Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 8
8 -FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBF.R 1999 rDMpr FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING i. j Umliverflsdans á Borginni GUÐMUNDUR RÚNAR HEIÐARSSON SKRIFAR Baráttan stigmagnast um Fljótsdalsvirkjun. Hátt í 20 þiísund und- irskriftir. Kennitala iðnaðarráðherra. Bjork og GusGus saman. Ný- sköpunarsjóður. Aust- firðingar óttast öfgar. Svo virðist sem baráttan á milli þeirra sem vilja að fram fari lög- formlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar og þeirra sem telja að þess þurfi ekki fari sífellt harðnandi. Þótt þegar hafí safnast hátt í 20 þúsund undirskriftir fyr- ir umhverfismati virðist sem menn fari þar fram meira af kappi en forsjá. I það minnsta mun kennitala iðnaðaráðherra hafa verið send þar inn án hans vit- undar. I gær héldu svo Umhverf- isvinir nýstárlegan fréttamanna- fund á Hótel Borg til að kynna sjónarmið sín með Björk Guð- mundsdóttur tónlistarmann í broddi fylkingar. Ekki 100% öryggi Jakob Magnússon, framkvæmda- stjóri Umhverfisvina, segir að þótt aldrei sé hægt að tryggja 100% ör- yggi fyrir því að á undirskiftalist- unum séu ekki önnur nöfn og kennitölur en þeirra sem það vilja. Til að sannreyna að það sé ekki verið að svindla með nöfn og kennitölur segir hann að gerðar séu stikkprufur til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Hann segir að það sem af er undir- skriftasöfnuninni þá hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að menn hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu í þessum efnum. Hagsraunaöfl fyrir þing- nefndir A sama tíma og baráttan stig- magnast ætla samtökin Afl fyrir Austurland að halda aðalfund sinn nk. sunnudag á Reyðarfirði en í þeim munu vera 2500 manns. Eftir helgina mun svo Einar Rafn Haraldsson, formaður samtakanna, mæta á fund hjá bæði iðnaðarnefnd og umhverfis- nefnd Alþingis, þar sem hann mun gera grein fyrir afstöðu sam- takanna til þessa máls og skýra þá hagsmuni sem í húfi séu fyrir fjórðunginn. Hann segir að von- andi nái Alþingi að afgreiða málið frá sér fyrir jól, þar sem samþykkt verður að ráðast í Fljótsdalsvirkj- un. Einar segist þó óttast mest það sem kann að gerast í fram- haldinu af því. Það sé vegna þess að sumt af því fólki sem sé í for- svari fyrir svokölluðum umhverf- isverndarsinnum hefur Iýst því yfir að það ætli sér ekki að virða neinar niðurstöður í þessu máli. Einar segir margt benda til þess að þeir öfgafyllstu í röðum um- hverfissinna ætli sér að reyna að koma í veg fyrir áform stjórnvalda með einhverjum ráðum og sé nánast sama hvaða aðferðir séu notaðar í þeim tilgangi. Nýsköpimarsjóðui Umhverfísvinir hafa slegið nýjan tón í baráttu sinni fyrir því að fram fari lögformlegt umhverfis- mat vegna fyrirhugaðrar Fljóts- dalsvirkjunar og þeirri staðreynd að hægt sé að virkja fleira en vatnsorkuna og m.a. hugvitið. Björk Guðmundsdóttir tónlistar- maður og GusGus hópurinn hafa samið Iag sem verður gefið út á netinu. Þegar Iagið verður tilbúið verður hægt að hlusta á það á net- síðu sem fyrirtækið OZ mun væntanlega útbúa. Síðan er ætl- unina að nota þá Ijármuni sem hlustendur greiða fyrir að fara inn á heimasíðuna til að stofna ný- sköpunarsjóð til að efla hugvit og atvinnulíf á landsbyggðinni. Þetta lag munu Björk og Daníel Ágúst Haraldsson syngja saman. Fjölmiðlasýning Þetta kom m.a. fram á nýstárleg- um fréttamannafundi sem Um- hverfisvinir efndu til klukkan 12 í hádeginu í gær í Gyllta salnum á Hótel Borg. Þar var búið að koma fyrir auka hátölurum í sal