Dagur - 31.12.1999, Síða 10
26 - FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999
Tæknin leysir ekki
allan okkar vanda
Öldin sem er
að líða hefur
verið líkust
vísinda-
skáldsögu
og ekki sér
fyrir endann
á framförum í tækni
þjóða. Á næstu árum
munu framfarir í síma-
og fjarskiptatækni lík-
lega bera hátt. Lífskjör
verða væntanlega góð,
haldist sömu skilyrði, en
mikilvægt er þó að huga
að umhverfismálum
enda er bein fýlgni milli
þeirra og eðlilegs hag-
vaxtar. Sama má segja
um menntun.
Á engri öld sögunnar en þeirri
sem senn er liðin hafa orðið
jafn miklar breytingar. Fyrir
hundrað árum, þegar menn
kváðu hvatningarljóð til þjóðar-
innar, skrifuðu engir vísinda-
skáldsögur. Þær voru ekki til í
bókmenntum. En líkast til má
þó segja að öldin tuttugasta
hafi í raun verið líkust slíkum
skáldskap. Framfarir hafa orðið
í öllum veraldlegum efnum og
haft í för með sér miklar breyt-
ingar á lífsháttum þjóða. Og
áfram heldur veruleikinn að
breytast. Þannig verður Island
eftir hundrað ár orðið allt
öðruvísi en við þekkjum það í
dag og þarf ekki öldina til.
Dagur leitaði til nokkurra
málsmetandi einstaklinga og
spurði þá um ísland árið 2020.
Stórfækkun
á landsbyggðinni
I dag eru Islendingar um 277
þúsund talsins, en spár Hagstof-
unnar gera ráð fyrir að þeir verði
orðnir 312 þúsund árið 2020.
Þessir spáreíkningar eru þó ýms-
um óvissuatriðum undirorpnir,
helst þeim að lífsmynstur fólks
verði með sama hætti og er nú,
tíl dæmis er varðar barneignir og
að dánartíðni verði svipuð. Þá
gera áætlanir ráð fyrir að íbúum
á höfðborgarsvæðinu haldi
áfram að fjölga og ef búferla-
flutningar fólks verða svipaðir
og undanfarinn áratug verða
þeir eftir tuttugu ár 236 þús-
und. íbúar á Iandsbyggðinni
verða aðeins 76 þúsund við lok
þessa tfmabils ef svo heldur sem
horfir.
„Gert er ráð fyrir því að á
næsta áratug muni um 12.000
til 13.000 manns flytjast af
landsbyggðinni og suður til
Reykjavíkur, eða á milli 1.200 til
1.300 manns á ári. Það muni
sem sagt hægja lítið eitt á þeim
miklu fólksflutningum sem nú
eru á höfuðborgarsvæðið utan af
Sigunöup Bogi
Sævapsson
skrifar
Iandi, en í dag flytjast að jafnaði
um 1.700-1.800 manns þaðan
og í borgina," segir Sigurður
Guðmundsson, skipulagsfræð-
ingur og forstöðumaður byggða-
þróunarmála hjá Þjóðhagsstofn-
un. Hann segir tölur Hagstofu
ekki reikna með flutingum fólks
milli landa. Búferlaflutningar
milli landa eru heldur meiri á
höfuðborgarsvæðinu - en fólk af
erlendu bergi brotið flytur nú í
töluverðum mæli á landsbyggð-
ina.
Byggðir grísjast
Islendingar voru 78.470 sam-
kvæmt manntali sem tekiö var í
árslok 1901. Meginhluti þjóðar-
innar bjó þá á landsbyggðinni og
byggði afkomu sína á landbún-
aði eða sjósókn, eða hvoru-
tveggja. I Reyka-
vík bjuggu þá
um 6.900
manns, eða
8,5% þjóðarinn-
ar - og þar
einsog annars-
staðar varð fólk
talsvert að
treysta á afla-
brögð og bú-
skap. Það er
ekki fyrr en í
kringum síðari
heimsstyrjöld
sem Reykjavík
fór að þróast til
þess þéttbýlis-
samfélags sem
við þekkjum í
dag. Á sama
tíma tók bænda-
samfélagið að veikjast.
