Dagur - 31.12.1999, Page 13
Tkypr
ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU
Svona gerír
maður ekki
Runólfur var varla sestur aftur þegar síminn hringdi í þriðja skipti og þá fór nú heldur að þykkna upp í Arnarnesinu.
Runólfur fór í símann en komst aldrei almennilega að og símtalinu lauk með líflátshótun. Forsætisráðherrahjónin lágu í
þungu skapi í hjónarúminu þegar Runólfur fékk hugmynd: „Ég fæ mér leyninúmer og læt taka númerið mitt úr
skránni. Það er tímabært að fara að sömu reglum og kollegarnir í útlöndum. ísland er orðið breytt land. Þetta gengur
ekki lengur."
Smásaga
eftir Björn Þorláksson
Runólfur var búinn að vera far-
sæll sem forsætisráðherra síðan
Mikilmennaflokkurinn hafði
unnið sögulegan kosningasigur
undir hans stjórn. Runólfur
þótti alþýðlegur og fyndinn sem
þó kom ekki niður á ábyrgum
stjórnunarhæfileikum hans.
Ilann var dáður leiðtogi þrátt
fyrir að ytri aðstæður samfélags-
ins færu heldur versnandi. Kjör-
tfmabilið hálfnað og heilt yfir
gat líf hans ekki verið miklu
betra.
Alla vikuna hafði Runólfur
hlakkað til sunnudagskvöldsins
sem hann ætlaði að njóta með
fjölskyldu sinni. Sú tilhlökkun
átti þátt í orðheppni hans þegar
fréttamennirnir spurðu hann út
í umdeilda miðstjórnarsamþykkt
fyrr um daginn. Hann hafði enn
einu sinni náð þeim á sitt band
og Runólfur var því léttstígur
þegar hann hljóp upp tröppum-
ar að heimili sínu á Arnarnes-
inu.
Elín forsætisráðherrafrú og
synirnir tveir biðu hans fagn-
andi. Elín hafði útbúið dýrindis
kvöldverð og bræðurnir höfðu
fengið því framgengt að fjöl-
skyldan spilaði vist að loknu
borðhaldi. Bræðurnir höfðu
erft góðar gáfur foreldra sinna
og voru búnir að ná undirtök-
unum við spilaborðið þegar
heimasíminn hringdi.
Elín svaraði og tók við fyrir-
spurn frá ungum manni frá
Austfjörðum sem vildi fá að
ræða virkjunarmál við ráðherr-
ann. Hún benti viðkomandi á
að heppilegra væri e.t.v. að
reyna að koma á fundi síðar, en
Runólfur blandaði sér í leikinn
og sagðist ræða við manninn.
„Alltaf tilbúinn, vakinn og
sofinn,“ hvíslaði hann glettnis-
lega og tók símann.
Elín og synirnir biðu í hálfa
klukkustund eftir að Runólfur
Iyki samtalinu. Hann baðst af-
sökunar þegar hann loks sneri
aftur, en gat þess í leiðinni að
hann hefði náð að snúa skoðun
viðmælanda síns. Margföldun-
aráhrif væru vel möguleg af
slíku samtali. Hvert tækifæri
var dýrmætt.
Fjölskyldan fyrirgaf pabba
gamla og Runólfur bjó sig und-
ir að spila forhandargrand þeg-
ar síminn hringdi aftur. Nú var
það blaðamaður sem vildi fá
viðhorf á mengunarvarnir.
Runólfur hugðist afgreiða mál-
ið á mínútu, en það tók hann
drjúga stund að losna við
blaðamanninn, sem bæði
reyndist taktlaus og fremur Iít-
ið gefinn.
Runólfur var varla sestur aft-
ur þegar síminn hringdi í þriðja
skipti. Heldur var farið að
þykkna upp í Arnarnesinu þeg-
ar Elín bar manni sínum sam-
viskulega þau skilaboð að
Ragnar Friðbertsson fram-
kvæmdastjóri ætti brýnt erindi.
Runólfur kom nafninu ekki fyr-
ir sig en stjóratitillinn varð til
þess að hann fór í símann.
Hann hefði betur látið það
ógert. Ragnar þessi sagðist þeg-
ar til kom, vera öryrki á barmi
gjaldþrots. Hann sakaði Mikil-
mennaflokkinn um harðlínu-
stefnu sem væri að eyðileggja
líf sitt. Runólfur komst aldrei
almennilega að og símtalinu
lauk með því að öryrkinn hót-
aði honum lífláti.
„Nú er nóg komið,“ hrópaði
Runólfur. Hann hringdi í lög-
regluna og gaf allar þær upp-
lýsingar um öryrkjann sem
honum datt í hug. Ekki var
samt af miklu að taka. Hringt
hafði verið úr almenningssíma
og lögreglan sagðist verða að
trufla heimilisfriðinn enn frek-
ar með skýrslugerð. Klukkan
var langt gengin í eitt þegar
lögreglumennirnir kvöddu
ásamt loforði um sérstaka ör-
yggisvakt um nóttina. Elín
hafði þá varið tveimur klukku-
stundum í að róa bræðurna.
