Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 5
D&ptr. LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 - 21 MENNINGARLÍFÐ Langafí prakkari Talsvert skorti á persónusköpun leikara, langafinn hló hátt og hressilega og hafði nokkra nærveru en Anna litla var bara he fðbundin skrækróma stelpa en ekki hnellin skrækróma steipa með karakter. LANGAFI PRAKKARI í Möguleikhúsinu byggt á sögum Sigrúnar Eld- jám. Leikstjóri og handrit: Pétur Eggerz Búningar og brúðugerð: Katrín Þorvalds- dóttir. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Leihendur: Bjami Ingvarsson og Hrefna Hallgrímsdóttir. Það er tvennt ólíkt að leika íyrir settlega fullorðna og að leika fyrir fullan sal af órólegum börnum og forvitnum sem eru rétt nýhlaupin úr skóla og leikskóla eftir langan dag. Krakkarnir sem mættu á frumsýningu Möguleikhússins klukkan fimm á fimmtudaginn virtust eilítið strekkt eftir daginn enda var leikritið ekki iyrr byijað en þau fóru að kallast á við Onnu Iitlu (Hrefnu Hallgrímsdóttur) og tóku af ákafa undir spurningar sem hún beindi út í salinn. Hrefna var vel undir athugasemd- ir krakkanna búin, lék sér að samskiptum við þau og sneri svörum hæglega heim til föður- húsanna þegar athugasemdir ætl- uðu að draga leikinn úr hömlu. Leikritið hefst á því að Anna er að gramsa í dóti langafa síns sem nú er horfinn í annan heim. Langafi lifnar við í minningum hennar - og á sviðinu - og þau bralla ýmislegt saman frá því í gamla daga þegar langafi passaði Onnu litlu meðan mamma henn- ar og pabbi voru í vinnunni, fara m.a. á langömmuveiðar og baka dýrindis drullukökur. Þetta er stutt leikrit, innan við klukkutími, og ber uppsetningin þess augljós merki að vera hugs- uð sem farandsýning. Lýsing og eiginleg leikmynd er ekki til stað- ar heldur bara leikararnir tveir og fáeinir leikmunir sem þjóna leik- ritinu ágætlega. Fæð leikara og fábrotið yfirbragðið kallaði á út- sjónarsemi og kom ýmislegt skondið út úr því, m.a. voru hinar hneyksluðu brúðufrúr ágætlega útfærðar og hugsanlega langamman varð ljómandi lagleg þegar hún hafði fengið kaffi- könnu sem andlit. A hinn bóginn fangaði leikritið ekki fyllilega athygli áhorfenda og þrátt fyrir samspil milli leikara og barna þá voru krakkarnir orðnir eilítið órólegir undir Iokin. Enda hefur leikritið engan hápunkt eða ris, það er samsafn stuttra sena af skemmtilegum minningum en engin spenna er byggð upp í kringum prakkarastrikin. Talsvert skorti á persónusköpun leikara. Langafinn hló jú hátt og hressi- Iega og hafði nokkra nærveru og Anna litla var Iétt á fæti en var bara hefðbundin skrækróma stelpa með þvingað hláturtíst en ekki hnellin skrækróma stelpa með karakter. Langafi prakkari hentar áreið- anlega ágætlega sem farandsýn- ing og vel má vera að nálægðin inní leikskólum og skólum hleypi meira lífi í textann sem er annars ágætlega skrifaður. En á frumsýn- ingu tóku krakkamir engin bak- föll af hlátri. Sex ára fylgdarkona mín skemmti sér ágætlega en 8 ára fylgdarmanni þótti fremur lít- ið til um. -LÓA Lóa flldísandóttip skrifar um leiklist Húmorínn er sjálfsbjargarviðleitni Finnskir rithöfundar verða með bókmenntadagskrá í Norræna húsinu á sunnudaginn. Boðið verður upp á tónlist og orð vel krydduð með grallaraskap. Rithöfundarnir eru fimm talsins og mjög ólíkir hvað bakgrunninn varðar en allir eiga þeir það sammerkt að taka sig ekki of hátíðlega. Tapio Koivukari er sá úr hópn- um sem mest samband hefur haft við Is- land. Hann hefur búið á Islandi og kennt á Vestfjörðum. Tapio er kennari, rithöfundur og þýð- andi og hefur þýtt íslenskar bækur á finnsku, þar á meðal Ijórar skáldsögur Vigdísar Grímsdóttur. A.W. Yijáná er skáld og vel þekktur rokktónlistarmaður í heimalandi sínu, Jaakko Heinimaki, er prestur og upplýsingafulltrúi og skrifar bækur í trúarlegum anda og eina konan í hópnum, Asta Piironen, starfar sem blaðakona, skjalaþýðandi og túlkur í Svíþjóð. Sá fimmti er Timo Ernamo, útgefandi og ritstjóri. Fúlasta alvara - Þið hajtð það sameiginlegt að taka