Dagur - 06.11.1999, Page 8
I
T
8-LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999
FRÉTTA SKÝRING
LAUGARDAGUR G. NÓVEMBER 1999 - 9
FRÉTTIR
Kristinn H. Gunnarsson: Sjálfstæði
stofnunarinnar ekki aðalatriði.
Guðjón Guðmundsson: Efaðist um
flutning stofnunarinnar I vor.
Halldór Ásgrímsson: Bankasölufé
fari I byggðamálin.
Guðríður Guðfinnsdóttir Baara (t.h.) er hér ásamt Stefaníu Kalife og börnum þeirra en þær hafa báðar verið bú-
settar lengi í Jórdaníu. Guðfinna sendi Blaðamannafélagi íslands óvenjulegt erindi vegna skrifa í Jordan Times.
Hæðst að 1 slendingum
í Jordan Tinies
Blaðið Jordan Times er gefið út í
Jórdaníu og er lesið af flestum
útlendingum búsettum þarlend-
is. I maímánuði sl. fóru að ber-
ast vikulegar greinar í blaðinu
eftir höfund sem kallar sig Sig-
mund Siignatuur, segist vera frá
landi heitra hvera og þorska - Is-
landi. Ljóst er af skrifunum að
um pennann heldur ekki íslend-
ingur enda iðulega verið að hæð-
ast að íslendingum í þessum
greinum. Guðríður Guðfinns-
dóttir Baara hefur búið í Jórdan-
íu sl. 19 ár. Hún sendi Jordan
Times kvörtunarbréf sem var þar
birt undir fyrirsögninni „Islandi
misboðið11 og fékk þá svar til
baka í einni greininni þar sem
hún er sökuð um að vera að íyr-
irgera lýðræðinu. Guðríður segir
að greinarnir skrifi tveir menn,
annars vegar maður sem er hálf-
ur Dani og hálfur Jórdani en
hinn sé Breti. Erindi Guðfinnu
var sent til stjórnar Blaðamanna-
félags íslands, sem áframsendi
það til utanríkisráðuneytisins til
afgreiðslu.
Höfundur segist vera tann-
smiður og koma úr fjölskyldu
sem hafi smíðað tennur upp í
fólk á íslandi síðustu 200 ár!
Meðan hann hafi starfað á Is-
landi hafi hann m.a. smíðað
tennur upp í kyntröllið „Skalar“,
hver svo sem það er, og vinsæl-
ustu rokkhljómsveit landsins
sem heiti „Rifinn ostur“. Höf-
undur fer í einni greininni mörg-
um orðum um útvarpseign
Iandsmanna sem hann segir að
hafi aukist margfalt þegar hol-
lenska skipið Gouda hafi strand-
að við Grindavík, en farmur þess
var útvörp. Landinn hafi skund-
að niður í Ijöru og náð sér í salt-
böðuð Philipsútvörp. íslending-
ar hlusti hins vegar aðeins á út-
varp þegar þeir eru í baði eða úti
á sjó! Einnig er frásögn af
prinsessunni Buxha, sem átti að
hafa verið uppi á 13. öld í bæn-
um „Taunershaven" (líklega
Raufarhöfn) á norðausturhorni
landsins. Buxa þessi átti að hafa
krafist sjálfstæðis frá öðrum
hluta íslands og stofnað sósíal-
ískt fríríki, þar sem borin var
taumlaus virðing fyrir þorskin-
uin, sem útnefndur var guð frjó-
seminnar. Prinsinum Basinskor
Iíkaði ekki sjálfstæðisbrölt Buxa
og sigraði hana að lokum í orr-
ustu á Jökulsá á FjöIIum, hvern-
ig svo sem það hefur farið fram.
Hann varð hins vegar ástfanginn
af henni, þrátt fyrir fiskifyluna!
- GG
Sjálfstæð eða ekki sjálfstæð
Degi er kunnugt um að skiptar
skoðanir voru milli stjórnarflokk-
Pá/I Pétursson, stjórnarformaður
nýrrar stofnunar.
