Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 20

Dagur - 23.12.1999, Blaðsíða 20
36 - FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 ry^ur bjartmar guðlaugsson strik Lfkt og til að mynda KK og Flateyringurinn Siggi Björns hefur það orðið Bjartmari Guðlaugssyni að stórum til- gangi í lífinu að gerast far- andsöngvari og það í víðara skilningi en Islandi viðkem- ur. Líkt og Siggi bjó Bjartmar í Danmörku um árabil spil- aði þar og gaf út eina plötu, auk þess að sinna námi í myndlist. Með KK á hann svo ennfremur það sameigin- legt að vera fluttur heim að nýju, fyrir meir en ári. Það sem svo í ofanálag er Iíkt með honum og KK, er að þeir hafa báðir náð á efsta stall heimafyrir hvað vin- sældir snertir. Munurinn á því er hins vegar sá að það gerðist hjá KK eftir að hann fluttist heim, en áður en Bjartmar fluttist út. Byrjunin á því hjá Bjartmari var auð- vitað samstarfið við Pétur Kristjáns, Sextán ára í sam- búð, og allt það, en allt varð svo hreinlega „vitlaust" með „barnaplötunni" I fylgd með fullorðnum frá 1987, sem m.a. innihélt Mömmu sem meikar og geiflar alltaf munninn o.s.frv er örugglega var eitt vinsælasta lag ársins 1987. Næsta plata á eftir, Með vottorð í leikfimi, varð sömuleiðis vinsæl. Munu þessar tvær plötur hafa selt í samanlagt um og yfir 20.000 eintökum. En eins og stundum vill verða „gleymdist" Bjartmar nánast fljótlega eftir þetta, þó langt í frá væri að hann væri búinn að leggja upp laupana í tónlistinni. A þessum áratug hafa t.d. komið frá honum plöturnar, Engis- sprettufaraldur Haraldur og Bjartmar, ágætisplötur, sem þó hafa ekki farið ýkja hátt. Nú fyr- ir jólin var Bjartmar svo að senda frá sér nýja plötu, tíu laga sem hann kallar Strik. Þar að- stoða hann m.a. gamlir kunn- ingjar á borð við Ásgeir Oskars og Haraldur Þorsteins og má segja um útkomuna að hún er hin ágætasta. Róttæknin og ádeilufestan með ákveðinni blöndu af fortíðarpælingum eru þarna fyrir hendi eins og oft áður hjá kappanum í textasmíð- inni, sem hefðbundin skandin- avisk/amerisk þjóðlagahefðin tónlistarlega svo undirstrikar. Með seinnitímaverk í huga, er Strik þvf í samræmi við þau og stendur sem slíkt bara þó nokk- uð vel. Með glettni og gárungsskap y í bland við Ijúfsára hlústakt- ana, er víst óhætt að segja að þeir kumpánar Magnús Eiríksson og KK, Kristján Kristjánsson, hafi slegið í gegn 1996 er þeir tóku sig til og sendu frá sér plötuna ómissandi fólk. Svo ólík lög sem titillag plötunnar og Óbyggð irnar kalla, lag í stíl við dægurmenningu fimmta áratugarins, tóku landsmenn traustataki og hafa til þessa dags verið mikið spiluð á út- ^ varpsstöðvum landsins. Nú er svo komin eftir nokkra töf önn- ur platan þeirra, Kóngur einn dag, sem segja má að uppfylli í meginatriðum þær væntingar sem til hennar eru gerðar. Ásamt titillaginu (eins konar arftaka „Óbyggðanna") eru þarna glæst lög á borð við Seinna, seinna, Kvótinn, Annan sjéns og Einn dag í einu (sem Magnús tileinkar nýlát- inni eiginkonu sinni) allt lög sem auðveldlega festast í sinni. Með þeim tveimur á plötunni leika þeir Eyþór Gunnarsson, Haraldur