Alþýðublaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 14
Ekið á hest Framhald af 1. siðu. sem var að fara fram úr þeim. Stökk hann þvert yf- ir veginn og lenti þá fram- an á taíl sem kom á móti Reiðmaðurinn kastaðist fram af hestinum og lenti á þaki bílsins og dældaði það miltið. Þaðan féll hann aftur fyrir bílinn og á göt- una. Hesturinn dældaði bíl- inn mikið að framan, sér- staklega vélarhlífina. Er bíll inn brotinn að framan og dældaður ofan og illa útlit- andi eftir áreksturinn, en var þó ökufær eftir. Varla sá á hestinum eða manninum sem á honum sat og reið sá síðarnefndi hinum fyrrnefnda í bæinn aftur. Tveir menn voru í bílnum og meiddist hvorug- ur þeirra, jafnvel þótt fram rúðan hafi brotnað af mikl- um krafti inn á þá. Mótmælðr Framhald af 1. síðu. félagsins, en fundarritarar Hall grimur Pétursson og Málfríður Siefánsdóttir Framsögu hafði Hermann Guð- mundsson. Formaðgur Hlífar. Auk haris tóku til máls Vilhjálmur Skúlason, Hjörleifur Gunnarsson, Kristinn Gunnarsson, Ár-ni Gunn Iaugsson, Stefán Jónsson, Rrvnjólf ur Þorbjarnarson, Markús Þor geirsson, Sigmundur Björnsson, Guðlaugur Bjarnason, Sigurrós Sveinsdótlir og Bjarni Jónsson, Fundurinn stóð frá kl. 2 síðdeg is til 8,30. Voru simþykktar ein róma nokkrar ályktanir þar á með al þessi. Sameiginlegur fundur V.K.F. Framtíðarinnar, Sjómannafélags Hafnarfjarðar og Vmf. Hlífar haldinn 12. febrúar 1867, mótmæl ir eindregið öllum fyrirætlunum meirihluta bæjarstjórnar um að loka, leigja eða selja Bæjarútgerð ina einkaaðilum. Þá mótmælir fundurinn harðlega fyrirhugaðri söiu á Maí togara Bæjarútgerð arinnar svo og þeim aðgerðum sem valdið hafa því að fr.vstihús Bæjarútgerðarinnar hefur verið ó starfhæft og þar með hafnfirskur verkalýður sviftur virinu samanber löndun úr togaranum Röðli í Reykjavík nú fyrir skemmstu og vinnslu aflans þar. Itrekar fundúrinn og undirstrik ar ályktun hins almenna horgara fundar sem haldinn var í Bæjar bió 24. okt. sl. þar sem skorað v:r á meirihluta bæjarstjórnar að endurskoða ákvarðanir sínar um að leggja niður Bæjarútgerð Hafn arfjarðar og í stað slíkra aðgerða að vinna að eflingu hennar og f-'-'i'a rekstur hennar í nýtízku horf þar sém það eitt er í samræmi V'ð hagsmuni hafnfirskrar alþýðu og bar með bæiarfélagsins í heild. Þá var bessi álvktun einnig gefð: ..Fundur haldinn í verka- kvennafélaeinu Framtíðin. Sjó- rrnnnafélagi Hafnarfiarðar og verkamannaféiaeinn Hlíf skorar á núverandi siávarútvegsmálaráð- berrá. Eegert G. Þorsteinsson að þ-inn sem siávarútvpgsmálaráð- berrá, beiti ncitunarvaldi sfnu, ef það skyldi koma fyrir, að núver andi bæjarstjórnarmeinhluti ósk aði eftir því við ráðherra að fá leyfi til að selja bv. Maí úr landi.“ VlðræÓur Þjónustukönnuninni að Ijúka, - úrvinnsla hefst innan skamms Framhald af 1. síðu. irbúa verði slíka ráðstefnu ræki- lega. í yfirlýsingunni segir hins veg- ar að ráðagerðir séu á prjónun- um um nánari samskipti Breta og Rússa í verzlun, visindum og á fleiri sviðum. Wilson ræðir síðar við ICosygin í Moskvu, og George Brown fer í sex daga heimsókn til Moskvu 19. maí. í tilkynningunni segir, að brezk ir og sovézkir embættismenn muni bráðlega ræðast við til að kanna möguleika á undirritun vináttu- og samstarfssamningi en ekki er minnzt á tillögu Kosygins um griðarsamning. Fyrsta áþreifan- lega vísbendingin um bætta sam- búð Rússa og Breta er sú að tek- izt hefur að ná samkomulagi um ýmsar fjárhagskröfur, aðallega í sambandi við innlimun Eystrasalts landanna í Sovétríkin. Þá hefjast bráðlega viðræður um