Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 4
4 - FÖSTVDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR Þær létta byrðar eigtnmaimaima Tekjur eiginkveima hafa hækkað langt iiiiifrain tekj- ur karla þeirra á síðustu árum. Tekjur kvæntra karla hafa hækkað miuua en allra annarra hópa. Konur virðast í vaxandi mæli létta undir með körlum sínum við íjáröflun til heimilanna. Hvort karlarnir hafa á móti aukið hlut sinn heimavið vita skatta- menn vitaskuld ekki. Samkvæmt upplýs- ingum í Tíund, sem skattamenn hafa unnið úr niðurstöðum skattálagninga gjaldaárin 1994-1999, hafa Iaunatekjur giftra kvenna eða í sambúð hækkað um 54% á þessum fimm árum á sama tíma og tekjur karla þeirra hækkuðu aðeins um 43%. Vekur raunar athygli, að kvæntir karlar eru sá hópur sem hvað minnst hefur hækkað í launum, því ein- hleypingar hækkuðu líka ívið meira í launum en fólk í sambúð eða hjóna- bandi. Engir hafa þó dregist meira aftur úr í tekjum en menn með eigin rekstur. Að meðaltali hækkuðu Iaunagreiðslur til launamanna um 47% á þessum fimm árum. Athygli vekur að greiðslur frá Tryggingastofhun ríkisins hækkuðu um 30% á sama tíma en greiðslur úr lífeyris- sjóðunum hækkuðu um 61%. Sjálfstæðir sjá við „skattmaim“ Góðærið virðist hafa sniðgengið ein- staklinga með eigin atvinnurekstur öll- um öðrum firemur, þvl' reiknuð laun þeirra hækkuðu ekkert í fimm ár. Hagn- aður af rekstrinum hækkaði að vísu um 64%, sem vegur þó ekki meira en það, að heildartekjur þessa hóps af rekstri þeirra hækkuðu aðeins um 18%, eða einungis brot af Iaunahækkunum síðustu fimm ára. Skattmann bendir auk þess á þann mun á skattlagningu reiknaðra launa og hagnaðar, að ekki er lagt tryggingagjald á hagnaðinn. Þróunin bendir því til „að menn reikni sér Iægri Iaun til að lækka hjá sér stofn til tryggingagjalds". Úr 121.100 kr. í 135.500 á mánuði Alls voru 246 milljarða laun talin Samkvæmt álagningaskrám áranna 1994-1999 hafa launatekjur giftra kvenna eða í sambúð hækkað um 54% á sama tíma og tekjur karla þeirra hækkuðu aðeins um 43%. fram í ár, 12,6% hærri en í fyrra. Meðallaun launamanna hækkuðu úr 121.100 kr. á mánuði í 135.500 kr. milli ára. Hér er aðeins átt við laun, en ekki bætur, styrki, lífeyrisgreiðslur eða annað þess háttar og þaðan af síður eignatekjur. Um 9.500 manns (4,5% framtelj- enda) þurfa að greiða hátekjuskatt í ár, sem þýðir að þessi hópur hefur haft yfir 266.500 króna mánaðartekj- ur í fyrra. Þrátt fyrir 14% hækkun viðmiðunarmarkanna stækkaði hóp- urinn milli ára. Heildarupphæð há- tekjuskatts hækkaði um 64% milli ára. Leiguíbúðiun fjölgað? Einstaklingar töldu fram hátt í 200 milljarða eignir í bankainnistæðum, verðbréfum og hlutabréfum á síðasta framtali og höfðu þessar eignir þá hækkað um hátt í 60% á tveim árum, þ.e. frá upptöku fjármagnstekju- skatts. Þá vekur athygli að þeim sem töldu fram leigutekjur hefur fjölgað um 42% því leiguíbúðum hefur vart fjölgað að sama skapi. — HEI Finnur Ingólfsson. í pottinum voru menn að rifja það upp að enn hefði enginn verið ráð- inn í stól seðlabanka- stjóra. Lengi hélt lands lýður að það yrði Halldór Guð- bjamarson en hann kaus frekar að halda utan um greiðslu- kortaviðskipti neysluglaðra ís- lendinga en verðbólguspár og blýantsyddara í Seðlabankan- um. Pottverjar höfðu fregnað af fundi sem Finnur Ingólfsson átti með flokksfélögum sínum í Kópavogi. Þar var viðskiptaráðherrann spurð- ur um seðlabankastjórastólinn og setti hann upp kankvísan svip. Sagði að búið væri að ákveða liver það yrði og að hann yrði úr „rétt- um flokki". Pottverjar vissu ekki alveg hvem- ig ætti að ráða í þessi orð Finns þar sem fyrir liggur framvarp um að færa Seðlabankann frá viðskiptaráðherra til forsætisráðherra. Þeir era nefnilega ekki í sama flokki, ef einhver skyldi hafa gleymt því... í pottinum var sagt frá því að einn ágætur starfsmaður á rit- stjóm DV hafi verið að fletta bókatíðindum í vikunni og þá hafi hrokkið upp úr honum að þetta væri nú nánast eins og að fletta innanhúss símaskránni á blaðinu. Óvenju margir blaða- menn á DV eiga