TiIIögur um frumvarp um breyt-
ingar á Byggðastofnun eru nú
komnar til meðferðar hjá ráðherr-
um eftir að nefnd embættis-
manna og stjórnarþingmanna,
sem hefur verið að vinna að mál-
inu, hefur skilað af sér fyrstu til-
Iögum. Hugmyndir nefndarinnar
gera ráð fyrir talsverðum breyt-
ingum á stofnuninni, m.a. að við
það að færast undir iðnaðarráðu-
neytið muni hún missa lagalega
stöðu sína sem sjálfstæð ríkis-
stofnun, en samhliða yrði settur í
stofnunina einn milljarður króna,
auk aukins fjár til annarra þátta
til eflingar byggðar, sem tekinn
yrði af því fjármagni sem ríkið fær
af sölu ríkiseigna, m.a. FBA.
í samræmi við stjómarsátt-
mála
Þessar breytingar og hugmyndir
eru í samræmi við ákvæði í
stjórnarsáttmála ríkisstjómarinn-
ar um að Seðlabankinn fari undir
forsætisráðherra og verði hluti af
því sem sérstakt efnahagsráðu-
neyti og að Byggðastofnun fari
undir iðnaðarráðherra. Sam-
kvæmt ákvæðum stjórnarsáttmál-
ans átti Byggðastofnun að sam-
eina ýmsa aðra atvinnuþróunar-
starfsemi á vegum ráðuneytisins,
þannig að talað var um nýja og
stærri Byggðastofnun. I tengslum
við þessa breytingu á Stjórnarráði
Islands var um það rætt við
stjórnarmyndunina í vor að Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
myndi taka við hinni nýju
Byggðastofnun en Valgerður
Sverrisdóttir kæmi inn í ríkis-
stjórn sem félagsmálaráðherra.
Samkvæmt upplýsingum Dags
hefur verið miðað við að þessar
breytingar allar gætu orðið um
áramótin, en þá þarf að vera búið
að koma frumvarpi um þær í
gegnum Alþingi.
Nefndin sanunála
Ekki náðist í gær í Kristin Skarp-
héðinsson í iðnaðarráðuneytinu
sem veitir nefndinni sem fjallar
um nýskipan Byggðastofnunar
forstöðu. Kristinn H. Gunnars-
son, fulltrúi framsóknarmanna í
nefndinni, staðfesti hins vegar í
samtali við blaðið að nefndin væri
búin að senda frá sér tillögur til
ráðherra þó hún væri ekki búin
að skila af sér. Aðspurður sagði
Kristinn að nefndin væri í öllum
aðalatriðum sammála.
Sýknaóur þrátt fyrir
játningu hjá lögreglu
Ökumaður sem dæmdur var í 20
þúsund króna sekt fyrir óvarlegan
akstur var sýknaður af ákæru um
ölvunarakstur - sem hann þó ját-
aði við skýrslutöku hjá lögreglu.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ekið undir áhrifum og sýnt
af sér óvarlegan akstur í júlí í
sumar, en í umræddri ökuferð ók
hann á ljósastaur og yfirgaf vett-
vang án þess að tilkynna eiganda
ljósastaursins eða lögreglu um
tjónið. Við yfirheyrslur lýsti mað-
urinn því yfir að hann hafi fundið
til áfengisáhrifa þegar óhappið
varð. í skýrslu fyrir dómi kvaðst
maðurinn hinsvegar ekki hafa
verið undir áhrifum áfengis um-
rætt kvöld heldur hafa játað ölv-
unarakstur við skýrslutöku sakir
þrýstings frá lögreglumanni og
hótana um vist í svonefndum
„biðklefa“, sem maðurinn gat þó
ekki skýrt nánar hvernig var. Við-
komandi lögreglumaður þvertók
fyrir dómi fyrir að hafa beitt
manninn þrýstingi við skýrslu-
töku. Dómurinn telur ósannað að
ákærði hafi verið undir áhrifum
áfengis við aksturinn og sýknaði
hann því af ölvunarakstri en
dæmdi hann til greiðslu 20 þús-
und króna sektar vegna óvarlegs
aksturs og að hafa stungið af frá
vettvangi, sem og til að greiða all-
an sakarkostnað og málsvarnar-
laun skipaðs verjanda síns.
