Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 29 L Stundin okkar. Stúlkan sú sem hér sést, sem er nú orðin harðfullorðin kona, var á upphafsárum Sjónvarpsins, ásamt hrafninum sem er með henni á myndinni, stjarna í Stundinni okkar, barnatíma Sjónvarpsins. Hvað var þetta tvíeyki kallað? Þórbergur. Meðal margra góðra bóka Þórbergs Þórðarsonar er meistaraverkið Sálmurinn um blóm- ið, þar sem fjallað er „um líf lítillar manneskju í þessum háskalega heimi," einsog sagði í ritdómi. Hvað nefndi Þórbergur stúlkuna sem var aðalsögu- persónan (þessari bók? Ásgeir. „Trúin á þjóðina, traust á almenning, er grundvöllur stjórnskipulags vors,'1 sagði Ásgeir Ás- geirsson þegar hann tók við embætti forseta Is- lands. Hann var annar forseti lýðveldisins. Fólkið velur forsetann, voru einkunnarorð stuðnings- manna Ásgeirs í hatrömmum kosningum þar sem hann sigraði með naumum meirihluta. Á hvaða árum var Ásgeir forseti íslands? Davíð. Haustið 1919 sendi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi frá sér sína fyrstu Ijóðabók. Bækur Dav- íðs urðu margar, en um Davíð sagði Halldór Lax- ness að hann hefði lifað;....í þeirri Ijóðlist sem var einsog töluð út úr hjarta þjóðarinnar." Hvað hét þessi fyrsta bók Davíðs og hvar er Fagriskógur, bærinn sem hann kenndi sig við? Helgafell. Um fell þetta hafa sagnir spunnist, en þjóðtrúin ráðleggur þeim sem ætla að ganga á það í fyrsta sinn að þeir skuli hefja göngu sína frá leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur og sé ekki litið aftur né orð talað á leiðinni geti maður fengið uppfylltar þrjár óskir sínar, þó aðeins að þær séu góðs hugar, engum sagðar og að biðjandinn snúi í austur. Hvar á landinu er Helgafell? Vala. Sú frækna stúlka, Vala Flosadóttir, hefur heillað þjóðina uppúr skónum fyrir frækin íþrótta- afrek sín og ekki síður prúðmannlega og látlausa framkomu sína. I hvaða grein keppir Vala og í hvaða sjávarþorpi fýrir vestan er hún uppalin, þar sem faðir hennar er sóknarprestur? LAND OG ÞJÓD Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Sem fyrr er í þættinum Landi og þjóð efnt til jólagetraunar þar sem í boði eru góðar bækur. Það er að þessu sinni Nýja bókafélagið Þjóðsaga sem leggur til vinningana, sem eru góðar bækur sem for- lagið sendir frá sér fyrir þessi jól. Þetta eru Bók aldarinnar eftir frétta- mennina Gísla ð'Iartein Baldursson og Olaf Teit Guðnason, Moskvulfn- an eftir Arnór Hanni- balsson og Nú heilsar þér á Hafnarslóð eftir Aðalgeir Kristjánsson. Eru bækur þessar í nokkru samræmi við efni þessara þátta, fjalla um landið og þjóðina. Svör við þessum tólf spurningum skal senda fyrir 19. janúar næst- komandi og utanáskrift- MOSKVU * LÍNAN Dagur, Land og þjóð - jólagetraun Strandgötu 31, 600 Akureyri. Jafnframt má senda svörin á faxnúmer- ið 460 6171 eða á á netfangið sigur- dur@dagur.is, þá ekki sem viðhengi. Svör: 1.____ fslenski hundurinn. Við þekkjum öll íslenska fjár- hundinn, sem er með uppsperrt eyru og hringaða rófu og er „lifandi listaverk" einsog Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra komst eitt sinn að orði í þingræðu. Hvað hét hundur Gunnars Hámundar- sonar sem segir frá í Njálu, en hundurinn var drep- inn um leið og Gunnar í atlögunni miklu á Hlíðar- enda? Á Saurunt. Á útmánuðum 1964 fóru miklar sagnir að spinnast um eyðibýli það sem hér sést, þegar undur og tákn fóru þar að gerast og leirtau og húsmunir að færast þar úr stað án þess að mann- leg hönd kæmi nærri. Atburóir þessir áttu sér þó jarðbundnar skýringar þegar málið var krufið til mergjar. Hvar á landinu eru Saurar? Akureyrarkirkja. Yfir miðbæinn á Akureyri gnæfir kirkjan glæsilega sem upp að eru 113 tröppur. Kirkjan er alla jafna aðeins kölluð Akureyrarkirkja, en stundum er hún lika kennd við prestinn og þjóðskáldið sem þjónaði á Akureyri frá 1885 til 1900. Hver var hann? Auður. Líf og starf Auðar Auðuns varð til að marka djúp spor í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna, en hún var borgarstjóri í Reykjavík 1959 og 1960, ásamt Geir Hallgrímssyni, og ráðherra 1970 - 1971 og varð fyrst íslenskra kvenna til þess að gegna ráðherraembætti. Hvaða ráðherraembætti gegndi hún? 2. 3,. 4,. 5, 6, 7, 8, Flugmaðurinn. Hann var einn fræknasti flugkappi landsins og flaug þangað sem aðrirtöldu ekki fært, einkum þegar nauð lá við og sjúkir þurftu að kom- ast undir læknishendur. Var flugmaður þessi fyrir vikið stundum nefndur „líftrygging fólksins í land- inu“. Hann lést í flugslysi árið 1973. Hver var hann? Skemmtiparið. Þessir félagar, búktalari og brúðan hans, voru fyrir um 40 árum einir vinsælustu skemmtikraftar landsins. Búktalar- inn er nú látinn fyrir nokkrum árum og brúðan er komin á Þjóð- minjasafnið. Eftirlíking þeirra sást í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu, þar sem þeirvoru nefndir Ingvar og Gylfi. Hvað hét þetta skemmtipar? 9, 10, 11, 12, Nafn: Heimili:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.