Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 12
12 - FÖSTUDA GUR 2 6. NÓVEMBER 19 9 9 Dagur ERLENDAR FRÉTTIR ÍÞRÓTTIR Dauðadómuriim til mannréttiudadómstóls Áfrýjunardómstóll I Ankara skýrði frá niðurstöðu sinni í gær. Dauðadómuriim yfír Abdufíah Öcalan var staðfestur í gær. Áfrýjunardómstóll í Tyrklandi staðfesti í gær dauðadóminn sem felldur var í sumar yfir Abdullah Ocalan, skæruliðafor- ingja Kúrda. Ekkert er þó enn víst um það hvort dómnum verði framfylgt á næstunni, eða hvorl það verður nokkru sinni. Næst þarf þing Iandsins að veita sam- þykki sitt áður en aftaka getur farið fram, og loks þarf forsetinn að veita endanlega staðfestingu. Lögfræðingar Öcalans vísuðu málinu strax í gær til Mannrétt- indadómstóls Evrópu og fóru jafnframt fram á það að aftök- unni verði frestað þar til niður- staða hefur fengist í málinu hjá Mannréttindadómstólnum. Lög- fræðingarnir sögðust þó ekki hafa verið hissa á úrskurðinum frá í gær. Mannréttindasamtök og stjórnmálamenn í Evrópu hafa andmælt dauðadómnum. Sam- tökin Amnesty Internatíonal hvöttu tyrkneska þingið til þess að koma í veg fyrir aftöku Öcal- ans og sömuleiðis hvöttu sam- tökin tyrknesk stjórnvöld til þess að ganga skrefið til fulls og af- nema dauðarefsingu úr lögum. Frumvarp þar að lútandi var þegar lagt fram á tyrkneska þing- inu árið 1996, en hefur enn ekki verið afgreitt sem lög. Með aðild Tyrklands að Evr- ópuráðinu skuldbundu Tyrkir sig til þess að hætta aftökum á fólki. Engar aftökur hafa farið fram í Tyrklandi frá því 1984, þótt enn sé heimilt þar sam- kvæmt lögum að dæma fólk til dauða. Aftaka Öcalans myndi valda Tyrkjum ýmis konar vandræðum á alþjóðavettvangi og auka enn á einangrun þeirra. Bulent Ecevit, forsætisráðherra, er sagður treg- ur til þess að fara með málið fyr- ir þingið og fegnastur þvf að það dragist sem mest á Ianginn. Evrópusambandið hefur hvað eftir annað sagt að ef Öcalan verði tekinn af lífi þá muni það draga mjög úr líkunum á því að Tyrkland hljóti aðild að sam- bandinu, en Tyrkir hafa lengi sóst eftir því að komast inn í þetta samfélag Evrópuríkja. Þótt Evrópubúar og mannrétt- indasamtök hafi brugðist ókvæða við dauðadómnum hafa Ijölmargir Tyrkir óspart þrýst á að dauðadómurinn verði stað- festur og honum framfylgt. Tyrk- ir líta margir hverjir svo á að Öcalan beri þyngstu ábyrgðina á hernaðarátökum Kúrda og tyrk- neska hersins, en um 37.000 manns hafa látist í þeim átökum á síðustu 15 árum. Þetta er mikið tilfinningamál í Tyrklandi. Eftir að dómurinn var staðfestur í gær söfnuðust um það bil 100 manns, allt ættingjar tyrkneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum við skæruliða Öcalands, saman framan við dómshúsið í Ankara og Iýstu ánægju sinni með þessi málalok. Skömmu síðar þyrptust um það bil þúsund manns að þing- húsinu í Ankara og hvöttu þing- ið til þess að veita samþykki sitt lyrir aftökunni. mmsm Kínversk ferja sökk KÍNA - Kínversk farþegaferja sökk í gær út af austurströnd Kína, og fórust þar sennilega töluvert á þriðja hundrað manns. Aðeins 36 manns höfðu hjargast í gær, en alls voru 312 manns um borð. Um 1000 manns unnu að björgunarstörfum í gær, og höfðu þá fundist hátt í 200 lík. Þungt var f sjóinn og hiti nálægt frostmarki, og voru björgunarstörf því erfið. Eldur kviknaði um borð í skip- inu og var þá neyðarkall