Dagur - 29.01.2000, Side 11
X^wr
LAU GARDAGU R 29. JANÚAR 2 000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Clinton segir
ástandið gott
Ekkert fararsnið var
að sjá á Clinton
Bandarikjaforseta í á
miðvikudagskvöld,
þótt hann eigi aðeins
tæpt ár eftir í emh-
ætti.
„Við erum lánsöm að vera á lífi á
þessu augnabliki sögunnar." Með
þessum orðum hóf William
Jefferson Ciinton síðustu stefnu-
ræðuna á ferli sínum sem forseti
Bandaríkjanna og taldi síðan upp
allar þær framfarir sem orðið hafa
í Bandaríkjunum þau átta ár sem
hann hefur gegnt þessu embætti.
Atvinnuleysi hefur hefur ekki
verið minna í þrjátíu ár. Hagvöxt-
ur hefur ekki verið meiri í þrjátíu
ár. Glæpum hefur fækkað um
20% og hafa ekki verið færri í ald-
arfjórðung. Afgangur hefur verið
á fjárlögum ár eftir ár, sem hefur
ekki gerst í 42 ár.
„Aldrei hefur þjóðin okkar not-
ið, á sama tíma, jafn mikillar vel-
sældar og félagslegra framfara
ásamt með jafn litlum erfiðleik-
um innanlands og jafn fáum að-
steðjandi hættum að utan,“ sagði
Clinton, og stoltið leyndi sér ekki.
Hann gat þó ekki annað en tek-
ið fram að allt þetta væri ekki
honum einum að þakka, heldur
bandarísku þjóðinni - „eins og
alltaf*.
Undirbjó jarðveginn fyrir
arftakann
Forsetakosningar verða í Banda-
ríkjunum í nóvember á þessu ári
og meðal þeirra sem sækjast eftir
embættinu er A1 Gore, varaforseti
Clintons. Clinton notaði tækifær-
ið óspart til þess að styrkja Gore í
kosningabaráttunni sem eftir-
mann sinn með því að tala um
þau stefnumál sem þeir báðir
hafa barist fyrir og ekki hafa ver-
ið leidd til lykta. Sömuleiðis vakti
hann athygli á baráttumálum eig-
inkonu sinnar, Hilary, sem einnig
er að hefja kosningabaráttu, en
hún er í framboði til öldunga-
deildar sem þingmaður New York
ríkis.
Raunar var engu líkara en
Clinton væri sjálfur að taka þátt í
kosningabaráttunni, enda þótt
hann láti af embætti í árslok.
Stefnuræðan var flutt í sal full-
trúadeildar Bandaríkjaþings, og
venjan er sú að forseti noti þetta
tækifæri til þess að gera grein lyr-
ir þeim málum sem hann hyggst
vinna að á árinu. Listinn yfir þau
málefni sem Clinton ætlar að
berjast fyrir var býsna langur.
Þetta var lengsta stefnuræðan
sem hann hefur flutt á ferli sín-
um, en hann talaði í einn og hálf-
an klukkutíma yfir þingmönnum
fulltrúadeildarinnar, sem voru
eins og gefur að skilja mishrifnir
af boðskapnum og létu það óspart
í ljós.
Skattalækkanir og iiit'iri
útgjöld
Clinton lagði m.a. til að skattar
verði lækkaðir um 350 milljarða
Bandaríkjadala. Hann lagði ein-
nig til að vopnaöryggi verði hert
með því að sett verði lög um
skráningu á byssum. Hann lagði
til að heilbrigðisþjónusta verði
bætt og samþykkt verði lög um
réttindi sjúklinga. Og hann lagði
til að umhverfismál verði tekin
fastari tökum. Og er þá fátt eitt
talið, því tillögurnar sem hann
kom með voru í tugatali.
Þar sem Repúblikanar eru í
meirihluta á þinginu þykir ólík-
legt að þessar tillögur nái fram að
ganga, nema ein og ein. Þótt
Clinton hafi lagt til skattalækkun
upp á 350 milljarða voru
repúblikanar fljótir að stimpla
ræðuna sem ákall á meiri ríkisút-
gjöld.
„Skattalækkanir forsetans eru
of litlar," sagði George W. Bush,
ríkisstjóri í Texas, „og þær hjálpa
ekki til við að auka hagvöxtinn né
gera skattalögin réttlátari." Bush
er sá repúblikani sem virðist Iík-
Iegstur til að ctja kappi við A1
Gore varaforseta um forsetaemb-
ættið.
Kosningabaráttan í Bandaríkj-
unum á þessu ári virðist enda
ætla að snúast mikið til um rílds-
útgjöldin, þannig að Demókratar
reyni að koma á framfæri stefnu-
málum sem kosta peninga en
repúblikanar revni að skera allt
niður við nögl.
