Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 2
f ÍM'PI f\ '4 & ♦ * '4 'i fi ** n r» o w * 2 -LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR Frá blaðamannafundi þar sem nýsköpunarkeppni í vetrarferðamennsku var kynnt. - mynd: brink Vetrarferðameimska - stefmim nordur Stefnum norður - hópur fyrirtækja og stofnana sem á einhvem hátt kem- ur að ferðamennsku. Efnt til nýsköpunarkeppni um vetrarferðamennsku á Norðurlandi. Hópurinn „Stefnum norður" varð til eftir árangursríka ferð ferðaþjónustu- fólks og annarra sem láta sig ferða- mennsku varða til Finnlands fyrr á ár- inu. Frá því í vor hefur hópurinn unn- ið að því að fjölga möguleikum í vetrar- ferðamennsku á Norðurlandi sem og að bæta þá möguleika sem fyrir eru. Að hópnum standa einstaldingar og fyrir- tæki í ferðaþjónustu og atvinnuþróun, meðal annarra Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Flugleiðir, Flugfélag Is- Iands, Ferðaskrifstofa íslands, Mark- aðsskrifstofa Norðurlands, Ferðamála- ráð, Iðntæknistofnun, Sportferðir, veitingahúsið Greifinn og Hótel Reyni- hlíð. Efnt til samkeppni Hópurinn hrinti af stað í gær sam- keppni um nýsköpunarverkefni í vetr- arferðamennsku á Norðurlandi. Keppnin er öllum opin en með henni er ætlunin að laða fram nýjar hug- myndir um áhugaverða þætti í vetrar- ferðamennsku á Norðurlandi sem síð- an yrðu söluvara á ferðamarkaði. Tak- ist vel til með keppnina standa vonir til þess að hún muni auka verulega fram- boð afþreyingar yfir vetrartímann á Norðurlandi þannig að fleiri ferða- menn komi norður utan háannatímans í ferðaþjónustunni. Fram kom á kynningarfundi hópsins í gær að helsti vandi íslenskrar ferða- þjónustu væri skortur á samvinnu milli þeirra sem starfa í greininni. Of al- gengt væri til dæmis að einyrkjar í ferðaþjónustu Iitu til þess að helsta samkeppnin kæmi „firá næsta bæ“ eins og Hólmar Svansson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð- ar, orðaði það. Frestur til að skila inn hugmyndum í keppnina rennur út 15. desember og skal skila inn hugmyndum til Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar, Strandgötu 29, 600 Akureyri, merktum „Stefnum norður - verkefnasamkeppni". Tillögur skulu merktar dulnefni en nafn, kenni- tala, heimilisfang og símanúmer þátt- takenda fylgi með í lokuðu umslagi. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. 500 þús- und krónur ásamt allt að 30 klukku- stunda ráðgjöf frá VSÓ ráðgjöf á Akur- eyri við að útfæra hugmyndina og koma henni á framfæri. 2.-3. I 50 þús- und krónur auk ráðgjafar í allt að tíu ldukkustundir. — HI Pottverjai voru sammála um það í morgmi aö Garri hefði hitt naglann á höfuð- ið í gær þegar hann sagði Moggann „hinsegin blaö.“ Emi eitt dæmi um þetta las naskur pottverji í blaöi gærdagsins. Þaö var þó ekki í grehium um homma og lesbíur, enda Mogginn búinn aö úthýsa þeim, heldur fór blaðið lúnsegin höndum um eitt af kmmari bókmenntaverkum sem skrifuð hafa verið um ísland, þaö er skáldsögu Jules Veme um ferðina miklu um miðju jaröar. Moggi segh: „Sem kunnugt er komu ferðalangamir í bók- inni upp á yfhhorð jarðar við Snæfellsjökul." Þetta er hinsegin bókmenntaiýni að hætti Moggans. Vcnjuiegh pottverjar lásu söguna Jiannig að ferða- langamir hefðu hafið ferð sína niður í jörðhmi á Snæfellsjökli. En Moggi segh að þetta hafi verið hinsegin. Staf fyrh stafl Og áfram með Moggann, sem pottveijar telja nú að geti ekki lengur talist „blað allra laridsmanna". Eimi úr röðuin pottverja hafði eitthvað misst úr umræðunni þegar honum var bent á í vikunni að ritstjóm Moggans hefði séð ástæðu til að birta tíJkymiingu um að fleiri greinar um sam- kynhneigð yrðu ekki birtar á síðum blaðsins, nú væri mál að linnti. Þessi pottverji sagðist jú hafa séð nokkuö margar greinar um samkjmhneigð en ekki séð þessa tilkynningu á undan greinaflóðinu. Ástæðan? Hann læsi alltaf Moggami aftan frá...! Það vakti athygli á héttastofu sjón- varps um daginna að G. Pétur Matthíasson, hmheimtustjóri RÚV, var kallaður til að taka fréttavakth á fréttastofu Sjónvarpshis