ekkert of alvar- lega. Hvers vegna er það? Er þetta eitthvað sem má segja að einkenni finnslui rithöfunda í dag? „Fyrir okkur er húmorinn sjálfsbjargarviðleitni. An hans væri ekkert líf. Finnskir rithöfundar eru al- mennt séð frekar alvarlcgir og það má segja að A. W. Yrjáná sé alvarlegt Ijóðskáld sem hafi erft stöðu Aleksis Kivi í Ijóðum okkar. Hinum er fúlasta alvara þegar þeir skrifa um það sem miður fcr í þjóðfélag- inu og svo framvegis,“ svarar Timo Ernamo sem hef- ur tekið að sér að svara lyrir hópinn í gegnum e- póst. Ernamo hefur gefið út hókina „FuIImenntaður“, sem kom út árið 1988, auk þess sem hann hefur birt ferðalýsingar, ljóð, blaðagreinar, hugleiðingar, spjallþætti og smásögur. Hann hlaut Finnlands- verðlaunin árið 1997 fyrir nýlist. I bók sinni segist Ernamo hafa lýst ákveðnum atburðum í framhaldsnámi ungra Finna í Austurbotni sem hafa veigrað sér við að gegna herskyldu en í framhaldinu var menntuninni á þessum stað hætt. Hann segist einnig hafa tekið afstöðu til ríkj- andi óreiðu f þjóðfélaginu almennt. Ernamo hefur einnig gefið út geisla- diskinn „Runk&Wank“ 1997. Borgaraleg fínheit þreytandi Blaðamanni skilst að diskur Ernamos sé háðsá- deila og gagnrýni á þjóðfélagið og menningarlífið almennt enda virðist Ernamo telja öll borgaraleg fínheit (kannski snobbið) í garð menningarlífsins þreytandi en það telur hann að grundvallist á skilningsleysi þjóðfélagsins. „Diskinn má flokka nærri stjórnleysi. Það þýðir þó ekki að ég sé stuðn- ingsmaður þess heldur er þetta bara skilaboð til þeirra sem leitast við að bæta eigin hag þó að þeir hafi ekkert að gefa öðrum,“ segir hann. Ernamo hefur gefið út verk sex íslenskra rithöf- unda í Finnlandi. Hann segir að íslenskar bók- menntir séu áhugaverðar vegna þess að þær dragi upp mynd af landi úti í miðju Atlantshafi sem í sjálfu sér sé áhugavert fyrir Finna. Vigdís Gríms- dóttir vekur mestan áhuga en Einar Már Guð- mundsson hefur einnig fengið góðar viðtökur. Ernamo bíður með óþreyju eftir Bláa turninum hans Þórarins Eldjárns (Brotahöfuð) sem Tapio Koivukari þýðir. „Áhugi á íslenskum bókmenntum er í höndum Tapios. Við verðum bara að treysta á hann!“ -GHS gBf> LEIKFEI.AG Ml EYKJ AV í K liRjB' BORGARLEIKHÚSIÐ ATHUGD BREYTTAN SÝNINGARTÍMA UM HELGAR Stóra svið Vorið vaknar eftir Frank Wendekind 5. sýn. sun 17/10 kl. 19:00 gul kort 6. sýn. fim 21/10 kl. 20:00 græn kort sun 17/10, verkið kynnt í forsal kl. 18:00 Kynnir: Magnús Þór Þorbergsson Litla hryNingsbúðin eftir Howard Ashman tónlist eftir Alan Menken lau 16/10 kl. 19:00 uppselt, lau 16/10 kl: 23:00 miðnætursýning - örfá sæti laus fim 28/10 kl: 20:00 örfá sæti laus, lau 30/10 kl: 19:00 uppselt Sex í sveit eftir Mare Camoletti 106 sýn. mið 20/10 kl. 20:00 106. sýn. mið 27/10 kl. 20:00 Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan eftir J.M. Barrie sun 17/10 sun 24/10 Litla svið Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh lau 16/10 kl. 19:00 fös 22/10 kl. 19:00 örfá sæti laus Stóra svið íslenski dansflokkurinn NPK Danshöfundur: Kartín Hall Tónlist: Skárren ekkert Maðurin er alltaf einn Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir Tónlist: Hallur Ingólfsson Æsa: Ijóð um stríð Lára Stefánsdóttir í samstarfi við Pars pro toto Tónlist: Guðni Franzson fös 22/10 kl. 19:00 sun 24/10 kl. 19:00 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frákl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 5. sýning föstudaginn 15. okt. kl. 20:00. 6. sýning laugardaginn 16. okt. kl. 20:00. Fáein sæti laus 7. sýning föstudaginn 22. okt. kl. 20:00. 8. sýning laugardaginn 23. okt. kl. 20:00. Leikarar: Ari Matthíasson, Aðalsteinn Bergdal, Árni Pétur Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir, María Pálsdóttir, Sigurður Karlsson og Sunna Borg. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Ljósahönnun: Ingvar Björnsson. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. I Miðasalan opin alla virka daga frá kL 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.