Alþýðublaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 3
YFIRLITSSÝNING Á VERKUM
ÞÖRARINS B. ÞORLÁKSSON AR
Reykjavík — OÓ
Yfirlitssýning á verkum Þórar
ins B. Þorlákssonar, listmálara,
verður opnuð í Lstasafni íslands
í dag. Er sýningin haldin í tilefni
100 ára ártíðar listamannsins, en
í dag er öld liðin frá fæðingu hans
A sýningunni eru alls 133 mynd
ir, Eru nokkrar þeirra í eigu
Listasafnsins, en flestar eru fengn
ar að láni frá nær 50 aðiium. Eru
það myndir sem ýmist eru í
einkaeign eða í eigu stofnana.
Þau er annast hafa útvegun mynd
anna og uppsetningu sýningarinn
ar eru dr. Selma Jónsdóf.tir og
Þóra Kristjánsdóttir og málararn
ir Þorvaldur Skúlason ög Jóhann
es Jóhannesson.
Kl. fjögur í dag .mun Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaiáðherra |
opna sýninguna að viðstöddum i
boðsgestum og klukkutíma síðar
verður hún opnuð almenningi.
Mikið hefur verið haft fyrir að
ná saman svo mörgum myndum.
eftir Þórarinn sem þarna eru
sýndar og ætti fólk ekki að láta
þetta tækifæri til að fá heild
arsýn yfir starf þessa merka mál
ara fram hjá sér fara. Sýningin
verður opin um þriggja vikna
skeið og er sýningartími daglega
frá kl. 13,30 til kl. 22 að kvöldi.
í tilefni afmælisins hafa börn
listamannsins gefið Listasafninu
mynd eftir föður sinn. Er hún
af fánanefndinni sem starfaði á
árunum 1913—24, en Þórarinn átti
sæti í henni.
| Gefin hefur verið út einkar
i vönduð sýningarskrá og þar rit
ar dr. Selma Jónsdóttir um lista
! manninn. Er þar tekið fram að
fyrsta íslenzka málverkið sem
Listasafn íslands eignaðist sé Án
ing eftir Þórarinn, en nokkrir
Reykvíkingar gáfu safninu mynd
ina árið 1911. Þá segir m.a í
grein Selmu. „Þórarinn gaf okkur
eitthvað nýtt. íslenzkt landslag
fyrst málað og séð af íslenzkum
listamanni.
Hann málar íslenzkt landslag,
en hann stælir það ekki. Það
er oft erfitt að sjá hvaðan mynd
ir Þórarins eru, því hann bætir
inn fjöllum. múlurn, vötnum og
ám, vegna málverksins. Sem sann
Framhald á 14. síðu.
Stúlka við glugga nefnist þessi mynd eftir Þórarinn. Er hún mál_
uð um aldamótin.
— Mér 'þykir sérstaklega vænt
um að þessi sýning skuli vera sett
upp, sagði Ásmundur Sveinsson,
myndhöggvari, þegar hann var að
virða fyrir sér yfirlitssýningu á
verkum Þórarins B. Þorláksson-
ar í Listasafni íslands í gær.
rækt við okkur. Flatarmáls og
rúmmálsteikningu kenndi hann í
stofunum niðri. Tímarnir 'hjá
Þórarni voru eina listkennslan
sem ég fékk áður en ég hélt ut-
an til fr'ekara listnámis og sú
Framhald á 15. síðu.
— Þórarinn var minn fyrsti
teiknikennari og þar með fyrsti
kennari minn 'á listabrautinni, og
er hann mér ávallt sérstaklega
minnisstæður, enda er hann ein-
hver skemmtilegasti kennari sem
ég hef nokkru sinni haft. Hann
kenndi heiðarlega og vildi að við
leystum verkefnin og ynnum úr
þejm. Nemendurnir komust ekki
upp með að skila hálfkláruðum
verkum.
— Ég byrjaði að læra teikn-
ingu hjá Þórarni 1915 og var hjá
honum í þrjá vetur. Það var í
Iðnskólanum, en þar kenndi
hann t-eikningu í fjölmörg ár. Ég
var að læra tréskurð og þurfti
að læra fríhendisteikningu sér-
staklega. Til þeirrar kennslu
hafði Þórarinn litla stofu uppi á
lofti í skólanum og voru þar fáir
nemendur og lagði hann sérstaka
■«-
Börn Þórarins B. Þor
iákssonar gáfu Lista-
safninu mynd eftir
föður sinn í tilefni
100 ára ártíðar lians. Myndin
eraf fánanefndinni, en lista-
maðurinn var einn nefndar-
manna. Hér standa dætur Þór
arins, Guðrún og Dóra við
myndina. Neðri myndin er
einnig- af þeim systrum. Nefn
ist hún Guðrún og Dóra í
heyvinnu og er máluð af föð
ur þeirra árið 1909 Myndir
Bjarnleifur.
■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B
; Þórarinn B. Þorláksson er
■ fæddur 14. febrúar 1867 að
j Undirfelli í Vatnsdal. Dvaldi
: æskuárin hjá Birni bróður
; sínum að Stafholti í Borg-
• arfirði. Fór til Reykjavík-
; ur 1885 að nema bókband.
■ Lauk námi í þeirri iðngrein
• 1887. Veitti forstöðu bók-
; bandsstofu ísafoldarprent-
j smiðju 1887-1895. Fór til
■ Kaupmannahafnar á þeim
; árum í nokkurra mánaða
: námsför. Fór síðan aftur til
; Kaupmannahafnar 1 1895 og
; stundaði þar myndlistar-
\ nám í 7 ár, fyrst á Listhá-
: skólanum, síðan í einka-
■ skóla. Kom heim 1902.
f Kvæmtist Sigríði Snæ-
: björnsdóttur 1903. Nokkurra
: mánaða námsdvöl í Kaup-
; mannahöfn 1904, vegna und
■ irbúnings undir kennslu,-
: störf. Teiknikennari við
■ Iðnskólann frá stofnun haiis
; 1904 og forstöðumaður sk<^l
Í ans 1916—1923. Rak bóka-
■ og ritfangaverzlun frá 191.2
; til dauðadags. Stofnaði Lisjt
f vinafélagið árið 1916 ásamt
: Framhald á 15. síðu.
14. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3