Dagur - 02.10.1999, Side 16

Dagur - 02.10.1999, Side 16
32 - LAUGARDAGUR 2. OKTÚBER 1999 Thyytr w Fluguveiðar að sumri (138) I keppnisskapi! Síðasti laugardagur rann upp með örfáum skýjum á himni, regnvotri jörð og góðum árbíti heima á bændagistingu frú Geir- þrúðar í „Oldtown B and B.“ Við vorum á leið á opna meistaramótið í sil- ungsveiðum. Þeir sem renndu nú í hlað undir kastalaveggjum Mount Juliet-setursins voru: far- arstjórinn Asgeir Hall- dórsson í Sportvörugerðinni, Garðar Scheving fluguveiðimaður, og yðar ein- lægur, þeir síðarnefndu að hefja keppni í nafni Islands. Mount Juliet er ekta glæsisveitasetur á grasi grónum hæðum Irlands, í dásam- legri umgjörð þar er kórónan er golfvöllur sem Jack Niclaus hannaði. Hér er leik- vangur þeirra sem hafa ekki áhyggjur af smámunum. Um lendur rennur áin Nore, stór og mikil, geymir lax, sjóbirting og urriða. Hún er fremur lygn, þótt Irum finnist hún hröð. Og svo renna í hana minni sprænur undir laufþaki trjáa. Við vorum mættir! Keppnin Fimmtíu og þrír veiðimenn úr öllum heimshornum voru á hlaði kastalans: Pólveijar, Bandaríkjamenn, Belgar, Hol- lendingar, Frakkar, Walesveijar, Englend- ingar - og þessir tveir íslensku keppnis- menn undir öruggri stjórn Ásgeirs. Ásgeir er Cortland-maður Islands, og þar sem þetta vel þekkta veiðivörufyrirtæld var að- alstyrkjandi mótsins lá beint við að Sport- vörugerðin sendi sveit. Við vorum eftirvæntingarfullir, en ákveðnir í að hafa gaman af þessu öllu og vera Iandi og þjóð til sóma. Stuttvagnar og jepplingar voru merktir ákveðnum veiðisvæðum til að bera okkur að réttum punktum. Búið var að draga hvar maður veiddi, ijögur voru svæðin og á hverju þeirra 12-15 veiðimenn í einu. Hver veiðimaður fengi að veiða einu sinni á greindu svæði, í einn og hálfan tfma í senn, við númer sem þar hafði verið komið fyrir á spjaldi. Eg spurði um þá bakkalengd sem maður fengi útaf fyrir sig. „Að minnsta kosti 20 metra"! var svarið. Þetta yrði ansi miklu þéttara en maður er vanur! Kaffí Þetta var eins og her að leggja í orustu, 50-60 veiðimenn og hjálparkokkar í glæsilegum veiðibúningum, höfuðfötin voru af ýmsu tagi og stangirnar og hjólin! Hvílík dýrð! Og svo horfði maður niður brekkuna og yfir ána. Drottinn minn dýri. Þetta var eins og að vera boðinn í svartasta expressó. Einhver angi af felli- byl frá Flórída hafði komið nokkrum dög- um áður yfir Irland og skolað öllu drullumalli sem hægt var að finna út í ár og vötn. Nú rann svartasta kaffi með grónum bökkum, eins og sorgarrönd und- ir nöglum grænu gyðjunnar! Blásið til leiks Hér voru komnir saman ótrúlegir snill- ingar og minni spámenn, bílar renndu úr hlaði með okkur og alvæpni innanborðs. Ég var sendur upp með á þar sem við skondruðum í átt að þessari írsku Skaftá. Búið var að setja niður stikur með hvítum spjöldum á 20-30 metra fresti, þetta voru „númerin" sem við höfðum dregið, dóm- arar voru í tjaldi og með talstöðvar og bækur tilbúnar að skrá aflann. Hvert númer fékk einn dómara og minn heils- aði með þessum ágætu orðum Leonards Cohens: I’m your man. Þungur völlur Mr. Hafstein átti að veiða meðfram grasi grónum bakka, til hægri handar var stórt tré, til vinstri handar líka, en þar á milli hafði ég svigrúm til að kasta í vatnið sem beljaði fram kolsvart. Ég taldi líkur á veiði mjög þverrandi. Maður er samt ekki alveg óvanur svona aðstæðum, og ég vonaði að nú kæmi „þungur völlur" til hjálpar okkur Frónbú- um, sem veiðum við miklu sveiflukennd- ari aðstæður en almennt tíðkast. Þegar rásmerkið var gefið hlægði mig að sjá næstu keppendur þenja sig út á miðja á. Ég setti nefnilega þyngdar púpur undir og kastaði stutt frá bakka. Maður þekkir úr vorveiðinni íslensku, þegar ár bólgna, að þá fara fiskar undir bakka þar sem hægara er. Svona leið klukkutími. Keppnin var fólgin í því að veiða sem mesta heildar- lengd urriða á flugu, sem mátti ekki vera stærri en númer 12. Ekki mátti vera með skottlangar flugur, því heildarlengd flugu og önguls mátti vera 2 sentimetrar og 1/3 að auki. Þetta voru greinilega reglur sem sniðnar voru að öðru vatni en því sem við veiddum í. Eg grínaðist við dómarann sem settur var mér til eftirlits að heima myndum við veiða á sökklínu og nota straumflugur númer 2 með sérlega löngu skotti í svona vatni. „The Rector!" Svo bárust boð í talstöð um að í einni af hliðaránum hefðu náðst fiskar, og einn jafnvel sæmilegur. Ég skipti yfir í minnstu Flæðarmús sem ég átti þegar bakkinn hafði verið þaul- veiddur, hún er hönnuð fyrir jökulár, en allt kom fyrir ekki. Fyrsta lota var búin og við vorum flestir stigalausir. Joe Versti keppnishrollurinn fór úr manni við þessar erfiðu aðstæður, alveg var ljóst að engin met yrðu slegin þessa helgi, og á leiðinni í „tea and bisquits" vorum við sammála um það nokkrir keppendur að hér skipti minnstu leikni, heppnin væri fólgin í að koma flugunni upp í fisk sem sæi ekki neitt frá sér f grugginu. En þar höfðum við rangt fyrir okkur. Á kastalahlaðinu var nefnilega uppi fót- ur og fit. Garðar Scheving og Ásgeir höfðu verið vitni að því þegar aldraður Ameríkani dró þijá fiska, og þar af einn sæmilegan, upp úr morinu. Þeir voru yfir sig hlessa: flugan sem hann notaði var hábjört appelsínugul drusla, þyngd með augum. Kallinn veiddi aldrei lengra út frá sér en þrjá metra. Þannig kembdi hann meðfram bakka og á þetta náði hann físk- unum. Sjónvarpsfréttamenn og blaða- snápar með myndavélar sópuðust að hon- um, hann var eins og poppstjarna í stúlknafans, glotti við tönn og var efstur í keppninni. Þetta stefndi í að verða upplifun! Næst: meira frá Irlandi. FLUGUR M Stefán Jón Hafstein skrifar Krossgáta nr. 156 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 156 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 156), Strandgötu 31, 600 Akureyri, eða með símbréfí í númer 460- 6171. Lausnarorð 154 var „berjatína". Vinningshafi er Sigríður Halldórsdóttir, Arkarholti 12, Mosfellsbæ og fær bókina „Svipmyndir úr réttarsögu" eftir Pál Sigurðsson. Skjaldborg gefur út Verðlaun: Morð í þremur þáttum,. eftirAgöthu Christie. Skjald- borg gefur út.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.