Dagur - 23.10.1999, Side 4
fc frf « tv Al h *
-Oagur
5 i) O *' r M 'J (1 6, '1 f*
4- LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
FRÉTTIR
Ný lög iun vitamál
Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um vitamál. Frum-
varpið er samið af Siglingamálastofnun Islands og samgönguráðuneyt-
inu og er því ætiað að leysa af hólmi lög um vitamál frá árinu 1981.
Skráð trúfálög
Annað stjórnarfrumvarp sem lagt hefur verið fram er frumvarp um
skráð trúfélög. Þarna er um að ræða endurskoðun á lögum um trúfélög
frá árinu 1975. Nefndinni sem samdi frumvarpið var upp á lagt að at-
huga með hvaða hætti væri hægt að setja skýrari reglur um skilgrein-
ingu á trúfélögum og hvað greini þau l’rá annars konar félögum með
hliðsjón af ákvæðum Iaga um stjórnarskrá.
„Það er um mikinn misskilning að ræða hjá framsóknarmönnum ef þeir haida að verið sé að ráðast á ríkisútvarp-
ið, “ segir Kristján Pálsson, alþingismaður.
Málefni bama og imglinga
Þingmenn úr öllum flokkum undir Torystu Jó-
hönnu Sigurðardóttur hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu um heildarstefnumótun í málefnum
barna og unglinga. Bent er á í greinargerð að al-
veg frá því embætti umboðsmanns barna var
stofnað 1995 hefur umboðsmaður vakið athygli
stjórnvalda á því hver brýnt sé að mótuð verði
skýr opinber heildarstefna í málefnum barna og
Jóhanna unglinga og aðgerðir samræmdar af hálfu
Sigurðardóttir. stjórnvalda á ýmsum sviðum er snerta hagi
þeirra.
Fangelsun
Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp um breytingar á almennum
hegningarlögum. Þar er gert ráð fyrir allt að fjögurra ára fangelsi fyrir
brot gegn ákvæðum um verndun umhvefis með eftirfarandi verknaði:
Mengar loft, jörð, haf eða vatnasvæði. Geymir eða losar úrgang eða
skaðleg efni þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur
hættu á slíku tjóni. Veldur verulegu jarðraski þannig að landið breytir
verulega um svip eða spilli merkum náttúruminjum.
Frestun emsetningar grannskóla
Menntamálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp um að honum sé
heimilt að veita sve'tarfélögum sem þess óska frest til 1. september
2004 til að framkvæma lagaákvæðið um einsetningu grunnskóla.
Fvrirspumir
Jónanna Sigurðardóttir spyr heilbrigðisráðherra
um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna.
Guðrún Ögmundsdóttir spyr forsætisráðherra
um ráðstefnuna Konur og lýðræði. Hvað marg-
ar umsóknir um þátttöku hafa komið frá ís-
lenskum konum eða kvennasamtökum, hvaða
erindum hafi verið hafnað og hver hafi verið
samþykkt. Einar K. Guðfinsson spyr sjávarút-
vegsráðherra um eignir, skuldir og aflaverðmæti
í sjávarútvegi. Hann spyr líka menntamálaráð-
herra um útsendingar sjónvarpsins, hvar þær
nást og hvar ekki. — S.DÓR
Guðrún Ögmunds-
dóttir.
Fjórir teknir med hass
Lögreglan á Akureyri handtók fjóra menn um tvítugt aðfaranótt
fimmtudags vegna gruns um hassneyslu. Samkvæmt uppýsingum frá
Daníel Snorrasyni yfirlögregluþjóni veittu lögreglumenn á eftirlitsferð
skammt innan við bæinn eftirtekt bifreið sem í voru fjórir piltar. Þegar
þeir urðu lögreglunnar varir hentu þeir einhverju út um bílgluggann og
vöknuðu grunsemdir um að þar gæti verið um fíkniefni að ræða. Menn-
irnir voru handteknir og við frekari leit fundust 4-5 grömm af hassi.