vegna manneklu sem kom upp þar. G. Pét- ur er sem kumiugt er fréttamaður cn hefur verið í leyfi há því slarfi og situr nú í stööu hmhcimtustjóra. í pottinum hcyrist að á fréttastof- umú teldu menn nú fundna nýja og góða lausn á því að mæta bráðavandræðum vegna forfalla - íýrrum héttameim sem komnir væru í stjómsýslustörf á vcgum RÚV yrðu einfaldlega kallaðh á vakt. Dæin- iö af G. Pétri gafst vel og nú bíða memi bara efth því aö Markús Öm hlaupi í skarðiö og taki nokkrar héttavakth þegar illa stendur á... G. Pétur Matthíasson. FRÉTTA VWTALIÐ Ámi Bmgason franikvæmdastjóri Nátturuvemdar ríkisins Náttúruvemd Ríkisins ergert aðafla 15 millj. kr. sértekna tilframkvæmda ogviðhalds- verkefna íþjóðgörðunum og öðrum friðlýstum svæðum. Allar gdðar lausnir vel þ egnar - Hvemig líst þér á innheimtu aðgangseyr- is? „Nefnd sem sett var niður til þess að fara í gegnum þessi mál er ætlað að koma með tillögur um það hvernig Náttúruvernd ríkis- ins á að ná þessum 1 5 milljónum. Gjaldtaka er atriði sem við höfum margrætt, en það er alveg ljóst að það eru fáir staðir á landinu þar sem kostnaður við gjaldtöku getur skil- að sér. Það er ekki hægt að láta mann standa og rukka þar sem koma örfáir og þá má spyrja; er réttlátt að rukka á sumum stöðum en öðrum ekki? En það er alveg ljóst, að vegna gífurlegrar fjölgunar ferða- manna er eðlilegt að þetta sé skoðað“. - Hve mikil er sú fjölgun? ,Árið 1998 voru erlendir ferðamenn 232 þúsund, um tvöfalt fleiri en 1993. Það stefnir í 260-270 þúsund í ár og áætlað að þeir nálgist 350 þúsund eftir fjögur ár. Spár Alþjóðaferðamálaráðsins gera ráð fyrir um 500 þúsund erlendum ferðamönnum á Is- landi að lágmarki árið 2020. Giskað er á að gjaldeyristekjur af þeim verði á bilinu 60-65 milljarðar, en 1998 voru þær 26 milljarðar. I skýrslu sem við vinnum nú að í sam- vinnu við Ferðamálaráð og Vegagerðina cr m.a. rejTit að taka saman kostnað við brýn- ar framkvæmdir næstu 4 ár, í ljósi þessar geysilegu Qölgunar. Fjöldi staða er þegar farinn að láta á sjá og áiagið á eftir að verða miklu meira. Þess vegna er það þrennt sem kemur til greina: Takmarka aðgang, lagfæra, eða selja inn - kannski fremur dýrt, sem jafnframt dregur þá úr aðsókninni og álag- inu. - Er þetta ekki á fjárlögum? „Náttúruvernd hefur fengið sára lítið í viðhaldsverkefni. Þær 1 5 milljónir sem Iagt er til að verði innheimtar kæmu til viðbótar þeim 6 milljónum sem við fáum í ár til við- haldsverkefna í 2 þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum. Og okkur er ekki ætluð nein önnur viðbót en sú sem við sköffum með sértekjum." - í hverju er mestur kostnaður fólginn? „Stígagerð og merkingar til að dreifa álagi á svæðunum eru stóru þættirnir og auk jjess bílastæði, salernishús, sem sums staðar eru nú engin og fleira. I þjóðgaröinum í Jök- ulsárgljúfrum þarf t.d. að stækka bílastæði, sem kostar Iíklega kringum 10 milljónir og byggja salernishús fyrir 2 milljónir. I sumar var bílafjöldinn stundum svo mikill í botni Ásbyrgis að það kom fyrir að rúta þurfti að bakka alla þessa 3 kílómetra út á veg. - En af hverju stórt bílastæði í botni Ás- b}’rgis? „Vegna þess að þetta er einn þeirra staða sem við ætlumst til að sem flestir komist á, hreyfihamlaðir jafnt og aðrir. Öll stígagerð í botni Ásbyrgis miðar að því að staðurinn sé vel aðgengilegur og að fólk geti komist þar um á hjólastólum. Að því sama er stefnt með heístu stígana í Skaftafelli. 1 Hljóða- klettum þarf líka að lagfæra bílastæði setja upp upplýsingaskilti, byggja 2 salernishús og aukna stígagerð, sem áætlað er að kosti á 8. milljón. Og fjárþörf í Öskju er metin á rúmar 10 milljónir. Spurningin er því; hvaðan eiga þessir pen- ingar að koma? Á ríkið bara að borga? Sum- um finnst ákveðin rök fyrir því. Ferðaþjón- ustan bendir á að hún borgi milda skatta nú þegar á öllum sviðum. Því þá ekki að taka þetta úr sameiginlegum sjóðum? Færar leið- ir eru ]>ví ekki svo margar í þessu máli. Svo allar góðar tillögur eða góðar lausnir eru vel þegnar". - heí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.