Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 6
22 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Kirkjan er i grunninn mjög umburðarlynd og sein tii vandræða og sein til að valda fóiki vandræðum. Efþjónar hennar lenda í ógöngum þá er hún sem betur fer ekki eins og harðskeytt kapítalistískt fyrirtæki sem er byggt upp sem brattur pýramídi þar sem menn eru miskunnarlaust skornir niður við trog efþeim verður eitthvað á. En hana hefur skort úrræði til að færa menn til sem hafa lent í ógöngum. Hún virðist ekki hafa uppgötvað gula spjaldið, hvað þá það rauða, “ segir séra Úrn Bárður Jónsson. myndir: þök Þjóðin unir ekki órétti Hálendið, kvótamálin, gagna- grunnurinn - og ritskoð- un? Séra Örn Bárður Jónsson spjallar um þjóðmálin og rifjar upp smásöguna frægu um forsætisráðherrann sem ætlaði að selja Esjuna. Séra Orn Bárður er fæddur og uppalinn á Isafirði, þar sem fað- ir hans var kaupmaður og at- vinnurekandi, sonur Salóme Guðmundsdóttur og Jóns Ö. Bárðarsonar. Faðir hans stofnaði Þakpappaverksmiðjuna hf. í Garðabæ með bróður sínum í kringum 1953. Örn Bárður lauk prófi frá Verzlunarskólanum og lærði svo endurskoðun. Arið 1972 stofnaði hann íyrirtækið Silfurtún hf. með íjölskyldu sinni og var framkvæmdastjóri þess í fimm ár. Hann starfaði með samtökun- um Ungt fólk með hlutverk og segist hafa hrifist af áherslunni á trúarlega upplifun, að guð sé lifandi guð, ekki bara fjarlægur, þögull skapari „heldur guð sem þú talar við og talar til þín og þú uþþlifir 'kærleikssamþand' við. ".iAAu mgriog Það má segja að svonefnd Náð- argjafavakning hafi vakið mig til vitundar um trúna þannig að barnatrúin sem blundaði í mér hafi fengið næringu. Fræið spíraði og varð blóm.“ Samkomurnar í Grensáskirkju voru líflegar, fullt hús í hverri viku og alltaf mikið að gerast. Örn Bárður segir að umhyggjan hafi verið mikil. „Fólkið hjálpaði hvert öðru. Menn tóku að sér þá sem áttu bágt, mynduðu vin- áttutengsl, báðu fyrir fólki - þarna Ieystist úr læðingi allt þetta góða sem maður les um að hafi fylgt frumkirkjunni. Síðan var maður settur í gegnum ákveðna trúarlega þolraun í guð- fræðináminu og glímdi við flók- in mál og auðvitað varð í því ákveðið uppgjör.“ Óx út úr hreyfingunni - Að hvaða leyti? „Guðfræðin er að vissu leyti þolraun þegar þú situr við það í fimm ár að spyrja krítískra spurninga um trúarefni. Þolir trúin þá rýni og krítísku um- ræðu. Nánast allt er brotið nið- ur. Ef trúin þolir það ekki er hún ekki mikils virði. Eg kom úr hreyfingu sem leggur rnikla áherslu á Biblíuna og tiltekin trúarsannindi. Uppgjörið við hreyfinguna fólst mest í því að sjá hlutina í víðara samhengi en gengur og gerist hjá fólki sem les Biblíuna þrengri skiln- ingi. Samfélagið í hreyfingunni var fremur einhliða þannig að ég óx>út úr hreyfingunrii en hef Jiilýl ÍÍBfl Uíiíj ói i Cl'jrl gd .guh auðvitað í reynslu minni margt ákaflega gott og gefandi sem hefur skapað ákveðna kjölfestu í trú minni. Sem vígður þjónn kirkjunnar er ég ekki einn á báti, maður er í samfélagi presta og leikmanna og lifir og hrærist í þjóðfélaginu. Það „Mér hugnast til dæmis ekki að vera flokksbund- inn, að vera sagt hvernig ég á að kjósa eða hvað ég á að gera. Það er hryggilegt að fylgjast með þingmönnum þessa dagana, sem margir hverjir virðast selja sannfæringu sína fyrir völd og áhrif í flokki sín- um. Þeir þora ekki að vera á móti foiystunni." auðvitað bæði þroskar og breyt- ir manni. Árin á Biskupstofu voru líka mjög gefandi og gáfu nýja sýn á kirkjuna og innviöi hennar, stjórnkerfið og vanda kirkjunnar. En þau voru líka erfið.