Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR Afhálfu erlendra fyrirtækja er talað um íslenska markaðinn sem „prófunarmarkað“ fyrir vöru og þjónustu þar sem þau fá einatt mjög fijótt viðbrögð við því sem þau bjóða tii sölu hériendis. , „f Jggh i F" lJMj , -fV,./. • l't'VJþþp. j\£;, > j SF i / Ir! pigg* .. 7 v \ \ .J^SÆ \Siil í? » y t ■ -Á;, "1 1 d l ' fí WÆÍ&I ísland sem prófmarkaður Alþjóðlegar versluuar- keðjur. Fljót viðbrögð frá neytendum. Drifkraftur og nýjungar. lslenski markaðurinn er að mörgu leyti mjög áhugaverður valkostur fyrir al- þjóðlegar verslunarkeðjur. Pálmi Krist- insson framkvæmdastjóri Smáralindar segir að í þeim efnum séu erlendir að- ilar ekki endilega að horfa á stærð markaðarins á höfuðborgarsvæðinu heldur miklu fremur vaxtarhraðann í hagkerfinu, fjölgun íbúa og kaupgetu þeirra. Af hálfu erlendra fyrirtækja sé talað um íslenska markaðinn sem „prófunarmarkað" fyrir vöru og þjón- ustu þar sem þau fá einatt mjög fíjótt viðbrögð við því sem þau bjóða til sölu hérlendis. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Drifkraftur og nýjuiigar Framkvæmadstjóri Smáralindar, en fyrirtækið áformar að opna 60 þúsund fermetra yfirbyggða verslunarhöll í Kópavogi á næsta ári, segir að það sé einnig mikill kostur í augum erlendra aðila hversu mikill vöxtur sé í öllu hér- lendis og drifkraftur í þjóðlífinu. Þá sé markaðurinn mjög fljótur að bregðast við og taka á móti nýjungum, lands- menn séu harðir neytendur og dómar- ar á vöru og þjónustu. Pálmi segir að fyrir verslunina sé það ekki spennandi kostur að vera kannski á stórum mark- aði þar ríkir nánast kyrrstaða, hagvöxt- ur 1-2%, atvinnuleysi 7-12% og varla nokkur drifkraftur í einu eða neinu. Slíkir markaðir séu því taldir vera held- ur óspennandi kostur til fjárfestinga fyrir alþjóðlegar verslunarkeðjur þótt á slíkum markaði húi um 10 miljónir manna eða svo. — GRH FRÉT TA VIÐTALIÐ í tilefni af fréttum frá Landssímanum um að á næstu dögum næðist GSM-samband í Afríku- ríkinu Namibíu fóru pott- verjar að rifja upp skondna frétt í DV um að engimi hefði tekið á móti Eiði Guðnasyni sendiherra á þeim flugvelli sem hann lenti á í Namibíu. Þar af- henti hann trúnaðarbréf sitt í síðustu viku sem sendflierra ís- lands í Namibíu. Pottverjar töldu að nær hefði verið fyrir Landssímann að hafa komið GSM-sambandinu upp íyrr svo Eiður hefði getað bjargað sér betur á flugvellinum, kamiski hringt og látið embætt- ismennina sækja sig... Eiður Guðnason. í heita pottinum heyrðist að meðal Samfylkingarmanna ríkti mikfl reiði í garð Sigríðar Ömiu Þórðardóttur en í Kast- ljósþætti Sjónvarps í fyrra- kvöld sagði hún að í formanns- slagnum virtust aflir „sótraft- ar á flot dregnir". Þetta þykir lýsa mikilli Utflsvirðingu við hugsanlega frambjóðendur og einn pottverji úr Samíylkingunni telur einsýnt að Sigríður Anna hafi ekki skflið hvað hún var að segja. Sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs þýðir sótraft- ur: 1. „sótugur raftur; lélegt skip; nú eru flestir sótraftar á flot dregnir = nú er reynt að notast við flest (þótt léiegt sé). 2. dóni, rusti.