Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGVR 2 6. NÓVEMBER 19 9 9 - 7 ttejwir. ÞJOÐMAL Menntamál eru HERMANN TÓMASSON áfangastjóri í VMA skrífar byggðamál Umræða um stöðugan fólksflótta af landsbyggðinni hefur verið óvenju hávær upp á síðkastið. Ekki vegna þess að hér sé um nýtt vandamál að ræða heldur vegna hins að þjóðin virðist vera að vakna upp við þennan vonda draum, viðvarandi flutning fólks til höfuðborgarsvæðisins. Ymsar kenningar hafa verið settar fram um ástæður þessarar þróunar. Mikilvægi atvinnumála er ótvírætt en jafnframt er ljóst að önnur lífsskilyrði ráða miklu um það að fólk flykkist í svo miklum mæli til Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Málið snýst e.t.v. einfaldlega um það að íbúum landsbyggðarinnar og höfuðborg- arsvæðisins eru ekki búin sam- bærileg lífsskilyrði. Aðgangur að framhaldsmenntun er dæmi um þetta. Ibúar minni bæja og dreif- býlis þurfa að sækja framhalds- menntun barna sinna til stærstu þéttbýliskjarnanna með ærnum tilkostnaði og takmörkuðum stuðningi samfélagsins. I nýlegri þingsályktun þar sem stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum er lýst má lesa að ráðamenn hafa áttað sig á mikil- vægi menntunar sem áhrifavalds í byggðaþróuninni. Þar er m.a. að finna þessá viljayfirlýsingu: Menntun á landsbyggðinni verði stórefld, sérstaklega hvað varðar verklegar greinar tengdar atvinnulífinu og tölvunám. Jafn- framt verði bætt skilyrði þess fólks sem sækja verður nám utan heimabyggðar sinnar. Námsráð- gjöf verði aukin. Komið verði á samstarfi atvinnulífs og skóla á landsbyggðinni um endur- og sí- menntun og stuðlað að því að all- ir eigi tækifæri á að afla sér nýrr- ar þekkingar, meðal annars í samræmi við breytingar í at- vinnuháttum. Möguleikar fjar- kennslu verði að fullu nýttir. (Þingsályktun um stefnu ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum 1999-2001.) Ríkisstjórnin boðar sem sagt að efla skuli framhalds- menntun á landsbyggðinni og aukna áherslu á símenntun. Útvegssvið VMAáDal vík Um nokkurt skeið hefur ver- ið boðið upp á sjávarútvegs- nám á Dalvík, annars vegar 1. og 2. stigs stýri- mannanám og hins vegar nám fyrir fiskiðnað- armenn. Jafn- framt hefur ver- ið boðið upp á almennt bók- nám sem sam- svarar því námi sem nemendur ljúka á 1. ári bóknámsbrauta í framhaldsskóla. Nemendur hafa til þessa verið nægilega margir til þess að hægt hafi verið að halda náminu úti án þess að kostnaður á nemanda væri mikið meiri en gengur og gerist í framhaldsskól- um. Nú hefur hins vegar orðið breyting á. Nemendum í stýri- mannanámi og á fiskvinnslu- braut hefur fækkað mjög þannig að af rúmlega 30 nemendum á Dalvík eru e.t.v. fimm sem hyggj- ast hefja undanfaranám stýri- manna, fjórir eru á 2. ári í fisk- vinnslunámi og þegar þetta er skrifað er von á fjórum til sex nemendum eftir áramót inn á 3. ár. Hér verður ekki fjölyrt um ástæður þessarar nemendafæðar. Hún hefur hins vegar orðið til þess að stjórnendur VMA, sem bera rekstrarlega og faglega ábyrgð á útvegssviðinu, telja ekki fært að halda þessari starfsemi ins og það verður einungis gert með því að fjölga nemendum. Framtíð framlialdsnáins við utanverðan Eyjafjörð