Dagur - 31.12.1999, Síða 21

Dagur - 31.12.1999, Síða 21
Thgpr. FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999- 37 ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU Ástæða til að vera á verði Frá rússnesku þingkosningunum. heppin að á Fiji-eyjum, þar sem nýja árið gengur fyrst í garð, eru Ericson-símstöðvar. Það er sama fyrirtækið og hefur útbúið hug- búnaðarpakkana fyrir okkar síma- stöðvar. I Danmörku er simakerf- ið sett upp með mjög svipuðum hætti og hjá okkur og þar höfum við klukkutfma fyrirvara. Fyrirtækið hefur viðbúnað fýrir áramótin að rétt fyrir miðnætti kemur stór hópur tæknimanna og stjórnenda á vakt og þegar nýja árið er gengið í garð fara tækni- mennirnir kerfisbundið yfir öll tölvukerfi og prófa þau. Við ger- um alveg fastlega ráð fyrrí því að þeirri prófun verði Iokið um tvöleitið. Við beinum því til fólks að það stilli notkun á símum í hóf um miðnættið. Auðvitað er alltaf álag á kerfinu á þessum tíma. Allt álag á kerfið getur gert okkur erfiðara fyrir ef eitthvað bregst, sömuleið- is ef að rafkerfið bregst, þá veldur öll notkun á sfmakerfinu mjög mkilu álagi á okkar varaafl," segir Ólafur. Hann segir að þeim sem þurfa að vera á aukavakt um áramót sé að sjálfsögðu borgað aukalega fyr- ir það, en til að þetta verði sem hátíðlegast verði kokkur á svæð- inu sem framreiði einhveijar ára- mótalegar veitingar. „Eg geri fast- lega ráð fyrir því að við reynum að hafa það huggulegt hérna. Við skálum í einhveiju óáfengu þegar við erum búin að komast að því að öll kerfi virka eins og þau eiga að gera, annars brettum við upp ermamar og kippum því bara í lag sem fyrst.“ -PJESTA „Hér er vakt allan sólarhringinn, all- an ársins hring og þaö er alltaf veislumatur fyrirþá sem eru að vinna um jól og áramót, “ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafull- trúi ísal. „Viö erum undirbúin undir það versta en eigum eiginlega von á að þetta verði frekar rólegt, “ segir Ragnar Marteinsson, þjónustustjóri hjá Opn- um kerfum. „Þessi vakt er í rauninni öryggisvent- ill, “ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, hjá Tasknivali. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafull- trúi Landsvirkjunar segir að menn hafi ekki legið yfir matarhliðinni á 2000 vandanum en býst að það verði eitthvað gott á borðum fýrirþá sem verða að vinna á gamlárskvöld. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við reynum að hafa það huggulegt hérna. Við skálum i einhverju óá- fengu þegar við erum búin að kom- ast að því að öll kerfi virka eins og þau eiga að gera, “ segir Ólafur Stephensen, upplýsingafulltrúi Landssímans. Á meðal þeirra evr- ópskra þingmanna sem fylgdust með þingkosn- ingum í Rússlandi var Sigríður Jóhannesdóttir, þingkona Samfylkingar- innar. Hún segir margt geta gerst í rússneskum stjórnmálum „Rússneska þingið hafði beðið um aðstoð þjóðþinga á Vestur- löndum vegna þess að það var mikil vantrú á að réttmæt úrslit fengjust í kosningunum, þar sem kosningarbaráttan var gríð- arlega hörð. Einingarbandalagið sem studdi Jeltsín, Bjarnar- bandalagið svokallaða, hafði ver- ið mjög óprútt í kosningabarátt- unni. Auðmaðurinn Berisjovsky, sem styður þá, á alla helstu fjöl- miðla Iandsins, m.a. ríldssjón- varpið, ríkisútvarpið og stærstu dagblöðin. Hans fjölmiðlar höfðu stutt ríkisstjórnina, Jeltín og Pútín af mikilli atorku og hleyptu ekki öðrum að nema í lögboðnum tímum. Styrjöldin í Tjetseníu hafði einnig að segja en ýmsir stjórnmálaskýrendur bentu á að hún hafði hafist á afar hentugum tíma, ótrúlega hentugum tíma, og nýttist Pútín og ríkisstjórninni vel í kosninga- baráttunni," sagði Sigríður Jó- hannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, í samtali við Dag, en hún var ein fjögurra evr- ópskra þingmanna sem höfðu eftirlit með kjördeildum í Moskvu í nýafstöðnum þing- kosningunum í Rússlandi. Hún sagði það sjálfsögðu mikinn heiður að hafa verið fengin í þetta og miklu hafi ráðið að hún talaði sæmilega