Dagur - 29.01.2000, Síða 9

Dagur - 29.01.2000, Síða 9
 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000-9 úruvemd verndarráðs við upphaf Náttúruverndar- sem þessa; að veita aðhald.“ Um hugmyndir um að Ieggja ráð- ið niður en veita sama ljármagni til fijálsra félagasamtaka segir Þórunn að auðvitað megi ræða hvernig þessum málum verður best fyrir komið. „Eg er eindregið þeirrar skoðunar að frjáls félagasamtök eigi að fá sérstakan stuðning frá stjórn- völdum til að halda úti öflugu starfi. Það er hluti af lýðræðinu. En ég er líka þeirrar skoðunar að ráð eins og Náttúruverndarráð hafi mjög mikil- vægu hlutverki að gegna. Það er mikilvægur liður í því aðhaldi sem stjórnvöld þurfa að hafa, ekki bara í umhverfismálum, heldur á öllum sviðum. Eg sé ekki í fljótu bragði að annað geti leyst hitt af, heldur þurfi hvort tveggja að vera til og vinna saman. Bæði samtökin og ráðið eiga skilið miklu betri stuðning frá stjórnvöldum en raun ber vitni.“ Óþarfl að taka þvi óstinnt upp Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að þyngst vegi í öllu tilliti að stjórnvöld, hvaða Kolbrún Halldórsdóttir: [Siv] situr í ríkisstjórn sem hefur sagt náttúru- verndarsjónarmiðum stríð á hendur. Umhverfisráðherra sem er ekki málssvari umhverfisins og náttúr- unnar í þessu landi er að mínu mati vanhæfur til að gegna sínu starfi. nafni sem þau nefnast og á hvaða tíma sem er, hafi aðhald. „Þá tala ég bæði um aðhald fagmanna í hverj- um málaflokki og sömuleiðis aðhald frá almenningi. Þetta hlutverk þarf að rækja og það er það sem gerir okkur að lýðræðisþjóðfélagi. Stjórn- málamenn eru kosnir til að fara með ákveðið vald, en þar fyrir utan er aðhald og virkni almennings og að hlustað sé á álit fagmanna. Þetta á að vera lciðarljósið og ekki aðal- atriðið hvernig útfærslan er ná- kvæmlega." Höfðu stjómvöld ástæðu til að taka óstinnt upp aðhald Náttúru- verndarráðs í málefnum Fljótsdals- virkjunar? „Mér sýnist að það hljóti að falla undir það verksvið sem ráð- inu er falið. Ráðgefandi hlutverk hlýtur að innifela það, að koma með ábendingar og skoðanir að fyrra bragði á málum sem þessum. Það er síðan ráðherrans að ákveða hvernig hann fer með þess ráðgjöf - og það er allt annað mál. Eg tel mjög eðli- legt að ráð af þessu tagi geti komið með ábendingar, áskoranir og upp- lýsingar til ráðamanna, án þess að það sé tekið óstinnt upp. Eg vænti þess að menn vilji vinna þannig; að ráðherra vilji hafa samstarf við ráð af þessu tagi.“ Hvað með hugmyndina um að leggja ráðið niður og fá frjálsum fé- lagasamtökum peninga þess? „Það þarf að efla frjáls félagasamtök. Eg vil beita mér fyrir því og ég veit að það er áhugi fyrir því á Alþingi - ekki síst innan míns llokks, Sjálfstæðis- flokksins. Mér finnst eðlilegt að hlutverk slíkra félagssamtaka sé gcrt skýrt og að opinberir aðilar styðji við bakið á þeim þannig að þau komi fram með þá rödd sem þarf inn í umræðuna á hverjum tíma. Ég tel að staða frjálsra félaga- samtaka sé mun skýrari í okkar ná- grannalöndum og sé ekki nógu sterk hér á landi. Það breytir ekki því, að Náttúruverndarráð er að stærstum hluta opinberlega skipað ráð og hefur líka hlutverk sem mik- ilvægt er að sé sinnt.“ Hafa sagt náttúruvemd stríð á hendur Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar Græns fram- boðs, segir alveg ljóst að ráðherra hafi eldd verið að fara að Iögum hvað hlutverk Náttúruverndarráðs varðar í samskiptum sínum við ráð- ið að undanförnu - og raunar alveg frá því hún tók við ráðherraembætti sínu. „Hlutverk ráðsins samkvæmt lögum er algjörlega skýrt, það á að vera umhverfisráðherra fyrir hönd ríkisins og öðrum stjómvöldum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. •> " f’; • A Árni Finnsson: Aðhald með faglegri ráðgjöf og ábendingum er hlutverk ráðsins og því hlutverki þarf að sinna. Ráðherra þarf að hafa þá stórmennsku til að bera að taka þessari gagnrýni og gera eitthvað við hana. Ráðið hefur upplýsingaskyldur gagnvart þessum stjórnvöldum og á að gefa ráð.