Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 2
ooo 18 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum." í Ijós- um, hljómum og boðskap jóla fáum við að setja okkur fyrir sjónir, og leggja okkur að hjarta heim og mannlífþar sem vilji Krists ræður, góð- vildin, umhyggjan, kærleikur- inn. Munum að það dýr- mætasta í lífinu kostar ekki neitt, “ segir herra Karl Sigur- björnsson biskup. Hátíð fer að höndum ein „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum,“ segir þjóðvísan gamla sem Jóhannes úr Kötlum gerði að hrífandi jólaljóði, jólasálmi. Hann hefur hljómað víða um þessa aðventu sem oft áður og vakið gleði og eftirvæntingu til þeirrar hátíðar sem er engu lík, hughrifa og helgi. Mikið væri Iífið snautt án jóla, skammdegið dimmt og dapurt. Laust fyrir upphaf aðventu birtist fréttapistill um það að myndum af Jesú Kristi hafi ver- ið úthýst úr Kringlunni, af því að þær pössuðu ekki við jóla- skrautið á þeim bæ. Listamað- urinn fékk þá leyfi til að setja myndirnar upp í fjárhúsinu í Húsdýragarðinum. Eg gerði mér ferð til að skoða þær í fjár- húsinu, það var alveg Ijóst að þær sómdu.sér vel þar, og bet- ur en hugsast gat í glysheimi verslunarmiðstöðvarinnar. Mik- ið hefði verið vel við hæfi að flytja messu þarna í fjárhúsinu innan um kindur og kýr, og undirstrika á þann hátt hina áhrifaríku jóiapredikun sem í þessari uppákomu fólst. Þetta er svo skýr áminning þess að saga jólaguðspjallsins er sígild, atburðir hinnar fyrstu jólanæt- ur endurtaka sig enn og aftur í mannheimi. Fjárhúsjatan í Bet- lehem varð fyrsta hæli frelsar- ans á jörðu, vegna þess að hon- um var úthýst úr mannabú- stöðum. Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum, Ijósið skín í myrkrinu en myrkrið meðtók það ekki. Þannig lýsir bókin helga þessari staðreynd jólanætur, sem endurtekur sig. Ljósinu er hafnað, kærleika og trú er vísað á bug, jatan varð fyrsta hæli Krists og Ioks kross- inn. Kristur er lifandi máttur Við höfum gert Krist að glans- mynd og jólaguðspjallið að hugljúfu ævintýri. En Kristur er ekki glansmynd, ekki einu sinni falleg mynd, listaverk. Hann er lifandi máttur, lifandi staðreynd að verki í heiminum okkar. Það er óvíst að sú mynd, sú staðreynd, rími við jóla- skraulið, eða lífsmáta okkar. En það er líka hugsanlegt að mynd hans lýsi þar í gegn, líka þar, og að í ys og önnum jóla- halds sé hann líka í nánd, að minna á sig. Ég sé það í barns- Iegri gleði, í hlýju og um- hyggju, í vilja til að láta gott af sér leiða, í viðleitni til að Iáta fegurð, birtu og góðvild setja mark sitt á umhverfi, um-. gengni, samskipti. Allt líf Jesú, öll hans orð og verk áttu þá viðmiðun sem var breytni manns við þá sem út- hýst er, þá sem eru skuggameg- in í lífinu, skugga syndar, sorg- ar og þjáningar. Hann kenndi okkur með ótal dæmisögum, prédikunum og lífsmáta sínum að eini óræki mælikvarði trúar á guð sé sá hvernig við komum fram við það fólk sem hann kallaði sín minnstu systkin. Það er alveg ljóst að aldrei erum við eins rækilega minnt á þann þátt og um jól. Enginn atburður í þjóðlífinu er eins al- tækur og jólahaldið. Þjóðlífið allt er undirlagt, og allt ber að sama brunni, við viljum gleðj- ast og umfram allt gleðja aðra um jól. Líknarfélög og mann- úðarsamtök njóta athygli og velvildar meiri um aðventu og jól en í annan tfma. Við erum gjafmildari, fórnfúsari, um- hyggjusamari en ella. Það er staðreynd og vottur um áhrif hans, sem í fjárhúsinu fæddist og tímatal okkar er miðað við, frelsarann Krist. Söfnunarféð bliknar Því miður virðist nú samt að það sé vart nema molar af nægtaborði því sem við reiðum okkur sjálfum. Að umfram allt séum við að dekra við okkur sjálf, gefa umfram allt okkur sjálfum og okkar nánustu. Ég sá því haldið fram að í jóla- mánuðinum séu seldar eitt- hundrað sjötíu og fimmþúsund máltíðir á svo kölluðum jóla- hlaðborðum. Þar snæðir land- inn fyrir andvirði sex hundruð milljóna króna, og þá eru drykkir ekki meðtaldir. Við þessa viðmiðun bliknar söfnun- arfé Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðra- styrksnefndar og annarra líkn- arsamtaka. Fjármunir sem veitt er til þeirra sem minnst mega sín, þeirra sem velsældin fer fram hjá og góðærið úthýsir gjarna. Fjármunir sem gefnir eru af góðum hug og heilu hjarta, verða samt ekki nema afgangar jólahlaðborðsins stóra, allsnægtanna. Kristur, barnið í Betlehem, sem fátæk móðir lagði í jötu fjárhússins, af því að ckki var rúm handa þeim meðal manna, er dómur yfir þessum lífsstíl sjálflægni, sjálfsdekurs og græðgi. Barnið sem markaði svo djúp spor í veraldarsöguna og vitund mannkyns, að tíminn er talinn út frá honum, og mið- aður við fæðingu hans, ár okk- ar öll, aldir og þúsaldir. I boð- skap hans er fólginn vegurinn út úr ógöngum sjálfselskunnar, sannleikurinn um líf og heim, guð og mann, lífið eilífa. Oll þurfum við að spyrja okkur sjálf, sem einstaklingar og sem samfélag hvort við séum í raun og veru tilhúin að bjóða Kristi inn til okkar, að borðum okkar, í hjörtu okkar. Kærleikur kostar ekki neitt „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum." I ljós- um, hljómum og boðskap jóla fáum við að setja okkur fyrir sjónir, og Ieggja okkur að hjarta heim og mannlíf þar sem vilji Krists ræður, góðvildin, um- hyggjan, kærleikurinn. Munum að það dýrmætasta í lífinu kostar ekki neitt. Og það kem- ur aldrei fram á kortareikningi eða bankayfirliti. Hlýhugur, kærleikur, glatt viðmót, bjart bros, tillitsemi, virðing, á ég að halda áfram? Nei, þú veist við hvað ég á. Þessa strengi vill Kristur hræra, næra, glæða og styrkja. Og við þurfum svo sannarlega á þessu að halda, fjölskyldur okkar, landið okkar, heirjrurinn okkar. Hlustum því eftir því um þessi jól, og líka eftir að jólin eru að baki. Lát- um það riá valdi á okkur og lýsa okkur. Gleðileg jól. Karl Sigurbjörnsson. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.