Dagur - 23.10.1999, Qupperneq 6

Dagur - 23.10.1999, Qupperneq 6
6 - LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Sfmar auglýsingadeildar: Sfmbréf auglýsingadeildar: Sfmbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELlAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Hættuleg stefna 1 íyrsta lagi Rússneski herinn heldur áfram hryðjuverkum í Tjetjeníu, nú síðast með því að varpa sprengjum á sjúkrahús og markaðstorg í höfuðborginni, Grosní, þar sem fórnarlömbin voru einkum kon- ur og börn. Á sama tíma kom upphafsmaður stríðsins, KGB-for- inginn fyrrverandi Vladimír Pútin, sem þessa stundina er for- sætisráðherra Jeltsíns, til fundar við leiðtoga Evrópusambands- ins sem létu sig hafa það að taka í blóðugar hendur þess manns sem lagt hefur upp í hefndarstríð gegn heilli þjóð í Kákasus. í ödru lagi Þau spilltu öfl sem nú fara með völd í Rússlandi reyna að stimpla alla Tjetjena sem glæpamenn. Pútín hefur með linnu- Iausum áróðri reynt að gera Tjetjena og reyndar múslima frá Kákasus almennt að glæpamönnum í augum rússnesku þjóðar- innar. Enginn munur er gerður á fámennum hópi skæruliða og allri alþýðu manna sem vill fyrst og fremst fá að lifa í friði. Kon- ur og karlar, böm og gamalmenni - allt eru þetta óvinir í augum rússneska valdsins sem höfðar í áróðri sínum til lægstu hvata mannskepnunnar og elur á hatri vegna kynþáttar og trúar- bragða. Allt er þetta gert í pólitískum tilgangi, það er til að tryg- gja Pútín og félögum aukið fylgi í komandi kosningaslag í Rúss- landi. í þriðja lagi Afleiðingar slíkrar stefnu hljóta að verða hryllilegar, ekki aðeins fyrir Ttjetjena heldur einnig fyrir Rússa sjálfa. Því verður vart trúað að forystumenn á Vesturlöndum haldi mikið lengur áfram að þvo hendur sínar af stríðinu í Tjetjeníu með orðagjálfri. Bein- ir hagsmunir og mannréttindastefna vestræns samfélags krefjast þess að reynt verði í alvöru að koma vitinu fyrir rússneska ráða- menn. Fátt er hættulegra fyrir friðar í heiminum en að leyfa pólitískum ævintýramönnum að magna upp hatur á milli þjóða kristinna manna og múslima. Forystumenn á Vesturlöndum hafa því brýnt tilefni til að beita Rússa þeim beina þrýstingi sem dugar. Elías Snæland Jónsson. Logið í átján löndum og Oliver Lodge fer auðvitað ekki með neina lygi. Garri hefur löngum þjáðst af yfirgripsmikilli trúgirni og þessi veikleiki hans hefur óspart ver- ið misnotaður af skelmum og skaupmönnum, sem hafa logið Garra fullan við hvert tækifæri. Að sjálfsögðu hefur Garri reynt að leyna þessum Ijóði á sínu ráði með því að þykjast efast um það sem honum er sagt, en í raun kokgleypir hann ævin- lega allt rugl sem fyrir hann er hent með öngli og sökku. En þessa dagana er Garri hinsvegar harla kátur því nú er komið í ljós að hann á sér marga þjáningabræður og miklu fleiri en hann eru haldnir óheyri- legri trúgirni. Til dæmis meira og minna flestir ráðherrar í ís- Ienskum ríkisstjórnum allt frá því á sjötta áratugnum. Oliver Lodge Garri er nefnilega enn við sama kjarnorkuheygarðshornið og fagnar ógurlega þeim tíðindum að á Islandi hafi vísast verið geymd atómvopn um árabil. Garri hefur nefnilega alltaf trú- að hinu gagnstæða og skamm- ast sín fyrir trúgirnina. En nú vitna þeir í röðum ráðherrarnir, Björn að Baki Davíðs, Halldór og allir hinir og segjast alltaf hafa verið haldnir sömu trú og Garri og séu það reyndar enn. Dabbi, Dóri og Bjössi eru sum sé enn trúgjarnari en Garri og trúa áfram þó þeir taki á öðru. Því eins og Davíð sagði: „Landvarnaráðuneyti, Banda- ríkjanna, ég endurtek, land- varnaráðuneytið, sagði mér að hér hefðu aldrei verið slík vopn.