Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 6
LÍFtÐ í LANDINU Ttoptr 22 - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Rithöfundurinn Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum hefur feng- ið margar viðurkenn- ingar fyrir bækur sínar. Á dögunum var hún til- nefnd til alþjóðlegra barnabókaverðlauna, sem nefnd eru eftir danska ævintýraskáld- inu H.C. Andersen. ,Ég hefi ekki hugmynd um hversvegna ég skrifa, sögurnar brjótast eins og kvikmynd á tjaldi. Ég þarfbara að lýsa þeirri sem ég sé, “ segir segir Magnea frá Kleifum. mynd: brink Sögur úr undirvitundinni „t>að halda allir að ég sé orðin rík af því að verða tilnefnd, en þó svo að ég fengi verðlaunin þá verður það bara skrautskrifað skjal sem ég fengi," segir Magnea. Fyrir nokkrum árum var ein bókin um Sossu tilnefnd til Norrænna barnabókverð- launa og þá var hún gefin út í Danmörku. En hún reiknar ekki með að tilnefningunni til HC Andersenverðlauna fylgi útgáfa erlendis, þó segist hún hafa fengið lista með útgefendum er- lendis en hún lesi bara íslensku og hafi engan fyrir sig til þess að koma sér á framfæri, þannig segist hún reikna með því að listinn fari í ruslið með öðrum blöðum. Sossa kom til mín Magnea segir það vera áráttu hjá sér að skrifa. „Þekkt skáld sagði í útvarpsþætti á dögunum að hann hafi oft viljað fremja sjálfsvíg útaf þessari áráttu sinni. Það get ég ekki skilið, mér finnst þetta frekar vera guðsgjöf að hafa svona gáfu og geta horfið inní hana. Meðan ég var ung langaði mig alltaf til þess að skrifa en hafði lítinn tíma en núna er ég orðin göm- ul, hef nægan tíma. Ef ég hefði verið karlmaður í þá daga hefði ég borðað minn kvöldmat, Iok- að mig svo inní herbergi og lát- ið konuna um börnin. Fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum, þá virkilega langaði mig til þess að skrifa. Það kom aldrei til greina. Eg hefði þurft að eiga ríka að. Eg eyddi stundum heilu kvöldunum í að skrifa í stað þess að taka til. Ef síðan kom einhver að morgni þá hugsaði ég, „fj. sjálfur þetta skal ekki koma fyrir aftur." En auðvitað féll ég alltaf - freist- ingin var of sterk. Það var þáttur í sjónvarpinu um daginn um gamlan geð- lækni, hann sagði að undir- meðvitundin starfaði eins og tölva. Allt sem hún tæki inn færi inná harða diskinn og þar ynni hún úr upplýsingunum. Hann sagði að þegar maður væri eins og úti á þekju þá væri það undirmeðvitundin sem væri að verki. Ég er honum al- veg sammála. Ég hefi ekki hug- mynd um hversvegna ég skrifa, sögurnar brjótast eins og kvik- mynd á tjaldi. Ég þarf bara að lýsa þeirri sem ég sé. Ég er með sjúkdóm sem er afar sjaldgæfur, hann lýsir sér með alveg ofboðslegum höfuð- verk. Þannig að ég þarf að fara á sjúkrahús, 2-3 á ári. Þegar ég byrjaði á Sossu var ég nýkomin heim og var búið að líða alveg hræðilega illa. Þá kom Sossa til mín þar sem ég lá í rúminu. Barnabörnin koma stundum til mín segja að ég ætti að skrifa um Sossu þegar hún væri orðin fullorðin og búin að eignast börn sjálf. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki, hún hvarf mér þegar ég hafði lokið við síðustu bókina og ég næ ekki nokkru sambandi við hana. Hún kom allt í einu í huga minn, var þar allar stund- ir í nokkur ár og hvarf eins óvænt og hún kom. Ég hef enga skýringu á hversvegna en svona varð sagan um hana til.“ Strákur kominn í spilið Magnea er fædd á Kleifum í Kaldbaksvík á Ströndum en Sossubækurnar gerast þar. Sjálf segist Magnea vita lítið um það sem gerðist þar í byrj- un aldarinnar, e/i sögurnar ger- ast á árabilinu 1900 til 1917. Hún segist hvorki vera að skrifa sögu sína né forfeðra sinna. „Það kom til mín kona þegar ég var fyrir sunnan, hún skrifaði ritgerð um Tobíasar- bækurnur og kom þá oft til mín þegar ég var á Reykjalundi. Hún sagði að sér fyndist það fáránlegt þegar fólk segir að ég sé að skrifa ævisögu mína eða foreldra minna vegna þess að ég var búin að segja henni hvernig Tóbías varð til. Þegar tilnefningarnar voru kynntar sagði kona að ég væri að skrifa sögu móður minnar. Það er al- veg fráleitt. Ef mamma væri á Iífi og heyrði að hún væri eitt- hvað lík þessari skessu þá myndi henni finnast það vera alveg með ólíkindum. Ég þekki ekkert barn sem er eins og Sossa. Það er hinsvegar örlítið af mér í henni. Það eru þó at- riði sem eru sönn og gerðust. Afi og amma áttu sextán börn og Sossa á fimmtán systkini, það var tekin af’ þeim kýr uppí skuld, það kom bjarndýr norð- ur á Strandir og var drepið. Svo er auðvitað landslagið en ann- að held ég að spretti bara úr undirmeðvitund minni.