Tony Blair.
Blair vill breyta ESB
SVISS - Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, skrapp í gær til Davos í
Sviss þar sem margir helstu leiðtogar
heims eru samankomnir til að ræða
heimsmálin, einkum þó efnahagsmál.
Blair flutti þarna ræðu þar sem hann
skýrði frá hugmyndum sínum um
breytingar, sem gera þurfi á Evrópu-
sambandinu. Mesta áherslu lagði hann
á að fækka þurfi mjög öllum þeim regl-
um sem sligað hafa starf bandalagsins.
Blair segir að Ieiðtogar Evrópusam-
bandsríkjanna verði að átta sig á því að
stofnanir þess voru ekki hannaðar til þess að mæta kröfum alþjóðavið-
skipta og sífellt hraðari tækniþróunar. Því sé breytinga þörf.
Hemaðarsamstarf á ný
Bandarísk og kinversk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja á ný hernaðar-
samstarf, sem legið hefur niðri frá því bandarískar þotur gerðu „óvart“
árás á kínverska sendiráðið í Belgrað meðan stríðið í Kosovo stóð yfir á
síðasta ári. Eftir þá árás var hætt við heimsókn varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna til Kína, en nú hefur verið ákveðið að hann skreppi til
Peking síðar á þessu ári.
Sprengjutilræði í Karadii
PAKISTAN - Minnst sex manns létust þegar sprengja sprakk í mosku í
hafnarborginni Karachi í Pakistan í gær. Tuttugu manns særðust af völd-
urn sprengingarinnar og fjórir hlutu meiðsl af völdum annars sprengju-
tilræðis í sömu borg. Sprengjutilræði hafa verið algeng í Pakistan undan-
farin ár, og eru oftast liður í innbyrðis átökum pólitískra eða trúarlegra
hryðjuverkasamtaka. Fyrir tæpum tíu dögum létust sjö manns í Karachi
al’völdum sprengjutilræðis.
Ekki nógu fjöluieunt í „Aldamóta-
hvelfiuguum64
BRETLAND - „Aldamótahvelfingin" (Millenium Dom) í London, sem
opnuð var með pomp og prakt um síðustu áramót hefur ekki verið jafn
Ijölsótt og vonast var tii. Til þess að standa undir sér þvrftu 20.000
manns að koma í hvelfinguna á hvcrjum einasta degi, en töluvert vantar
upp á það. Reksturinn er því kominn í mikla fjárhagskreppu og hefur lcit-
að til stjórnvalda um lán. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við. Breskir Ijöl-
miðlar hafa eldd farið miklum lofsorðum um hvelfinguna.
Við þökkum af alhug, öllum þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og kærleiksríka vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
HERMUNDAR ÞORSTEINSSONAR,
bónda,
Egilsstaðakoti.
Guð blessi ykkur öll.
Laufey Guömundsdóttir,
Helga E. Hermundardóttir, Halldór Sigurösson,
Sigurbjörg Hermundsdóttir, Árni Guömundsson,
Guösteinn F. Hermundsson, Krístín Tómasdóttir,
Einar Hermundsson, Elín B. Sveinsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Við þökkum af alhug öllum þeim er veittu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar og tengdamóður,
ÓLAFAR PÓRU ÓLAFSDÓTTUR,
áður til heimilis að Hafnarstræti 47,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Seli
Akureyri, fyrir góða umönnun og vinarhug.
Ólafur Haukur Arnarson, Sigurlaug Alda Porvaldsdóttir,
Hjördís Arnardóttir, Jón Grétar ingvason,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGURLÍNAR KRISTMUNDSDÓTTIR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjaldarvíkur og Dalbæjar fyrir
kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Vilborg Friðriksdóttir, Hjálmar Ólafsson
og fjölskyldur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BÁRA EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTIR,
Ásgarði,
Grenivfk,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27.
janúar sl. Jarðaförin auglýst síöar.
Pórhildur Ingólfsdóttir, Áskell Bjarnason,
Elísa Ingólfsdóttir, Ásgeir Kristinsson,
Heimir Ingólfsson, Sigríöur Sverrisdóttir,
Jóhann Ingólfsson, Guöný Sverrisdóttir,
Jón Stefán Ingólfsson, Jórlaug Daöadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Sveinseyri,
í Tálknafirði,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri 8. janúar s.l.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun.
Sigrún Jóhannsdóttir, Ævar Karl Ólafsson,
Jónas Jóhannsson, Guðrún Porsteinsdóttir,
Guömundur S. Jóhannsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir,
Kristín Jóhannsdóttir, Páll Reynisson,
Jón Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.