rússnesku. Kjördeildunum var skipt niður á þingmennina og hafði Sigríður eftirlit með 12 kjördeildum í Moskvu. Ekki varð vart við um- talsverð brögð í tafli, eftir því sem eftirlitsmenn komust næst. Að minnsta kosti átti það ekki að hafa áhrif á niðurstöðu kosn- inganna. Shirínovsky ótrúlegur „Við vorum að sjálfsögðu ekki alls staðar. I afskekktum svæðum var talað um að margar dauðar sálir væru á kjörskrá og það notað af fullum þunga við kosningasvik. Þetta fullyrtu við okkur forsvars- menn ýmissa flokka," sagði Sig- ríður, en þingmennirnir áttu fund með leiðtogum flokkanna. Shirínovsky var þeirra á meðal og sagði hún hann sannarlega vera ótrúlegan mann. „Hann mætti með marga lif- verði og vildi taka stjómina á fundinum. Danska þingkonan, Helle Dein, sem var í forsvari fyr- ir okkur evrópsku þingmennina, er hörð í horn að taka og lét Shirínovsky ekki komast upp með neitt múður. Hann hafði uppi stór orð og sagði m.a.: „Eg get sagt ykkur það, og get fullyrt það, að ef að Shirinovsky-bandalagið fær ekki flest atkvæði f þessum kosningum þá eru brögð f tafli. Þá eru kosningarnar svik.“ Það var ekki venjulegt hvernig hann lét, maðurinn, en aðrir leiðtogar þarna á fundinum voru nú ljúf- legri. Það er í raun ótrúlegt hvað Shirínovsky er með mikið fylgi, sérstaklega hjá ungu fólki.“ Sigriður Jóhannesdóttir þingmaður. Málin rædd á kjörstað Sigríður sagði sannarlega hafa séð ýmislegt sem við Islendingar erum t.d. ekki vanir þegar kosn- ingar eru annars vegar. „Fólk var mjög tregt að fara inn í kjörklefana, sem þó voru í boði á öllum þeim kjörstöðum sem ég kom á. Fjölskyldurnar vildu held- ur vera saman við borð, skiptast á skoðunum og ræða málin. Um- ræðurnar urðu oft heitar og mikið reynt til að hafa áhrif hver á annan. Eg varð hins vegar ekki vör við neina aðila sem voru á kjörstöðunum og vildu hafa áhrif á þá sem komu. Þetta fór bara fram innan fjölskyldnanna og kosningin ekki eins heilög og leynileg eins og við eigum að venjast. Kjörseðlarnir voru líka mjög flóknir, 26 flokkar í boði, og gamalt fólk átti stundum í vand- ræðum. Ættingjarnir voru dugleg- ir að hjálpa til,“ sagði Sigríður. „Hefurðu heyrt um skáld frá Tjetseníu?" Aðspurð hvernig framtíðin í rússneskum stjórnmálum væri, í ljósi úrslitanna, sagði Sigríður það ljóst að staða Pútíns forsæt- isráðherra væri mjög sterk. Tjet- seníu-stríðið hefði komið hon- um vel og byrjað á grunsamleg- um tíma. Rússar væru þannig að þeir stæðu þétt að baki sinna manna. Hún sagði að þeir hefðu orðið reiðir ef málefni Tjetsena voru borin upp. Engar kosningar fóru þar fram og héraðið fellt út af kjörskrá með einu penna- striki. „“Vina mín,“ sögðu þeir, „hef- urðu einhvern tíma heyrt um skáld frá Tjetseníu? Hefurðu heyrt um Iistmála frá Tjetseníu? Hefurðu heyrt um söngvara eða einhvers konar listamenn frá Tjetseníu? Þeir eru ekki til, þetta er algjörlega menningar- snauð þjóð, og hugsar ekki um neitt annað en að berjast og drepa". Svona töluðu þeir við okkur.“ Hún sagði stjórnmálaskýrendur hafa átt í erfiðleikum með að spá í áhrif þingkosninganna á forseta- kosningamar á næsta ári. Langt væri í þær og óljóst hver fram- vindan væri þangað til. Tjetseníu- stríðið gæti haft þar áhrif. Staða Jeltsín hefði hins vegar styrkst til að klára kjörtímabilið. Sigríður sagði stjórnmálaspekingana í Rússlandi hins vegar ekki hafa spáð þessum úrslitum í þingkosn- ingunum. Þeir hefðu gert ráð fyr- ir meira fylgi kommúnistaflokk- anna og minna fylgi hjá Bjarnar- bandalaginu. Hún sagði margt at- hyglisvert hafa komið upp úr kjör- kössunum í þeim kjördeildum sem hún fylgist með. Meðal ann- ars það að ekkert atkvæði féll í skaut Stalínistaflokksins. „Eg er þess fullviss eftir þessa ferð að ástæða er til að vera á verði gagnvart rússneskum stjórn- málum. Þar getur ýmislegt gerst á næstu mánuðum sem er kannski ekki allt svo gott,“ sagði Sigríður Jóhannesdóttir að lokum í samtali við Dag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.