“ Magnea var húsfreyja á Rauðhúsum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði á árunum. Þá fór hún reglulega með mjólkur- bílnum til Akureyrar. Hún segir að þá hafi hún samið sögur í huganum í bílnum. „Ég skrifaði þær síðan niður en var svo feimin að til þess að enginn kæmist í þetta þá brenndi ég blöðunum. Ég fór með eina af þessum sögum til Sigurðar O. Björnssonar, sem gaf út tíma- ritið Heima er bezt, en hann vildi fá frá mér ástarsögur því þær seldust best. Ég hripaði því niður sögur eftir hendinni og breytti aldrei staf. Þessar sögur voru skrifaðar eins og skólanemar skrifa stíl. Ég vil ekki Iíta á þær í dag. Fyrstu bækurnar mínar voru ástarsögur, gefnar út af bóka- forlagi Odds Björnssonar. Allar gamlar konur elska Karlsen skipstjóra, sem er fyrsta bókin mín. Ég hef hitt ótal konur sem segjast hafa lesið hana.“ Magnea hefur alið upp fimm börn en sjálf átti hún fjögur en þau hjónin tóku að sér eitt fósturbarn. Hún segir að mað- urinn sinn hafi ekki skilið þessa áráttu sína að þurfa að skrifa. „Ég verð alltaf að hafa bækurnar mínar hjá mér og í sjónmáli. Ég á ekki mikið af bókum en það er ekkert gaman að hafa bækur niður f kassa. Ég bjó hérna í fjögur ár í þriggja herbergja íbúð ásamt syni mínum og fjölskyldu hans. Það var dálítið þröngt með tvö Iítil hörn, þau voru fjögurra og sjö ára þegar þau fóru. En við þessar aðstæður skrifaði ég tvær síðustu Sossubækurnar. Sennilega þær bestu. Ég var í litlu herbergi og lá á rúminu mínu með kodda við bakið og skrifaði á hné mér. Krakkarnir voru oft að leika sér í rúminu en þau trufluðu mig ekki. Þannig að þetta fer ekkert eftir aðstæðum. Það voru margir að vorkenna mér að búa svona þröngt en núna vantar eitt- hvað. Ég hef alltaf verið svona, þegar ég var með mína krakka litla þá skrifaði ég mest þegar að þau voru í kringum mig. Ég er búin að vera hálf tóm síðan þau fóru. En núna er þetta að byrja aftur, það er strákur kom- inn í spilið. Ég verð bara að bíða og sjá hvernig hann hagar sér.“ Afinn nálægur Magnea segist aldrei hafa sætt sig við Magneu-nafnið fyrr en núna, henni hafi fundist það vera nafn á gamalli maddömu. Hún hafi alltaf kallað sig Maggý Magnúsdóttur, en þegar hún hafi byrjað að skrifa hafi hún ætlað að skrifa undir dul- nefni, en þá hafi Sigurður heimtað að hún skrifaði undir fullu nafni. Þau sættust á að hún notaði Magnea frá Kleif- um. „Ég hef í rauninni aldrei litið á mig sem rithöfund. Það má eiginlega segja að ég sé tvær persónur. Það hefur kom- ið fyrir að ég hafi unnið með fólki sem hefur ekki hugmynd um hver þessi rithöfundur væri. Það var einu sinni að ég vann á saumastofu og það kom kona sem var að vinna þar á efri hæðinni og segist hafa ver- ið að frétta að það ynni rithöf- undur þarna. Þá var henni sagt hver það væri og bent á mig. Þá snýr hún sér við og segir „Þessi!" Þegar ég heyrði tóninn ákvað ég að halda mér sjáfri og Magneu frá Kleifum eins að- skildum og ég gæti. Mér leið illa og fannst konan hafa verið dálítið dónaleg, en það var hennar mál. Þegar þetta var þá hélt fólk að það væri einhver Magnea frá Kleifum í Olafs- firði sem skrifaði sögurnar. Ég var ekkert að leiðrétta það.“ Hún segist ekki skrifa fyrir neinn sérstakan en hcldur helst að rithöfundaáráttan sé í genunum. „Afi minn skrifaði í fjósinu. Það fór hinsvegar allt í glatkistuna og nú veit enginn hvort hann skrifaði upp bækur eftir aðra, eða eitthvað frá cig- in brjósti. Ég heiti eftir honum og er ekki frá því að hann sé mér nálægur og það er góð til- finning. Ég hafði mikla þörf fyrir að segja sögur sem barn og fyrir mér voru þær allar raunverulegar og sannar. Þó fullorðna fólkið væri ekki á sama máli. Vel upp alin stelpa átti ekki að vera síblaðrandi og fyrir kom að ég var kölluð kjaftatífa. Það þótti mér merki- legt orð, skildi ekki merking- una en var hreykin af nafngift- • • U ínm. -PJI-STA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.