Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 226. tölublað Matarverðbólga af blokkamyndim ? Seðlabankameim gruuar að blokka- inyndim í matvöru- verslun hafi leitt til hækkunar á álagn- ingu, sem skýri marg- falda verðhækkun matvæla. „Misskiln- ingur,“ segir aðstoð- arforstjóri Baugs. „Erfitt er að fullyrða hvað hér býr að baki,“ segir Seðlabankinn um 8-10% verðhækkun á mat- vælum á undanförnum tólf mán- uðum, „en getum hafi verið leitt að því að aukin samþjöppun fyr- irtækja í dreifingu og smásölu matvæla eigi hlut að máli. Það styður þessa tilgátu að bæði inn- lend og innflutt matvæli hafa hækkað álíka í verði. Ekki verður séð að innflutningsverð matvæla hafi almennt hækkað, sem gæti bent til þess að álagning hafi aukist," segir Seðlabankinn. „Of snemmt er þó að fullyrða mikið um áhrif aukinnar samþjöppun- ar og blokkamyndunar í mat- vöruverslun.“ Tryggvi Jónsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs hf., segir þetta „mik- inn misskilning“. Astæðan fyrir hærra verðlagi á matvöru sé að verðið til verslana hafi hækkað. „Það er hægt að skoða ársreikn- inga okkar fyrir árið í fyrra og sex mánaða uppgjör núna - sem eru opinber plögg - þá geta menn séð að álagning hefur ekki hækkað í matvöruversluninni. Samkeppni er grimm á matvörumarkaði og þrátt fyrir að til hafi orðið stór fyrirtæki þá þarf í raun ekki nema eina búð til að halda verð- inu niðri. Eg er hræddur um að KEA Nettó eða Fjarðarkaup muni seint skrifa undir að vera þátttakendur í hlokkamyndun,11 sagði Tryggvi. Matur hækkað iiin 7-9% Ef hækkandi bensínverð og hús- næðiskostnaður væru einu skýr- ingar aukinnar verðbólgu mætti gera sér vonir um að hún hjaðn- aði að miklu leyti sjálfkrafa. „Því miður er því ekki svo farið,“ segir í nýrri skýrslu Seðlabankans um peningamál. I greiningu á hækk- un neysluverðs frá því í nóvember í fyrra kemur í Ijós að verðhækkun matvæla skýrir ríflega fimmtung- inn af allri hækk- un vísitölunnar, eða tvöfalt stærri hlut en allar bensínverðshækkanir á tímabil- inu. Athygli vekur að matvæla- verð hefur hækkað um 7-9% um- fram annað vöruverð frá því í nóvember fyrra. Búvörur litið hækkað Þannig hefur verð innlendra matvæla annarra en búvöru og grænmetis hækkað um tæp 10% á sama tíma og aðrar innlendar vörur hafa aðeins hækkað um rúmlega 2% að meðaltali, en bú- vörur og grænmeti kringum 3%. Verð innfluttra matvæla hækkaði um ríflega 8% á sama tíma og verð á öðrum innfluttum vörurn hefur lækkað um rúmlega 1%. „Að frátöldu innfluttu bensíni og matvælum hefur verðþróun ann- arrar innfluttrar vöru, svo sem bifreiða og raftækja, haldið aftur af hækkun vísitölunnar. Verð þeirra hefur ýmist nánast staðið í stað eða Iækkað,“ segir Seðla- bankinn. Tæpan þriðjung af hækkun vísitölunnar má rekja til 13% hækkunar húsnæðiskostnaðar. En vísitalan hefur hækkað annað eins vegna verðhækkana á þjón- ustu, fyrst og fremst þeirri óop- inberu. Þannig að yfir 97% allra vísitöluhækkana undanfarna 12 mánuði er að rekja til hækkunar á þjónustu, fasteignaverði, bens- íni og matvælum - en innan við 3% eru af völdum verðbreytinga á öllum öðrum vörum - m.a. bíl- um, áfengi og tóbaki. - HEI Matur hefur hækkað meira en aðrar neysluvörur. Ófremdar- ástand Trúnaðarmannaráð Þroska- þjálfafélags Islands hefur sent frá sér ályktun þar sem er lýst yfir ófremdarástandi á heimilum og þjónustustofnunum þroska- heftra. Ekki hafi fengist fólk til starfa og þeir sem eru þar vinni allt að 200 yfirvinnutíma á mán- uði. Þroskaþjálfar segja að skapast hafi ástand þar sem gæði þjón- ustu minnki og öryggi notenda er stefnt í hættu vegna aukins álags þeirra starfsmanna sem fyrir eru. „Hver ber í raun ábyrgðina á því að ekkert fari úr- skeiðis í þessu alvarlega ástandi? Eru það yfirkeyrðir þroskaþjálfar og forstöðuþroskaþjálfar starfseininga eða eru það ráða- menn málaflokks fatlaðra? Astæður þess að ekki fæst fólk til þessara starfa eru ekki síst mjög Iéleg Iaunakjör,“ segja þroskaþjálfar í þessari ályktun sinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti í gær lyklavöldin að nýrri viðbyggingu Fellaskóla í Breiðholti til skólastjórans, Úrlygs Richter. Fellaskóli er einn þeirra fjögurra grunnskóla Reykjavíkur sem urðu einsetnir í haust. Framkvæmdin kostaði í heild um 130 milljónir króna. í byggingunni, sem er um 700 fermetrar að stærð, eru sex kennslustofur, tölvuver, hópherbergi, áhaldageymsla, tæknirými og fleira. mynd: e.ól. Kröfluvirkjun. Risahola íKröflu „Þetta er eins og að vinna í happdrætti," sagði Oskar Arna- son, svæðisstjóri Norðurlands- deildar Landsvirkjunar, um tvær borholur sem boraðar voru í september og október sl. og skila samtals 28 megavöttum. Onnur þeirra er stærsta borhola sem boruð hefur verið hér á landi og skilar um 20 megavöttum en hin skilar um 8 megavöttum, sam- kvæmt spá Orkustofnunar. Osk- ar segir að endanleg stærð hol- anna komi ekki í ljós fyrr en far- ið verður að nýta gufuna úr þeim. Alls hafa verið boraðar 34 hol- ur við Kröfluvirkjun frá því byrj- að var að bora á svæðinu. Óskar segir að stærsta borholan hjá Kröflu fram að þessu skili 12 megavöttum. Hann segir að al- gengt sé að borholurnar skili þetta 3 til 6 megavöttum. A þessu sést að hér er um risaholu að ræða. Hann tók fram að sum- ar af þessum 34 holum skili engu gufuafli, séu bara ónýtar. Fleiri túrbínur „Við erum nú með tvær vélar í Kröfluvirkjun og höfum þegar nægt gufuafl fyrir þær, þannig að nú er komin gufa fyrir fleiri vélar. Þessar nýju holur ýta að sjálfsögðu undir stækkun í fram- tíðinni enda fara þær langt með að duga fyrir eina túrbínu í við- bót. Hver túrbína notar 30 megavött. A þessu sést hve mik- ill happdrættisvinningur þessar tvær holur eru,“ segir Óskar. Hann segir að þegar menn ræddu um stækkun Kröfluvirkj- unar frá því sem nú er, var talað um að setja upp þrjár þrjátíu megavatta túrbínur. Það væri framtíðarsýnin. „Menn geta nú ekki búist við svona heppni í bráð að þurfa að- eins tvær borholur fyrir hverja túrbínu eins og nú var að ger- ast,“ sagði Óskar Arnason. - S.DÓR Vcnjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.