verzlunah- samninga til langs tíma, aukin samskipti 'á sviði iðnaðarmála, tæknimála og menningarmála, svq og um bættar flugsamgöngur. Yffírlýsing Framhald af 3. síðu. ur listamaður hugsar hann fyrst og fremst um málverkið og þörf þess, hann byggir upp myndina í því augnamiði að hún verði honum inspírasjón Hann hefur yndi af heiðríkjunni og kyrrðinni tæru andrúmslofti og litum jarð ar. Það má finna að með hverju ári verður litskynjun Þórarins rík ari og næmari og hann fer þannig með litinn, að hvert tilbrigði hans er notað sem meðal til að ná heild arverkun í myndina. Þórarinn hlýtur að lieyra til nat : uralismans. Það er nafn á lista I stefnu, en það er hvorki stefnan eða nafn hennar sem gildir, það sem skiptir máli, er hvort málar inn er listamaður eða ekki, og Þórarinn var listamaður. Þórarinn var að eðlisfari lilé drægur. og má vera að það hafi -'aldið nokkru um að hann varð ekki í lifenda lífi svo þekktur sem skyldi Nú hin síðari ár hef ur hróður hans farið vaxandi og marigir hinir yngri listamenn okk ar hafa fengið mikinn áhuga fyrir list hans. Þórarinn var á. sínum tíma brautryðjandi í- ísienzkri rovndlist og áhrif frá list hans eru raunverulega miklu meiri en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. íslenzk skáld nítjándu aldar sungu fegurð íslenzkrar náttúru inn í okkar þjóðarsál, en Þórarinn B. Þorláksson varð fyrstur ís- lenzkra málara til að sýna okkur þessa sömu fegurð í málverkinu. L@fffárásir Framhald af 2. síðu. sagði hann er hann gerði Neðri málstofunni grein fyrir viðræðum sínum við Kosygin. Hanoiútvarpið hermdi í dag, að Ho Chi Minh forseti hefði beðið Pál páfa um aðstoð til að binda endi á Vietnamstríðið. Hann for- Þátttaka í þjónustukönnun Neyt endasamtakanna hefur verið góð, og mun betri en ýmsir höfðu spáð. Hefur hún þegar náð því marki, sem stjórn samtakanna setti sem lágmark, til þess að hægt væri að birta niðurstöður könnunarinnar. Neytendasamtökin í Bandaríkjunum hafa í áratugi haft hliðstæðar kannanir árlega. og hafa svörin orðið flest um 10% af útsendum eyðublöðum. Það var sett sem lágmark hér, og liefur það einmitt náðst. Fleiri svör mjög æskilég, Þrátt fyrir það eru það ein dregin tilmæli Neytendasamtak anna til allra þeirra, sem Neyt endablaðið hafa með höndum, að þeir sendi svör sín hið allra fyrsta, svo að þau nái að styrkja og breikka enn þann grundvöll, sem niðurstöðurnar verða byggðar á. Vegna fámennis þjóðarinnar, en þó fjölbreytni heimilistækja, er brýn nauðsyn, að svörin verði sem flest að tölu. Neytendasam tökin íslenzku eru margfaidlega liin fjölmennustu í heimi miðað við fólksfjölda, en um leið hin fámennustu að höfðatölu. Fulltrúar á síðasta þingi Al- þýðusambandsins og kennarar um land allt, sem blaðið var sérstaklega sent til eru eindregið hvattir til að leggja þessu hags munamáli alþjóðar lið með þátt töku sinni en tilgangur þjónustu könnunarinnar er sá einn að auka öryggi til handa neytendum og í þessu tilfelli sérstaklega þeim sem kaupa og nota heimílistæki, sem ætlað er að gegna mikilvægu hlutverki um langt árabil á hverju heimili. Þeir sem ekki hafa fengið Neyt endablaðið en gerast félagsmenn næstu daga, fá það sent um hæl í pósti og gætu þá tekið þátt í könnuninni. Iinnritunarsímar Neyt endasamtakanna eru: 19722 og 21 666. Af hverju þessi tími var valinn. Rétt þykir nú að skýra trá því af hverju annatíminn fyrir jólin var valinn Það þótti ýmsum ó- hyggilegt með tilliti til, þátttöku Ástæðan var sá, að könnuninni var ætlað að hafa áhrif þpgar í VERKFRÆÐIRÁÐUNAITTAR: . Gísli