Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 26.11.1999, Blaðsíða 6
6 - FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 rDnptr ÞTÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir 460 6161 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Mjuk lending? í fyrsta lagi Af efstu hæð svarta stórhýsisins við Arnarhól berast nú þau tíðindi að þijár forsendur þurfi að koma til ef Islendingar ætli að ná því sem nú er farið að kalla „mjúkri lendingu" í efna- hagsmálum á næsta ári - eftir þenslu síðustu missera. Hærri vexti, skynsamlega kjarasamninga og meiri afgang á ríkissjóði. Þessi áminning Seðlabankans mun vera sú alvarlegasta um langt skeið og hún kemur aðeins nokkrum dögum á eftir að- vörun Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem var mjög í sama anda. í öðru lagi Miðað við fréttir síðustu daga bendir ýmislegt til að kjara- samningar gætu orðið á þeim mjúku nótum sem Seðlabankinn telur nauðsynlegar. Tónninn í launþegum er augljóslega slíkur samkvæmt könnun og atvinnurekendur hafa fallist á tillögu Verkamannasambandsins um breytta viðræðuáætlun um sér- staka krónutöluhækkun á lægstu launin. A næstu vikum mun koma í ljós hvort þessi leið verður farin eða ekki. í þriðja lagi Það er því mýkt hinna tveggja atriðanna í skilaboðum Seðla- bankans sem veldur mestum áhyggjum þessa stundina. Það er auðveldara um að tala en í að komast að auka tekjuafganginn á fjárlögum og hækkun vaxta getur komið afar illa við yfir sig skuldsett heimilin í Iandinu - ekki síst þau heimili sem úr minnstu hafa að moða. Því þarf að stíga varlega til jarðar til að hin „mjúka lending" verði ekki mjúk, vegna þess að þeir sem höllustum fæti standa verði stuðpúði sem dregur úr högginu. Upp á síðkastið hafa ráðherrar haft tilhneigingu til að leika sér að eldinum með því að gera lítið úr aðvörunum Þjóðhagsstofn- unar og Seðlabanka. Það er mjög misráðið - og ef stjórnar- flokkarnir geta ekki fundið ásættanlegar leiðir til útgjaldaað- halds í uppsveiflunni núna, þá geta þeir það aldrei. Birgir Guómundsson. Símræpuin einiingín Ein helsta tilvistarspurning sem jafnan brennur á Garra er sú hvorir séu meiri fífl, hann eða allir hinir. Er sem sagt samfélagið meiri hálfviti en Garri eða öfugt? Þessi spurn- ing skýtur upp kollinum við margvíslegar aðstæður og að undanförnu einkum og aðal- lega í tengslum við símamál þjóðarinnar. Garri er ekki eldri en það að hann var ekki fædd- ur þegar bændur riðu til Reykjavíkur til að mótmæla sæ- strengjalagningu landa á milli. Af þessu leiðir að Garri hefur alist upp við símasamband frá blautu barnsbeini. Fyrst við svarta sveitasímann, þrjár Iangar ein stutt og fjöður aftan hægra, þá kom „halló, miðstöð?" síminn, en lengst af og fram á þennan dag hefur Garri unað glaður við sjálf- virka, gráa skífusímann, sem enn prýðir símaborðið á heim- ili hans. Samskipti Garra við símann hafa verið með þeim hætti að þegar Garri hefur þurft að ná í einhvern sem ekki er alveg í seilingarfjarlægð, þá hefur hann einfaldlega hringt í við- komandi. Og þegar fólk hefur þurft að ná í Garra, þá hefur það gert hið sama. Að vísu er Garri ekki í símaskránni, en það hefur ekki hamlað því að ef nauðsyn eða líf hefur legið við, þá hefur alltaf tekist að hafa upp á Garra. Sjálfsfróunarsímar Símamálin hafa sem sé alltaf gengið snurðulaust hjá Garra og gamli, sorrí, grái skífusím- inn hans ávallt þjónað sínu hlutverki og ekki verið á það bætandi, enda engin ástæða