Eg skora á íbúa og sveitarstjórn- armenn við utanverðan Eyjafjörð að taka frumkvæði og láta fara fram ítarlega athugun á mögu- legu samstarfi sveitarfélaganna um uppbyggingu stofnunar sem hefur almenna framhaldsmennt- un íbúanna sem viðfangsefni. Ahersla yrði jafn- framt lögð á það að bjóða upp á nám á þeim starfsnámsbraut- um sem mestu skila fyrir at- vinnulíf á svæð- „Um nokkurt skeið hefur verið boðið upp á sjávarútvegsnám á Dalvík, annars vegar 1. og 2. stigs stýrimannanám og hins vegar nám fyrir fiskiðn- aðarmenn, “ segir Hermann m.a. í grein sinni. Myndin er frá Dalvík. áfram að óbreyttu. Ástæður þess eru bæði fjárhagslegar og fagleg- ar. Kostnaður á hvern nemanda er mun meiri en svo að fjárveit- ingar dugi til að halda starfsem- inni úti en jafnframt verður nem- endafæðin til þess að erfitt er að ráða fólk með fagþekkingu til starfa þegar einungis hlutastörf eru í boði. Að óbreyttum nem- endafjölda Iiggur beint við að hætta starfsemi Utvegssviðsins. Ef halda á starfseminni áfram verður að styrkja grundvöll náms- inu. I sveitarfélög- unum fjórum á svæðinu, þ.e. Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppi og Ólafsfirði og Grímseyjarhreppi búa u.þ.b. 3500 íbúar. Á næstu árum munu 50- 70 nemendur ljúka grunnskóla á ári hverju á þessu svæði sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Hluti, hugsanlega stór hluti, þessara nemenda mun sjá sér hag í því að stunda fram- haldsnám í heimabyggð sinni, að einhverju eða að öllu leyti. Þetta er þó háð því að skólastarfið sé metnaðarfullt og sambærilegt að gæðum við það sem gerist í öfl- ugum framhaldsskólum. Þetta er jafnframt háð því að ungu fólki séu sköpuð góð skilyrði til þess að dvelja lengur í heimabyggð. Þegar sjávarútvegsnámið braggast munu þær námsbrautir skila einhverjum nemendum af landinu öllu inn á svæðið. Sjáv- arútvegsbrautirnar gætu því orð- ið mikilvæg þungamiðja þessa skólastarfs þegar fram í sækir. Hér er þó ástæða til að vara við bjartsýni. Starfsnám í sjávarút- vegi og vinnslu sjávarafurða er í Iægð eins og þegar hefur komið fram. Ekki er Ijóst á þessari stundu hver þróunin mun verða hvað það nám varðar. Mikilvægi símenntunar og full- orðinsfræðslu verður sífellt meira. Um allt land hafa sí- menntunarmiðstöðvar og far- skólar orðið til sem þjóna þörfum mismunandi landshluta. Ef sveit- arstjórnarmenn ná samkomulagi um eflingu framhaldsnáms á svæðinu þá geta þeir jafnframt horft til mikilvægis þess að tryggja íbúum og atvinnulífi greiðari aðgang að símenntunar- tilboðum. Markmið framhalds- deildar eða framhaldsskóla yrði ekki bara að sjá íbúum svæðisins fyrir framhaldsskólamenntun heldur jafnframt að sinna eftir- spurn íbúa og atvinnulífs eftir sí- og endurmenntun. Áður hefur verið vitnað í þingsályktun ríkisstjórnarinnar um stefnu í byggðamálum 1999- 2001. Þær yfirlýsingar scm þar er að finna eru með þeim hætti að ef einhverjar efndir eiga að fylgja þeim orðum þá ætti að vera hægt að skapa jákvæða afstöðu ríkis- valdsins til málsins. Framhalds- skólastarf skapar atvinnu, eykur menntun og bætir lífsskilyrði. Það er ekki til mikið betri leið til að efla byggð eins og dæmin sanna. Þingmenn kjördæmisins og