“ !!!... Sigríður Anna Þórðardóttir. í heitapottinum á Akureyri er enn verið að ræða um sýn- inguna Losta 2000 þótt ineð óbeinum hætti sé. Nú tala menn ekki leng- ur um „Lista- safn Akureyrar “, heldur um „Lostasafn Akureyr- ar“ og ekki um „Listagilið" heldur „Lostagil- Listasafnið á Akureyri. Jóhannes Gunnarsson formaðurNeytendasamtakanna Helsta hlutverk Neytenda- samtakanna um þessar mundir erað veita viðnám gegn verðhækkunum og herj- astgegn vaxandifákeppni og verðsamráðisegir m.a. í heil- síðuauglýsingum. Samtökin öflugri með fleiri félögum - Eru Neytendasamtökin í útbreiðsluher- ferð? „Já, við viljum reyna að kynna betur þá starfsemi sem Neytendasamtökin annast. Samtökin eru mjög háð félagafjöldanum, því um 80% af tekjum þeirra eru félagsgjöld - þveröfugt við það sem tíðkast á Norður- löndum, þar sem opinberir styrkir eru um 70% af tekjum samtakanna. Þar og víðar víðar þurfa Neytendasamtökin heldur ekki að sinna kvörtunarmálum, vegna þess að það er ákveðin ríkisstofnun sem það gerir. Auk þess skapa íslensk stjórnvöld neytend- um ekki jafn öruggt umhverfi - og hafa í raun talið sig „stikk frí“ þar sem við höfum talið að við yrðum að taka á ýmsum málum þannig að ekki sé gengið á hlut neytenda. Þannig að það er töluverður munur á starf- seminni hér og í grannlöndunum." - Hefur félögum Neytendasamtakanna verið aðfækka? „Já, félögum hefur verið að fækka. Við vorum komin í þann fjölda, að við vissum að hann mundi ekki halda; um 23 þúsund manns á tímabili eftir ákveðinn topp. Síðan er ákveðin þróun hjá okkur, eins og öðrum. Það hætta að meðaltali um 2 þúsund manns á ári af ýmsum ástæðum. Svo félagatalan er í kringum 1 5 þúsundi í dag. Með þessum 1 5 þúsund félagsmönnum erum við að vísu með ein fjölmennustu neytendasamtök í heiminum, hlutfallslega. En vandinn er sá, að við græðum ekkert á þeim samanburði - hann gefur litla peninga í sjóði - vegna þess að við erum svo ósköp fá. Hér þyrfti því að verða stefnubreyting. Og ég mundi fagna því mjög ef nýr við- skiptaráðherra - fyrsta konan sem sest í það ráðuneyti - myndi beita sér fyrir viðhorfs- breytingum varðandi áherslur í neytenda- máíum. Neytendasamtökin eru tilbúin til viðræðna um slíkt, þar sem við byggjum á því módeli sem við höfum nú þegar komið upp hér. Eg minni á að jafnvel Thatcher við- urkenndi að það þyrfti að styrkja neytenda- hliðina til þess að markaðskerfið starfaði á eðlilegan máta.“ - Minnkar úhugi fólks fyrir neytenda- mdlum kannski í góðæri - ef ekki þatf að velta fyrir sér hverri krónu? „Það má vera að einhverju leyti. En fólk þarf ekki síður að gæta að sér í góðæri. I Neytendablaðinu erum við með gæðakann- anir og verðkannanir og núna einnig í vax- andi mæli á heimasíðu okkar, þar sem í um birt í blaðinu. En þær síður verða læst- ar öðrum en félagsmönnum." - Og hvert erfélagsgjaldið? „Það er í dag 2.800 krónur. Innifalið í því er Neytendablaðið 4-5 sinnum á ári auk víð- tækari upplýsinga á Netinu. Og að sjálf- sögðu öll aðstoð við félagsmenn, bæði varð- andi upplýsingar áður en það fer að kaupa ákveðna hluti og líka upplýsingar og aðstoð eftir kaup, komi upp vandamál. Og almennt séð virða framleiðendur og seljendur það sem Neytendasamtökin hafa um málið að segja. Þeir sem eru utan Neytendasamtak- anna, og vilja ekki ganga í þau, þurfa að greiða ákveðið gjald, nú 2.400 kr., fyrir slíka þjónustu og þá bara ákveðna Iágmarksþjón- ustu. En félagsmenn fá mjög víðtæka þjón- ustu. Auk kvörtunarþjónustunnar erum við með úrskurðarnefndir á ákveðnum sviðum, í samvinnu við atvinnulífið, til þess að hnykkja enn betur á stöðu neytandans. Og það er ljóst að við getum staðið okkur þeim mun betur í hagsmunagæslu fyrir neytend- ur, sem fleiri þeirra ganga í Neytendasam- tökin. — HEI framtíðinni verða fleiri kannanir en við get- •: ó - t.1 i. J.' ‘•4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.