Dagur - 31.12.1999, Qupperneq 16
ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU S£
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999
Maður ársins
Þeir eru margir mennim-
ir sem hafa skamð fram
úr á árinu á einn eða
annan hátt og eflaust
eiga þeir allir skilið að
vera útnefndir menn árs-
ins. Það er þó erfitt í
framkvæmd og því bað
Dagur nokkra þjóð-
þekkta íslendinga að út-
nefna sinn mann ársins.
Hér kemur það.
Ekki skilið þá tortryggni
„Kári Stefánsson fær mitt at-
kvæði, alveg pottþétt,“ segir Guð-
ný Svavarsdóttir, bókavörður á
Höfn í Hornafirði. „Mér finnst
hann standa sig alveg frábærlega í
því sem hann hefur verið að gera
og tel hann ekki eiga skilið þá tor-
tryggni sem að honum beinist frá
ýmsum í þjóðfélaginu. En ef ég
fengi að velja mann aldarinnar þá
yrði það Jón Olafsson ritstjóri,
fyrir áræðni, húmor og andagift."
Á heiður skilinn
„Eg vel Siv Friðleifsdóttur sem
mann ársins," segir Ólafur Sig-
urðsson, bæjarstjóri Seyðisfirði.
„Hún hefur unnið afar vel í þeim
málum sem snerta Austfirðinga,
bæði í E1 GriIIó málinu gagnvart
okkur Seyðfirðingum og svo í
Fljótsdalsvirkjunardæminu, sem
er mikilvægt mál fyrir fjölda fólks
á Austurlandi. Þannig að hún á
heiður skilinn."
Grettístak í menningu
„Keith Reed á Egilsstöðum er
maður ársins að mínu rnati," segir
Inga Rósa Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags Islands.
„Hann hefur lyft Grettistaki í
menningu og tónlist bæði á Aust-
urlandi og á landsvísu með því að
stofna Óperusmiðju Austurlands.
Einnig hefur hann hafið til vegs
og virðingar hið ágæta mennta-
setur Eiðar með því að staðsetja
Óperusmiðjuna þar og sameinar
þar tónlistarkrafta af öllu Iandinu.
Það finnst mér virðingarvert."
Fyrír snilli
og stjómkænsku
„Eg tel Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra best að titlinum maður
ársins kominn," segir Magnús
Kristinsson, útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum. „Einkum fyrir
þá snilli og stjórnkænsku að
halda saman þessari mislitu hjörð
sem hann stýrir þarna niður við
Austurvöll. Það þarf foringja í
slíkt starf og slíkur foringi er Dav-
íð. Hann er þungavigtarmaður í
mörgum skilningi."
Flutti konungsdrápu
„Mér finnst maður ársins vera
Hákon Aðalsteinsson Austfirðing-
ur og skáld,“ segir Magnús Tumi
Guðmundsson, jarðfræðingur.
„Hann gerði framúrskarandi góð-
an hlut er hann fór til Noregs,
gekk á fund konungs og flutti
honum drápu. Bæði var drápan
góð og þá ekki síður málstaðurinn
sem þarna var barist fyrir. Hákon
rauf með þessu 800 ára hlé á
einni mestu íþrótt Islendinga, því
er hann maður ársins 1999.“
Ragnar opnaði
umræðuna
„I mínum huga er frændi minn
séra Ragnar Fjalar Lárusson tví-
Ólafur Þórðarson.
Óskar Þór Halldórsson.
Ómar Smári Ármannsson.
Svandís Guðmundsdóttir.
Vésteinn Ólason.
Eva Marfa Jónsdóttir.
mælalaust maður ársins," segir
Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrun-
arfræðingur og kynlífsdálkahöf-
undur Dags. „Með skrifum sínum
í Morgunblaðið kom hann af stað
röð greina sem vöktu okkur ær-
lega til umhugsunar um að marg-
ir hópar búa enn í dag við ofsókn-
ir vegna kynhneigðar sinnar.
Maður hélt að þeir sem væru á
móti þessum hópum væru ein-
asta menn einsog Gunnar í
Krossinum og Snorri í Betel. En
þeir eru miklu fleiri einsog grein-
arnar í Morgunblaðinu um þetta
mál sönnuðu og ég held að Ragn-
ar Fjaiar geri sér varla grein fyrir
því hve gott starf hann vann með
því að opna umræðuna um sam-
kynhneigð eða stöðu annarra
minnihlutahópa."