Þeir viðurkenndu að eiga hassið og hafa reykt hass fyrr um kvöldið. Bíl-
stjórinn þar með talinn. Piltarnir sátu inni um nóttina en málið telst
upplýst og hefur þeim verið sleppt. - HI
Súlur fá kjallara að gjöf
Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið ao styrkja samruna þriggja björgun-
arsveita á Akureyri í eina með því að gcfa hinni sameinuðu Björgunar-
sveit kjallara í húseigninni að Galtalæk við Eyjafjarðarbraut. Forsaga
málsins er sú að 1976 var gerður kaupsamningur milli bæjarins og
Fiugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri um kaup á fasteigninni í skiptum
fyrir húseign FBSA við Strandgötu. Þar sem Galtalækur var mun stærri
eign en fyrra húsnæði sveitarinnar var ákveðið að undanskilja kjallar-
ann en þó þannig að sveitin hefði full afnot af kjallaranum og greiddi af
honum skatta og gjöld í staðinn. Ein af meginforsendum samruna Flug-
hjörgunarsveitarinnar, I fjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunar-
sveitarinnar Súlna í eina björgunarsveit, Súlur, var að koma nýrri hjörg-
unarsveit í eitt húsnæði. Akveðið hefur verið að selja Galtalæk og ligg-
ur fyrir kauptilboð í eignina með því skilyrði að kjallarinn fylgi með í
kaupunum. - Hl
RÚV má ekki daga
uppi eins og þurs
Kristjáu Pálsson segir
að eitthvað verði að
gera til að bjara RÚV
og að breyta því í hluta-
félag gæti verið íyrsta
skrefið. Hann segir að
þeir sem séu því and-
vígir verði þá að koma
með tiUögur til bjargar
stofnuninni.
Kristján Pálsson alþingismaður
spurði menntamálaráðherra um
málefni ríkisútvarpsins í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í vikunni.
Menntamálaráðherra sagði þá að
unnið væri að gerð frumvarps um
ríkisútvarpið og hann sagði vilja
hjá starfsmönnum RUV að það
verði gert að hlutafélagi. Fram-
sóknarmenn hafna hugmyndum
menntamálaráðherra um að háeffa
ríkisútvarpið. Þeir segja það opna
leiðina til að einkavæða það síðar.
Hjálmar Arnason hreinlega blés á
þetta sjónarmið menntamálaráð-
herra í Degi í gær.
„Það er um mikinn misskilning
að ræða hjá framsóknarmönnum
ef þeir halda að verið sé að ráðast
á ríkisútvarpið. Þeir sem hlustuðu
á umræðurnar á Alþingi um mál-
efni ríkisútvarpsins hljóta að hafa
skilið það að hugur okkar sem vilj-
um breytingar, m.a. háeffun á
RUV, er sá að styrkja stofnunina
en ekki veikja hana,“ sagði Kristján
Pálsson.
Úrelt fyrirkomulag
Hann segir nauðsynlegt að gera
stofnunina rekstrarhæfari en hún
er í dag. Hann segir að mörgum
finnist skorta á frjálsræði og að
boðleiðir í fyrirtækinu séu nógu
Ijósar og stuttar til þess að RUV
standist þá miklu samkeppni sem
er í Ijósvakamiðlun nú til dags.
„Eg og fleiri, teljum að núver-
andi fyrirkomulag með pólitískt
kjörnum eftirlitsmönnum sé Iöngu
úrelt og gangi ekki upp,“ segir
Kristján.
Hann var spurður hvort það
væri ekki fyrsta skrefið í að einka-
væða ríkisútvarpið að gera það að
hlutafélagi?
„Við getum ekki Iátið þetta fyrir-
tæki daga uppi eins og einhvern
þurs bara vegna þess að menn
þora engu að breyta. Það eru allir
sammála um að eitthvað þurfi að
gera til að styrkja þessa stofnun.
