Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 11
MATARGATIÐ
noi'i t
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - 27
Haustinu fylgir sláturgerð á
mörgum heimilum. Flestir nota
þar hefðbundnar aðferðir sem
erfst hafa frá kynslóð til kyn-
slóðar. í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur eru nemendum
kennd réttu handtökin við
venjulega sláturgerð en jafn-
framt lögð áhersla á að gera
innmatinn að spennandi hrá-
efni í nýstárlega rétti.
Sláturstússið var í algleymingi þegar litið
var inn í Húsmæðraskólann við Sólvalla-
götu. Nemendur sátu við vambasaum og
stóðu við að skera mör og hakka lifur eins
og gert hefur verið gegn um tíðina. Mar-
grét Sigfúsdóttir skólastjóri sagði kennara
skólans þó brydda upp á nýjungum í mat-
reiðslu á innmat í bland við hinar hefð-
bundnu aðferðir.
„Sláturgerðin breytist í sjálfu sér lítið
hjá okkur nema við höfum minnkað fitu-
magnið og það er ágætt að setja hrísgrjón
í staðinn því þau mýkja slátrið. Ef fitan er
minnkuð um of og ekkert kemur í stað-
inn verður slátrið hart eins og steypa.
Við setjum súpukraft í duftformi í lifr-
arpylsuna. Svo má setja negul og múskat
í blóðmörinn og gott er líka að merja
hvítlauk í hluta af löguninni. Svona er
hægt að leika sér með þetta. Saxaður
laukur er líka mjög góður í slátur og ég
tala nú ekki um fjallagrösin. Þá setur
maður aðeins minna mjöl því grösin
draga í sig vökva.
Svo má ekki henda blóðinu sem af-
gangs verður heldur gefa rósunum í garð-
inum það!
Lifrin bráðholl
Yngra fólkið er sumt komið svo langt frá
upprunanum að því finnst ógeðslegt að
„borða andlitin á litlu lömbunum“ og
annað eftir því. Sumt af því hefur líka
einhvern veginn vanist af því að borða
slátur, lifur og hjörtu. En það verður að
reyna að láta börnin borða lifur á ein-
hvern hátt því hún er svo þrungin af
stein- og bætiefnum. Til að gera innmat-
inn að spennandi mat þarf bara að breyta
aðeins matreiðsluaðferðum.
Margir gera þá skyssu að sjóða lifur of
mikið. Þá verður hún þurr eins og mold.
Lifur þarf ekki nema örfárra mínútna
steildngu og suðu miðað við að vera skor-
in í sentimeters þykkar sneiðar.
Ein fyrir börnin
Gott er að steikja Iifur í örþunnum sneið-
um, með beikoni í strimlum. Beikonið er
þá steikt fyrst og síðan lifrin í beikonfeit-
inni, þá kemur reyk og saltbragðið í hana.
Með kartöflumús og tómatsósu þykir
flestum krökkum þessi réttur góður.
Lifur með beikoni
(Kannski frekar í'yrir fulloröna)
1 lifur ~
1 msk. sítrónusafi
'A bolli hveiti
/ tsk. cayennepipar
1 tsk. salt
Vi tsk. svartur pipar
60 gr smjörlíki
4 sneiðar magurt beikon
1 msk. söxuð steinselja
Hreinsið lifrina og skerið hana í þunnar
sneiðar. Dreypið sítrónusafanum á sneið-
arnar og látið þær síðan bíða í 10 mínút-
ur. Blandið hveiti og kryddi saman á
papriku, beikoni og skornum tómötum.
Lækkið hitann, setjið lokið á og látið
krauma í 10 mínútur. Blandið út í tómat-
púrre, vatni, hvítvíni og súputeningi og
látið sjóða áfram í 20 mínútur. Jafnið sós-
una með hveitijafningi eð sósujafnara.
Smakkið til með salti og paprikudufti.
Borið fram með hrísgijónum og hrásalati.
Lambanýni í rauðvtni
800 gr lambanýru
2 laukar
1 msk. smjör eða 2 msk. ólífuolía
2 msk. hveiti
1 dl vatn
salt og pipar
4 stórir tómatar
1 búnt steinselja
'á dl rauðvín
Skerið nýrun í tvennt og fjarlægið himnu,
leggið í kalt vatn í eina klukkustund.
Þurrkið nýrun og skerið í 4 hluta. Saxið
Iaukinn. Hitið smjör og olíu á pönnu,
kraumið laukinn þar til hann er glær.
Hækkið hitann. Steikið nýrun með
lauknum. Stráið hveiti yfir, blandið vel
saman. Hellið vatni í, stráið salti og pipar
yfir. Sjóðið við vægan hita í 5 mfnútur.
Afhýðið tómatana og skerið niður, bland-
ið saman við ásamt steinselju og rauðvíni
og Iátið sjóða í 4-5 mínútur. Borið fram
með kartöflumús og salati.
„Innmatur er bæði með því allra
ódýrasta og allra hollasta sem völ er á,
ríkur af járni, A og D vítamínum. Því má
Þóra Kristín og Etísa skáru niður mör í stórum stíl. mynoir: hilli
Arna
og Jóhanna hreinsa lifur „þrungna afstein- og bætiefn-
um“ eins og skólastjórínn þeirra komst að orði.
Þær voru nettar við saumaskapinn Ragna og Aníta.
diski. Hitið smjörlíkið á pönnu. Veltið
lifrarsneiðunum upp úr hveitinu og steik-
ið þær 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið
sneiðunum á fat og haldið þeim heitum.
Steikið beikonið í u.þ.b. 5 mínútur og
raðið þeim síðan á fatið hjá lifrinni. Berið
fram með hrærðum kartöflum, grænum
baunum og skreytið með sítrónubátum.
Hjörtu með papriku
6 lambahjörtu
50 gr beikon
1 laukur
4 msk. ólífuolía
3 grænar paprikur
4 tómatar
3-4 msk. tómatpúrre
1 'á dl vatn
1 súputeningur
1 msk. hveiti
1 'A dl hvítvín
paprikuduft og salt
Þvoið og skerið hjörtun í 8 hluta. Skerið
beikonið niður og saxið laukinn. Brúnið
beikonið, takið það af pönnunni, brúnið
hjörtun, setjið laukinn með ásamt saxaðri
einskis láta ófreistað að fá unga og aldna
til að borða hann. Það eru svo fáar fæðu-
tegundir sem innihalda járn og járnskort-
ur er að verða viðvarandi vandmá! hjá
mörgum. Konur mega sérstaklega gæta
sín á þeim vanda,“ sagði Margrét Sigfús-
dóttir skólastýra að lokum.
- GUN
Saxaður laukur er líka mjög
góður í slátur og ég tala nú
ekki um fjallagrösin. Þá setur
maður aðeins minna mjöl því
grösin draga í sig vökva.