Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 4
V ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði kl. 20:00 SJÁLFSTÆTT FÓLK - Halldór Kiljan Laxnes Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Fyrri sýning: BJARTUR -Landnámsmaður íslands lau 16/10 kl. 15:00 - Langur leikhúsdagur, fim 21/10 kl. 20:00, lau 30/10 kl. 15:00 - Langur leikhús- dagur TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI Síðari sýning: ÁSTA SÓLLILJA -Lífsblómíð lau 16/10 kl. 20:00 - Langur leikhúsdagur, fös 22/10 kl. 20:00, lau 30/10 kl. 20:00 - Langur leikhús- dagur TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney - lau 23/10, fös 29/10 GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson - sun 17/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus og 17:00 nokkur sæti laus, 24/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus og 17:00 nokkur sæti laus, sun 31/10 kl. 14:00 og kl. 17:00, laus sæti, sun 7/11 kl. 14:00 og kl. 17:00, uppselt, sun 14/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 nokkur sæti laus, sun 21/11 kl. 14:00 nokkur sæti laus og kl. 17:00 nokkur sæti laus. Sýnt á Litla sviði Kl. 20:00 ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt lau 23/10 uppselt, fös 29/10 uppselt, mið 3/11 nokkur sæti laus. Sýnt í Loftkastala kl. 20:30 RENT (Skuld) söngleikur - Jonathan Larson lau 23/10, lau 29/10, fáar sýningar eftir. Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20:30 FEDRA sun 17/10, mið 20/10 og sun 24/10 SÍÐUSIU DAGAR KORTASÖLU Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13- 20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200 www.lelkhusid.is - nat@theatre.is MENNINGARLÍFÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Tkgftr Metsöluhöfundur deyr Morris West var víðkunnur ástr- alskur rithöf- undur sem skrif- aði spaklegustu metsölubækur sinar um flókið valdatafl innan kaþólsku kirkj- unnar. Nú er hann allur; lést um síðustu helgi sitjandi við skrif- borð sitt í Sidn- ey, 83 ára að aldri. Eftir hann liggja 27 skáldsög- ur, en sú síðasta kom út í fyrra, og fjöldi annarra verka, þar á meðal leikrita, kvikmyndahand- rita og útvarpsþátta. Talið er að bækur hans hafi selst í 60-70 milljónum eintaka og verið þýdd- ar á nær þrjátíu tungumál. Leiðin til Ítalíu Morris West fæddist 26. apríl árið 1916 í St. Kilda, úthverfi stórborgarinnar Melbourne. Hann var elstur sjö systkina og fæddist inn í írska, kaþólska fjöl- skyldu, en á þeim árum var al- gengt að atvinnuauglýsingar í Astralíu enduðu sem svo: Irar, kajiólikkar og Gyðingar þurfa ekki að sækja um! Hin kaþólska trú skipti Morris mildu máli allt frá bernskuárum, og hann ætlaði sér að verða kirkj- unnar maður. Þrettán ára hóf hann nám á vegum munkareglu í Sidney. Þegar hann átti að taka síðasta skrefið inn í regluna tæp- um tíu árum síðar sagði hann skilið við munkalífið, einkum vegna þess að hann treysti sér ekki til að lifa án kynh'fs alla æv- ina. Hann þurfti því að byija nýtt líf 23 ára gamall. Hann notaði næstu árin til að ljúka háskóla- prófi, reyndi svo fyrir sér við kennslu, en var kallaður í her- inn þegar Ástralir drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og vann við lestur dulmálsskeyta í fjögur ár. Jafnframt skrifaði hann skáldsöguna Moon in My Pocket sem byggði á reynslu hans innan kirkjunnar. Hún kom út árið 1943 og vakti nokk- urt umtal vegna efnisins. Að stríðinu loknu hóf hann störf við útvarp og fór að semja leikþætti. En einkalífið var erfitt og eftir nokkur ár fékk hann alvarlegt taugaáfall. Upp úr því fór hann aftur að skrifa skáldsögur: Gallows on the Sand (1955) og Kundu (1956). Tekjur af þeim gerðu honum kleift að halda til Ítalíu; sú för skipti sköpum fyrir framtíðina. Hann gerðist aðstoðarmaður Mario Borelli, kaþólsks klerks sem helgaði líf sitt baráttunni fyrir börnum sem lifðu í örbirgð á götum Napólí sem var enn í rústum vegna strfðsins. Um þetta skrifaði hann bókina The Children of The Sun sem kom út árið 1957 og vakti mikla at- hygli. Bókin varð til þess að Borelli fékk víða fjárstuðning við hjálparstarf sitt. Meiru máli skipti fyrir Morris West að kynni hans af Borelli hafði gefið honum hugmyndina að skáldsögunni sem gerði hann frægan: The Devil’s Advocate, sem kom út árið 1959. Fyrir þá sögu fékk hann ekki aðeins fjölda verðlauna, heldur varð hún ein- nig