Guðmundsson mælti í gær fyrir frumvarpi, sem hann flytur um verkfræðiráðunauta ríkisins á Norður- og Austur- landi. Frumvarp þetta hefur hann áður flutt á alþingi. dæmdi Bandaríkjamenn fyrir nap- almsprengju- og eiturefnahernað- gegn vietnömsku þjóðinni og sagði- að áður en friðarviðræður gætu hafizt yrðu þeir að hætta loftárás um og öllum stríðsaðgerðum gegn Norður-Vietnam. Boðskapur Hos- var svar við friðaráskorun Páls páfa til forseta Bandaríkjanna og Norður- og Suður-Vietnam. upphafi með því að fara fram einmitt á þeim tíma, sem flest kaup eru gerð á þessum hlutum Þess vegna var minnt á þjónustu könnunina með auglýsingum í út varpi og á annan liátt nær daglega allan nóvember og fram að jólum En það sem nuinað hefur i þátt töku vegna jólaanna er nú. hægt að bæta upp næstu viku. NÝ HLJÓMPLATA: STEINN STEINAI LES EIGIN í dag sendir hljómplötufyrirtæk ið SG-hljómplötur frá sér nýja hljómplötu, sem ber heitið „Steinn Steinarr les eigin ljóð“. Á hljómplötunni les Steinn öll ljóðin í bókinni Tíminn og vatnið eins og hún fór frá honum í fyrstu útgáfu. Nokkru áður hafði hann lesið ljóðin inn fyrir Ríkisútvarp ið og er hljóðritunin á þessari hljómplötu frá þeim tíma. Þetta mun hafa verið um 1948. Nokkrum árum síðar las Steinn fjögur ljóð inn fyrir Ríkisútvarpið og eru þau einnig á plötunni, en það eru ljóðin Landsýn, Columbus, Malbik og í Kirkjugarði. Útgáfa hljómplötunnar er hin vandaðasta. Á framhlið plötuum slagsins er mynd eftir Kristján Davíðsson listmálara, en á bak- hlið er Ijósmynd af Steini, sem Jón Kaldal tók. Hinir mörgu aðdáendur Steins Steinarr og ljóða lians munu vafa laust fagna þessari merkilegu hljómplötu. Samband ísl. sveitarfélaga heldurverkstjórnarnámskeiö í dag kl. 13,30 hefst í húsakynn um Iðnaðarmálastofnunar íslands verkstjórnarnámskeið, sem sér- staklega er ætlað verkstjórum sveitarfélaga. Námskeið þetta er haldið fyrir frumkvæði Sambands íslenzkra sveitarfélaga en fram- kvæmd þess er í höndum stjórn- ar verkstjórnarnámskeiðanna. Er þetta annað sérnámskeiðið, sem efnt er til og ætlað verkstjórum í tiltekinni starfsgrein. Verulegur hluti námsefnis er miðaður við sérþarfir bæjarverkstjóra. Hefur borgarverkfræðingurinn í Reykja- vík verið til ráðuneytis um val námsgreina og munu nokkrir starfsmenn hans annast kennslu eða flytja þar erindi. Af slíku efni má nefna gatnagerð, steinsteypu, vinnuvélar, vinnuteikningar, halla mælingar, sprengingar, unglinga- i vinnu og umgengni á vinnustöð- um og samskipti við íbúa. Að auki fer fram kennsla í verk- stjórn og vinnuhagræðingu og öðrum venjulegum kennslugrein- um verkstjórnarnámskeiðanna. Af 17 þátttakendum á námskeið inu eru 15 verkstjórar sveitarfé- laga. Eru þeir frá Kefiavík, Njarð víkurhreppi, Kópavogi, Akranesi, Patreksfirði, Bíldudal, Suðureyri, ísafirði, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsavík, Eskifirði, Vestmanna- eyjum og Selfossj. Verkstjórnarnámskeiðið er x tvennu lagi. Fyrri hluti stendur yfir frá 13—25. febrúar en síðari hluti frá 10.—22. apríl n.k. Þetta er fyrsta námskeiðið, senx haldið er fyrir vex-kstjóra sveitar- félaga og nýr þáttur í starfsemi Sambands íslenzkra sveitarfélaga að beita sér fyrir námskeiði sem þessu, en það hefur á síðari ár- um í vaxandi mæli staðið að ráð- stefnum og lekið fyrir vei-kefni, sem miðast við starfsfólk sveitar- félaga. ÞAKKARÁVARP Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu á sextugsafmæli mínu 1. febrúar síðast liðinn. SIGFÚS JÓELSSON. / 2L4 14. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.