Dagur - 31.12.1999, Qupperneq 2

Dagur - 31.12.1999, Qupperneq 2
Á R A M íí TA Á 1/A R P ^ 18 - FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 Ai n r\ IV/ u 1/1/1 i//in r Við aldahvörf „Framsóknarfíokkurinn hefurmátt búa við bæði óvægna og ósanngjarna gagnrýni. Við höfum lifað það af og ætlum að halda áfram að starfa afþeirri sanngirni og réttsýni sem við höfum að leiðarljósi." Eftir því sem nær líður áramótum og árið 2000 rennur upp finnst mér það merki- legra með hverj- um deginum að ég skuli upplifa það að öldin sé senn að baki og nýtt árþúsund hefjist. Kannski eru þessi merki- legu tímamót aðeins sjónhverfing eins og margt annað og þegar upp er staðið sé þetta ekkert annað en tölustafir sem tákna misjafnlega merkileg ár, aldir og árþúsund. En þessar tölur fá okkur samt til að hugsa og það sem best er af öllu er að við hugsum meir um framtíðina en oft áður. Eg ætla ekki að gera tilraun til að hugsa hundrað ár fram í tím- ann hvað þá þúsund ár. Eg hef litla trú á að þar reynist ég sann- spár, en eitt er víst að sú hraða þróun sem við höfum orðið vitni að á síðustu árum og áratugum heldur áfram. Vísindamenn munu áfram uppgötva undur sem eru okkur óþekkt og enginn vafi er að maðurinn á eftir að ferðast út í himingeiminn, koma þar upp bækistöðvum og uppgötva ný undur og stórkostleg fyrirbæri. Krístíndómurínn sigraði Ef við eigum að meta hvað það er sem stendur uppúr á því árþús- undi sem nú er senn á enda er ég ekki í neinum vafa um að það er kristindómurinn og hin kristnu gildi sem skipta okkur mestu máli. Kristin lífsgildi hafa sigrað. Lífsviðhorf kristindómsins hafa reynst okkur ómetanleg og við verðum að hafa þau að leiðarljósi á nýrri öld. Við munum þarfnast þeirra í meira mæli en nokkru sinni fyrr til að samfélag okkar hafi umhyggju og samhyggð í garð allra þegnanna að keppikefli. Það er kærleikurinn, sem kristin trú boðar okkur, sem við þurfum að hafa að leiðarljósi. Lýðræðið og markaðshyggjan Það sem stendur uppúr á öldinni sem nú er senn á enda er sú stað- reynd að í lok hennar er það lýð- ræðið og markaðsbúskapur með heilbrigðri samkeppni sem hafa farið með sigur af hólmi. Lýðræð- ið hefur unnið sigur um allan heim og þau ríki verða sífellt færri þar sem leiðtogar og aðrir þjónar fjöldans eru ekki valdir í íýðræðislegum kosningum. Alls staðar þar sem lýðræðið er komið á er jafhffamt tekinn upp markaðsbúskapur. Nægir í því sambandi að benda á hin nýju ríki í mið- og Austur-Evrópu og í sjálfu Rússlandi vinna menn að því að koma á virku lýðræði ásamt markaðsbúskap, með mis- jöfnum árangri þó. Samhliða þessu er heimsvæð- ingin að verða sýnilegri og aug- ljósari. Landamæri eru að opnast. Þjóðríkið að verða veikara og sameiginleg viðfangsefrii heims- ins að verða fleiri og fleiri. En þótt lýðræðið hafi sigrað einræði og markaðshyggjan kommún- ismann er ekki þar með sagt að vandamáiin hafi horfið. Eitt mik- ilvægasta viðfangsefnið á nýrri öld er að draga lærdóm af þessum staðreyndum. Gallar markaðs- hyggjunnar Við vitum að markaðshyggjan færir okkur ekki aðeins verðmæti og velsæld. Fylgifiskar hennar geta jafnframt verið fátækt og miskunnarleysi. Miskunnarleysi sem ekki samrýmist kristnum lífs- viðhorfum og þess vegna verður ekki hjá því komist að setja henni einhver takmörk. Mér er úr vöndu að ráða og þar spilar alþjóðavæð- ingin stórt hlutverk. Frelsi í viðskiptum og írelsi fjár- magnsins gerir það að verkum að sérhvert fyrirtæki og sérhver þjóð verður að standast hina hörðu samkeppni. Það er því erfitt fyrir okkur ein að búa við aðrar reglur en gengur og gerist í kringum okkur og þess vegna er viðfangs- efnið alþjóðlegt. Hin harða samkeppni kallar á betri árangur og meiri hagnað. Þá gleymist oft að líta til annarra gilda sem einnig eru mikils virði en erfitt að meta til fjár. Það er því enginn vafi í mínum huga að stjómmál á fyrri hluta næstu ald- ar muni snúast um hvemig menn geta dregið úr göllum auðhyggj- unnar og kallað betur fram önnur verðmæti sem ekki er auðvelt að meta. Enginn vafi er á að