Forsætisráðherrahjónin lágu
í þungu skapi í hjónarúminu
þegar Runólfur fékk hugmynd:
„Eg fæ mér leyninúmer og Iæt
taka númerið mitt úr skránni.
Það er tímabært að fara að
sömu reglum og kollegarnir í
útlöndum. Island er orðið
breytt land. Þetta gengur ekki
lengur.“
Aðstoðarmaður ráðherrans
varð ekki hrifinn þegar Runólf-
ur bað hann daginn eftir að sjá
til þess að hann fengi aukinn
frið á heimili sínu. Með jafn-
mjúkum hætti og aðstoðar-
manninum var unnt, fór hann
mörgum orðum um íslensku
hefðina f þessum efnum, en
Runólfi varð ekki haggað.
Aðeins tveimur dögum sfðar
voru fréttamiðlarnir búnir að
slá því upp að Runólfur Geirs-
son hefði svikið íslensku þjóð-
ina. Sjónvarpsstöðvarnar birtu
gamla viðtalsbúta, þar sem er-
lendir þjóðhöfðingjar og önnur
mikilmenni lýstu aðdáun á
þeirri staðreynd að forsætisráð-
herrann væri í símaskránni.
Þvílíkur friður. tsland hafði
verið félagslegur sælureitur.
Hornsteinn opinna samskipta,
en ekki lengur. Sú var a.m.k.
skoðun fréttamannanna sem
reyndar höfðu beinna hags-
muna að gæta.
Vinstri sinnaðir stjórnmála-
leiðtogar voru kallaðir í beina
þar sem þeir sögðu atferli for-
sætisráðherra fyrsta skrefið f
alvarlegri stéttaskiptingu meðal
íslensku þjóðarinnar. Akvörð-
unin var almennt harðlega for-
dæmd en Runólfur gat ekki
varið hendur sínar, þar sem
hann var staddur í útlöndum.
Aðstoðarmaður hans gerði illt
verra með því að leka því í
pressuna að Runólfur hefði
tekið þessa ákvörðun eftir að
spilakvöld fjölskyldunnar mis-
heppnaðist. Var spilakvöldið
mikilvægara en menning ís-
Iensku þjóðarinnar? Svo var
spurt.
Runólfur vann þrekvirki fyrir
Ianda sína ásamt utanríkisráð-
herra í Brussel'. Hann hlakkaði
til að snúa aftur með lagabálk
um áunnin sérréttindi í sjávar-
útvegsstefnu íslendinga og því
varð undrun hans mikil þegar
her mótmælenda tók á móti
honum í Leifsstöð. Hópurinn
lét ekki þar við sitja heldur
fylgdu margir alla leið að heim-
ili hans með vaxandi reiði.
Loks brutust út óeirðir. Lýð-
urinn kastaði steinum að hús-
inu og braut nokkrar rúður.
Lögreglan þótti aðhafast furðu
lítið framan af og reyndar segja
óstaðfestar heimildir að Höddi
lögreglustjóri hafi sagt þegar
fyrsti rúðan splundraðist:
„Spilaðu nú helvískur."
Runólfur og fjölskylda flýðu
inn í rammgerða geymslu þar
sem þau lokuðu og læstu á eft-
ir sér. Þar voru þau í haldi
næstu tvær klukkustundir á
meðan lögreglan skakkaði leik-
inn með semingi og hópurinn
leystist smám saman upp. Run-
ólfur fékk taugaáfall eftir að
hafa prófað árangurslaust að
hringja með farsímanum sínum
á hjálp. Rafhlöður beggja voru
þrotnar.
Daginn eftir heimsótti eigin-
kona Runólfs hann á Landspít-
alann. Hún kom til að segja
honum að hjónabandinu væri
lokið. Það væri nóg að eyði-
Ieggja eitt líf. Hún ætlaði að
bjarga þremur.
Nokkrum dögum síðar gerði
Mikilmennaflokkurinn hallar-
byltingu þar sem Runólfi var
formlega steypt af stóli. Að-
stoðarmaður hans var skipaður
forsætisráðherra og er enn í
símaskránni en reyndar titlaður
rafvirki.
Runólfur komst aftur til
heilsu en hefur gengið illa að
fá þokkalega vinnu. Nú um jól-
in tekur hann aukavaktir í nið-
ursuðuverksmiðju og þykir
harla fáskiptinn. Hermt er að
ráðherrann gamli kippist við í
hvert skipti sem síminn hringir
á vaktinni hans en kannski get-
ur hann sjálfum sér um kennt.
Svona gerir maður nefnilega
ekki.
Björn Þorláksson býr í Cardijf á
Bretlandseyjum og stundar þar
ritstörf. Þessi saga hefur eklii
hirst almenningi áður en mun
væntanlega verða í smásagna-
hefti sem höfundur vinnur nú
að.