“ Örn Bárður lauk guðfræði- prófi 34 ára og var þá vígður til þjónustu, fyrst í Garðabæ og svo í Grindavík. Síðustu níu árin héfu r h30*111 ‘Stáffaðj.á' Bískj ibunhrl nnio go nncnadóin upstofu, fyrst sem verkefnis- stjóri safnaðaruppbyggingar jafnhliða því sem hann lagði stund á doktorsnám í safnað- arfræðum í Bandaríkjunum sem hann lauk 1995 og síðan sem fræðslustjóri kirkjunnar. Hann er nú prestur í Neskirkju í námsleyfi séra Halldórs Reyn- issonar. Talið leiðist að mark- aðssetningu kirkjunnar og Örn Bárður lýsir [jeirri skoðun sinni að kirkjan þurfi á öllum tímum að huga að því hvernig hún kemur sér á framfæri. Gera viðskiptin ekki að guði sínum „Mér finnst þátttaka mín í við- skiptalífinu hafa gagnast mér vel í prestskap og kirkjustarfi," segir Örn Bárður. „Málið er að láta ekki viðskiptin verða að guði sínum,“ heldur hann áfram. „Kirkjan hlýtur að láta sig við- skiptalífið varða á sama hátt og manneskjuna í öllum störfum. Við sjáum hvernig viðskiptalífið er að gjörbreyta heiminum. Hin svokölluðu markaðsöfl eru að verða alls ráðandi og allt á að leysa með hagfræðiformúlum. Það má ekki gleyma því að í þjóðfélaginu er lifandi fólk með tilfinningar sem hagfræðifor- múlur taka lítið sem ekkert tillit til. Viðskiptalífið þarf aðhald eins og allt annað í mannlegu samfélagi, aðhald siðvitsins. Það þarf alltaf að vera jafnvægi milli viðskiptalífsins og hins siðferði- lega boðskaps. B'Þetta1 kHstallaisf núna *íú lim- i;[rl cifilh mu filqblz öfi öióovjfc ræðunni um hálendið, gagna- grunninn og sjávarútveginn. Menn taka ákvarðanir einhliða án þess að því er virðist að hugsa um fólk af holdi og blóði og tilfinningar þess. Mér finnst kirkjan hafa mikið að segja í þessu samtali við stofnanir þjóð- félagsins. Hún stendur vörð um gömul, eilíf gildi og það þarf að spegla alla umræðuna í þeim. Það er kannski eina kjölfestan okkar." Hefur ekki uppgötvað gula spjaldið - Ertu að segja að kirhjan fmrfi að segja skoðun sína i auknum mæli... „Alveg hiklaust. Henni er ekk- ert mannlegt óviðkomandi, ekk- ert skapað. Hún er þjóðfélags- hreyfing, byltingarafl, mannrétt- indastofnun, brjóstvörn réttlæt- is. En kirkjan er stundum sein til að bregðast við vandamálum. Ég hef stundum sagt að kirkjan sé eins og risastórt skip sem verður ekki snúið á punktinum. Það er gefin skipun um að taka beygju. Sú skipun er Iengi niðri í vélarrúmi, svo er byrjað að beygja og þá er tekinn stór sveig- ur og það tekur langan tíma að komast á nýja stefnu. Kirkjan er kannski svifasein en hún reynir samt að fylgjast með. Hún hefur alla tíð nýtt sér tækni og nýjung- ar. Nú er kirkjan í vaxandi mæli að tileinka sér tölvu- ogupplýs- ingatæknina. Á síðustu árum framleiddi kirkjan til dæmis 90 sjótlýárjtóiþættii fyrir.börni^- oi-j-. n i filíðBfiiqÍjIaóiv ‘ifiv i.Ji-jtl .fiiý-id Guðrún Helga Sigurðardóflir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.