Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 11
 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 199 9 - 11 ■A DA6SKRÁ Efriahagslegt gildi þjóðgarða Laugardaginn 27. nóvember, kl. 13.00-17.00 efnir Umhverfis- stofnun Háskóla íslands til ráð- stefnu í hátíðarsal 1 Aðalbygg- ingu H.I., undir yfirskriftinni: Efnahagslegt gildi þjóðgarða. Hvert er hlutverk þjóðgarða? Er tilgangur þeirra eingöngu að vernda eða er mögulegt að þjóð- garðar geti haft efnahagslegt gildi, t.d. hvað varðar ferða- mennsku? Er hægt að líta á verndun náttúru í þjóðgörðum sem eina leið nýtingar? Meðal fyriríesara er Stále Navrud, norskur prófessor frá Landbún- aðarháskóla Noregs. Fyrirlestur heimspekideildar Breski rithöfundurinn Warren Ellis flytur opinbert erindi á vegum heimspekideildar Há- skóla Islands laugardaginn 27. nóvember kl. 13.15 í sal 2 í Há- skólabíói. Erindið nefnist „Comics and their Culture“ (Myndasögur og menning þeirra) og verður flutt á ensku. Jólamerki UMSB Jólamerki UMSB 1999 er kom- ið út. Að þessu sinni er það Alftaneskirkja sem prýðir jóla- merkið. Kirkjan er teiknuð af Guðmundi Sigurðssyni, Borgar- nesi. Upplýsingar um merkið fást á skrifstofu UMSB í síma 437 1411. Kökubasar Kökubasar Söngfélags Skaftfell- inga verður á Eiðistorgi, Sel- tjarnarnesi, Iaugardaginn 27. nóvember og byrjar kl. 11.00. Söngfélagið tékur lagið kl. 11.30. FRÉTTIR Umhverfisnefncl fær ábauldnn Umhverfisnefnd ísa- fjarðar taldi umsókn iitii viðbyggingu við hesfhús að Kirkjubæ í Skutulsfirði lýsa nsvifni umsækjanda, hæjarverkstjórans, þar sem húsið hafi þegar verið reist og hrotin hafi verið öll lög um byggingaleyfi. Bæjarstjórn ísafjarðar gaf umhverfisnefndinni gula spjaldið í umfjöiiun hennar um hesthúsaeign í Skutulsfirði. ísafjarðarbær seldi í fyrra fjós, hesthús og hlöðu á bænum Kirkjubæ í Skutulsfirði, sem stendur milli flugvallarins og Funa, sorpeyðingarstöðvarinnar, til Þorbjöms Jóhannessonar, bæj- arverkstjóra. Söluverð var 1,5 milljónir króna. Fljótlega eftir söl- una heyrðust raddir þess efnis að þarna hefði verið seld afbrags eign sem ýmsir fleiri hefðu viljað fá keypta, og því hefði átt að auglýsa hana. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri, segir að það hafi verið mis- tök að auglýsa ekki. Þann 5. nóvember sl. sótti Þor- björn svo um heimild til þess að reisa viðbyggingu úr timbri við hesthúsið að Kirkjubæ samkvæmt uppdráttum, sem gerðir voru af Tækniþjónustu Vestljarða í nóv- ember. A fundi umhverfisnefndar 10. nóvember sl. var lýst yfir undr- un á ósvífni umsækjanda, eins og segir í bókun nefndarinnar. Húsið hafi þegar verið reist og brotin hafi verið öll lög um bygginga- Ieyfi, hönnun, iðnmeistara og eftirlit með bygging- unni. Samkvæmt bygg- ingalögum sé skylt að rífa húsið og afmá öll ummerki um jarðrask. Umhverfis- nefnd telur sig ekki geta fordæmisins vegna breitt yfir svona lögbrot með því að samþykkja orðinn hlut, jafnvel þótt byggingin falli að skipulagi og bygginga- reglugerð. Halldór Hall- dórsson bæjar- stjóri: Mistök að auglýsa ekki eignina. Aminning í bæjarstjóm Umhverfisnefnd féllst á hluta við- byggingarinnar á fundi í desember 1998, en með fyrirvara um að teikningar yrðu sendar inn til sam- þykktar og þá fyrst yrði bygginga- leyfi gefið út. Þvi hafnaði um- hverfisnefnd erindi Þorbjörns Jó- hannessonar, bæjarverkstjóra Isa- fjarðarbæjar. Byggingafulltrúi mun hafa verið í fríi þegar um- hverfisnefnd tók umsóknina fyrir og því vantaði hans um- sögn og skýringar. A fundi bæjarstjórnar var nýlega samþykkt bókun, þar sem umhverfisnefnd og starfs- menn tæknisviðs bæjarins voru áminntir um að sinna eftirlitsskyldu sinni ekki betur. Býgging viðbygging- arinnar var heimiluð og þannig fékk umhverfis- nefnd svolítið á baukinn af bæjarstjóm. Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri, segir að sér sé kunnugt urn hlið- stæð mál víðs vegar um landið, en eitt slíkt er nú til umræðu á Akur- eyri vegna skorts á byggingaleyfi að Helgamagrastræti 10. Bæjarstjórn hefur verið boðið að neyta forkaupsréttar vegna 2/3 hlutum úr fjósinu á Kirkjubæ, en þvf var hafnað. Kaupendur eru hesteigendur, sem þarna samein- ast um félagshesthús. Hesthúsið er með þeim annmörkum að vera á snjóflóðasvæði. — GG Lárétt: 1 fikt 5 ráfa 7 úrkoma 9 hæð 10 sveigur 12 vondu 14 fönn 16 leir 17 saup 18 hjálp 19óhreinka Lóðrétt: 1 gaffal 2 skipalægi 3 smærri 4 löngun 6 tré 8 fyrirlestur 11 lélega 13 Ijósker 15 tryllt Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hold 5 eyjar 7 úfin 9 te 10 pakka 12skán 14 fis 16und 17 spurn 18sté 19 sið Lóðrétt: 1 hjúp 2 leik 3 dynks 4 pat 6 reynd 8 fatist 11 akurs 13 ánni 15 spé Gengisskráning Seölabanka íslands 23. nóvember 1999 Dollari 72,3 72,7 72,5 Sterlp. 