sent, en nærstödd skip gátu ekki komið fólkinu til bjargar vegna sjógangsins. Jeltsín með vírus RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, Iagðist veikur í gær og dvelst á sveitasetri sínu meðan hann er að ná sér. Forsetinn er með veiru- sýkingu og lungnakvef. Veikindin komu í ljós meðan Jeltsín var á fundi með Vladimír Pútín forsætisráðherra og öðrum embættismönnum og þurfti Jeltsín að fara á sjúkrahús strax eftir fundinn. Fresta þurfti öðrum athöfn- um Jeltsíns í gær, m.a. undirritun samnings um mun nánari tengsl Rúss- lands og FIvíta-Rússlands, en til stóð að gera það með hátíðlegri athöfn í gær þar sem Alexander Lúkasjenkó forseti Uvíta-Rússlands átti einnig að mæta til leiks. Mjög kalt hefur verið í Moskvu undan- farið. Olli sprenging flugslysinu? BANDARIKIN - Yflrflugstjóri egypska flugfélagsins Egypt Air seg- ir hugsanlegt að sprenging hafi oröið um borð í farþegallugvélinni sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá New York fyrr í mánuðin- um. Vel sé hugsanlegt að sprengja cða flugskeyti hafi eyðilagt húnað vélarinnar þannig að hún hrapaöi mun hraðar en eðlilcgt má teljast. Sagðist hann eiga erfitt með að ímynda sér aðra skýr- ingu. Aður hefur komið fram sú tilgáta að flugmaður vélarinnar hafi viljandi steypt henni í hafið. 217 manns fórust með vélinni. Boris Jeltsín veikur enn eina ferðina. Réttarbót á Ermarsundi Á eyjimni Sark í Ermarsimdi lifír léns- sMpulagið enn góðu lífi. Á eyjunni Sark, sem er í Ermar- sundi, búa um það bil 600 manns. Stjómarfar á þessari eyju er enn þann dag í dag ákaf- lega fornt, en tók þó svolítið stökk fram á við í gær þegar numin voru úr gildi 434 ára gömul Iög sem bönnuðu dætr- um að erfa þar landareignir. Völd á eyjunni eru í höndum lénsherra bresku krúnunnar og fara 52 höfðingjar með ákvörð- unarvald í sameiginlegum mál- efnum. Munu þarna vera síð- ustu leifar lénsskipulagsins, en eyjan er minnsta fullvalda ríkið innan breska samveldisins. Þarna búa meðal annars auðug- ir menn sem reka stór fyrirtæki í Bretlandi. Ibúar eyjunnar eru sagðir vera ánægðir með þessa breytingu, sem mun hafa verið alllengi í bí- gerð. En hlutirnir eru sagðir breytast hægt á Sark. Ekki þótti þó fært að draga þetta lengur vegna þess að kæra átti máiið fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu. Þótt nokkur réttarbót hafi í gær orðið á þessari eyju, þá eru þar enn í gildi ýmis fornleg ákvæði. Þannig eru hjónaskiln- aðir enn bannaðir. Sömulciðis er bannað með öllu að aka þar bif- reiðum - en sú regla gæti reynd- ar vel átt eftir að eiga framtíðina fyrir sér. Dagsliðið - 9, lunferð Bjarki Sigurðsson UMFA Savukynas Gintaras UMFA Eduard Moskalenko Stjörnunni Einar Gunnar Sigurðsson UMFA Jóhann G. Jóhannsson KA Konráð Olavson Stjörnunni Bjarki sex sinn- iun í Dagsliðinu Eftir níu umferðir í Nissandeild- inni f handknattleik karla hefur Bjarki Sigurðsson úr Aftureld- ingu verið valinn sex sinnum í Dagliðið og er þar með einn á toppi Dagslistans. Næstur hon- um kemur Bo Stage úr KA, sem hefur verið valinn fimm sinnum og þar næst þeir Njörður Árna- son, Fram, og Egidijus Pet- kevicius, FH, sem hafa verið valdir fjórum sinnum. Tíunda umferðin hófst í fyrra- kvöld með leik Hauka og Vals í Hafnarfirði þar sem Haukar unnu með tjögurra marka mun 30-26, eftir að staðan var 15-12 í hálfleik. Haukarnir