Dagur - 29.01.2000, Qupperneq 4

Dagur - 29.01.2000, Qupperneq 4
4- LAUGARDAGVR 29. JANÚAR 2000 FRÉTTIR Úr Héradsdómi Norðurlands eysrta, en það var þar sem vitnaleiðslur fóru fram í vikunni sem reyndu á hvort þagnarskylda lögmanns gangvart skjólsstæðingi sínum héldi. Dæmd til vitnis en svarar engu Lögmaður skyldaður til vitnisburðar en þagiiar skylda kom í veg fyrir svör. Elín Árnadóttir héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur úrskurðaði þann 13. janúar að skyldi koma fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra sem vitni í máli gegn fyrrum skjólstæðingi sínum kom fyrir héraðsdóm nú í vikunni. Þar neit- aði hún að svara spurningum sækjanda málsins og úrskurðaði héraðsdómari að henni væri ekki skylt að svara þeim spurningum á grundvelli þagnarskyldu við fyrrum skjólstæðing sinn. Játað ranglega? Málið snýst um ákæru gegn rúmlega þrítugum manni sem skráður er til heimilis í Danmörku. Ríkissaksóknari höfðaði mál gegn honum með ákæru- skjali 29. september og er manninum gefið að sök að hafa endurtekið framið kynferðisbrot gegn unglingspilti á ár- unum 1997-1998. Ákærði óskaði eftir því að Elín yrði skipaður verjandi hans og var í samræmi við þá ósk gefið út skipunarbréf. Með bréfi 28. október tilkynnti lögmaðurinn hins vegar að hún hefði látið af störfum sem sjálf- stætt starfandi lögmaður. Fyrir dómi neitaði ákærði alfarið sakargiftum en sagðist hafa ranglega játað að nokkru sakargiftir við yfir- heyrslu hjá lögreglu þar sem honum hefði skilist af orðum þáverandi verj- anda hans, Elínar Árnadóttur, að með slíkri játningu fengi drengurinn ein- hverja peningagreiðslu. Þessi fram- burður ákærða varð til þess að ríkissak- sóknari taldi nauðsynlegt að lögmaður- inn yrði leiddur fyrir dóm sem vitni og úrskurðaði héraðsdómur að það skyldi heimilt en þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar. Þagnarskyldan hélt Elín krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurði héraðsdómara um að hún skyldi bera vitni yrði hrundið, til vara að sóknaraðila yrði ekki heimilt að leggja fyrir hana spurningar sem varða samtöl hennar og sakbornings á meðan hún gegndi starfi verjanda hans. Vísaði hún þar meðal annars til þagnarskyldu sinnar um það sem á milli hennar og sakbornings fór þegar hún gegndi starfi verjanda hans. Hæstiréttur stað- festi úrskurð héraðsdóms þess efnis að Elínu væri skylt koma fyrir dóminn sem vitni þar sem ekki væri hægt að útiloka fyrirfram að fram kæmu spurn- ingar sem féllu utan þagnarskyldunn- ar. Þessi vitnaleiðsla hefur nú farið fram án þess að ríkissaksóknari fengi svör við sínum spurningum, þar scm lögmaðurinn taldist bundinn af þagn- arskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum. - HI X^«r í pottinum var frá þvl sagt að á mannamóti liafi ástarmál Ólafs Ragnars Grímssonar borið á góma og þar sem Kári Stefáns- son var á staðnum hafi hann verið spurður um livað honum fyndist um þessi mál. Sagt er að Kári hafi ekki verið ákafur þátt- takandi í umræðunum fram að þessu, en þó ekki skorast undan þegar athyglm beindist beint að honum. Sagðist hami mjög fagna þessum ráða- hag og þá ekki síst því að loksins hafi tekist svo vel til fyrir íslenskuna, að konan héti nafni sein rímaði á móti „forrit“!!!.. En það cru fleiri orðheppnir en Kári. Einar S. Emarsson skoraði mörg stig hjá pottverjum þegar hann í sjónvarpsviðtali í vikuimi var að lýsa álagstímum hjá VISA, en fyrirtækið getur lylgst með shku frá klukkutíma til klukku- tíma. Á ákveðnum tímurii vik- unnar sagði Einar að raðgreiðslur væru mjög áberandi og bætti svo við að seint á kvöldin yröu aftur „graðgreiðslur" áberandi, en það eru greiðslur inntar af hendi á nektarbúllunum.... Einar S. Einarsson. Kári Stefánsson. Það vakti athygli hve kröftuglega Morgunblaóið brást við þegar rekstrarleyfi fyrir gangagrunn á heilbrigðissviði var úthlutaó en blaðið birti reglugerðina og ýmis fylgiskjöl í heild