svo boðskapurinn kæmist vel og greinilega til skila. Sjálfur salur- inn var skreyttur jólaskrauti enda vertíðin á fullum gangi í jólahlað- borði hótelsins. Fyrir utan þann hóp sem stóð að fundinum og fjölmiðlafólks voru þar vinir og stuðningsmenn sem er fátítt á fréttamannafundum. Sjálfur fundurinn hófst 20 mínútum seinna en áætlað var og mátti jafnvel halda að það væri miðað við beina útsendingu í upphafi að- alfréttatíma Ríkisútvarpsins. Það reyndist hinsvegar ekki vera. Skýr- ingin á þessum töfum var hinsveg- ar vegna þess að aðalstjarna fund- arins, sjálf Björk Guðmundsdóttir Umhverfisvinir toppuðu áróðursstríðið fyrir lögformlegu umhverfismati vegna Fljótsdalsvirkjunar með þátttöku Bjarkar Guðmundsdóttur á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær. Þar voru einnig Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri, Guðjón Már Guðjónsson stjórnarformaður OZ, Guðmundur Gunnarsson formaður RSÍ, Tryggvi Felixson hagfræðingur og Kristján Haukur Skarphéðinsson líffræðingur. Fundarstjóri var Jakob Magnússon Stuðmaður og framkvæmdastjóri Umhverfisvina. mynd: eól. tafðist eilítið á leið sinni á fundar- stað. Þá minnti öll umgjörðin dá- Iítið á það sem þekkist þegar poppstjörnur og stórleikarar eru annarsvegar, sterk ljós, hringingar í farsímum og inná milli hljóð- skrafs á lágum nótum mátti heyra hlátursköll meðal fundargesta áður en sjálfur fundurinn hófst undir stjórn Jakobs Magnússonar, Stuðmanns og framkvæmdastjóra Umhverfisvina. Sex manna hópur Fyrir fundinum stóð sex manna hópur. I honum eru þau Björk Guðmundsdóttir, faðir hennar Guðmundur Gunnarsson formað- ur Rafiðnaðarsambands Islands, Guðjón Már Guðjónsson stjórn- arformaður OZ, Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri, Tryggvi Felixson hag- fræðingur og Kristinn Haukur Skarphéðinsson líffræðingur. Þessi hópur styður eindregið kröf- una um að fram fari Iögformlegt umhverfismat vegna íyrirhugaðr- ar Fljótsdalsvirkjunar og hvetur fólk til að taka þátt í undirskrifta- söfnun til stuðnings þeirri kröfu. Þegar hafa safnast hátt í 20 þús- und undirskriftir. Þessi hópur tel- ur að það eigi að gefa Iandsmönn- um svigrúm til að kynna sér þetta mál frá öllum hliðum, frá sjónar- hóli "u m hverfisvérridar, ferðaþjóri- ustu, hagsmunum heildarinnar, ímynd íslands út á við og þeirra raunverulegu sóknarfæra sem Is- Iendingum standa til boða. Yfir- skrift hópsins er m.a. „Virðum leikreglur lýðræðisins", „Förum að núgildandi lögum“ og „Látum náttúruna njóta vafans.“ Þegar fundarstjóri hafði kynnt frum- mælendur fundarins tóku með- limir hópsins til máls hver á fætur öðrum þar sem þau lýstu skoðun- um sínum til fyrirhugaðrar virkj- unar, umhverfismatsins og nátt- úrunnar. Athygli vakti að eftir hverja ræðu klöppuðu margir fundargestir af ánægju sinni. Gamaldags hugsun Björk Guðmundsdóttir sagði m.a. í ávarpi sínu að Island hefði milda sérstöðu í lífi hennar, enda væri þjóðin nýkomin út úr því að hafa verið einangruð í 600 ár. í því sambandi benti hún að Islending- ar hefðu misst af iðnbyltingunni. Engu síður hefði þjóðinni ein- hvern veginn tekist með þrjósku, ofvaxinni sjálfsbjargarviðleitni og heppni að lenda heil á húfi og verða sjálfstæð. Hún sagði einnig að Island væri ríkasta þjóð í heimi með ótrúlega náttúru og tækni. Hún benti m.a. á að Þjóðverjar mundu vera tilbúnir að borga stjarnfræðilega mikið fyrir það að fá riátFú'runa sma fil baka, ef það væri hægt. í samskiptum og ná- býli sínu við náttúruna stæðu Is- lendingar á krossgötum. Hún sagði það úrelta hugsun að það þurfi að fórna