Dagur - 31.12.1999, Page 20

Dagur - 31.12.1999, Page 20
ÁRll M hTA 1 ÍFIfí í 1 AN fí 1NII ^ 36 - FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 n n /i /K/ u / /i jl f r f i/ # l.r\ #v u # #¥ u i Hjá íslenskum fyrirtækjum hafa menn ekki miklar áhyggjur afþví að ártaiið breytist úr 1999 i 2000, enda flestir búnir að gera umfangsmikiar prófanir á töivukerfum sínum. En aiiur er varinn gúður og víða ætla menn að manna aukavakt. Skálað í kakó Nú sem endranær verður fjöldi fólks að vinna yfir áramótin og margir tölvumenn hafa sér- stakan viðbúnað vegna hins svokallaða 2000 vanda. Þegar ártalið breytist úr 1999 í 2000 verður fjöldi tölvumanna á vakt, en margir hafa kviðið þess- ari breyttingu frá því að fréttist af því að til þess að spara minnið var í árdaga tölvuvæðingar einungis gert ráð fyrir tveimur táknum fyr- ir ártal. Hjá mörgum tölvufyrir- tækjum er sérstakur viðbúnaður vegna áramótana. Hjá Hewlett Packard í Danmörku ætla menn að haga því svo til að bjóða fjöl- skyldum þeirra sem verða á vakt um áramótin í veislu. Þeir verða með kokk á svæðinu og væntan- lega setja menn þar upp hatta og skjóta upp flugeldum. Kostað um 70 milljónir „Menn óttast ekki að neitt sér- stakt gerist um áramótin. Það hefur kostað hátt í 70 milljónir að uppfæra og prófa búnað þannig að menn eru ekkcrt sérstaklega kvíðnir um þessi áramót. Við vit- um hinsvegar aldrei fyrirfram hvort að eitthvað gerist. Þess vegna verðum við með sérstakan viðbúnað. Menn verða bara að bíða og sjá hvað tíminn mun leiða í ljós,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Islenska álfé- lagsins. Hann segir að það séu alltaf einhverjir í vinnu hjá fyrir- tækinu en það verði fleiri en venjulega í starfi um áramótin. „Það er alltaf veislumatur hjá þeim sem þurfa að vinna í kring- um jól og áramót. Það verða ekki gerðar neinar undantekningar á því á gamlárskvöld. í forrét verður laxadúett. I aðalrétt verður hrein- dýrasteik og í eftirrétt er ísbomba og fyrir þá sem eru á næturvakt- inni og þá sem koma vegna þess- ara sérstöku áramóta verður kalt veisluborð sem kallast aldamó- takabarett. Það er hlaðborð með hinu og þessu, laxi, þremur teg- unum af paté, roastbeef, skinku og einhverju fleiru,“ segir Hrann- ar. Óttast panik „Við Iítum á þetta sem mjög sér- staka helgi. Andinn hér hefur ver- ið sá að bregðast við þjónustu- beiðnum hvenær sem er. Það verður ekki neitt öðruvísi núna,“ segir Ragnar Marteinsson, þjón- ustustjóri hjá Opnum kerfum. Hann segir að fyrirtækið sé búið undir það versta en eiginlega sé búist við rólegum áramótum þar sem langflestir hafi undirbúið ár- þúsundaskiptin vel. „Það sem við cigum hugsanlega von á er einskonar panik-ástand. Við þykjumst vita að í nokkrum tilvikum þar sem menn eru gerðir ábyrgir fyrir tölvurekstri og eiga að sjá um að allt gangi hnökra- laust fyrir sig, hafi undirbúningur ekki verið nægur. Þeir megi kaupa aðstoð til þess að sjá um að allt verið í lagi. Vera má að menn reyni að kaupa sig frá þessari „Það er alltaf veislumat- ur hjá þeim sem þurfa að vinna í kringum jól og áramót Það verða ekki gerðar neinar undan- tekningar á því á gamlárskvöld. í forrét verður laxadútett í aðal- réttverður hrein- dýrasteik og í eftirrétt er ísbomba og fyrir þá sem ern á næturvaktinni og þá sem koma vegna þessara sérstöku ára- móta verður kalt veislu- borð.“ ábyrgð. Þeir sem ekki hafa gert neitt f sínum málum vegna ársins 2000 vilja hugsanlega fá þjón- ustumenn 1, 2 og 3 og mega kosta til þess. Þetta er svolítið svipað og með viðvaranir vegna tölvuvírusa sem enda þannig að viðvörunin sjálf er versti vírusinn. Vera má að menn rangtúlki villur sem upp kunna að koma og allt verði blásið upp í einhvern alda- mótavanda. Við ráðleggjum við- skiptavinum okkar að taka þessu öllu með ró enda langflestir mjög vel undirbúnir.“ Kertaljós og huggulegheit „Við verðum með sjö til átta manns hérna hjá okkur í vinnu um áramótin. Við ætlum að hafa það huggulegt og það verður væntanlega kakó og smákökur á borðum, svo hlustum við á jólalög og nýársræðuna við kertaljós til þess að mynda stemmningu," segir Olafur Jóhann Olafsson hjá Tæknivali. Hann segir að búið sé að prófa flest tölvukerfi sem fyrirtækið hefur umsjón með þannig að hann eigi ekki von á að neitt stór- kostlegt gerist um áramótin. „Við erum í raun að búa okkur undir það ófyrirséða. Þessi vakt hjá okk- ur er í rauninni öryggsventill. Ef það væri hægt að prófa allt sem hugsanlega gæti farið úrskeiðis þá þyrftum við ekkert að vera á vakt- inni. Tölvukerfi eru mjög fjöl- breytt og koma víða við. Kjarnar kerfanna eru prófaðir og einnig jaðartilvik þannig að menn hafa ákveðna tilfinningu fyrir að allt sé í lagi. Þetta er í rauninni öryggis- ventill sem við erum að horfa á í þetta sinn.“ Meirí áhyaqjur af veðrínu „Eg hcld að ég geti verið sammála því sem einhver sagði í útvarpi um daginn að það væri meiri hætta af válegum veðrum um áramótin en bilun í tölvubúnaði. Það er svo bara að vona að þetta reynist ekki áhrínisorö," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Eandsvirkjunar. Þorsteinn segir að hjá Lands- virkjun verði 50 til 70 manns að vinna vfða um landið. Þeir sem eru í virkjunum og stöðvum þar sem þeir búa. Að sjálfsögðu verði veislumatur á borðum. „Yfir- mennirnir á hverjum stað stjórna því alfarið hvort menn verða með einhver veisluhöld. Sjálfur verð ég á vakt í stjórnstöðinni við Bú- staðaveg í Reykjavík. Þar er nátt- úrulega unnið allan sólarhringinn alla daga ársins, en það er hins- vegar búist við að vaktin verði Ijölmenn. Það verður engin stórveisla þarna, enda verða menn væntan- lega uppteknir við vinnu sína en ég geri ráð fýrir að okkur verði fært eitthvað utan úr bæ, smurt brauð og kransakökur eða eitt- hvað svoleiðis. Annars hafa menn ekki beinlínis legið yfir þessari hlið á 2000 vandanum." Bíða og sjá „Við teljum okkur vera búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ekkert komi uppá en auðvitað útilokum við ekki að eitthvað geti gerst," segir Olafur Stephensen, upplýsingafulltrúi Landssímans. Hann segir að búið sé að fullprófa allan búnað fýrir- tækisins, en samt verði að hafa allan varann á. „Við verðum með forvöktun frá hádegi á gamlárdag. Við erum svo

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.