kristindóm- urinn verður okkur þar sem oft áður besti förunauturinn. En hvað sem því líður verður mark- aðshyggjan áfram ráðandi afl og sigurför lýðræðisins heldur áfram. Hraðinn kemur til með að vaxa og alþjóðavæðingin fær meiri og meiri sess. Utanaðkomandi áhrif verða því ríkari í lífi okkar og það sem við fáum við ráðið sem þjóð kemur til með að minnka. Breytingin kallar á nyja hugsun Það er erfitt að sætta sig við þess- ar staðreyndir, en með því að við- urkenna þær þá getum við haft meiri áhrif. Með því að hundsa þær verðum við áhrifalausari. Þessar staðreyndir kalla á nýja hugsun og það er sú nýja hugsun sem við Framsóknarmenn höfum í huga þegar við nú höfum hafið starf við að enduskoða hug- myndafræði okkar og allt innra starf. Með því erum við ekki að gera lítið úr þeirri hugmyndafræði og þeim grundvallarreglum sem við höfum byggt allt okkar starf á á þeirri öld sem nú er scnn á enda. Hún hefur reynst okkur vel og við teljum að sú vinna hafi ráðið miklu um hver staða landsins er í dag. Þau viðfangsefni sem blasa við eru jafnframt heillandi. Þótt við- fangsefnið sýnist illleysanlegt þá skiptir öllu að takast á við það. Gera sitt besta. Allir þeir sem vilja leggja hönd á plóginn þurfa að láta til sín taka en jafnframt er nauðsynlegt að viðurkenna að hugmyndafræði kommúnismans og sósíalismans dugar ekki í þess- ari vinnu. Langflestir sem aðhyllt- ust þessar kenningar hafa viður- kennt þessar staðreyndir og það er nauðsynlegt að draga lærdóm af þeim mistökum. Alþjóðavæð- ingin, heimsvæðingin kallar á nýja sýn. Með henni er augljósara en nokkru sinni fyrr, að velferð okkar og öryggi byggir á góðri sambúð og samvinnu við aðrar þjóðir. Sameinuðu þjóðimar þurfa meira vald Hlutverk Sameinuðu þjóðanna þarf að breytast og þessi mikil- vægasta stofnun heimsins þarf að fá meira vald. Sameinuðu þjóð- imar gátu ekki gripið inn í þá skelfingu sem átti sér stað í Bosn- íu og í Kosovo. Aðeins Atlants- hafsbandalagið var megnugt að grípa inn í þá atburðaráðs. Sam- einuðu þjóðimar þurfa að hafa burði til að gera slíkt hið sama. Hörmungar víða í heiminum verða því miður á stundum ekki stöðvaðar nema með slíku valdi. A tuttugustu öldinni hafa meira en 100 milljónir manna týnt lífi sfnu í stríðum. Stríð geysa vfða í heiminum með hörmulegum af- leiðingum. Hér er ekki um einka- mál þjóða að ræða, hvorki í Afr- íku, Asíu eða Rússlandi. Þessar hörmungar em ekki neinum óvið- komandi, hvorki Islendingum eða öðrum. Við þurfum að leggja meira af mörkum til að tryggja friðinn og hjálpa fátækum þjóð- um til sjálfsbjargar og lýðræðis. Þessi þáttur verður vonandi gild- ari í starfi okkar á nýrri öld. Við hjálpum ekki aðeins öðrum með því, við aukum einnig sjálfsvirð- ingu okkar og sýnum í verki að við erum kristin þjóð. Samstarfið við Evrópu Erfiðasta viðfangsefni stjórnmála á næstu árum er að mínu mati að taka ákvörðun um það með hvaöa hætti er rétt fyrír okkur Islend- inga að starfa með öðrum Evr- ópuþjóöum. Við fundum því form með samningngm um hið Evr- ópska efnahagssvæði. Sá samn- ingur hefur reynst okkur vel en hann er að því leytinu til gallaður að hann stendur nánast kyrr. A meðan er allt á fleygiferð hjá Evr- ópusambandinu. Samningurinn tekur ekki breyt- ingum og engar horfur eru á því að svo verði. Það er líka ljóst að stofnanaþáttur hans með sjálf- stæðri eftiriitsstofnun og sjálf- stæðum dómstól er í hættu þegar ný ríki taka ákvarðanir um annað samstarfsform við ríki Evrópu. Vel er mögulegt að Noregur og Sviss gerist aðilar að Evrópusam- bandinu á næstu 10 árum. Við íslendingar þurfum að leggja mat á okkar stöðu við þess- ar aðstæður. Það mat verður ekki nálgast á grundvelli fordóma eða hræðslu við framtíðina. Hér er um mjög vandasamt mál að ræða og að mínu mati er engin sjáanleg Ieið góð. En það undanskilur okk- ur ekki ábyrgð á þeim skyldum sem við höfum í upphafi nýrrar aldar. Til þess að greiða fyrir þeirri umræðu sem þarf að eiga sér stað hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að taka saman lýsingu á okkar