Þeir sem nú segjast ætla að slá
skjaldborg um stofnunina eru ekki
að Ieggja fram neinar tillögur til
lausnar vanda hennar þótt þeir séu
sammála öðrum um að eitthvað
þurfi að gera. Það er ekki bæði
hægt að eiga kökuna og borða
hana. Þess vegna segi ég að ef þeir
meina eitthvað með skjaldborgar-
talinu verða þeir að koma með til-
lögur til lausnar vandanum. Eg tel
að sú leið að breyta RÚV í hlutafé-
lag muni hjálpa mikið. Þessi leið
hefur verið farin hjá Pósti og síma
og bönkunum. Póstur og sími var
gerður að hlutafélagi til þess að
hann væri hæfari að taka þátt í
þeirri miklu samkeppni sem hann
stendur í,“ segir Kristján.
Hann segir að bara það að vera
ríkisstofnun nú til dags hamli því
að stofnunin nái að þróast með
eðlilegum hætti.
„Því held ég því fram að háeffun
sé leið til að styrkja stofnunina.
Hvort svo að einhvern tímann ger-
ist eitthvað sem leiðir til þess að
einhveijir hlutar RÚV verði seldir
verður bara tíminn að leiða í ljós,“
segir Kristján Pálsson. — S.DÓR
Önnum k
nienii
un kafiiir þmg-
í kjörda’mavÍKii
Þau Guðrún Ögmunds-
dóttir, þingmaður
Reykjavíkur, og ísólfúr
Gylii Pálmason, þing-
maður Suðurlandskjör-
dæmis, segjaþétt setn-
ar dagskrár hjá þing-
mönnum á kjördæma-
viku.
Engir fundir verða á Alþingi í
næstu viku vegna þess að þá er svo
kölluð kjördæmavika. Þessi siður
var upp tekinn fyrir nokkrum árum
vegna þess að alþingismenn telja
nauðsynlegt fyrir sig að komast í
kjördæmin til að hitta þar fólk og
ræða málin. Af einskærri forvitni
spurðum við tvo alþingismenn
hvað þeir gerðu á kjördæmaviku?
Störfiun hlaðnir
„Oft hafa verið haldnir sameigin-
Iegir fundir Reykjavíkurþing-
manna og borgarfulltrúa á þessum
kjördæmavikum. Meðan ég sat í
borgarstjórn tók ég þátt í slíkum
fundum og þótti þeir mjög gagn-
legir. A þessum fundum hafa þing-
menn kynnt sér stofnanir borgar-
innar og þá þjónustu sem hún veit-
ir,“ segir Guðrún Ogmundsdóttir
alþigismaður.
Hún segir að svona fundur verði
ekki haldinn að þessu sinni. Hins
vegar sé búið að hlaða mörgum
ráðstefnum og fundum á næstu
viku og þar mæti alþingismenn og
sumir haldi erindi á þessum fund-
um. Sjálf segist hún halda erindi á
ráðstefnu Barnaheilla f næstu
viku. Guðrún segir að enginn hefð
sé fyrir því í Reykjavík að þing-
menn borgarinnar boði til al-
mennra funda svo kjósendum gef-
ist kostur á að hitta þá og ræða
málin.
„Það hefur því miður verið litið
svo á um Iangan tíma að þingmenn
Reykjavíkur séu þingmenn alls
landsins. Eg er því andvíg og tel
meira áríðandi að þingmenn borg-
arinnar k)Tini sér það sem er að
gerast í þeirra kjördæmi eins og
landsbyggðarþingmennirnir gera,“
sagði Guðrún Ögmundsdóttir.
Fundahöld
„Á kjördæmaviku heimsækjum við,
allir þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis, héraðsnefndir í kjördæm-
inu og ýmis hagsmunasamtök. Þar
ræðum við málin við heimamenn,
tökum á móti kvörtunum en þó að-
allega hrósi,“ sagði Isólfur Gylfi
Pálmason, þingmaður Suður-
landskjördæmis.
Hann segir að þeir þingmenn
Framsóknarfiokksins haldi síðan
fundi með sínum kjósendum í
kjördæminu.
„Við verðum á nokkrum flokks-
fundum í næstu viku meðal annars
vegna þess að þá verður haldið
kjördæmaþing framsóknarmanna í
lok næstu viku. Þannig að það er
meira en nóg að gera og þétt skip-
uð dagskrá hjá okkur,“ sagði Isólf-
ur Gylfi Pálmason. — S.DÓR