metsölubók. Hann hafði slegið í gegn. Margar kvikmyndir Morris West hélt áfram að skrifa hverja skáldsöguna af annarri. Þær sem fjölluðu á einn eða ann- an hátt um Páfagarð og kaþólsku kirkjuna vöktu mesta athygli, enda hafði hann yfirgripsmikla þekkingu á innviðum þeirrar stofnunar og var gjarnan á undan öðrum að sjá hvað kynni þar að gerast. Þannig Qallar ein bóka hans um það þegar klerkur aust- an járntjalds verður páfi (The Shoes of the Fisherman, 1963) - löngu áður en það gerðist í raun og veru. Sú var kvikmynduð með Laurence Olivier, John Gielgud og Anthony Quinn í aðalhlut- verkunum. Nokkrar aðrar bóka hans voru einnig kvikmyndaðar, þar á meðal The Devils Advocate, The Naked Country og The Second Victory. Á sfnum tíma var West mikið á móti þátttöku Ástrala í Víetnam- stríðinu, en þar börðust þeir við hlið Bandaríkjamanna. Um þetta skrifaði hann skáldsöguna The Ambassador (1965). Af öðrum vinsælum bókum hans má nefna Daughter of Silence (1961), The Tower of Babel (1968), The Navigator (1976), The Clowns of God (1981) og Lazarus (1990). Hann tilkynnti á sínum tíma formlega að The Lovers (1993) væri síðasta skáldsaga sín. En gat ekki hætt að skrifa og sendi Van- ishing Point frá sér 1996 og The Eminence í fyrra. Hann var með nýja sögu í smíðum þegar hann dó. West lýsti trúarlegum hug- myndum sínum f A View From the Ridge (1996), en neitaði alltaf að skrifa eiginlega ævisögu með þeim orðum að ævi hans væri að finna í skáldsögunum. BÚKA- HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri Snubbótt spennumynd ★ ★ Dóttir hershöfð- ingjans (The General’s Daughter) sýnd í Háskólabíói og Nýja bíói Ráð- hústorgi. Leik- stjóri: Simon West Aðalhlutverk: John Travolta, Madeleine Stowe, James Cromwell, James Woods og Timothy Hutton KVIK- MYNDIR John Travolta hélt mér nokkuð órólegri á fyrstu mínútum þess- arar myndar. Mér sýndist hann vera að leika bjána og ég hafði verið að bfða eftir hetju. ,En það var mitt að skipta um sjónar- horn sem ég gerði og h'ann vann mig með góðri túlkun sinni á hermanni og Ieynilögreglu sem hefur komið sér f hlutverk gal- gopa og töffara einfaldlega vegna þess að þannig veitist honum léttast að þrauka í nokk- uð erfiðu umhverfi. Við hlið Travolta í þessari mynd er ung leikkona, Madeleine Stowe, ein af þessum tiltölulega hæfileika- lausu og ögn þreytandi fegurð- ardísum sem svo gjarnan eru hafðar upp á punt f myndum sem karlstórstjörnur einoka. Þrátt fyrir fagurt útlit er Stowe Úr myndinni Dúttir hershöfðingjans. þarna eins og illa gerður hlutur og maður saknaði þess að í hlutverkið hefði ekki valist Ieik- kona með karakter og hæfileika og kannski venjulegra útlit. Travolta og Stowe rannsaka í myndinni morð sem framið er f herstöð en sú myrta er dóttir herforingja. Við rannsóknina kemur í Ijós að einkalíf fórnar- lambsins var ekki beinlínis til fyrirmyndar og fljótlega fer hin- um grunuöu að fjölga. Myndin er oft spennandi og í byrjun heldur hún athyglinni nokkuð vel. Veikleiki hennar felst í síð- asta hálftímanum. Þegar manneskjur búa við mikla vanlíðan geta þær auð- veldlega tekið upp á ólíklegustu hlutum. Bæði í raunveruleika og ímyndun er ofur auðvelt að sýna því skiining. I þessari mynd tekst hins vegar ekki að gera trúverðugar gjörðir hinnar myrtu, á síðustu klukkustund- unum í lífi hennar. Drama- tfkin verður yfirspennt og illa undirbyggð og sprengjuatriði undir Iok myndar er margtuggin ldisja sem ég ætlaði varla að trúa að verið væri að bjóða upp á enn eina ferðina. Það var þá sem ég fann hvernig mynd sem fram að því hafði haldið mér hætti að snerta mig, rétt eins og gerist þegar lausn í leynilögreglusögu gengur ekki upp. Þannig varð þessi mynd Jregar til kom ekkert mikið meira en enn ein myndin þar sem hand- ritahöfundar unnu ekki vinnuna sfna nægilega vel. Það sem upp úr stendur er því góður leikur John Travolta. Hann er einn þeirra leikara sem hefur mikla útgeislun og maður fylgir honum á hvíta tjald- inu eins og vini sem manni þyk- ir vænt um. í aukahlutverkum má sjá marga þekkta Ieikara en þeim hefur oft tekist betur upp en hér. Þá er James Woods und- anskilinn, en hann er afar góð- ur í hlutverki sínu og samspil þeirra Travolta er áhugavert og spennuþrungið. Þar er best gert í mynd sem hefði með meiri natni getað orðið hörkugóð sakamálamynd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.