Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 02.10.1999, Blaðsíða 9
Xfc^MT LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999- 25 LÍFIÐ í LANDINU fínnst mér þesi Kolbrabbaum- ræða mótast af fordómum, jafn- vel öfundsýki. Annars get ég sagt þér það til gamans að ég heiti í höfuðið á Halldóri í Háteigi sem ég kallaði afa minn. Hann var um áratugi í stjórn Eimskipafélagsins svo það þarf ekki að koma á óvart að mér þykir vænt um félagið." - Geturðu ímyndað þér að það skapist grundvöllur firir raunveru- lega samkeppni milli innlendra aðila íflugi og sjóflutningum? „Þar ríkir samkeppni svo fram- arlega sem Samkeppnisstofnun Iætur samgöngumar í friði. Eg get til dæmis ekki skilið hvemig henni er stætt á því að banna Flugfélagi Islands að fljúga til Eg- ilsstaða í hádeginu eða skipta sér af þjónustu félagsins við Akureyri. Slík afskiptasemi hlýtur að bitna á íbúum þessara héraða og þeim fyrirtækjum sem byggja afkomu sína á ferðaþjónustu. Ég var ffá upphafí tortrygginn á að Sam- keppnisstofnun gæti rækt hlut- verk sitt eins og til er ætlast. Ég hef aldrei trúað á opinbera forsjá fyrir þegnana og mér sýnist Sam- keppnisstofhun hafa staðfest með störfum sínum að ég hafi haft rétt fyrir mér.“ Varðhundar liðins tíma - Manni finnst óneitanlega að það sé allt of mikill doði og deyfð yfir íslenskum stjómmálamönnum. Þá skortir allan eldmóð. Hefurðu skýringar á þessu? „Hin sterku ágreiningsmál sem uppi vom á tímum kalda stríðsins eru flest úr sögunni, innflutnings- höft og gjaldeyrishömlur. I gróf- um dráttum hafa vinstri flokkam- ir fallist á sjónarmið okkar sjálf- stæðismanna, með nokkmm und- antekningum þó. Af þeim málum sem nú em efst á baugi nefni ég einkavæðingu ríkisstofnana. Auð- vitað nær það engri átt að ekki skuli vera búið fyrir löngu að einkavæða ríkisbankana, að ég tali nú ekki um Landssímann. Ef við ætlum að vera í fararbroddi á sviði fjarskipta eins og við höfum verið, er grundvallaratriði að ríkið hætti afskiptum sínum af stjórn Landssímans, þó ekki væri nema til þess að þetta öflugasta fyrir- tæki okkar Islendinga fengi frið til að starfa út af Samkeppnisstofn- un. Hvergi hefur hún orðið til meira tjóns en á þessu sviði." - Þú varst pólitískur blaðamaður á Morgunblaðinu, eins og þú sagð- ir mér áðan. Saknarðu flokksblað- antta? „Ég sakna þeirra að því leyti að hin opinbera stjómmálaumræða er ekki jafn hvöss og einbeitt og áður. Það er ekki eins auðvelt að átta sig á mismunandi áherslum flokkanna. Botninn datt úr um- ræðunni þegar Morgunblaðið hætti að líta á sig sem málgagn Sjálfstæðisflokksins. Eftir það töl- uðust vinstri menn einir \ ið. Slik umræða varð einhæf og ein- kenndist oft af persónudýrkun. Fyrir vikið missti hún marks og í rauninni skipti það ekki máli hvort þessi pólitísku blöð voru vel eða illa skrifuð. Fólk sá í gegnum þau og hafði ekki áhuga á því sem þar stóð.“ - Nú kippti Dav- tð Oddsson þér úr ráðherraembætti, varstu ekki súr? „Ég varð ekki sár vegna þess. Mér finnst mikill sómi að því að vera falið að gegna störfum forseta Alþingis. Þetta er ábyrgðarmikil staða og heillandi verkefni. Það er mikið happ fyrir mig að fá tæki- færi til að vera forseti þingsins." - En vildirðu ekki vera ráðherra íþessari stjóm? „Á sínum tíma gekk ég ekki milli manna til að biðja þá um að gera mig að ráðherra. Ég gekk heldur ekki milli manna fyrir norðan til að biðja þá um að gera mig að þingmanni. Það er langur tími að vera ráðherra í átta ár. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að festast í fagráðuneytunum of lengi. Þá er ég ekki að tala um forsætisráðuneyti, utanríkisráðu- neyti eða Qármálaráðuneyti held- ur um hin minni fagráðuneyti. Ég tel líka nauðsynlegt að ráðuneyt- isstjórar og skrifstofustjórar séu færðir milli ráðuneyta og milli starfa, eins og raunar er byijað á. Annars er hætta á því að þeir verði þar eins og heimaríkir hundar eða á ég að segja varð- hundar liðins tíma.“ - Finnst þér Alþingi njóta nægi- „Það er áberandi að margar konur blómstra eftir að eig- inmenn þeirra faila frá en ég þekki ekkert dæmi þess um karl- menn.“ legrar virðingar meðal þjóðarinn- ar? „Mér fínnst þjóðin sýna okkur þingmönnum mikla hlýju og vin- semd.“ - En er þingfararkaupið ekki of lágt? Eg gæti talið upp heilan hóp af hæfileikamönnum sem hafa mikinn áhuga á pólittk og ættu að sitja á þingi en hafa ekki efni á þvt þar sem þeir myndu snarlækka t launum ef þeir tækju starfið að sér. „Auðvitað er þingfararkaupið ekki hátt ef við berum það saman við ábyrgðarstörf í einkageiran- um. Afleiðingin er sú, eins og þú segir, að ýmsir hrökkva frá eftir að hafa kynnt sér kjör þingmanna. Þess vegna er ég sammála þér um að bæta þurfí kjör þingmanna en ég er þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að vita hver þau séu en það sé ekki gert eftir krókaleiðum eða hliðarsamningum. Ef laun og starfs- kjör þingmanna verða of léleg er óhjákvæmilegt að mannvalið verði ekki nógu gott, þannig að það dragi úr trausti á þinginu og veiki þingræðið. Þess vegna tel ég að nauðsynlegt sé að búa vel að þingmönnum." - Finnst þér ekki erfitt að taka við starfi afjafn farsælum þingfor- seta og Ólafur G. Einarsson var? „Við Ólafur G. Einarsson erum búnir að vera saman í pólitík frá 1971. Ég tel mér mikinn sóma að því að taka við af honum. Hann var mjög heiðarlegur og farsæll stjómmálamaður, hreinskiptinn, ljúfur og skemmtilegur. Hann er einhver besti vinur sem ég hef eignast í pólitíkinni og mér þykir sómi að því að taka við af hon- um.“ - Jafngildir embætti þingforseta endalokum á þínum pólitiska ferli? „Nei. Ég hef frelsi og rétt til að taka þátt í umræðum og get flutt mál ef mér svo sýnist og komið að störfum þingsins með þeim hætti sem ég sjálfur kýs. Ég er alls ekki á leiðinni út úr pólitík." „Eflaun og starfskjör þingmanna verða ofléleg er óhjákvæmilegt að mannvalið verði ekki nógu gott, þannig að það dragi úr trausti á þinginu og veiki þingræðið. Þess vegna tel ég að nauðsynlegt sé að búa vel að þingmönnum.“ Að njóta Sölku Völku Salka Valka verður sett á svið í Hafnarfjarðar- leikhúsinu um miðjan október og í tengslum við sýninguna verður námskeið um skáld- verkið og leikgerðir á því. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur sér um það. Gefum honum orðið: „Það er Félag háskólakvenna sem gengst fyrir þessu nám- skeiði og á því verður fjallað um baksvið sögunnar Sölku Völku og stöðu hennar meðal verka Éaxness. Sænsk mynd Arne Mattsons um Sölku Völku verð- ur skoðuð og á eftir verða um- ræður um hana auk þess sem litið verður á eldri leikgerð verksins sem m.a. var sett upp í Iðnó á sínum tíma. Þátttakendur námskeiðsins fara á æfíngu í Hafnarfjarðar- leikhúsinu og fá þar tækifæri til að ræða