“ Ja, ekki lýgur sjálft land- varnaráðuneytið frekar en Mogginn og annar eins maður V í útstrikuðum löndum Nú er það reyndar skjalfest að þetta sama ráðuneyti hefur log- ið í átján útstrikuðum löndun um tilvist kjarnavopna þar. En að sjálfsögðu Ijúga þeir ekki að heimsstórveldinu íslandi. Enda hafa Kanar staðfest það við Davíð að á Islandi hafi aldrei verið atómvopn, en um Ieið staðfest það við Björn að þeir muni aldrei stað- festa það við nokkurn mann hvort slík vopn hafi verið eða ekki verið í tilteknum löndum, nafnkenndum eða útstrikuðum og virðist þarna eitt- hvað hafa skolast til millum ráðherranna. Garri er búinn að hugleiða þetta mál frá öllum hliðum og komist að þeirri niðurstöðu að allir málsaðilar hafi í raun á réttu að standa. Að á Islandi hafi sem sé aldrei verið kjarn- orkuvopn, sem slík, en þau hafi samt verið hér árum saman. Þarna er bara um skilgreining- aratriði að ræða. Hér hafi sem sé ekki verið hægt að þverfóta fyrir ósamansettum kjarnorku- vopnum, en slík séu bara ekki skilgreind sem atómvopn fyrr en búið að er að setja þau sam- an, sem tekur víst u.þ.b. tíu mínútur. Þessvegna er það laukrétt að hér hafa aldrei verið staðsett atómvopn, en það er heldur engin lygi að þau hafi verið hér í haugum. Og geta menn nú unað glað- ir við sitt og sæmilega sáttir, hafandi allir á réttu að standa. - GARRl JOHANNES \ Wá\f SIGURJÓNS- SON ppYV-"* | V SKRIFAR Fréttir bárust af því um helgina að hópi kvenna hafi verið varpað á dyr skemmtistaðarins Vegasar í Reykjavík. Ástæðan hefur vænt- anlega verið sú að konurnar hafa þótt heldur mikið dúðaðar því á sama tíma fengu afar fáklæddar kynsystur þeirra að vcra áfram inni í hlýjunni á Vegasi. Fyrir hálfum mánuði eða svo gerðí annar hópur kvenna til- raun til að fara inn á nokkra nektardansstaði í borginni. Þarna voru á ferð valinkunnar sómakonur, m.a. séra Auður Eir og tilgangur heimsóknanna var sá að huga að aðbúnaði og hög- um eriendra súlnadansmeyja, en grunur leikur á að þær séu ekki allar í starfi af fúsum og frjálsum vilja. Þessum hópi var úthýst á nokkurm stöðum og hinum vel meinandi konum tilkynnt að nærveru þeirra væri ekki óskað, m.a. vegna þess að þetta væru herrakvöld. Auglýst eftir sparM í pung pomó-kalla Hvítra-herrakvöld? Það hefur sem sé verið frétta- flutningur af þessum heim- sóknum en eft- irmálar aungvir. Og það hlýtur að vekja furðu. Því hvað var hér að gerast? raun og veru ekkert annað en það að verið var að mismuna fólki vegna kyn- ferðis. Nú mun bannað með lögum á Islandi að mismuna fólki vegna kyn- ferðis, litarháttar eða trúarskoð- ana. Og hvað hcfði gerst ef lituð- um karlmönnum hefði verið út- hýst af skemmtistöðum bogar- innar vegna þess að nú væri „hví- tra herrakvöld?" Væntanlega hefði viðkomandi veitingastöð- um verið lokað