voru samþykktir borgarafundarins 24. októ ber ítrekaðar og undirstrikaðar, en þá var skorað á meirihluta bæjarstjórnar að endurskoða stefnu sína gagnvart bæjarútgerðinni. Loks skoraði fundurinn á Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra að beita neitunarvaldi sínu til að hindra, að bæjar- st j órnarmeirihlutinn selji togarann Maí úr landi, ef úr því verður. HESTEJR BEYGLAR BIFREEÐ Akranesi, Hdan. OÓ. Bíll ók á hest og mann sem á horjum sat síðari hluta sunnudaigs sl. BíIIinn skemmdist mikið en liestur og knapi sluppu cmeiddir sem telja verður unöravert þar sem áreksturinn var mjög harður. Maðurinn sem ekið var á var á útreiðatúr ásamt nokkrum félögum sínum og reið nokkuð á undan þeim. Voru þeir á þjóðvegþrum nokkuð fyrir ofan Akranes þegar hesturinn fældist bíl Framhald á 14. síðu. Að þessum fundi stóðu Verka kvennafélagið" Framtíðin, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar og Verkamannafélagið Hlíf. Hafa slík ir fundir verið haldnir árlega um langt skeið í Hafnarfirðj og verka fólkið rætt mál sín beipt við ráða menn bæjarins. Fundinh setti Sig urrós Sveinsdóttir, fonRaður Fram tíðarinnar. Fundarstjóii var Krist ján Jónsson, formaðuh sjómanna Framhald á bls. 14. Viöræðum Kosygins og Wilsons lokiö: • LONDON, 13. februar (NTB- Reuter) — Engin niðurstaða varð aff viffræðum Alexei Kosygins, forsætisrá'ffherra Rússa, os Harold Wilsons, forsætisráðherra Breta, um Vietnamdeiluna, aff því er seg ir í tilkynningTi sem gefin var út í kvöld aff lokinni heimsókn sov- jónvarpsnotend afélag stofnað á Hellissandi Á Hellissandi eru nú 30—40 sjónvarpsnotendur og sést ís- lenzka sjónvarpsdagskráin sæmi lega í miðhluta þorpsins, Verð ur að telja þetta með ólíkind um vegna þeirrar fjarlægðar, sem er frá Reykjavík til Hellis sands, og alveg sérstakiega af því að fjallgarður er á milli. Hins vegar sést íslenzka dag skráin ekki yel í útjaðri kaup túnsins eða á Rifi, en þar má sums staðar sjá Keflavíkurstöð ina. Síðastliðinn sunnudag héldu sjónvarpsnotendur á Sandi fund til að stofna með sér sjónvarpsnotendafélag. Hafa þeir hug á betri máttöku til dæmis með lítilli eridurvarps- stöð, ef skilyrði reynast við nánari athugun til þess, að slík stöð gæti bætt myndina. Hingað til hafa verkfræðing ar Landssímans, sem sjá um dreifingu sjónvarps um landið, ekki gert ráð fyrir beinni send ingu til Hellissands. Hins veg ar var vitað af langri reynslu Framhald á 15. síðu. ézka forsætisráðherrans til Bret- lands. í tilkynningunni segja forsætis- ráðherramir að viðræðurnar hafi stuðlað að gagnkvæmum skilningi, en Breta og Rússa greini enn mik ið á í alþjóðamálum. Lagt er að stjómir landanna muni gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma á friði í Vietnam. Samkomulag tókst um að koma á beinu símasambandi milli Kreml og forsætisráðherrabús aðarins í Lundúnum. Símasambandi hefur áður verið komið á milli Kieml og Hvíta hússins. Yfirlýsingin bendir til þess að skoðanir forsætisráðhen anna á al- þjóðamálum séu óbreyttar. Þeir eru sammála um, að viðræðum skuli haldið áfram úm tillögu kommúnista um að haldin verði ráðstefna um öryggi Evrópu, en afstaða Breta til aiistur-þýzku stjórnarinnar er óbrey*t og þeir eru enn þeirrar skoð'unar að Bandaríkin verði að eiga fulltrúa á slíkri ráðstefnu. Sagt er að nnd Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.