Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 8
 LÍFIÐ í LANDINU 24 - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 „Það er óskhyggja en um leið mikið vanmat hjá Margréti að halda því fram að ég einn sé á förum." vonir um breið- fylkingu brostnar Árni Þór Sigurðsson hefur sagt sig úr Al- þýðubanda- laginu. í við- tali skýrir hann ástæður þess og gagnrýnir Samfylking- una harðlega. - Var það erfið ákvörðun að vfir- gefa Alþýðubandalagið? „Það var erfið ákvörðun enda hef ég starfað innan Alþýðu- bandalagsins í rúm tuttugu ár. En þegar ég hafði tekið ákvörð- unina var mér mjög létt, mér fannst hún vera rétt, ég var mjög sáttur við hana og sé alls ekki eftir henni." - Nú hafa þér ekki verið vand- aður kveðjumar vegna þessarar ákvörðunar, hvemig finnst þér að fá svo ónotalegar og hranalegar kveðjur frá fyrrum félögum þín- um? „Það er persónuleg ákvörðun hvers og eins hvar hann skipar sér í pólitík og í hvaða flokki hann kýs að starfa. Eg tek því að menn gagnrýni mig á málefna- legum forsendum og virði sjón- armið þeirra þótt þau séu á skjön við mín viðhorf, en mér finnst hins vegar afar ómerkilegt að beita persónulegum árásum eins og gert hefur verið, meðal annars nafnlaust á heimasíðum Samfylkingarinnar." - Nií hefur Margrét Frtmanns- dóttir sagt að eftir kosningamar i vor hafir þú ólmur viljað gera Samfylkinguna að flokki. Hvað hefur breyst? „Eftir prófkjörið í vetur sagði ég að mér fyndist A-flokkarnir og Kvennalisti hafa lokið hlut- verki sínu. Eg er enn þeirrar skoðunar. Þessir flokkar eru ónýtir sem þau pólitísku tæki sem þeir voru áður fyrr, og því er ekki um annað að gera en að stofna flokk Samfylkingar. En um leið verða menn að íhuga utan um hvaða pólitík á að stofna slíkan flokk. Það hefur komið æ skýrar í Ijós að pólitík Samfylkingar- innar er inni- haldslítil og í raun miklu rýr- ari en margir gerðu sér grein fýrir í upphafi. Þeir sem vilja stofna Samfylk- inguna utan um tiltölulega þunna hug- myndafræði mega gera það mín vegna en ég finn mig ekki í þeim hópi.“ - Sumir halda því fram að það hafi eingöngu verið fyrir orð Svavars Gests- sonar sem þú ákvaðst að vera með í Samfylk- ingunni og ákvörðun þín sé eðlilegt fram- hald af hrottför hans. Er ekki eitthvað til t' þessu? „Ég er í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið í samræmi við hugsjónir mínar, berjast fyrir þeim og vinna þeim fylgi. Það er ekki nóg að hafa völd ef menn nota þau ekki í þágu málstaðar síns. Brotthvarf mitt úr Al- þýðubandalaginu á sér þá einu skýringu að ég fann þar ekki lengur farveg fyrir pólitísk bar- áttumál mín.“ „Við vorum mjög mörg í AI- þýðubandalaginu í Reykjavík sem lögðum hart að Svavari að halda áfram í stjórnmálum en þegar hann tók þá ákvörðun að hætta má segja að sterkustu stuðningsmenn hans hafí næst þrýst á mig til að fara inn í Samfylkinguna. I okkar hópi ræddum við ít- ariega hvort við ættum að vera með og Svavar tók þátt í þeim umræðum. Nið- urstaða okkar var að vera með og leggja okkar af mörkum til að Samfylkingin gæti orðið breiðfylking. Vonir okkar fjöl- margra um þá breiðfylkingu eru því miður brostnar." Tískupólitíkusar réðu för - Margrét Frímannsdóttir hefur talað mikið um óþolinmæði þína. Finnst þér kannski að þú hafir sýnt þolinmæði oflengi? „Það er mergurinn málsins. Þegar Alþýðubandalagið ldofn- aði eftir aukalandsfundinn í fyrra var þeim sem þá fóru Iegið á hálsi íýrir að vera of óþolin- móðir. Við vorum mörg sem vildum á þeim fundi fara hægar í sakirnar en þegar til kom studdum við meirihlutann því við vildum gefa þessari tilraun tækifæri. En Samfylkingin hefur að mínu mati ekki fótað sig í til- verunni og ég held sannast sagna að sú skoðun sé afar út- breidd í þjóðfélaginu. Mér finnst ég hafa sýnt þolinmæði ansi Iengi. Aðrir búa ef til vill yfír enn meira langlundargeði en mín niðurstaða var að þessu væri lokið.“ - í leiðara DV segir Óli Björn Kárason að draumur þinn um þingmennsku hafi ekki orðið að veruleika og gefur í skyn að það sé skýringin á brolthvarfi þt'nu. „Þegar ég ákvað að fara í próf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.