náttúrunni til að verða tæknivædd nútímaþjóð. Þess í stað sé hægt að nýta orku- Iindirnar án þess að spilla gersem- um. I því sambandi benti hún á að landsmenn eru með fallegasta þjóðgarð heims ósnortinn f kjölt- unni. Auk þess sé gífurlegt hugvit alveg óvirkjað með þjóðinni. Björk sagði að það hljóti að vera til aðr- ar leiðir en að byggja stærsta álver í V-Evrópu, enda sé það gamal- dags. I þeim efnum telur hún að menn séu með minnimáttar- kennd og hugsa ennþá eins og ný- lenda. Hún lagði áherslu á að fólk missi ekki það sem því sé kærast, enda sé náttúran sérstaða Iands og þjóðar. Engin leið til baka Guðjón Már Guðjónsson stjórnar- formaður Oz sagði að sér fyndist oft sem landsmenn væru enn í miðri iðnbyltingunni og að takast á um framkvæmd sem átti að kóma í verk fyrir tveimur áratug- um. Hann skoraði á stjórnvöld að endurskoða áform sín. Friðrik Þór Friðriksson kvikmytjdaleikstjóri sagði að slagurinn um umhverfis- matið og afstöðuna til náttúrunnar sé svipáðui!'/og inngangári Vdr' á' sínum tíma í NATO. Þá var þjóðin ekki spurð og rétt að jafna sig á þeim geðklofa sem það hafði í för með sér meðal þjóðarinnar. Hins- vegar gátu menn og geta enn sagt sig úr NATO en í virkjanamálinu sé engin leið til baka. Hann sagði ein- nig að sum rök sem séu notuð fyrir þessum áformum séu fremur Iétt- væg og þá sér í Iagi þau að búið sé að verja nokkrum milljörðum í und- irbúninginn. I því sambandi benti hann á að í kvikmyndaheiminum sé það ekki óalgengt að hætt sé við að gera kvikmynd þótt búið sé að verja mildum fjármunum í gerð handrits og ýmsa þróunarvinnu. Hann lagði áherslu á að farið sé eftir lögum um umhverfismat þar sem fólk fengi að tjá sig um fyrirhuguð áform á lýð- ræðislegan hátt. Lög og regla Guðmundi Gunnarssyni formanni RSI sagðist hrjósa hugur við því ef stjórnvöld komast upp með að að setja Iandsmönnum lög og reglur en samtímis sé þau yfír það hafin að fara eftir þeim. Sjálfur sagðist hann ekkert hafa við það að at- huga að virkjað sé víðast hvar á landinu. Hinsvegar ættu menn að taka ákvarðanir um það eftir að vera búnir að fara yfir þá valkosti sem séu í boði og huga að afleið- ingum þess fyrir náttúruna. Hann sagði að skýrsla Lándsvirkjuriár sé aðeins umhverfisskýrsla en ekki umhverfismat. Þar séu ekki heldur dregnir upp neinir valkostir eins og t.d. hvort hægt sé að virkja öðruvfsi eða annarsstaðar. Hann sagði að þegar þjóðin stendur á öndinni í hávaðarifrildi vegna þess máls þá sé það verkefni stjórnvalda að reyna að setja niður slíkar deil- ur en ekki æsa enn frekar til óeirða. Þá sé það útí hött að stilla þessu máli upp eins og það snúist um það hvort menn séu með eða á móti Austfirðingum. Óvissa nra áviniiing Kristinn Haukur Skarphéðinsson líffræðingur sagði það alveg ljóst að Fljótsdalsvirkjun mundi valda meiri umhverfisröskun en dæmi séu um og m.a. hvað varðar beiti- lönd gæsa og hreindýra. Þá sé þessi virkjun aðeins ein af mörgum sem ætlunin sé að reisa norðan Vatna- jökuls í tengslum við byggingu ál- vers. Tryggvi Felixson hagfræðing- ur benti á að ýmis gögn hefðu komið fram um það að mikil óvissa sé um það að þjóðhagslegur ávinn- ingur af þessum áformum sé jafn mikill og haldið hefur verið fram. Þá telur hann að byggðaávinning- urinn sé í mesta lagi tímabundinn. I ljósi þessara óvissu telur hann það ekld veijandi að fórna náttúru- fegurðinni fyrir lítinn ávinning fyrir þjóð og austRrskar býggðir.1 75% ætla ekM að ljá nafn sitt Samkvæmt niðurstöðum spurningar Dags á Vísí.is síðustu daga ætla aðeins 25% þeirra sem svöruðu að taka þátt í undirskriftasöfnun