Fíkniefnalögreglan
„Liðsmenn fíkniefnalögreglunnar
eru tvímælalaust menn ársins fyr-
ir að upplýsa stóra fíkniefnamálið
sem upp kom í haust. Ekki var
vanþörf á, enda tel ég fíkniefna-
neyslu vera einn stærsta bölvald
íslensks samfélags," segir Óskar
Þór Halldórsson, fréttamaður
Stöðvar 2 á Akureyri. „I þessu
stóra fíkniefnamáli náði lögreglan
til manna sem skipta máli í undir-
heimunum og náði einnig að loka
fyrir stóra innflutningsleið fikni-
efna hingað til lands. Efitir að
náðist utan um þetta mál og þeir
sem því tengjast voru teknir úr
umferð nú snemma í haust hafa
fíkniefnasalar og neytendur haft
talsvert hægar um sig en áður,
sem gefur okkur væntingar um að
ástandið í þessum málum sé
betra. Eg tel þetta mál skipta tals-
verðu máli fyrir framtíð okkar
allra og því eru lögreglumenn
menn ársins í mínum huga.“
Hefur allt til að bera
„Kári Stefánsson hefur allt til
þess að bera þannig að ég geti út-
nefnt hann sem mann ársins,"
segir Svandís Guðmundsdóttir,
afgreiðslumaður í versluninni Hjá
Maríu á Akureyri. „Með fyrirtæki
sínu hefur Kári meðal annars gert
ungu vel menntuðu fólki mögu-
legt að koma heim til starfa eftir
nám erlendis og sjálf þekki ég
persónulega dæmi þess. Þá hefur
Kári líka sýnt þor við að koma ís-
Ienskri erfðagreiningu á laggimar,
sem hefur Iíka vissulega þurft.
Síðan er þetta náttúrlega alveg
bráðmyndarlegur maður og ekki
spillir það fyrir þannig að ég kjósi
að nefna Kára sem mann ársins.“
Forseti í hestaleik
„Það eru ekki mjög margir sem
koma til greina eða hafa skorið
sig úr á einhvem hátt eða unnið
ódauðlegt afrek þannig að þeir
séu menn ársins," segir Ólafur
Þórðarson, tónlistamaður, sem
rekur umboðsskrifstofu tónlistar-
manna og skemmtikrafta, Þús-
und þjalir. „Helst held ég að þeg-
ar fram f sæki þá sé Steingrímur
J. Sigfússon mesti sigurvegarinn í
pólitíkinni. I poppbransanum
yrðu það Iíklega strákarnir í
hjómsveitinni Sigurrós, þeir hafa
gert frumlega hluti og náð eyrum
í útlöndum, sem er ekki á færi
hvers sem er. I viðskiptalífinu
hlýtur það að vera Bjarni Ar-
mannsson hjá FBA. Forseti Is-
Iands gæti líka orðið maður árs-
ins. Hann hefur sjálfstæðar skoð-
anir og framkvæmir það sem
hann telur best hverju sinni og
lætur sig engu skipta hvort ein-
hveijir séu að amast út í hann
þótt hann sé í hestaleik og bjóði
nýrri vinnkonu með sér í reiðtúr.
En þegar allt kemur til alls þá
held ég að hinn venjulegi íslend-
ingur, sem vinnur myrkranna á
milli og ber misjafnlega mikið úr
býtum, sé maður ársins. Það er jú
hann sem heldur þessu öllu
uppi.“
Hinn venjulegi
Islendingur
„Sem mann ársins vil ég tilnefna
hinn venjulega Islending í hita
og þunga dagsins, sem ber þjóð-
félagið uppi með störfum sín-
um,“ segir Ómar Smári Ár-
mannsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík. „Hinn venju-
íegi Islendinginur hefur, ásamt
öllum hinum, lagt sitt af mörk-
um til þess að Iífskjör hér séu
jafn góð og raun ber vitni. A því
ári sem senn er liðið tel ég að
hlutir á Islandi hafi á margan
hátt þróast til góðs, og lífsskil-
yrði margra eru ágæt en það eru
einnig margir sem telja sig af-
skipta. Þeim einstaklingum þarf
að gera það kleift að njóta þess
sem í boði er.“
Starfsmaður
hjálparstofnunar
„Starfsmaður hjálparstofnunar
sem fer á vettvang þar sem
neyðin ríkir eftir hamfarir er
maður ársins í mínum huga,“
segir Vésteinn Ólason, forstöðu-
maður Arnastofnunar. „Eg ber
mikla virðingu fyrir því fólki sem
leggur eigið líf og limi í hættu
við að bjarga öðrum mannslífum
á jarðskjálftasvæðum, flóða-
svæðum, þar sem styrjaldir hafa
geisað eða annars staðar þar
sem brýnnar hjálpar er þörf. Það
eru hetjur sem eiga svo sannar-
lega heiður skilið.“
Yfirvegaður málflutningur
„Mér finnst Ólafur F. Magnús-
son, læknir og borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, vera maður
ársins. Hann hefur haldið á
lofti hugsjónum sem margir
deila með honum. Málflutning-
ur hans um fyrirhugaðar virkj-
anaframkvæmdir á hálendinu,
hefur alltaf verið skynsamlegur
og yfirvegaður. Ég dáist að
þrautseigju hans við að tala máli
hins almenna Islendings sem
ekki hefur annarra hagsmuna að
gæta en að verja fósturjörðina
fyrir óafturkræfum Iimlestingum
í skjóli siðvilltra laga frá gamalli
tíð,“ Eva María Jónsdóttir dag-
skrárgerðarmaður. -SBS/GUN