Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 9
 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 25 JÓLALÍF/Ð í LAND/NU Hvaðan kemur jólasveinninn? Rauðhvíti jóiasveinninn sem þrammar ávallt inn í líf okkar í desember samhliða hinum íslensku grýlusonum á ættir sínar að rekja til heilags Nikulásar er var erkibiskup á svæði sem nú er hluti af Tyrklandi. Heilagur Nikulás er iðulega talinn hafa verið uppi á 4. öld en næstu aldir urðu til margar kraftaverka- sögur af erkibiskupinum. Nikulás mun hafa verið einn af vin- sælustu dýrlingunum hér í kaþólsku og það var á fyrri hluta 14. aldar sem ábóti á Munkaþverá setti saman sögu af dýr- lingnum. Við birtum hér valda kafla úr Nikulás sögu Bergs Sokkasonar sem annars vegar segja frá því hvernig heilagur Nikulás bjargar þremur ungum stúlkum frá því að gerast vændiskonur og er sú saga jafnvel talin vera upphafið að hin- um gjafmilda jólasveini sem við nú þekkjum. Hins vegar af konu er verður svo dolfallin yfir heilaga Nikulási að hún gleymir barni sínu í sjóðandi potti en fyrir kraftaverk Nikulásar kemst barnið óskaddað úr bullandi vatninu. Á þessari prentmynd frá síðari hluta 19. aldar kemur Sunnerklaas, eins og heilagur Nikuiás heitir í Austur-Fríslandi, rídandi meö gjafirsínar. Hinn alþjóðlegi rauðhvíti jólasveinn sem við þekkjum í dag spratt upp úr innflytjendabylgjunni til Nýja heimsins þar sem blönduðust saman hinn hollenski Sinterkiaas og sá enski Father Christmas. Heimild: Saga daganna eftir Árna Björns- son. Fátæki maður vill selja dætur sínar En er hann hefir þvílíka hluti að hræra ber svo til að einn kynstór-maður þar í borginni hefir svo gjörsamlega upp eytt öllu sínu góssi að með öngu móti hefir hann líkamlegt viðværi. Hann hafði forð- um verið fullríkur að fjárhlutum, en sakir vangeymslu og vondrar ógiftu er hann nú orðinn fyrirlitlegur sínum kumpánum. Hann átti þrjár dætur. Voru þær allar fríðar meyjar og stórlega vel ættaðar. En þó að þær væri vel bornar og fagurlega skapaðar, vilja eigi ótiginbornir menn í þenna punkt eiga þær, saldr þess að þær voru gjörsamlega fátækar. Má fátæki maður ekki meður því styðjast að nokkur vili með löglegum hjúskap hans mágur gerast. Því tekur hann mjög að reika sál- ugur í sínum hugrenningum, hvað hon- um muni tiltækilegast, þvf að honum verður þungur sinn kviðar hungur og hörmuleg öreign, því öllu framari sem hann hafði áður verið sællffari og ríkari. Það staðfestist með honum þann tíma sem hu[n]gurinn herðir að öllum megin, að hann muni gefa upp dætur sínar til saurlífis sameiginlegrar lostasemi hverj- um sem vildi, til þess að af þeirra ófögr- um afla megi hann sitt vesællegt líf nokkurn veg næra. Og sem hann hefir þetta óráð upp kveðið, flýgur þetta og fer þegar í stað um alla borgina, svo að hver segir öðrum hvað þessi vesælingur ætlar til ráðs að taka. Hvar staður aefst penningum Nicholai Nú sem heilagur guðs vin Nicholaus heyrir greinda ófrægð sampínist hann hjartalega þeim auma manni, er orðinn var fyrir svo miklu áfelli. Það stangar og sárlega innan ef svo kyngöfugar meyjar skulu seljast til hórunar þvers í móti guðs lögmáli. Því hugsar hann innvirðulega, að hér mun gefast staður nokkurum hans penning til hugganar fátækum föður en frelsis meyjanna, hvar fyrir hann gerir sig ráðinn til að hugga fátæki þeirra, leyni- lega allra saman með sínum ríkdómi, að góðar meyjar firrist fúllífi; hér með er hann svo einráðinn að hafa öngan vit- orðsmann þessa verks, utan einn guð, svo framt að eigi þeim heldur er ölmusuna þarf vill hann trúa. Því hugleiðir hann smásmuglega hvern tíma hann megi til fara að fullkomna sinn vilja. Nicholaus algerandi gott verk Nú í biðstundartíma ölmusunnar setur meistarinn þess háttar orð af sínum klerkdómi til áeggjanir að ei hindrist of mjög framkvæmd hjálparinnar: „Heyr þú, heilagur guðs þjónustumaður Nicholae", segir hann, „dvel ei þína góðfysi. Tak brott sem skjótast fátækt föðurins og leys mildlega hórunarskemmd dætranna. Þín hugskotsjörð er hér til fáguð með heilög- um rist[li], gangi [fram] í tvcfaldan ávöxt, að af einu hrauði scðist hungranda fá- tæki, en af öðru leysist meyja portlífi. Byrg eigi lengur, sæll Nicholaus, þann ágætis akur sem vor herra hefir plantað í þínu blessaða brjósti, er fullkomlega er frjáls af öllu illgresi. Tak upp þinn thes- aur er fagnandi fyllist meður ríkdómi mildinnar. Óttast eigi héðan af orðlofs- götu alþýðunnar, því að syndalogi brennir eigi það góss út gefið sem almáttigur guð Iofar og sínu valdi þægilegt gerir, og það smíði hræðist eigi eilífan eld sem upp er reist af hæsta höfuðsmið. Nú, þá sníð í sundur allar dvalir, sæll Nicholaus, alger- andi gott verk að menn sjái þína gjörð, og enn heldur skili þína dygð og dýrki föður þinn allsvaldanda, himneskan, öllu stýranda án enda ríkjanda.