Umhverfísvina. Spurt var: ,/EtIar þú að taka þátt í und- irskriftasöfnun Umhverfisvina?" Alls svöruðu tæplega 4 þúsund manns spurn- ingunni, sem er ein mesta þátttaka sem fengist hefur við spurningum Dags á Vísi.is. 25% þeirra sögðu já, cins og áður sagði, en 75% ætla ekki að taka þátt, eða um 3 þúsund manns. Nú hefur ný spurning Dags verið sett á vefinn: „Er það rétt hjá Páli Péturssyni að víkja ekki sjálfviljugur úr ríkisstjóm?11 Slóðin er www.visir.is J2&ZL vísir.is FRÉTTIR „Menntngar snobbarar og fristunda- fígúrur“ I ályktun aðalfundar Oðins, fé- lags launþega í Sjálfstæðis- flokknum, kemur fram að ís- Iand sé „ekki bara hæli fyrir menningarsnobbara og frí- stundafígúrur.“ Það sé líka heimili fyrir venjulegt fólk sem krefst þess að fá að lifa sínu lífi og þróa það áfram fyrir sig og afkomendur sína. Þar er skorað á stjórnvöld að hvika í engu frá virkjunaráformum á Austur- landi og uppbyggingu nútíma- iðnaðar. Það sé til að efla mann- Iíf í fjórðungnum og því eiga stjórnvöld ekki að láta hælbíta úr forneskju tefja þá för, eins og það er orðað. Aðalfundurinn bendir einnig á í ályktun sinni að það verði að nota þau tækifæri og gjafir sem landið og guð hafi gefið ef menn vilja lifa áfram í þessu ástkæra landi. Það má því ekki láta sjálfskipaða úrtölumenn hindra það. Minnt er á að með- al þeirra sé sama fólkið og var á móti virkjun í Þjórsá, sá fyrir eldgos í Heldu, jarðskjálfta og flóð og tafði því málið í mörg ár til óbætanlegs tjóns. Því heitir fundurinn á þingmenn og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins að halda sinni stefnu í virkjana- málum enda muni framtíðin þá verða björt fyrir Island og Is- lendinga, eins og segir í ályktun Óðins. - GRH O3GC03 Teppa- hreinsivélar HÚSASMIÐJAN Sími 460 3500 • www.husa.is Áhaldaleiga Ilúsasmiðjunnar leigir út teppa- hreinsivélar fyrir stofnanir, heimili og bíla Tannverndariáð ráðleggur foreldrum að gefa bör- num sínum jóladagatöl án sælgætis BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 - miðborg - og auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Miðborg í samræmi við 21. gr. sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996- 2016. Breytingin, sem er liður í Þróunaráætlun miðborgar, felur í sér: 1. Breytta afmörkun svæðis sem í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 hefur landnotkunarflokkinn miðborg-miðhverfi, hér eftir kallað miðborg, og aðrar breytingar sem því fylgja. 2. Nánari skilgreiningu á landnotkun miðborgar í landnotkunarreiti í samræmi við ríkjandi og fyrirhugað skipulag, þ.e. miðborgarkjarna, atvinnusvæði og verslunarsvæði. 3. ítarlegri skilgreiningu á notkun innan einstakra landnotkunarreita með vísan til draga að staðbundinni byggingarsamþykkt fyrir miðborg Reykjavíkur. Dyngjuvegur 9 og 11 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að skiptingu lóðar að Dyngjuvegi 9 og 11 Kirkjusandur 2 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu skipulagi að Kirkjusandi 2. Byggingarreit er breytt og hús hækkar um eina inndregna hæð. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 26. nóvember til 24. desember 1999. Einnig er hægt að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna á vefsvæði Borgarskipulags, slóðin er: www.reykjavik.is/skipulag. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 7. janúar 2000. Athugasemdum um aðalskipulagsbreytinguna má einnig skila með tölvupósti, netfang: throun@rvk.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkja þær. *«VVV/>*P

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.