verið til. Eða það finnst a.m.k. Garra. En það finnst víst rest- inni af þjóðinni ekki. Fram hafa komið takkasím- ar, þráðlausir símar, símar í öllum Iitum og lögun, bílasím- ar, farsímar, fermingarbarna- símar, tölvusímar, svarsíma- símar, skilaboðasímar, banka- línusímar, sjálfsfróandi símar, krabbameinsvaldandi símar, viðhaldssímar, viðhaldsfríir símar, beinlínusímar til Davíðs og guðs og guð má vita hvað símar. Og til hvers eru allir þessir sfmar? Jú, til þess að ná sam- bandi við þann sem maður þarf alveg nauðsynlega að ná í og til þess að auðvelda þeim sem þarf að ná í mann þá líf liggur við, að geta það. Tal og Fischer Þegar Garri sér bílana streyma framhjá með bílstjórana malandi uppstyttulaust f tólið og þegar hann horfir á leik- skólabörnin tölta hjá tottandi litlu farsímana sína, löngu áður en þau eru farin að tala, þá fer ekki hjá því að Garri velti því fyrir sér hvort hann sé orðinn vitlaust eða þjóðin. Á meðan símræpan heltekur símalandi þjóðina og tilboðin streyma frá Landssímanum og Tal og Bobby Fischer og Is- Iandssíma og öllum hinum, situr Garri sæll og ánægður við gráa skífusímann sinn og finnst hann akkúrat ekkert skorta f símamálum. Garri hlýtur því að vera geð- bilaður. Því það er útilokað að til séu svona margir vitleysing- ar hjá einni þjóð og meirihlut- inn hefur jú alltaf rétt fyrir sér. Eða hvað? — GARRI V ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Múgurinn mataður Löngu eftir að fréttaneytendur heimsins voru orðnir dauðleiðir á tíðindum af ástarleikjum fröken Lewinsky og Clintons kvenna- Ijóma héldu fjölmiðlar áfram að ausa út nákvæmum lýsingum á þeirri aðferðafræði sem tíðkast í Hvíta húsinu þegar forsetinn bregður sér á leik og heldur rösk- lega fram hjá konu sinni. Eins og önnur hegðun manna hefur þetta fyrirbæri verið rann- sakað og sýnist gjá hafa myndast milli þeirra sem skammta fréttirn- ar og þeirra sem móttaka þær með sínum skilningavitum. Fréttamenn eru með fræga og fína fólkið á heil- anum og frásagnir af því skulu í lýðinn hvort sem honum líkar bet- ur eða ver. Hér var haldin ráð- stefna í haust og satt best að segja man að minnsta kosti einn blaða- maður ekkert um hvaða mál voru þar til umræðu, sjálfsagt eitthvað um kvennapólitík, því frú HiIIary Clinton var mætt á staðínn og •h'iiv •<?. 'i'yyt' r.i.vt ■ ..> > .Tiþpíspyxmejjfiíuy.,, spókaði sig á ÞingvöIIum og Laugaveginum. Fleiri konur hafa sjálfsagt komið við sögu, en fjöl- miðlaathyglin beind- ist öll að frúnni, sem svaf vært í sínu rúmi þegar störfum hlað- inn eiginmaðurinn vakti frameftir í skrif- stofu sinni. Daglegar upplýs- ingar Enn er Hillary fréttaljósinu. Vel er fylgst með því hvort hún mun bjóða sig fram til öldungadeildarinnar fyrir New Yorkfylki, en brátt verður kos- ið þar um annað sætið af tveimur. Von er til að í Bandaríkjunum veki það nokkurn áhuga að forsetafrú- in, sem þeir vestra kalla sína fyrstu frú, hætti sér út á þann hrikalega vígvöll sem bandarísk stjórnmál cru, þar sem einskis er svifist í t'' ■//>/.'.' r-ýiyi’yi~.il mannorðssfagnum. En hvaða er- indi daglegar upplýsingar um hvernig frúnni vegnar í kosninga- baráttu, sem ekki er hafin, því enn hefur ekki verið tilkynnt formlega hvort lög- maðurinn, sem situr undir ásökunum um vafasöm viðskipti, býður sig fram, á við íslenska fréttaneyt- endur er önnur saga. Það er engu líkara en að þjóðin bíði þess spennt hvort konan kemst í öldungadeild- ina, hvað er henni til framdráttar og hvað kann að verða henni að falli. Hvað vitum við hvað það merkir að ganga með Yankeehúfu í USA, eða taka ekki einhliða mál- stað ísraels í köldu og heitu stríði gyðinga við Palestínumenn, sér- staklega ef maður þarf að koma sér í mjúkinn hjá þeim í NewYork? - Íí,i' 'v ir-l V :r' : 11 >'í rt lT.