Þorsteinsson og Ás- geir Oskarsson og er Eyþór jafnframt með í upptöku plöt- unnar. Er þetta plata sem fylgir forveranum vel eftir og sker sig svo frá honum líka hvað það varðar að vera öllu rafmagnað- ari, þ.e. Magnús lætur nú raf- magnsgítarinn tala og það með glans eins og við mátti búast. Þegar svona reyndir og góðir kraftar koma saman er ALLTAF von á góðu. Á sinn hátt eru þeir kóngar í sínu ríki. v. Páll Óskar ber titilinn „poppstjarna" með rentu. Djúpt ’áðí Poppstjörnur sem slíkar hafa á allra síðustu árum e.t.v. ekki verið svo margar, sem virkilega hafa verðskuldað að nefnast svo. En án nokkurs vafa hefur allavega einn borið þann titil með rentu hérlendis í seinni tíð. Að sjálfsögðu er hér átt við Pál Óskar. Með sinni vægast sagt opnu og sjálfsöruggu fram- komu h^fur Palli skapað sér slíkt orð, að aðrir verða eigin- lega ekki samanburðarhæfir. Á nýju plötunni, Deep inside Paul Oskar fer drengurinn nán- ast alla leið í tjáningunni, syng- ur um sínar innstu tilfinningar og,; skefur sannarlega ekkcrt utan af því, eða eins og titillinn ber með sér, þá er virkilega „djúpt aðí“. Lögin sem mest hafa verið spiluð í útvarpi, Deep inside og No one to love bera innihaldinu glöggt vitni, þó hið síðarnefnda sé Iíklegast hið rólegasta á plötunni. Diskó undir lok tuttugustu aldar er það annars í hnotskurn sem platan inniheldur og svipar að því leytí nokkuð til fyrstu ein- herjaplötunnar, Stuð. Svo er bara að sjá hvort þessi lög auk fyrri verða kappanum stökk- pallur til frekari afreka á heimsvísu. Engu að tapa Það er víst alveg hægt að fullyrða, að ekki nokkurn mann óraði fyrir því við hið hörmulega sjálfsvíg Kurts Cobain leiðtoga Nirvana, að annar meðlimur af hinum tveimur í sveitinni ætti eftir að ná næstum sömu vinsæld- um. Þctta hefur þó orðið staðreyndin með Dave Grohl og sveitina hans, Foo fighters. Það sem einungis átti að verða einkaplata Grohls, unnin í rólegheitum heima hjá honum á milli stríða með Nirvana, varð af fyrstu samnefndu plötu Foo fighters sem með skjótum hætti náði ævintýralegum vinsældum, 1995. skemmstu máli sagt hefur svo þessi velgengni haldið áfram þrátt fyrir nokkurt vesen með meðspilara og deilur við fyrirtældð. Eftir út- komu annarar plötunnar, The colour and the shape 1997, sem náði gríðarvin- sældum, innihélt m.a. ofur- ballöðuna Walking after you, voru reyndar blikur á lofti um að meir yrði vart úr öllu saman, en eftir að Grohl hafði gert upp við flest þessi vandamál, m.a. yfirgefið útgáfuna varð Ijóst að áfram yrði haldið. Afrakstur upptaka heima hjá Grohl síðustu mánuði var svo að koma út og ber hið táknræna heiti, There’s no more Ieft to loose, Engu að tapa í beinni þýðingu og erp Grohl og fé- lagar þar að gera riákvæmlega það sem þeim sýn-‘ ist, rétt eins og raunin var með fyrstu plötuna. Þeim svipar því saman, en þessi er ekki jafn hrá né e.t.v. fersk, en samt á köflum mjög lagvís og gríp- andi. Fyrsta smáskífulagið, Learning to fly er eitt og sér prýðis dæmi um það. 1 heild fin rokkplata, sem gefur hinum tveimur þ'tt ;eða ekfy*rt eftir.,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.