snimmendis, eig- endur þeirra kærðir umsvifa- laust og þeir jafnvel lokaðir inni. Og hneykslunar- bylgja hefði far- ið um allt þjóð- félagið vegna glórulausra kyn- þáttafordóma pornó-hund- anna í Reykja- vík. En með leyfi að spyrja, er ein- hver munur á því að úthýsa svertingjum vegna lítarháttar eða henda út konum vegna kynferðis þeirra? Hvað söng ekki Lennon heitinn: Woman is the Nigger of the World. Eru konur tilbúnar til að sætta sig við það? Arfleifð Bimu? Og hvar eru hinar frjálsbornu og sjálfstæðu og einörðu íslensku konur sem aldrei láta vaða yfir sig og sætta sig trauöla við að réttur sé brotinn á konum, hvor- ki íslenskum prestum né erlend- um nektardansmeyjum? Hví hef- ur enginn þeirra kært þessar sví- virðilegu trakteringar sem þær fengu á nektarbúllunum? Þær hefðu væntanlega aldrei látið það viðgangast að fólki væri meinaður aðgangur að skemmti- stöðum vegna kynþáttafordóma eigenda, en geta þær sætt sig við kynferðisfordóma þcirra? Hvar er Birna Þórðar og arf- leifð hennar í íslensku samfé- lagi? Er virkilega engin kona sem hefur döngun í sér til að sparka í punginn á pornóköllunum, bein- línis eða með jiví að kæra þá fyr- ir mannréttindabrot? Spyr sá sem ekki veit. Hvem viltþú helst sjá sem næsta landsliðs- þjálfara íslands í knatt- spymu efGuðjón Þórðar- son hættir? Amar Sigurmundsson formaóur Sa m taka fiskvitmslustöðva „Óskastaðan væri sú að Guðjón Þórðar- son héldi áfram sem landsliðs- þjálfari íslands en ég geri mér grein fyrir því að hann er hugsanlega á förum. Að honum frátöldum tel ég að Atli Eðvalds- son væri hæfasti þjálfarinn til þess að gegna þessu starfi. Ég sé það hins vegar ekki fyrir mér að hann verði jafnframt þjálfari KR. Ég byggi þetta ekki síst á þeim ár- angri sem Atli náði á sínum tíma með Eyjaliðið en hann lagði grunninn að þeim árangri sem Iiðið náði síðar." Jón Siguróarson framkvæmdastjóri Eskafurða, og KR- ingur. „Ég hef mesta trú á því að það verði Atli Eð- valdsson, en það væri auð- vitað miður fyr- ir KR að missa hann.“ og Eyjamaður. SteingrímurJ. Sigfússon álþingismaðurogformaðurVG. „Það hafa margir góðir menn náð frá- bærum árangri sem þjálfarar. Fyrir utan Guðjón Þórðar- son dettur manni í hug maður eins og Atli Eðvaldsson, sem náði því loksins að koma KR í mark. Ég tel einnig að Páll Guð- laugsson hafi sýnt bæði í Færeyj- um og hér heima hvaða árangri er hægt að ná við erfiðar aðstæður en Atli hafði úrvalsaðstæður, sterkan leikmannahóp og öflugt félag. Ég tel einnig þálfara Vest- mannaeyjaliðsins, Bjarna Jó- hannsson, koma til greina og ekki má gleyma Teiti Þórðarsyni, sem hefur feiknalega reynslu af þjálf- un. Ég held að það sé gott að skipta um þjálfara á þessum tíma- mótum. Guðjón hefur náð svo góðum árangri að hann er kom- inn í samanburð við sjálfan sig.“ Svála Stefánsdóttir formaðuríþróttafélagsins Þórs á Akur- eyri. „Ég hef ekki hundsvit á íþróttum, þó ég fari einstöku sinnum á völl- inn. Ég tel lík- legast að KSÍ ráði Atla Eð- valdsson sem landsliðsþjálfara. Það á alltaf að velja þann sem er hæfastur hver- ju sinni, niðurstaða sumarsins sýnir að Atli er sá maður. Ég sé ekki að aðrir komi til greina."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.