Alþýðublaðið - 15.02.1967, Síða 9

Alþýðublaðið - 15.02.1967, Síða 9
Slysavarnadeildin Ingólfur 25 ára AÐALFUNDUR slysavarnadeild- arinnar ,,Ingólfs” í Reykjavík, hinn 25. í rö'ðinni, var haldinn ný- lega. í skýrslu formanns deild- arinnar, Baldurs Jónssonar, og gjaldkera, Geirs Ólafssonar, kom fram að fjárhagur deildarinnar sl. ár var góður, og hefur hagnaður af merkjasölu á lokadaginn, 11. maí, aldrei verið meiri. Framlag deildarinnar til SVFÍ á árinu nam kr. 200.000,00. í skýrslu Jóhann- esar Briem, formanns björgunar- sveitar „Ingólfs”, kom fram, að mikið var að gera hjá sveitinni á sl. ári við leitir og önnur skyld störf, svo og voru haldnar margar æfingar, bæði á landi ,og sjó. í björgunarsveitinni eru nú rúmlega 50 manns starfandi, auk varamanna. Á fundinum urðu miklar umræð- ur um öryggis- og slysavarnamál, baeði á sjó og á landi og margar ályktanir samþykktar um þau mál. Um sjóslysavarnir var m. a. samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur slysavarnadeildar- innar „Ingólfur,” haldinn fimmtu- daginn 26. janúar, samþykkir að skora á alla skipstjórnarmenn og sjómenn almennt að fylgjast vel með því að allur öryggisútbún- aður sé í fullkomnu lagi og að góðrar hirðusemi sé gætt honum viðkomandi. Ennfremur vill fundurinn skora á alla skipstjórnarmenn að gæta fyllstu varúðar í störfum sínuni og tefla aldrei á tæpasta vaðið að ástæðulausu og reyna með því að draga úr hinum tíðu og hörmu- legu sjóslysum, sem átt hafa sér stað hér við land. Þar sem vetrar-. vertíð fer nú í hönd er eðlilegt að brýna þetta fyrir skipstjórnar- mönnum nú sem o>g oft áður. Auk þess skorar fundurinn á alla skipstjórnarmenn að kynna sér og áhöfnum sínum vel alla meðferð öryggistækja skipanna og sækja kennslu í þeim efnum, sem SVFÍ lætur í té og að þeir kynni sér vel kvikmynd Skipaskoðunar ríkisins um meðferð gúmmíbjörg- unarbáta." Um umferðarmál voru gerðar svofelldar ályktanir: „Aðalfundur slysavarnadeild- arinnar „Ingólfs” haldinn 26. janúar 1967, minnir á hin tíðu og ógnvekjandi slys við akstur drátt- arvéla og telur ólijákvæmilegt að gerðar verði ráðstafanir, er telj- ast nauðsynlegar til að afstýra slíkurn slysum. Einkum vill fund- urinn benda á nauðsýn þess, að fyrirskipað verði, að á allar drátt- arvélar verði sett örugg og sterk stálgrindahús og eftirlit hert með því að því verði framfylgt og árí leg skoðun þessara tækja lögboð- in. Þá telur fundurinn mjög hættulegt, að börn og unglingar stjórni slíkum tækjum og hvetur til þess, að sett verði í lög strangari ákvæði um þau efni, en nú er.” " --a Aðalfundur svd. „Ingólfs” tel- ur, að öryggi gangandi vegfar- enda í þéttbýli sé ekki nægilega tryggt og vill einkum benda á eftirfarandi ráð til að bæta þar úr: - t 1. Merktum gangbrautum verði fjölgað. Jafnframt verði merk- ingin ger’ð varanlegri en hing- að til hefur verið og henni haldið stöðugt við. Gangbraut- irnar verði einnig lýstar upp með ljósgeislum, sem séu helzt með öðrum lit en hin almenna götulýsing. 2‘. Séð verði til þess á vetrum, að gangstéttum og -stígum sé haldið auðum og færum af snjó og hálku, ekki síður en ak- brautum. 