Bændur á Islandi f dag eru
um 3.600. „Greinin þarf að laga
sig að frjálsu viðskiptaumhverfi í
heiminum," segir Ari Teitsson,
formaður Bændasamtaka Is-
lands. „Gæðakröfur neytenda
vaxa og þar koma mér í hug
neytendur í Iöndum þar sem
misbrestir í gæðamálum hafa
komið upp, svo sem í Belgíu,
Frakklandi og Bretlandi," segir
Ari, sem telur
óhjákvæmilegt
að byggð í land-
inu haldi áfram
að grisjast vegna
samdráttar í
sauðQárbúskap.
Neysla á
kjúldinga- og
svínakjöti haldi
hinsvegar áfram
að aukast. I
þessum breyt-
ingum geta þó
að mati Ara
falist tækifæri.
Bændur séu í
stað hefðbund-
ins búskapar í
vaxandi mæli að
hasla sér völl á
sviði umhverfis-
verndar „Bændur hafa almennt
áhuga á umhverfismálum og ég
tel að þeir muni í framtíðinni
verða þar í fararbroddi.“
Öllum sjávarútvegi
stýrt með kvóta
Bjarni Hafþór Helgason, fram-
kvæmdastjóri Útvegsmannafé-
Með nýrri tækni þurfa
aðeins þeir veikustu að
liggja inni á sjúkra-
húsum. Tækni við
skurðaðgerðir verður
sífellt betri, einfaldari í
framkvæmd og þurfa
ekki endilega að fara
fram á sjúkrahúsum.
Útgjöld hins opinbera
munu ekki dragast
saman í náinni framtíð -
frekar aukast.
„Á vinnumarkað eru
mörkin milli vinnu og
frítíma sífellt að verða
óljósari, ekki síst hjá því
fólki sem starfar svo til
eingöngu með
heilanum. Á sama tíma
er mikil þörf á að
samþætta betur vinnu
og heimilislíf. Þarna
þarf að skapast meiri
sveigjanleiki"...
Iags Norðurlands, velkist ekki í
vafa um að sjávarútvegur, ekki
síður en landbúnaður, muni á
næstu árum ganga í gegnum
miklar hreytingar. „Eg tel að
öllum sjávarútvegi í heiminum
verði innan 20 til 30 ára stýrt
með kvótakerfum. Fiskveiðum
verður stýrt með kvótun, rétt
einsog öðrum þeim gæðum í
tilverunni sem eru takmörkuð
eða komin að cndimörkum sín-
um. Innan kvótakerfanna nýt-
ast kostir hins frjálsa markaðar
og lögmál hans munu ráða í
stærstu dráttum."
Bjarni Hafþór telur ennfrem-
ur að reglur og lög í þessari at-
vinnugrein verði rýmkaðar á
næstu árum, til dæmis er varð-
ar takmörkun á eignarhaldi á
kvóta og eignaraðild útlendinga
í íslenskum fyr-
irtækjum.
Losnað verði
um þessi höft,
einfaldlega til
að mæta þeim
veruleika sem
ríkjandi sé í
viðskiptaum-
hverfi heimsins;
þar sem nálægð
vex og vega-
lendir skipta sí-
fellt minna
máli. Bjarni
Hafþór telur
jafnframt að
þeim sem fást
við útgerð muni
fækka næstu
árin, rétt einsog
í mörgum öðr-
um atvinnugreinum. Ein-
yrkjarnir eigi sér þó vonandi
áfram góða framtíð þrátt fyrir
smæð, því tækni nútímans opni
þeim nýja möguleika inn á er-
lenda markaði.
Mikill vöxtur
í upplýsingaiðnaði
Stemning þjóðfélags og mark-
aðar á hverjum tíma, framtíðar-
horfur og viðhorf, endurspegl-
ast oft býsna
vel í þeim
seiðkatli sam-
tímans sem
hlutabréfa-
markaðurinn
er. Sævar
Helgason,
framkvæmda-
stjóri Kaup-
þings Norður-
lands, segir að í
dag sýni mark-
aðurinn mestan
áhuga á fyrir-
tækjum í há-
tækniiðnaði,
ekki síst á sviði
síma-, tölvu-,
fjarskipta- og
upplýsinga-
tækni. Víða séu
verðbréfafyrirtæki að setja á
laggirnar sjóði sem einbeiti sér
að fjárfestingum í fyrirtækjum í
þessum geira. Enda séu þar
spennandi hlutir að gerast;
reyndar þannig að illmögulegt
sé að sjá fyrir hver þróunin í
tækniframförum verði.