116,77 117,39 117,08 Kan.doll. 49,31 49,63 49,47 Dönsk kr. 9,917 9,973 9,945 Norsk kr. 9,052 9,104 9,078 Sænsk kr. 8,587 8,638 8,612 Finn.mark 12,4056 12,4828 12,4442 Fr. franki 11,2447 11,3147 11,2797 Belg.frank. 1,8285 1,8399 1,8342 Sv.franki 46,12 46,38 46,25 Holl.gyll. 33,471 33,6794 33,5752 Þý. mark 37,7131 37,9479 37,8305 ít.llra 0,03809 0,03833 0,03821 Aust.sch. 5,3604 5,3938 5,3771 Port.esc. 0,368 0,3702 0,3691 Sp.peseti 0,4433 0,4461 0,4447 Jap.jen 0,6919 0,6963 0,6941 frskt pund 93,6563 94,2395 93,9479 GRD 0,2244 0,226 0,2252 XDR 99,11 99,71 99,41 XEU 73,76 74,22 73,99 i'rt.do^/jr.i Skortur á hjúkr- imarrýmum Það sem dottið hefur út er fyrst og fremst B-deildarpláss á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, leifar af gömlu hjúkrunardeildinni sem þar var rekin. Töluverður skortur er á Akureyri á hjúkrunarrýmum. Magnús Olafs- son, heilsugæslulæknir og formað- ur þjónustuhóps aldraðra, segir að fækkað hafí um 8 rými á síðustu misserum og þau séu nú 104. Hjúkrunarrými eru nú á þremur stöðum, þ.e. í Seli, Kristnesi og Hlíð. Það sem dottið hefur út er fyrst og fremst B-deildarpláss á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, leifar af gömlu hjúkrunardeildinni sem þar var rekin, og einnig hefur fækkað á Seli. „Það er stefnumótunarvinna í gangi á vegum Akureyrarbæjar, en ef vel ætti að vera þyrfti að fjölga um 20 hjúkrunarrými til að sinna þörfinni og til þess að biðlistar væru sem stystir. Eg er hins vegar ekki bjartsýnn á að sú tala náist. Það vantar einnig dvalarheimilis- pláss hér á Akureyri, en þar er biðlistinn lengri en ekki eins marg- ir á þeim lista sem eru í eins brýnni þörf eins og á hjúkrunar- rýmislistanum. Þeir sem bíða eftir hjúkrunarrými bíða flestir heima, og margir hveijir við mjög erfiðar aðstæður, og aðstæðurnar eru ein- nig í flestum tilfellum mjög íþyngj- andi fyrir þá aðstandendur sem þurfa að hugsa um þá,“ segir Magnús Ólafsson. Þjónustuhópur aldraðra er að senda bréf til heilbrigðisráðuneyt- isins þar sem þörfin er tíunduð og óskað eftir viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins um stefnumörkun til lengri tíma og til að heyra und- irtektir við óskum heimamanna. - GG Nett þjónar Nýherja Tölvufyrirtækið Nýherji hefur nú undirritað samstarfssamning við Nett á Akureyri. Undirritunin er í beinu samhengi við yfirlýsta stefnu Nýherja að ná víðtæku samstarfi við sölu- og þjónustuað- ila u,tan þöfuðborgarsvætji3ips, ;ú] r «?’Li________________ beinnar eignaraðildar af hálfu fyr- irtækisins. Hópur viðurkenndra sölu- og þjónustuaðila hjá heild- sölusviði Nýherja stækkar nú ört en megináhersla er lögð á sjálf- stæði þeirra og að eignarhlutar séu fyrst og fremst í eigu heima- j I ---- - --- -J • iivmini / rn/- manna. Ásmundur Agnarsson, tækni- stjóri Nett, segir að nú geti fyrir- tækið tekið að sér stærri verkefni og boðið upp á stærri lausnir og þannig tekið þátt í umfangsmeiri útboðum. - GG k (LiLiljj LuBul írltmn llnlnln1l-..a.>lF1FX!Í ixilLlljJ ínlnl,il| LF.IKFFi.AG AKURU ÍRAR Miðasaia: 462-1400 JÓLAFRUMSÝNING „Blessuð jólin“, - eftir Arnmund Backman. Fumsýning 17. desember 2. sýning 18. desember 3. sýning 19. desember Miðasala hafin. Jólakortasamkeppni leikfélagsins Skilafrestur til 27. nóvember Vegleg verðlaun Flugfar Ak.-Rvík.-AK. með íslandsflugi 10.000,- kr. úttekt í Bókval 10.000,- kr. úttekt á Café karólínu 8.000,- kr. úttekt á Rósagarðinum og kaffihlaðborð fyrir 4 í Vín GJAFAKORT - GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Gjafakort í leikhúsið er skemmtileg jólagjöf wm)\ B á Njálsgötunni eftir Auði Haralds Sýnt á Akureyri föstudaginn 26. nóvember kl. 20:00 Þeir sem voru svo elskulegir að senda okkur klukkustrengi geta nálgast þá á miðasölutíma í leikhús- inu. Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.