Toyota Touring GLi 1993, ek. 78 þús.
Verð 950.000,- 100% lán.
1995, ek. 97 þús.
Verð 1.180.000,-.
Subaru Legacy 2200 1991, sjálfsk., ek. 154 þús,
Verð 790.000,- 100% lán.
Uppstokkun í ríkisstjóm
Tilurð hinnar nýju Byggðastofn-
unar tengist eins og áður sagði
uppstokkun í ríkisstjórninni. Sam-
kvæmt upplýsingum úr Framsókn-
arflokknum er Páll Pétursson,
sem rætt hefur verið um að taki
við stjórnarformennsku f hinni
nýju Byggðastofnun, ekki fyllilega
sáttur við að stofnunin missi stöðu
sína sem sjálfstæð stofnun.
„Vissulega má stilla þessu þannig
upp að hann yrði f raun húskarl
hjá Finni,“ sagði einn viðmælandi
blaðsins og vísaði til þess að stofn-
unin myndi heyra beint undir ráð-
herra. Jafnframt er ljóst að Páli er
það óljúft að standa upp úr ráð-
herrastólnum fyrir Valgerði. Hins
vegar mun það ekki eiga hljóm-
grunn í þingflokknum eða hjá for-
ustu flokksins að breyta út frá
áður ákveðinni áætlun eftir því
sem Dagur kemst næst.
Áfram á þingi?
Páll er þó ekki alveg einangraður
hvað þetta varðar því á kjördæmis-
þingi framsóknarmanna á Norður-
landi vestra var samþykkt áskorun
til þingflokks framsóknarmanna
þar sem hvatt var til þess að Páli
yrði veitt áframhaldandi umboð til
starfa í ríkisstjórninni. Engu að
síður virðist fátt benda til annars
en uppstokkun verði um áramót
eða þá strax og búið er að ganga
frá nauðsynlegum lagabreytingum
á Stjórnarráði Islands. Páll muni
þá víkja úr ríkisstjórn en hann
mun þó hafa hug á að halda sæti
sínu á Alþingi áfram samhliða
stjórnarformennsku í hinni nýju
stofnun. Ekki náðist í Pál sjálfan
vegna þessara mála í gær.
Suzuki Vitara JLX 1998, ek. 36 þús.
Verð 1.680.000,-.
Byggðastofnun í Reykjavík. Útlit er fyrir að þessi stofnun verði komin undir iðnaðarráðuneytið í byrjun nýrrar aldar með milljarð í vöggugjöf.
anna m.a. um það hver staða
Byggðastofnunar ætti að vera.
Sjálfstæðismenn, og þar með
Guðjón Guðmundsson fulltrúi
þingflokksins í nefndinni, hafa
talið mikilvægt að Byggðastofnun
héldi stöðu sinni sem sjálfstæð
ríkisstofnun. I því sambandi má
rifja upp að við stjórnarmyndun-
arviðræðurnar f vor var talsverð
andstaða við flutning Byggða-
stofnunar yfir til iðnaðarráðu-
neytis af hálfu nokkurra þing-
manna Sjálfstæðisflokks, m.a.
Guðjóns Guðmundssonar, Einars
K. Guðfinnssonar og Arnbjargar
Sveinsdóttur. Eftir því sem Dagur
kemst næst verður það þó einmitt
tillaga nefndarinnar að Byggða-
stofnun hætti að vera sjálfstæð
stofnun í þessum lagalega skiln-
ingi.
Frekar sterk en sjálfstæð
Aðspurður um hvort hann geti
staðfest að það sé tillagan, segir
Kristinn H. að ekki sé tímabært
að upplýsa um tillögur nefndar-
innar. Almennt hins vegar um
gildi þess að Byggðastofnun haldi
sjálfstæði sínu hvað þetta varðar
segir Kristinn:
„Möguleikar Byggðastofnunar
til að grípa inn í alvarlega at-
burðarás hafa verið afskaplega
takmarkaðir, af því að hún fær
svo litla peninga og er auk þess
gert skylt að varðveita eigið fé.