nefnilega bók í ár. Jónas Kristjánsson, ritstjóri er með bók um hesta. Óli Bjöm Kárason ritstjóri er með bók um valdablokkir í viðskiptalífinu. Helgarblaðsmaðurinn Páll Ás- geir Ágeirsson er með bók og íþróttafréttamaðurinn Víðir Sigurðsson er með árlega íþróttabók. Reynir Traustason, fréttastjóri er með bók um Svein Þormóðsson ljósmyndara á DV. Óttar Sveinsson blaðamað- ur er mað bókina Útkall á jólanótt og Jón Birg- ir Pétursson blaðamaður hefur skrifað sögu Þróttar... Jónas Krist- jánsson. Óli Björn Kárason. Gengishækkun skilar kjarabótum FRÉTTAVIÐTALID Birgir ísleifur Gunnarsson9 seðlabankastjóri. OJþensla teflir verðstöðug- leika enn í hættu segir í nýju ársffórðungsriti Seðlabankans um peningamál, þar sem enn er varað við harkalegri lend- ingu. - Taka stjómvöld ekki aðvaranir Þjóðhags- stofnunar og Seðlabanka um verðbólgu- luettu nógu alvarlega? „Við erum kannski að árétta það sem við höfum áður sagt. Þó ýmislegt hafi verið gert er það okkar niðurstaða að þrennt þurfi til að koma til þess að tryggja að það mikla flug sem verið hefur á efnahagslífinu endi með „mjúkri lendingu": I fyrsta lagi að áfram verði rekin aðhalds- söm stefna í peningamálum, sem snýr nátt- úrulega að Seðlabankanum fyrst og fremst. Við höfum hækkað okkar vexti í tvígang og styrkt gengi krónunnar og þar með unnið á mótí verðbólgunni. I öðru Iagi eru það fjármál hins opinbera. Að vísu hefur mikið áunnist í ríkisfjármálun- um en sveitarfélögin eru enn rekin með halla. Engu að síður er það okkar niðurstaða, að við endanlega afgreiðslu fjárlaga beri Alþingi að skoða það mjög rækilega að auka afganginn frá því sem fjár 1 agafrumvarpið gerir ráð fyrir, vegna þess að forsendur þess virðast ekki standast. Þ.e.a.s. að eftirspumarþenslan er meiri en gert er ráð fyrir í forsendum fjárlaga- frumvarpsins, sem kemur þá fram í auknum viðskiptahalla á þessu ári og því næsta. I þriðja lagi skiptir það mjög miklu máli hveijar niðurstöðumar verða í kjarasamning- unum, sem flestir verða lausir nú eftir ára- mótin. Við sýnum t.d. fram á það með dæmi, að samspil getur verið á milli gengis og launa- hækkana, þ.e. að menn geti jafnvel tryggt sama kaupmátt með lægri launahækkunum en hærra gengi.“ - Er þetta ekki bara gamli söngurinn um verðbólguhættu, þegar kjarasamningar nálgast? „Tölurnar tala sínu máli, að við erum með hækkandi verðbólgu, sem mjög brýnt er að ná tökum á. Og þorri verkalýðsleiðtoga talar Iíka á skynsömum nótum, sem gefur tilefni til bjartsýni um að menn ættu að geta náð nið- urstöðu sem samrýmist verðstöðugleika í framtíðinni." - Hver er sú harkalega lending sem ella má búast við? „Sú sem við höfum oft upplifað áður. Á ár- unum 1987 til 1988 var mikil uppsveifla í efnahagslífinu en síðan mjög harkaleg lend- ing, sem menn voru mjög lengi að ná sér eft- ir. Eg held að það sé mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur - og það á að vera hægt.“ , - Er áfram liægt að liæklui vexti og gengi krónunnar? „I rauninni er ekkert sem mælir gegn því að það sé gert áfram, ef við teljum ástæðu til. Vaxtamunur milli Islands og annarra landa er núna að vísu mjög mikill og við fullyrðum ekki að að koma þurfi til frekari hældeunar. En það er leið sem við verðum þó áfram að hafa í huga því það eru ekki margar aðrar Ieið- ir sem Seðlabankinn getur gripið til.“ - Hver er að eyða ofmiklu og valda við- skiptahalla? „Arið 1997 skýrðu miklar fjárfestingar í orkuframkvæmdum og stóriðju lang mestan hluta hallans. En síðan fer þetta smám sam- an að breytast, og í ár eykst fjárfesting ekkert m.v. síðast ár. Það sem nú drífur þetta áfram er mikil einkaneysla, mikill innflutningur á alls kyns neysluvarningi, ekki síst svokölluð- um varanlegum neysluvarningi, eins og bílum heimilistækjum og fleiru." - Þutfa einstaklingar þá líka að „taka til“ hjá sér? „Einmitt. Og eitt af því sem hefur fætt þessa miklu eftirspurnarþenslu er mikil útlánaaukn- ing í bankakerfinu og að stöðva hana er eitt af þvi sem. sjqptjr mög miklu rnáli." — $Ej

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.