í?í'! . Hillary í fréttaljósi. Kannski edlilegt Hitt má vera, að yfirdrifinn frétta- flutningur af forsetafrúnni í landi sem Iætur innanríkispólitík í Am- eríku sig lítils varða, sýni hver staða risaveldisins í heiminum er. Höfðinginn í Hvíta húsinu er að taka á sig mynd keisara heimsins, sem fer um heiminn og færir þóknanlegum gjafir og stillir til friðar með góðu eða illu eftir því hvernig honum geðjast að ófriðar- seggjum. I fjósi þessa hljóta allar athafnir forsetahjónanna að vera fréttamat- ur og mikil nauðsyn á að fá ná- kvæmar lýsingar á kvennamálum forsetans og afbrigðilegu kynlífi hans og með hvaða hafnaboltaliði eiginkona hans heldur. Þegar fólk er orðið konunglegt eða hlýtur keisaratign í augum heimsins á múgurinn hcimtingu á að vita um öll þeirra viðvik, hvernig húfu Hill- ary gengur með og hvernig sund- bolur Dorrit er á litípn. iaT>. .i.iii. r. i’J i .on ut . r.i/iv .niöyjg^u'/ yiun'if, iddí.i po Pu. Á að innheimta vegtoll á Hellisheiði til aðfjár- magna uppsetningu lýs- ingar á leiðinni? (Ámi Johnsen 1. þingmaður Sunnlendinga hejur varpað fram þessari hugmynd til að flýta framkvæmdum, en þær eru taldar kosta tim 200 millj. kr.) Kristján Einarsson forseti bæjarstjórmr Árborgar. „Það kemur vel til greina, en verulega er farið að há byggðum hér fyrir austan fjall að ekki er búið að breikka veginn austur og setja upp lýs- ingu. Þær framkvæmdir mætti vel fjármagna með veggjaldi, rétt einsog við borgum fyrir að fara Hvalfjarðargöngin. Reyndar hef ég fulla trú á því að í þessar framkvæmdir verði farið alveg á næstu árum.“ Þórir Erlingsson veitingamaðurCaféLefollii á Eyrar- bakka. „Ég tel lýsingu Hellisheiðar ekki aðkallandi í bráð, meira ligg- ur okkur á því að Þrengslavegur- inn verði breikk- aður. Enda er hann svo mjór að fólk veigrar sér við að aka hann. Hugmyndin um vegtoll er þó góðra gjalda verð og á mörgum fjölförnum leiðum á hún fullan rétt á sér. Hellisheiðin er þar með talin. Ég býst við að Suður- strandarvegur milli Þorlákshafn- ar og Grindavíkur verði kominn árið 2005 og upplýst Hellisheiði komi þremur árum síðar.“ Katrín Helga Andrésdóttir héraðsdýrálæknir á Reykhlíð á Skeð- um. „Þvj trúi ég ekki að ísland sé svo illa statt að ekki sé hægt að setja upp Ijós á jafn fjöífarinni leið og Hellisheiði, án þess að vegtollar séu innheimtir. Þá sé ég fyrir mér sem aðferð til að fjármagna enn stærri og dýr- ari samgöngubætur. Þar á ég til dæmis við Hvalfjarðargöngin. Hinsvegar er brýnt út frá örygg- issjónarmiðum að lýsa upp Hell- isheiði en hvenær það verður fer út frá raunverulegum vilja stjórnvalda meðai annars við að fækka umferðarslysum." Gísli Páll Pálsson forseti bæjarstjómar í HveragerðL „Það fer eftir því hve hátt veggjaldið væri og hve miklu það skilar. Mér þætti til dærnis 50 króna veggjald á hverja ferð vera ástættanlegt. Innheimtufyrirkomulag skiptir líka máli, inntektin má ekki öll fara í innheimtukostnað. Mér finnst ómögulegt að segja til uni hvenær verður búið að koma upp lýsingu á Hellisheiði, þessu lof- uðu þeir fyrir kosningarnar 1991, 1995 og 1999 þannig að ,ég vjl,ekkert segja." . S3!>P.e/’WiC j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.