við Hilmar Jónsson, leikstjóra og höfund þessarar nýju leikgerðar, og aðra sem að sýningunni standa. Þannig búa þeir sig undir sjálfa leiksýning- una sem er innifalin í námskeið- inu. Að lokum eru pallborðsum- ræður þar sem nokkrir fróðleiks- og áhugamenn um verk Laxness ræða um verkið og sýninguna og hvernig til hefur tekist. Dýpkar skilninginn Þetta er framhald þeirra nám- skeiða sem ég hef verið með í samvinnu við Félag háskóla- kvenna undanfarin tvö ár. Þau hafa verið kölluð „Að njóta leik- listar." Núna verður samt eytt meiri tíma í að skoða undirbún- ingsferli sýningarinnar og kynna sér verkið betur, jafnframt því að velta upp ýmsum spurningum sem tengjast því að flytja skáld- sögu yfír í leikbúning. Reynslan hefur sýnt að það er veruleg þörf fyrir svona nám- skeið meðal fólks sem stundar leikhús. Það hefur gaman af því að ræða kynni sín af leildistinni og sýningum sem það hefur séð. Ég hef gert talsvert af því að fá leikstjóra og höfunda til að koma og skýra hvað fyrir þeim hefur vakað og fólk fær þá tæki- færi til að ganga á þá, spyrja spurninga og gagnrýna. Þetta getur dýpkað skilning fólks á leikverkunum og oft hafa orðið þarna mjög skemmtileg skoð- anaskipti. Eitt ástsælasta verk Laxness Salka Valka er tímamótaverk í íslenskum bókmenntum og markar upphafið á einu glæstasta skeiði í ferli Halldórs Laxness. Hann tekur þar til meðferðar efni sem íslenskir höfundar höfðu ekki glímt við áður. Sagan er eitt ástsælasta verk Laxness og á sinn sess í hjarta þjóðarinnar og það er ekkert skrýtið þótt leikhúsin reyni að nýta þessar vinsældir sögunnar sér til framdráttar. Að flytja eitt bókmenntaform yfír í annað er alltaf mjög vanda- samt. Þegar menn ætla að leik- gera skáldsögu eða verk í prósa er ekki nóg að skrifa bara upp samtölin og kalla það svo leikrit. Þetta hafa menn þó gert mjög mikið við eldri leikgerðir á skáldskap Laxness og oft hafa komið út úr því verk sem hafa notið óumdeildra vinsælda í leikhús- inu. Þetta er aðferð sem er að mínum dómi mjög gölluð og það má kannski lýsa henni þannig að hún sé sníkjulíf á verki skáldsins. Sjálfstætt verk Höfundur leikgerð- ar verður að velja sér tiltekið sjónar- horn á verk höf- undarins. Finna einhveija túlkunar- leið f anda skáld- verksins og fylgja henni eftir í leik- ritsforminu og á sviðinu. Góð leikgerð er sjálfstætt dramatískt verk og hún verður að standa á eigin forsendum. Það gerir hún ekki nema höfundur hennar fari sjálfstæða leið í skilningi sínum á verkinu. Þegar um jafn flókið skáldverk er að ræða og Sölku Völku þá verður að leggja áherslu á ákveðna hluti og sleppa öðrum. Það val verða menn svo að standa við. Fólk saknar oft vissra hluta þegar vinsælar skáldsögur eru leikgerðar, fær ekki alveg sína mynd af verkinu og verður fyrir vonbrigðum. Þetta er hættan við það að leikgera vinsælan skáld- skap. En þá áhættu taka leik- húsin. Ef áhorfandanum finnst að verið sé að gera vafasama hluti á sríðinu þá kallar það á sterk við- brögð. Mér finnst það mjög spennandi að fá að kynnast því á námskeiðinu hvernig fólk bregst við þessari tilraun og það er ekki síður áhugavert fyrir aðstand- endur sýningarinnar.” Námskeiðið verður í stofu 201 í Odda og húsakynnum Hafnar- íjarðarleikhússins. Það hefst þriðjudaginn 5. október og stendur í 4-5 kvöld. - GUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.