Alþýðublaðið - 14.02.1967, Qupperneq 2
Soustelle
í framboði
LYON, 13. febrúar (NTB-
Reuter) — Jacques Sou-
stélle, fyrrverandi ráðherra
LOFTMlR hafnar að
NÝJU Á NORÐUR-VIETNAM
g'aullista, sem dvelst í út- ^
legð og dæmdur hefur ver- ^
|ð að honum fjnrsftöddum ^
fyrir landráð, hefur tilkynnt S
að liann muni gefa kost á S
Framhald á 15. síðu. ^
WASHINGTON, 13. febrúar
(NTB-Reuter/AFP) — Bandaríkja
menn hófu að nýju loftárásir á
Norður-Vietnam í dag eftir að á-
kafar tilraunir diplómata til að
koma af stað friðarviðræðum
höfðu farið út um þúfur.
í stuttri tilkynningu sagði
bandaríska landvarnarráðuneytið,
að hið fjögurra daga hlé, sem gert
var á, bardögunum í Vietnam
vegna nýárshátíðar landsmanna,
hefði verið framlengt til bráða-
birgða meðan Kosygin, forsætis-
ráðherra Rússa, dveldist í Lund-
únum. í tilkynningunni sagði
ekki frá því, hvenær árásirnar
voru teknar upp að nýju, en John
son forseti liefur sennilega gefið
skipun um, að loftárásirnar skyldu
hafnar um leið og Kosygin for-
sætisráðherra færi frá Lundún-
um eftir viðræður sínar við Wil-
son forsætisráðherra.
Tilkynningin um að loftárásirn
ar hefðu verið hafnar aftur var
gefin út kl. 16,30 að íslenzkum
tínia.
Skömmu áður lýsti U Thant, að-
alframkvæmdastjóri SÞ, því yfir
að hann teldi að unnt væri að
koma af stað viðræðum um frið
í Vietnam ef Bandaríkjamenn
hættu loftárásum sínum á Norður-
Vietnam. Samtímis sagði Harold
Frumvarp um
bann á tóbaks-
auglýsingum
- Reykjavík —EG.
Flutt hefur verið frumvarp til
laga um breytingar á lögum um
einkasölu ríkisins á tóbaki. Gerir
frumvarpið ráð fyrir að tóbaksaug
lýsingar verði hér eftir bannaðar.
Sem fylgiskjal með frumvarpinu
er prentuð grein eftir Bjarna
Bjarnason lækni, er birtist í Frétta
bréfi um heilbrigðismál 1965.
Núverandi fjármálaráðherra,
Magnús Jónsson flutti frumvarp
um þetta sama efni fyrir tveim ár
um, en það náði þá ekki fram að
ganga.
Wilson á þingfundi í Lundúnum,
að unnt ætti að vera að finna
lausn á Vietnamdeilunni, og jafn-
vel þótt itilraunir þær, sem nú
væru gerðar, fbæru ekki árang-
ur, væri öll von ekki úti. Vegur-
inn til lausnar verður enn opinn,
Framhald á 14. síðu.
Félagsvist - Félagsvist
Spilum félagsvist í Lido fimmtudaginn 16. febrúar. Ilúsið
vreöur opnað kortér fyrir 8. Mjög vandaðir kvöldvinningar og
að auki venjuleg heildarverðlaun eftir hverja þriggjakvölda
keppni. Sigurður Ingimundarson, alþingismaður, flytur ávarp,
og listafólkið LES CONRADI skemmtir. Hljómsveit Ólafs
Gauks leikur fyrir dansinum með söngvurunum Svanhildi Jak
obsdóttur og Birni R. Einarssyni. Atliugið að hver aðgöngu
miði er jafnframt happdrættismiði og vinningurinn er fiugferð
til Kaupmannahafnar fram og til baka með hinni nýju Boeing
þotu Flugíélags íslands. — Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
Endurskoðun verð-
jöfnunarreglna
Þrír af þingmönnum Framsókn
ar, þeir Björn Fr. Björnsson, Ágúst
Þorvaldsson, og Helgl Bergs hafa
flútt tillögu tii þingsályktunar um
verðjöfnuð á áburði. Er í tillög-
unni skoráð á ríkisstjómina, að
hlutast til um að núgildandi regl-
ur um verðjöfnuð verði endur-
skoðaðar.
Vill samstarf á
móti auðhringum
Reykjavík — EG.
Einar Olgeirsson (K) hefur flutt
þingsályktunartillögu um samstarf
íslands við ríkisstjórnir annarra
landa gegn alþjóðlegum einokunar
auðhringum. Segir í tillögu Einars
að Alþingi álykti að fela ríkis
stjórninni, að leita samstarfs við
ríkisstjórnir Noregs og aðrar rík
isstjórnir, sem kynnu að vilja
koma á samvinnu sín á milli til
þess að tryggja að þjóðir geti fram
kvæmt stefnu sína án þess að vera
knúðar til að breyta henni vegna
áhrifavalds alþjóðlegi'a auðhringa.