“ Og undir það flokkast svokölluð gagnrýni? „Já, auðvitað. Það gefur ákveðnar ráðleggingar og þær hafa ckki verið teknar með því hugarfari sem umhverfisráðherra ætti að við- hafa, heldur hefur ráðherrann gert sér far um að gagnrýna þau ráð sem koma frá þessu mikilvæga fagráði. Og það hefur hún gert án þeirra raka sem mér finnst að nauðsynleg séu. Ef ráðherra ætlar á annað borð að gagnrýna lögskipað ráðgjafaráð þarf að fylgja með afskaplega mál- efnalegur rökstuðningur - og það hefur alls el<ki gerst. Þetta hefur verið geðþótti ráðherrans án rök- sluðnings og það er hættulegt þegar við búum við stjórnvöld senr hunsa ráðleggingar lögskipaðra sérfræð- inga og fagmanna á þann hátt sem umhverfisráðherra hefur gert,“ seg- ir Kolbrún. Hugmyndir um að leggja Nátt- úruverndarráð niður og fá frjálsum félagasamtökum fjárframlög þess njóta ekki hylli Kolbrúnar. „Þetta er dænúgerð hugmynd frá henni, finnst mér. Hún vill greinilega losa sig við ráðleggingar fagmanna og er á öndverðum meiði við náttúru- verndarfólk - og þar af leiðandi á öndverðum meiði við Náttúru- verndarráð. Enda situr hún í ríkis- stjórn sem hefur sagt náttúruvernd- arsjónarmiðum stríð á hcndur. Um- hverfisráðherra sem er ckki máls- svari umhverfisins og náttúrunnar í þessu Iandi er að mínu mati van- hæfur til að gegna sínu starfi. Og fleira bendir til þess. Þannig hefði ég eindregið viljað heyra í ræðu ráð- herrans einhverja ástríðu og óskir um framtíðina. Það brann engin ástríða henni í brjósti til náttúru ls- lands,“ segir Kolbrún. Ekki rétt aö flagga peninguniun Arni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Islands, segir að það standi mjög skýrt í lögum að hlutverk ráðsins sé að stuðla að náttúruvernd. Það hefur á að skipa sérfræðingum og áhugafólki og nauðsynlegt að það veiti umhverfis- ráðuneyti, ráðherra, ríkisstjórn og öðrum framkvæmdaraðilum að- hald. Bæði með faglegri ráðgjöf og með ábendingum. Ráðið hefur gert það, meðal annars með ályktun um að fram fari lögformlegt umhverfis- mat á áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Þetta er hlutverk ráðsins og því hlutverki þarf að sinna. Ráðherra þarf að hafa þá stórmennsku til að bera að taka þessari gagnrýni og gera eitthvað við hana.“ Hvernig líst Arna á þá hugmynd sem ráðherra nefndi, að leggja ráð- ið niður og láta frjáls félagasamtök fá peninga þess? „Ég held að það sé nauðsynlegt að styrkja frjáls félaga- samtök og vonandi kemur ráðherra til með að vinna að því. Hins vegar held ég að það sé rangt að fara þannig að því, að leggja niður eina mikilvæga stofnun og flagga pen- ingunum fyrir framan nefið á frjálsu félagasamtökunum. Og segja: Þið getið fengið þennan pening ef þetta vcrður lagt niður. Þetta er ekld rétt aðferð." Náttúruverndarsamtök íslands sendu frá sér ályktun í gær, þar sem meðal annars er harmað að ráð- herra kynni ekki metnaðarfulla náttúruverndaráætlun og að við undirbúning þingsins hafí ekki ver- ið haft samráð við fíjáls félagasam- tök. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður. Jafnaðar- flokkuriim? Hugmynd Ástu Ragn- heiðar Jóhaimesdóttur alþingismaims er að þegar SauLfylMnguuni hefur verið hreytt í stjómmálaflokk heiti haim Jafnaðarflokkur- iim. Hún segir hug- myndiiuii vel tekið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður hefur viðrað þá hugmynd við samstarfsmenn sína að þegar Samfykingin verður gerð að formlegum stjórnmálaflokki verði flokknum gefið nafnið „Jafn- aðarflokkurinn." Hún segir að þeir sem hún hefur nefnt hugmyndina við hafi allir tekið henni vel. „Jafnaðarfíokkurinn er sam- bærilegt nafn og Framsóknar- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn og álíka langt. Þetta er þjált nafn og jafn mörg atkvæði og Sjálfstæöisflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðutlokkurinn. Þar að auld er um flokk að ræða sem stendur fyr- ir jöfnuð og þar af leiðandi segir nafnið allt um það fyrir hvað flokkurinn stendur og við værum síðan jafnaðarmenn. Samfylkingin er gott nafn á kosningabandalag en þegar á að fara að stofna flokk segir nafnið ekkert um fyrir hvað flokkurinn stendur," sagði Ásta Ragnheiður í samtali við Dag. Gott nafn Hún bendir á Jafnaöarflokkurinn hafi aldrei verið heiti á stjórnmála- flokki hér á landi áður. Hún segir að það sé óþarfí að kenna flokkinn við ísland, það segi sig sjálft að flokkurinn sé Jafnaðarflokkur Is- lands þó hann heiti það ekki. Ásta segist telja að það að vera með tvö orð svo sem Samtök jafnaðar- manna scm hefur heyrst bjóði bara hættunni heim um að nafnið breytist úr Samfylkingunni í Sam- tökin (shr, samtök frjálsl. og vinstrimanna forðum) og svo allt nafnaruglið sem því gæti fylgt. Við gætum til að byija með, ef ástæða þykir til, verið með undir- heiti með smáu letri samfylking jafnaðar-, kvenfrelsis og félags- hyggjufólks. Mér fínnst það reynd- ar óþarfi en það er smekksatriði," segir Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir. Hún bendir hins vegar á að það hafi engin önnur hugmynd um nafn komið fram og þar af leiðandi hafi málið lítið eða ekkert verið rætt formlega. Þetta sé alfarið hennar skoðun og að hún telji að nafnið Jafnaðarflokkurinn sé gott nafn. — S.DÓR Lækkar verð og borgar skuldir Hitaveita Akraness og Borgaríjaröar er hálfh- uð að markiim um helmingun skuldasúp- uiinar og þriðjungs lækkuu raunverðs fyrir 2003. Hitaveita Akraness og Borgarfjarð- ar var rekin með 47 milljóna króna hagnaði nýliðnu ári og skuldir hennar greiddar niður um 90 milljónir, samkvæmt fréttum af nýafstöðnum stjórnarfundi. Eig- infjárstaða HAB, sem hafði verið neikvæð frá upphafí til 1998 að hún komst 7 milljónir yfir strikið, var oröin jákvæð um 50 milljónir í lok síðasta árs. Stjórn HAB hefur sett sér það markmið að halda áfram að greiða skuldirnar niður um 90 milljónir á ári; árið 2000, 2001 og 2002 og lækka þær þann- ig um helming á sjö ára tímabili (1996-2002) samhliða því að Iækka verð á heitu vatni samtals um tæpan þriðjung að raungildi. Fjárhagsáætlun 2000 gerir ráð fyrir 174 milljóna rekstrartekjum og hins vegar 57 milljóna rekstrar- gjöldum, 40 milljóna fjármagns- gjöldum og 31 milljónar hagnaði á árinu. Gjaldskráin lækkar og lækkar Eftir endurskipulagningu í ársbyrj- un 1996 voru skuldir HAB um 1.100 milljónir. Síðan hafa þær þegar verið lækkaðar um nær 250 milljónir og verða komnar niður í 580 milljónir 2002 gangi framan- greindar áætlanir eftir. Veitan hef- ur ekki tök á að mæta þessum af- borgunum eingöngu með fram- legð frá rekstri en mun brúa bilið með lækkun á handbæru fé veit- unnar segja stjórnarmenn. En að losa veituna úr skuldaklafanum sé lykillinn að áframhaldandi verð- lækkun á heitu vatni. Við endurskipulagningu 1996 var ákveðin 10% raunlækkun á heildsölugjaldskrá HAB, sem bundin er vísitölu neysluverðs. Raunverð lækkaði aftur um 5% árið 1998 og 1999. Og nú er fyr- irhuguð 7,5% lækkun í nóvember og 10% lækkun í nóvember 2002. — HEI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.