stjórnarþingmenn allir hljóta því að vera tilbúnir til að vinna að þessu máli með sveitarstjórnar- mönnum þar sem hér er á ferð- inni réttlætismál og tækifæri til að láta verkin tala í byggðamál- Óheppilegar og ljótar vegalagnir í óbyggðiun HALLDÓR EYJÓLFSSON áhugamaður um samgöngur og um- hverfismál skrifar Beygjubesefar nútímans láta sér ekki segjast þótt hestvagnaöldin sé Iiðin og skottur og mórar horfnir úr sveitum. Bregður þeim enn fyrir með sínar skýrsluskjóð- ur f héruðum sem ráðgjafameist- arar, svo sem þegar tengja þurfti saman Þjórsárdalsveg og Sultar- tangaveg, töldu þeir hagkvæmast að brölta uppá og yfir Skelja- fellið, en kunnugir töldu vcg- stæði ekki álitlegt vegna veður- hörku og snjóþyngsla, ásamt ís- ingarhættu í bröttum S- og U- beygjum, klúðrið var fullkomnað í sumar. Aftur á móti liggur gamli afréttarvegurinn (þjóðvegur á tímabili) inn dalinn norðan fells- ins um greiðfæra sanda og brunnin hraun, svo um vægar brekkur upp á Hafið sunnan Sandafells en þar stendur stöðv- arhús Sultartangavirkjunar. Með ofangreindum vinnubrögðum er búið að útiloka framtíðarsýn þá um hálendisveg inn Þjórsárdal- inn norðan Skeljafells sem vakn- aði eftir breytingar á þjóðvegin- um við Gaukshöfða og Bringur, síðan eru nokkur ár. Landsvirkj- un og ekki síður Vegagerðin, ásamt öðrum þeim sem treysta á ráðgjafastofur verða greinilega að auka á hæfniskröfur s'ínar gagn- vart ráðgjöfum sem eru lftt kunn- ugir viðkomandi staðháttum. Til frekari glöggvunar fylgir hér tilvitnun úr Nýjum félagsritum frá 1848, sem þeir Gísli Brynj- úlfsson, Jón Sigurðsson, Magnús Eiríksson, Oddgeir Stehensen og Vilhjálmur Finsen gáfu út: „Það fell heitir Skeljafell. Veg- urinn Iiggur nú vestanvert við endann á þessu felli, yfir háls þann, sem tengir það við hið næsta fell. En það fell heitir Stangarfell, og liggur fyrir austan Rauðukamba, norður með eim. Hálsinn milli Skeljafells og Stangarfells heitir Bolagrófar- höfði.“ (Ný félagsrit, útg. 1848, bls. 54). Sagan endurtekin Verið er að leggja veg að Vatns- fellsvirkjun, frá Sigölduvegi norðan Sporðöldu, að væntan- legu stöðvarhúsi virkjunarinnar. Ekki vildi betur til en svo að alókunnugir beygjubesefar af verkfræðistofu völdu vegstæðið, án umsagnar starfsmanna við Hrauneyjafoss, sem eru kunnug- ir svæðinu vegna daglegra ferða að Sigöldustöð og einstakra eftir- litsferða að Vatnsfellslokum, en þeir munu í framtíð annast dag- lega umhirðu orkuversins frá Hrauneyjafossstöð. Þykir mörg- um vegstæðið víða undarlega val- ið, snjóþungt og beygjufjöldi ill- skiljanlegur, stefnu varla haldið en þarna er u.þ.b. 30 ára greið- fær slóð frá Vatnsfelli, vestur á Þóristungur og Trippavað. Hefði nú einhver úr verkfræðingastóð- inu haft fyrir því að líta niður fyr- ir sig áður en hafist var handa, hefði mátt greina sendið og jafn- Ient svæði, næstum beint að væntanlegu stöðvarhúsi. Þarna er að vísu ekki um fjölfarinn þjóðveg að ræða, heldur veg sem þjónar byggingarframkvæmdum orkuvers við Vatnsfell og síðar til rekstur þess. P.s. Ferðalög á Veiðivatnasvæð- ið fara að sjálfsögðu fram með óbreyttum hætti þrátt fyrir \arkj- anaframkvæmdir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.