3. Við miklar umferðargötur, einkum þar sem er mikil um- ferð barna til skóla, verði hafður sérstakur vörður til að- stoðar gangandi fólki. Fagnar fundurinn því, sem þegar hef- ur verið gert á þessu sviði af hálfu yfirvalda. Að lokum vill fundurinn hvetja alla gangandi vegfarendur til að sýna ýtrustu varkárni í umferð- inni og hlýða í öllu settum um- ferðarreglum, leiðbeiningum og stjórnaraðgerðum lögreglu, er ein- ungis miða að því að auka örygg- i'ð í umferðinni. Framhald á 10. síðu. Allmörg félög og félagasam- bönd hafa átt merkisafmæli und- anfarnar vikur. Má þar til nefna t. d. íþróttasamband íslands 55 ára, Hlíf í Hafnarfirði 50 ára, Sláturfélag Suðurlands 60 ára og vafaláust eru þau fleiri afmælis börnin. En það var um 100 ára afmæli I'ðnaðarmannafélagsins, sém við ætluðum að skrifa svo- lítið, því að fyrir skömmu síðan, eða 'árið 1962 kom hús félagsins — Iðnskólinn — á ísl. frímerkj- um, — Afmælisdagur félagsins var 3. febrúar síðastliðinn, en þann dag fyrir réttum 100 árum var Iðnaðarmannafélagið stofnað. í tilefni afmælisins hefur félagið ggfið út sögu sína þessi 100 ár og hefur Gísli Jónsson mennta- skólakennari á Akureyri tekið hana saman. Stofnfundur félagsins mun hafa verið haldinn í húsi gömlu Land- prentsmiðjunnar. en það var eitt af „innréttingahúsum” Skúla fó- geta. Má segja, að vel færi á því, þegar þess er minnst að Skúli ■gamli, sá dugnaðarforkur, ' gerði virðingarver'ða tilraun til þess að gera Reykjavík að iðnaðarborg. Skólastarfsemi fyrir iðnaðar- menn var frá upphafi mikið á- hugamál Iðnaðarmannafélagsins og fljótlega stofnaði það kvöld- skóla til alþýðufræðslu. Hann starfaði t nokkur ár, en á ýmsu valt með þetta skólahald vegna kennaraskorts og féleysis. Næst er það, að stofnaður er teikni-skóli 1892—93 og var aðsókn mikil að honura. Árin líða og alltaf verður brýnni þörf félagsins fyrir það, að eignast eigið húsnæði til skóla- haldsins. Upp úr aldamótunum 1900 hefst. smíði Iðnskólans við Yonarstræti, en skömmu áður eða 1896' hafði Iðnaðarmannafélagið byggt Iðnó, sem á þcim tíma var þri'ðja stærsta hús bæjarins. Iðn- skólinn við Vonarstræti tók til starfa árið 1906. — Starfaði skól- inn þar í árutugi, þar til fyrir nokkrum árum, að nýtt iðnskóla- hús leysir gamla Vonarstrætis- skólann af hólmi. Það hús stendur í Skólavörðuholtinu, og eins og áður er sagt, kom mynd af því húsi á frímerki, sem út var gefið í „bygginga-settinu” svokallaða 1962. — Iðnaðarmannaféíagið hef- ur unnið að ýmsum þjóðþrifamál- um og haldið margar iðnsýning- ar þessa öld, sem það hefur starfað. Til dæmis var það 1924, að félagið gaf íslenzka ríkinu standmynd af Tngólfi landnáms- manni Arnarsyni á Arnarhóli. Iðnskólafrímerltið kom út 6. júlí 1962. Það er blátt að lit og teiknað af Þór Sandholt, en hann er einmitt skólastjóri Iðnskólans og' mun hann hafa gert teikningu þá, er liúsið var smíðað eftir. í sama setti eru frímerki með mynd- um af Bændahöllini og .Fiskifé- lagshúsinu. Upplag þessara frí- merkja er cin milljón og munu tvö af þeim fáanleg ennþá á frí- merkjasölunni, þ.á.m, Iðnskóla- merkið. Verðgildi þess er kr. 2,50 og tökkun gróf, eða 11%. HÚSBYGGJENDUR VERKSTÆÐl: Eik, M'ahogny Teak, Gordia, Fura, úti og innitimbur Fiberplötur Ys“ Spónaplötur í loft 4 mm. Parkett flísar og lím Eikarparkett, Lamell 13 og 15 mm. Eikarlistar og lakk Sorplúgur, sænskar. BYGGKH HF. Sími 34069 og 17672. SKRIFSTOFUSTÚLKA óskast til vélritunar og símavörzlu. Enskukunnátta nauðsynleg. RANNSÓKNASTOFNUN IÐNAÐARINS Sími: 21320. PALLBIFREIÐ MEÐ DRIF Á ÖLLUM HJÓLUM Torfærupallbifreiðin U.A.Z. 452-D ér fyrir liggjandi með ýmsum nýjungum. Helztu nýj ungárnar: Volgavél, gírkassi 4ra gíra, sambyggður millikassi og framdrifslokur. Verð kr. 172.380,00. 15. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.