„Nær öll fjölgun starfa á ís-
„Fólk sér að tæknin leysi ekki öll
okkar vandamál, “ segir Stefán Gísla-
son, umhverfisstjórnunarfræðingur.
„Nær öll fjölgun starfa á íslandi á
næstu árum verður í upplýsingaiðn-
aði, “ segir Eyþór Arnalds, fram-
kvæmdastjóri Íslandssíma.
„Meðal efnaðra þjóða verður offita
faraldur 21. aldarinnar, “ segir Úlafur
Hergill Oddsson, héraðslæknir.
„Þjóðfélög þróast oft þannig að nær
útilokað er að spá fyrir um það, “
segirÁgúst Einarsson, prófessor.
„Lífskjör þjóðarinnar stjórnast mikið
afmenntun og því þarfhún að vera
góð, “ segir Már Guðmundsson, að-
alhagfræðingur Seðlabanka íslands.
landi á næstu árum verður í
upplýsingaiðnaði,“ segir Eyþór
Arnalds, framkvæmdastjóri Is-
landssíma. Flann segir vél- og
hugbúnaðarvæðingu sífellt
verða meiri í hinum hefðu-
bundnu starfsgreinum og sem
leysi mannshöndina af hólmi.
Sé fyrirsjáanlegt að mikill
skortur geti á næstu árum orð-
ið á starfsfólki með menntun
og reynslu sem nýtist í upplýs-
ingaiðnaði. „Þessi vöxtur verð-
ur ekki síst í rekstri símafyrir-
tækja, en ýmis einkaleyfi og
ríkisrekstur hafa heft vaxtar-
möguleika þeirra. Tæknifram-
farir eru líka miklar, tölvunar
eru ekki lengur einangraðar
eyjur heldur eru þær með
sítengingu orðnar hluti af stóru
samskiptaneti sem nær yfir
heiminn allan og opnar okkur
mikla möguleika hvort sem er á
sviði afþreyingar, fræðslu,
menntunar eða viðskipta. Þau
eru að vísu ekki mikil í dag, í
dag selja Flugleiðir innan um
5% af farmiðum sínum í gegn-
um Netið en áætla að salan
verði komin upp í 50% innan
tveggja ára.“
Umhverfishyggjan
breytir svipmoti heims-
ins
En það er ekki síst á sviði
ferðaþjónuslunnar sem menn
sjá fyrir sér vöxt og viðgang.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, telur ekki frá-
leitt að umfang ferða-
þjónstunnar hér á landi muni á
næstu árum aukast um aðjafn-
aði 6% á ári hverju, en slíkt sé
þó mjög bundið efnahagsá-
standi í þeim löndum sem
ferðamenn hingað koma eru
frá. - Vöxtur ferðaþjónstu er
þó, í ríku mæli, bundinn þróun
umhvérfismála. Þar skiptir
máli að hyggja upp skýra ímynd
af Iandinu sem umhverfispara-
dfs og fyrir þá sem starfa í
greinni verði að haga störlum
sínum í samræmi við það.
Umhverfishyggja sem sífellt
er að verða sterkari um alla
svipmóti heimsins. Á næstu
árum og þegar til lengri tíma er
litið, segir Stefán Gíslason,
umhverfisstjórnunarfræðingur
hjá Sambandi ísl. sveitarlélaga,
er líklegt að sú samfélagsgerð
sem við lifum í nú gjörbreytist.
„Fólk kemst ekki hjá því að sjá
hvernig umhverfinu hnignar og
náttúruauðlindir ganga til
þurrðar. Greið miðlun upplýs-
inga á þátt í þessari vakningu.
Fólk sér að tæknin leysir ekki
öll okkar vandamál og því koma
upp ný viðhorf, og Iífsmynstur
fólks breytist í samræmi við
það,“ segir Stefán, sem telur að
horfið verði frá þeirri stefnu
Iíðandi stundar sem gengur út
á sístækkandi einingar. Lítil
samfélög, þar sem hver og einn
getur verið sjálfum sér nægur
um sem flest og tekur fullt tillit
til náttúrunnar, munu eflast.
Það er þó á hendi stjórnmála-
manna, segir Stefán, að búa til
leikreglur sem taka tillit til
þessarar umhverfishyggju.