hefndu þar með ófaranna í bikarnum í síð- ustu viku og unnu nú sinn fimmta sigur í deildinni. Fyrir leikinn höfðu Haukarnir aðeins unnið tvo af sex síðustu heima- leikjum sínum á Strandgötunni, sem var gegn IBV og Fylki í Nissandeildinni. Tapleikirnir sem töpuðust allir með aðeins eins marks mun voru gegn Fram, Víkingi og KA í deildinni og Val í bikarnum. Haukarnir leiddu mest allan leikinn gegn Val í fyrrakvöld og höfðu mest náð sex marka for- skoti í seinni hálfleiknum. Hjá Haukum var Sigurður Þórðarson bestur og skoraði 5 mörk, en Jón Karl Björnsson var markahæstur með 8/3 mörk. Júl- íus Jónasson skoraði mest fyrir Val, eða 6/1 mörk. Tíunda umferðin heldur áfram í kvöld og þá fara fram eftir- taldir Ieikir: Kl. 20.30 ÍR - HK Kl. 20.00 KA - FH Kl. 20.00 ÍBV - Fram Laugard. 27. nóv. Kl. 16.30 Víkingur - Fylkir Sunnud. 28. nóv. Kl. 20.00 UMFA - Stjarnan Frítt á landsleik- inn gegn Belgum Islenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur á morgun, laugardag, gegn Belgurn í D-riðli undankeppni Evrópumóts landsliða. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 16:00. Frítt verður á leikinn í boði Esso og Sprite og er mark- miðið að fýlla Höllina og búa til góða skemmtun úr leiknum. íslenska landsliðið lék sinn fyrsta leik í riðlakeppninni á miðvikudaginn gegn Ukraínu- mönnum og tapaði þar með 22ja stiga mun, 44-66, þar sem heimamenn leiddu allan leikinn. Staðan í hálfleik var 34-21, en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í sex stig 48-42 þegar Iíða tók á seinni hálfleikinn, en skoraði svo aðeins tvö stig gegn 22 stigum Úkraínumanna á lokakaflanum. Með Islandi í riðli leika auk Úkraínumanna, Belgar, Makedóníumenn, Slóvenar og Portúgalir. Belgar mæta til leiks á laugar- daginn með firnasterkt lið, en þeir unnu óvæntan sigur á Makedóníumönnum á heima- velli í fyrradag á sama tíma og Slóvenar unnu stórsigur á Portú- gölum. Þekktasti leikmaður Belga er án efa Eric Struelens, en hann hefur m.a. tekið þátt í stjörnuleik alþjóða körfuknatt- leikssambandsins. Hann er 30 ára, 207 cm á hæð og injög góð- ur varnarmaður og var í NfRíi-3 liði Spánar eftir síðasta tímabil, en þar leikur hann með stórliði Real Madrid. Áður lék hann tvö tímabil með Paris SG og varð franskur meistari með liðinu. Hann hcfur oft orðið belgískur meistari með Charleroi og- Mechelen. Struelens var mjög eftirsóttur fyrir þetta tímabil þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi við Real, þar sem hann hefur um 50 milljónir króna í grunnlaun á ári. Ilann hefur oftar en einu sinni verið orðaður við banda- rísku NBA-deildina og einnig stórlið í Evrópu. Auk Struelens spila tveir aðrir Belgar með stórliðum í Evrópu, en það eru þeir Jean-Marc Jaumin sem leikur með Malaga á Spáni og Mathias Desaever sem leikur með Gravelinas í Frakklandi. Aðrir leikmcnn liðs- ins spila allir með liðum í Belg- íu. Það má því húast við hörku- leik á morgun og vonandi að sem flestir körfuknattleiksáhangend- ur notfæri sér tækifærið til að sjá þessi tvö hörkulið mætast á fjöl- um Hallarinnar. Friðrik Ingi Rúnarsson lands- Iiðsþjálfari mun tilkynna lið sitt eftir æfingu í dag og verður fróð- legt að sjá hvort hann gerir ein- hverjar hreytingar eftir tapleik- inn gegn Ukraínumönnum á miðvikudaginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.