Það eru auðvitað erfið skilyrði
fyrir stofnun, sem á að grípa inn í
byggðaþróun að geta ekki notað
þá peninga sem hún á og þetta er
hlutur sem þarf að breyta. Til að
stofnunin geti orðið einhvers
megnug þarf hún að fá peninga
og svigrúm til að geta lagt fram fé
eða ábyrgðir eða lán. Og hún þarf
að hafa stuðning stjórnvalds, hún
þarf að hafa pólitískan bakstuðn-
ing, sem hún hefur í raun ekki
haft nú um nokkurra ára skeið
nema í takmörkuðum mæli.
Kannski vegna þess að hún hefur
verið svo sjálfstæð? Mér finnst að
það yrði því ekki til hins verra að
breyta stöðu stofnunarinnar frá
því sem nú er ef það Ieiðir til þess
að hún verður öflugri," segir
Kristinn.
Milljiirðurinii
Eins og áður segir herma heim-
ildir blaðsins að hugmyndin sé að
setja einn milljarð króna í eins
konar vöggugjöf til Byggðastofn-
unar á kjörtímabilinu. Þessa pen-
inga er hvergi að finna í fjárlaga-
frumvarpinu, en þar er gert ráð
fyrir að hagnaður af sölu eigna rík-
isins verði á næsta ári rétt um
Ijórir milljarðar króna. Ekki liggur
lyrir, samkvæmt frumvarpinu end-
anleg áætlun um með hvaða hætti
þessara tekna verður aflað, „en
ljóst er að hátt verðmæti þeirra
eigna sem rætt hefur verið um að
selja gerir það að verkum að ríkis-
sjóður á ýmissa kosta völ,“ eins og
segir í frumvarpinu.
I ræðu sinni á miðstjórnarfundi
Framsóknarflokksins í gærkvöld
tilkynnti Halldór Asgrímsson síð-
an þessa niðurstöðu, en þar sagði
hann að vinnu vegna frumvarps
um nýskipan Byggðastofnunar
væri lokið, og gekk þar skrefinu
lengra en Kristinn H. Gunnarsson
gerði í samtali við Dag. Halldór
sagði: „Við þurfun jafnframt að
Úr stjómarsáttmála
ríkisstj órnariniiar
„Að endurskoða lög um Stjórnarráð íslands, skipan
ráðuneyta og verkefni þeirra, þar sem hliðsjón verúi
höfð afbreyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. í því sam-
hengi munu stjórnarflokkarnir taka til endurskoðunar
verkaskiptingu sín á milli. Fyrsta verkefnið veiði að
færa Byggðastofnun undir iðnaðarráðuneyti og sam-
eina atvinnuþróunarstarfsemi á vegum þess, svo og
að fella Seðlabanka íslands undir forsætisráðuneyti
sem efnahagsráðuneyti
MUlj arður í Byggöastofn un
BIRGIR
GUÐMUNDS-
SON
SKRIFAR
Bankasölupemngar
settir í byggöamál og
þar á meðal einn millj-
arður í vöggugjöf til
nýrrar Byggðastofnun-
ar, en menn þó ekki á
eitt sáttir um upphæð-
ina. Búist við upp-
stokkun í ríkisstjóm
um aldamótin.
styrkja stofnunina (Byggðastofn-
un) og breyta henni. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að verja hluta af
hagnaði af sölu Ijármálastofnana
til að styrkja stöðu landsbyggðar-
innar og sporna gegn flutningi
fólks til höfuðborgarsvæðisins. Nú
er lokið vel heppnaðri sölu Fjár-
festingabanka atvinnulífsins á
grundvelli þeirra markmiða sem
við settum okkur. A næstu misser-
um þarf ríkisstjórnin að taka af-
stöðu til þess hvernig hluta þessa
hagnaðar verður best varið til
byggðamála." Athygli vekur að
Halldór nefnir engar tölur í þessu
samhengi en heimildir blaðsins
herma að meiningarmunur sé
milli framsóknarráðherra og sjálf-
stæðisráðherra um hversu mikla
peninga eigi að Ieggja í Byggða-
stofnun og byggðamálin, þar sem
framsóknarmennirnir vilji mun
meira en hinir.