Alþýðublaðið - 14.02.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 14.02.1967, Qupperneq 10
Um tima leit út fyrir, aö FH myndi slá Það var oft mikið Ííf á línunni í leik FH og Honved bér horfa margir löngunaraugum til boltans, ekki vitum við hvort Árni náði honum, ' ; 1Q 14. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tekst Fram aö sigra Honvéd í kvöld ? í kvöld ki. 20,15 leika Reykja- víkurmeistarar Fram við ung- versku meistarana í handknattleik. Honved frá Búdapest. Leikurinn verður vafalaust mjög spennandi og ekki er að efa, að Framarar gera allt til. að sigra Honved. Lið Fram i; kvöld skipa: Guð- jón Jónsson, Gunnlaugur Hjálm- arsson, Pétur Böðvarsson, Þor- steinn Björnsson, Halldór Sigurðs son, Tórnas Tómasson, Sigurður Einarsson, Sigurhergur Sigurðs- son, Gylfi Jóhannsson, Ingólfur Óskarsson, Arnar Guðlaugsson og Hjnjfik Einarsson, úrslitaliðið í fyrra út úr keppninni Sjaldan eða' aldrei hefur ríkt jafn mikil spenna fyrir nokkrum kappleik milli íslenzks félagsliðs annars vegar og erlends liðs hins vegar, eins og fyrir leik F.H. 0!g j HONVED í Evrópubikarkeppninni. jstrax upp úr hádegi á sunnudag ' var uppselt og um það leyti er , leikurinn átti að hefjast voru fleiri hundruð manns fyrir utan íþrótta- höllina í Laugardal í þeirri von að komast inn. Þeir 3 þús. áhorf- endur, sem inn komust fengu líka mikla skemmtun fyrir peningana sem í miðana var lagt, því þarna fór fram einn sá bezti leikur sem sést hefur hér á landi í handknatt leik. íslandsmeistarar F.H. lyftu merki íslenzks handknattleiksliðs hátt á loft og sigur þeirra yfir þessu ungverska liði, er án efa langstærsti sigur sem íslenzkt félagslið hefur unnið. Til þess að hljóta áfarmhald í Evr.b.keppninni þurfti F.H. að sigra með átta mörk um og vissulega munaði ekki miklu að svo færi, en þrátt fyrir að F.H. fellur nú úr keppninni, eru allir sammála um það að fé- lagið hafi staðið sig með hinni mestu prýði, því 19:14 sigur yfir svo sterku liða sem HONVED er jú ekkert smáræði. ★ Fyrri hálfleikur 11:7 Eftir að fyrirliðar höfðu heils- ast og skipst á gjöfum hófst leik- urinn og var það F.H. sem byrj- aði með knöttinn og ekki leið á löngu þar til Örn Hallsteinsson lék á varnarmann Honved oig skor- aði laglega. Aftur tveim mín síð- ar er Örn enn að og skorar úr upphoppi 2:0. Nokkur tími líður án þess að mark komi en þá skor- ar hinn ungi VARGA fyrsta mark HONVED, en á sömu mínútu skor ar Örn fallega og staðan er 3:1. Nú líða fimm mín. án þess að mark verði skorað, en á 12. mín. skorar Ragnar og stuttu síðar bæt ir hann öðru við og er nú staðan 5:1 og áhorfendur komnir í igott skap. En Ádam var ekki lengi í Paradís og næstu þrjú mörkin koma frá HONVED, en þau skora KORVACS 2 og ADORJAN eitt. Á 20. mín. skorar Jón Gestur úr hröðu upphlaupi, en FENYÖ, sem Örn gætti mjög vel er allt í einu orðinn frír og skorar, brotið er á Jóni Gesti og úr vítakastinu skor ar Páll örugglega, VARGA minnk- ar muninn. Nú kemur góður kafli hjá F.H. og á fjórum mín. skor- ar F.H. — fjögur mörk, en þau igerðu Páll 2 annað úr vítakasti, er brotið var á Auðunni og svo skoruðu bræðurnir Örn og Geir sitt markið hvor og staðan var 11:6. En á síðustu sek. skorar KOVACS úr vítakasti og var stað- an þvi 11:7 í hálfleik. ★ Síffari hálfleikur 8:7 Örn byrjar að skora í þessum hálfleik, en Kovacs minnkar mun inn, þá skorar Bii-gir úr hröðu upphlaupi og skömmu síðar skor- ar hann aftur og nú með því að leggja sig framhjá varnarmönn- um HONVED. VARGA skorar næst úr vítakasti, en Árni Guð- jónsson bætti marki við fyrir F.H. Þá er aftur dæmt víti á F.H. og Varga skorar enn. Næstu tvö mörkin koma frá Páli annað úr viti, en hitt skorar hann laglega úr homi ög er nú staðan 17T0 og Framhald á 15. síðu. 12 JAFNTEFLI í 2. DEILD Þrír leikir fóru fram í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik fyrir hel'gina. Á föstudag voru leiknir tveir leikir í Laugardals höllinni og lauk báðum með jafn- tefli ÍR-ÍBK 22:22 og KR-Þrótt k|r .20:20. Á laugardag sigraði síðan KR ÍBK á Akureyri með 29:14. Staðan í 2. deild er nú þann ig, að KR hefur 8 stig í 5 leikj- um, ÍR 5 stig (4), ÍBK 4 (4), Þrótt ur 3 (3) og ÍBA 0 stig 1 4 leikj- um. Segja má því, að enn eigi fjögur lið möguleika á sigri í 2. deild.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.