“ Hér lætur Nicholaus síga inn gullið til fátæka manns Þessi áminningarorð meistarans fyllir sæll Nicholaus með sannri góðfysi, því að nokkura nátt sem aðrir menn eru í svefni heldur hann vöku fyrir sér, stendur upp síðan kyrrlega af sæng sinni, takandi gull mikið af sínu góssi sem áður hafði hann til búið, bindandi það í einurn dúki, gengur síðan fram eftir staðnum sem honum var allt kunnigt, fer þar til hann kemur að húsi fátæka manns. Hann gengur umbergis að hyggjandi smá- smuglega hversu hann fái ölmusuna fram selt, svo engi megi vís verða og því næst finnur hann einn glugg lágan og skaplega mikinn á herberginu, lét þar síga inn féið hóglega, brott farandi síð- an leynilega. Fátæki maður finnur gullið Nú sem morginn kemur rís upp hinn fá- tæki maður, finnandi sk[j]ótlega gullið; dylst þó við í fyrstu hvað vera mun og leysir síðan dúkinn, en síðan hann sér hvað um er, fyllist hann með svo mikl- um fagnaði og svo margfaldar þakkir gerir almáttkum guði, sem hver og einn má skjótast undirstanda með fám orð- um, fyrir þau tár er gleðinnar mikilleik- ur fram hleypti af hans augum, því að hann skilur sig huggaðan fyrir guðlega mildi og firrðan eilífu brigsli. Er nú þegar svo komið hans kosti að maður velst til að hiðja dóttur hans. Gerir hann með guðs lögum, giftandi elstu dóttur sína með þeirri heimanfylgju sem ástvinur himnakonungs hafði honum gefið í ölmusu, dragandi af nokkurn part sér og tveimur dætrum sínum til atvinnu, hér með eftir Ieitandi alla vega lágt og opinberlega við hvern mann er hann átti orð á festa, hver sá mun vera er svo góðmannlega hafði leynst til hans herbergja. En þess verður hann vís með- ur öngu móti, því að þessa háttar trúnað- ur var undir engis manns tungurætur lag- inn í borginni. Nú sem hann hefir lengi í fengist að verða hér um nokkurs vís, gerir þjónustumaður Jesú líristí, sæll Nicho- laus, enn sem fyrr, leggjandi honum jan- fmikið gull meður sömu aðferð í alla staði sem áður var greint. Erkibiskupvígsla Þann tíma snemma dags sem herra Nicholaus electus er í kirkju kominn og biskupar búnir til þjónustugerðar, var ein kona þar innan bæjar er laugaði barn sitt með þeima hætti að hún setur eina stóra pönnu á eld, mátulega fulla með vatni. Tendrar hún síðan eldinn upp með þurr- um skíðum er hún hafði til borið, og svo sem flótt er orðið á pönnunni, lætur hún barnið þar í koma, temprandí svo móður- lega eldsneytið að barninu var mátulegt. Og sem hún hefir skíðin að sér lesið fram til eldsins og situr sem áður var greint, heyrir hún ldokkur við kveða í staðnum með hátíðlegri gleði, og því næst kemur maður inn farandi í herbergið, sá er henni boðar fagnað borgarinnar, að nú vígist voldugur herra Nicholaus Mirrensis erkibiskup. En við þessa sögu verður kon- an svo glöð og fylld meður fagnaði, að hún gleymir því öllu er áður gjörði hún. Sprettur hún upp frá eldinum þegar í stað að fyrirlátnu barninu, rennandi fram til kirkjunnar sem hvatast mátti hún. Er þá byrjuð vígsluþjónusta virðulegs Nicho- lai. Bíður hún staðfastlega allan tíma, þar til er embættið lyktast fagurlega á þeim signaða degi. En eftir það gjört kemur henni til minnis hversu fljótlega hún hef- ir skilist við barnið geymslulaust á eldin- um og rennur þangað til með öllum skunda. Er þar sú skipan á orðin að eld- urinn hefir brunnið fram að skíðunum og síðan Iesið [sig] svo, að nú stendur pann- an í einum loga, glóandi utan en vellandi innan, svo að kastar í. Situr þar barnið í vellunni glatt og ósakað, leikandi sér við bárurnar er að því risu fyrir uppkast vell- unnar. Og er móðirin sér þvílíkt stór- merki, grípur hún pönnuskaftið, renn- andi fram meður öllum flýti á strætið með kalli miklu og háreysti, sýnandi pönnuna með sínum farmi, boðandi lýðn- um að sjá þar ný stórmerki. Gjörðist nú þegar mikill fagnaður í guðs fólki, því að allir skildu fyrir konunnar framburð, inn- virðulega, að þessi hlutur var af guði gef- inn fyrir vald og verðleika hins nýorðna erkibiskups. Gleðjast nú hiskupar af blessuðum feður og félaga nýlega gefnum sinni sveit himnesklega. Fagna prestar og klerkar því að þeir skilja sér gefið elsku- legt faðcrni. Allur lýður samfagnar sem góður smali undir góðum hirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.