^SAMKOMUDAGAR ALÞING
flS.
Forsætisráðherra Bjarni S
' Benediktsson mælti í gær fyr'1
|ir fi-umvai-pi í efi'i deild um](
Isamkomudag reglulegs alþingþ]
'is, en þetta frumvarp hefurl'i
[þegar verið afgreitt frá neðri
fi
)deild. Málinu var vísað til allsi]
^herjarnefndar og 2. umræðu.$
LÆKNIR FYRIR
SÍLDARSJÓMENN r,
Sigurður Bjarnason (S) mælti]>
í gær fyrir frumvarpi til breýtþ!
iagn á læknaskipunai'lögumf,
sem gerir ráð fyrir að heimil ]]
að verði að ráða lækni er'
fylgi síldarflotanum og hafi
bækistöð um borð í rann-
sóknarskipi. Minnti Sigurður á
samþylckt, sem félag síldarsjó
manna nýlega gerði um þetta
efni, og ennfremur gat 'hann
þess, að málinu hefði verið
hreyft fyrr á þessu þingi en jf,
\ það gerði Hilmar Hálfdánarsonj’
(A) í þingsályktunai-tillögu, er*
hann flutti í haust.
i
Sprengjuárás í
miðri Sai:
SAIGON, 13. febrúar (NTB—
Reuter) — Skæruliðar Vietcong
gerðu sprengfjuvörpuárás í miðri
Saigon í dag og- 12 Suður-Viet-
nammenn hiðu bana. Skæruliðar
skutu um op á þaki húss er þeir
földust í og lentu sprengjurnar
skammt frá herstjórnarbyggingu
Bandaríkjamanna í hálfs annars
kílómetra fijarlægð. Byggingin
varð ekki fyrir tjóni, en ein
sprengjan féll á vörubifreiðaiest
og biðu 11 suður-vietnamskir her-
menn bana. Níu særðust.
Önnur sprengjan hafnaði þrem-
Játuðu á si:
átta innbrót
Snemma sl. sunnudagsmorgun
var lögi'eglunni tilkynnt, að tveir
ungir menn væru að brjótast inn
í Eyjabúð, sem er staðsett að Háa
leitisbraut 108. Fóru tveir lög
regluþjónar, þeir Jón Jóhannsson
og Ingimundur Helgason, þegar á
stúfana. Er að kom, sáu þeir spor
eftir þjófana og röktu þau sem leið
lá að nærliggjandi Ihúsi. Þar hittu
þeir báða innbrotsþjófana fyrir.
Við yfirheyrslu játuðu þeir á
sig innbrotið, auk sjö annarra.
Sögðust þeir áður hafa farið inn í
Eyjabúð og einum fjórum sinnum
í mjólkurbúðina, sem er í sama
húsnæði. Einnig játuðu þeir að
hafa brotizt inn í bifreiðaverk-
stæði Lúcas og FÍB að Suðurlands
braut 10. Innbrot þessi voru fram
in í þessum mánuði og mánuðin
um þar á undan, en litlu hafði
verið' stolið í hvert sinn. í mjólk
urbúðinni höfðu þeir til að mynda
tekið eitthvað af ölkössum og 200
— 600 kr. í peningum í hvert sinn.
ur metrum fyrir framan inngang-
inn að bústað brezks diplómats.
Sprengjabrotin fóru gegnum hús-
ið, en engan sakaði. Þriðja
sprengjan fór gegnum þak á húsi
í nágrenninu, en hún virðist ekki
hafa sprungið.
Árás þessi var brot á sjö daga
vopnahléi því, sem Vietcong lýsti
yfir vegna nýárshátíðar Vietnam
manna. Lögreglustjórinn í Saigon
sagði, að Vietcongmenn hefðu not
að vopnahléð til að skipuleggja á-
rásina. Eftir ái'ásina flúðu Viet-
congmennirnir, en komu fyrir
tímasprengju í skotfærabyrgðum
sem þeim tókst ekki að nota. Einn
lögreglumaður beið foana og 31
særðist þegar sprengjan sprakk.
Yfirmaður toandaríska herliðsins
í Vietnam, William C. Westmore-
land hershöfðingi, var ekki í her-
stjórnartoyggingunni, þegar
sprengjunum var varpað. Þetta
er umfangsmesta árás Vieteong í
Saigon síðan 1. nóvember þegar
24 sprengjum var varpað í Saigon
með þeim afleiðingum að 34 menn
biðu bana og 26 særðust.
Bandarískur talsmaður í Saigon
sagði í dag, að Norður-Vietnam-
menn hefðu flutt vistir suður á
bóginn meðan á nýársvopnahlénn
stóð. Lítið var um bardaga fyrsta
sólarhringinn eftir að vopnahlény
lauk.
2 14. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