sinni. Undir þetta fóru þó nokkrar síður í blaðinu, enda málið mikilvægt og umfangsmikið. Eimi pottverji, sem er dyggur aðdaándi þessa blaðs allra landsmanna, hugðist kynna sér kjarna málsins með því að lesa Moggann, en gafst þó upp heldur fúll, enda reglugerðin á köflum ekki skemmtilesning. Honum varð hins vegar að orði í þann mund að hann var að gefast upp að það yrði fróðlegt að sjá livað gerðist þegar gagna- grunnuriim yrði tilbúinn - Mogginn hlyti að birta haim Iíka í heild sirnú!!... FRÉTTAVIDTALID Margir leikið betur Guðmundur Ingvarsson formaður HandJtnattleiks- sambands íslands íslenska landsliðið erþað eina afl2þátttökuþjóðum á Evrópumótinu í Króatíu sem ekkifékk stig í Æákeppn- inni. Uðið Jék engan leik vel, en seinni hálfleikur gegn Portúgölum varþó sínu verst- ur. ísland leikur í dag gegn Úkraníu um 11. sætið. Undirbúningur liðsins hefur veriö mjög gagnrýndur. Aðeins tveir leikir gegn Frökk- um úti og síðan lcikir gegn Hafnarfjarðarúr- vali og Vestmannaeyingum sem ekki lofuðu góðu. - Var undirbúningur liðsins fyrir þetta mót að þínu mati í algjörum molum? „Það má alltaf deila um það hvað þarf og hvað er nóg. Liðið vantar greinilega samæf- ingu. Við áttum ekki möguleika á fleiri æf- ingaleikjum gegn öðrum Iandsliðum. Við fengum í fyrsta Iagi ekki atvinnumennina sem leika erlendis ti! okkar fýrr en um ára- mótin og fengum ekki lið til að koma heim og leika við okkur þar. Við komum það seint inn í Evrópukeppnina að flestöll liðin voru búin að gera sínar ráðstafanir. Það er Iíka skýring að það er búið að færa Evrópu- keppnina fram til janúar og við erum því að fá leikmennina til mun skemmri tíma en áður var þegar keppnin fór fram á sumrin utan keppnistfmabilsins. Við höfum líka verið óheppnir, erum að fá lykilmenn beint úr meiöslum og tveir menn sem voru í hópnum komast ekki með vegna meiðsla.“ - Þessi árangur hlýtur þrátt fyrir þetta að vera gríðarleg vonbrigði? „Jú, mikil vonbrigði. Okkar væntingar voru allt aðrar en það fá ekki stig í riðla- keppninni. Eg hvorki get eða vil fara út í þá sálma að val á leikmönnum hafi að ein- hverju leyti verið rangt. En það er hægt að vera vitur eftirá. Við í stjórn HSI treystum Þorbirni Jenssyni fullkomnlega til þess að sjá um liðið og þar með velja bestu Ieik- mennina á hverjum tíma.“ - Hafa einhverjir leikmenn staðið sig mun ver en þú áttir von á? „Mér finnst Iiðið í heild hafa fjarri því staðið undir væntingum í þessari keppni og margir leikmannanna hafa oft leikið betur en hér nú og virka þungir." - Mun stjórn HSÍ fara í einhverja „naflaskoðun“ þegar heim er komið og eitis hvort þjálfarittn muni halda áfratn tneð liðið? „Það verður að fara fram einhver skoðun á þessum óförum og meta stöðuna og vænt- anlega grípa til einhverra aðgerða. Þorbjörn Jensson er ráðinn fram á þetta ár, en ég get aðeins sagt að það veit enginn sína framtíð, hvorki Þorbjörn né nokkur annar. Eg get þó sagt að hann er ekki að hætta nú og það verður staðið við alla samninga við hann. Hann verður því með liðið í aukakeppni um sæti á næstu heimsmeistarakeppni en það skýrist á sunnudaginn hverjir andstæðingar okkar verða. Leikið verður heima og að heiman.“ - Ski'pti dómgæslau sköpum fyrir ís- letiska liðið, en htíti hefiir verið tttjög gagn- trýnd? „Hún hefur verið mjög upp og ofan í þess- ari keppni. Við getum ekki kennt henni um árangur liðsins en það verður þó að segja að rússnesku dómararnir sem dæmdu leikinn gegn Slóveníu voru alveg herfilega lélegir og það sldpti sköpum í þeim leik. við vorum 5 mörkum undir í hálfleik og komust einu marki yfir, en þá tóku þeir í taumana með ótímabærum hrottvikningum og voru sann- kallaðir „heimadómarar". - Hverjir verða Evróputneistar, Gttð- mundur? Svíar. Þeir eru á allt öðru plani en önnur lið hér í keppninni og þeir mæta Frökkum í úrslitaleiknum eftir að hafa unnið Spán- verja í undanúrslitum." - GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.