stöðu og þeim kostum sem við kunnum að standa ffamrni fyrir. Eg vona að þessi vinna geti orðið til gagns og íslenskir stjórnmála- menn tekist á við þetta viðfangs- efni. Að sinna skyldum Eg læt mér í léttu rúmi liggja dylgjur og ásakanir andstæðinga um að mönnum gangi eitthvað illt til og ekkert sé framundan nema svik við þjóðina. Það eru mestu svikin við þjóðina að takast ekki á við viðfangsefni og Iáta sem þau séu ekki til. Það væri álíka alvarlegt og þegar margir vildu neita staðreyndum í öryggis- málum Evrópu þegar Atlantshafs- bandalagið var stofnað og vildu einangra ísland frá þeirri þróun. Sagan hefur kennt okkur að þeir sem tóku vandasamar ákvarðanir þá voru ekki að svíkja þjóðina eins og þeir voru ásakaðir um. Þeir voru að sinna henni af þeirri trúmennsku scm þeir áttu til. Hinir sem voru á móti voru held- ur ekki að svíkja þjóðina. Þeir höfðu einfaldlega rangt fyrir sér og af þeim staðreyndum eiga menn að draga lærdóm. Því mið- ur er það svo að enn þann dag í dag erú til þeir stjómmálamenn sem vilja ekkert læra af sögunni og það er hörmulegur förunautur inn í nýja öld. Vandasöm verkefni Framsóknarflokkurinn hefur tek- ist á við mörg vandasöm verkefni frá stofnun hans. Hann hefur leyst þau flest hver með ágætum og hann hefur reynst gott tæki fólksins til að byggja upp betra og öflugra þjóöfélag. Þjóðfélag sem er einstakt í heiminum. Þjóðfélag þar sem ríkir meiri jöfnuður og meiri velsæld en alpiennt gerist í heiminum. Þjóðfélag sem á meiri möguleika en almennt gerist. Flokkurinn er albúinn að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við. Við höfum á síðustu árum verið að takast á við verkefni sem engum datt í hug að við þyrftum að takast á við fyrir tiltölulega stuttum tíma. Þar má nefna við- fangsefni eins og fiskveiðistjórn- unina, endurskipulagningu fjár- magnsmarkaðar, baráttu gegn vímuefnum, uppbyggingu iðnaðar og nýtingu fallvatna. Allt eru þetta mál sem miklar deilur hafa verið um. En það sem hefur rekið okkur áfram í þessum málum er cinlægur framfaravilji og óskin um að skapa hverjum og einurn möguleika til að lifa góðu Iífi. Oskin um að viðhalda því góða samfélagi sem við eigum og bæta aðstæður einstaklinga. Óskin um að viðhalda því velferð- arkerfi sem er betra en almennt gerist. Hvernig hefur tekist til. Jú, það hefur tekist vel til að flestu leyti og núverandi ríkisstjórn hefur skilað miklum árangri. Arangri sem ekki er alltaf metinn sem skyldi. Sá árangur er brothættur. Það er ekkert sjálfgefið að þróun- in haldi áfram óbreytt og það eru mörg hættumerki á lofti. Hættu- merki sem verður að taka mið af og við megum ekki ætla okkur um of og fórna þeim dýrmæta stöðugleika sem hefur komist á. I þeirri mikilvægu viðleitni mun reyna mjög á samtakamátt þjóð- arinnar á mörgum sviðum á næstu árum. Á réttrí leið Eg er sannfærður um að við erum á réttri leið. Við þurfum hins veg- ar að vanda okkur vel á næstu árum og freista þess að skapa sem besta sátt um vandasöm mál. Ef vel á að fara þurfa stjómmála- flokkamir að fá að njóta sín betur. Það þarf að ríkja meiri sanngirni í þeirra garð. Hin hömlulausa sam- keppni í íjölmiðlum hefur orðið til þess að vandvirkni er minni en áður og fréttir eru hreinlega bún- ar til með alls konar kjaftadálk- um. Þegar sanngimi minnkar þá veikist lýðræðið. Framsóknarflokkurinn hefur mátt búa við bæði óvægna og ósanngjarna gagnrýni. Við höfum lifað það af og ætlum að halda áfram að starfa af þeirri sanngirni og réttsýni sem við höfum að leið- arljósi. Við göngum bjartsýn til verks við upphaf nýrrar aldar. Við erum þakklát öllum sem hafa tek- ið þátt í vegferðinni með okkur og við vitum að við höfum enn verk að vinna. Við framfarasókn á nýrri öld er mikið verk að vinna og það er ávallt brýn þörf fýrir fólk sem vill taka þátt í stjórnmál- um. A þeim vettvangi geta menn unnið þjóð sinni mikið gagn. Ég þakka landsmönnum gott samstarf og óska hverjum og einum farsældar og hamingju á þessum merku tímamótum í lífi okkar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.