Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 9
8- FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 - 9 SDMptr l>Agur- FRETTASKYRING Forsvarsmenn Ljósa- vikur gagnrýna harka- lega „skemmdarverk miimihluta hæjar- stjómar Húsavíkiir gagnvart uppbyggingu atvinnulífs staðar- ins.“ „Mikið pólitískt moldviðri hefur geisað á Húsavík undanfarnar vikur vegna fyrirhugaðrar sam- einingar Fiskiðjusamlags Húsa- víkur hf. og fyrirtækis okkar í Þor- lákshöfn, Ljósavíkur hf. Stormur- inn náði hámarki þann 1 I. janú- ar síðastliðinn, en þá var ákveðið á stjórnarfundum í báðum félög- um að falla frá samruna þeirra. Þar með var heiðarleg tilraun til að skapa öflugt og arðvænlegt fyr- irtæki runnin út í sandinn. Okkur þykir afar miður að svona fór - ekki síst vegna þess að ástæðan virðist fyrst og fremst vera stjórn- málalegar væringar á Húsavík, þar sem raunverulegum hags- munum kaupstaðarbúa er fórnað fyrir sjúklega pólitíska metorða- grind örfárra einstakinga," segir í yfirlýsingu ffá Guðmundi Bald- urssyni og Unnþóri Halldórssyni, eigendum Ljósavíkur hf., um þátt þeirra í fyrirhuguðum samruna við Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. „Víð Ljósavíkurmenn höfum ekki blandað okkur í þann slag. Víð erum útgerðarmenn og höf- um engan áhuga á að standa í pólitískum ritdeilum. Okkur finnst við samt ekki geta horfið frá málinu án þess að gera grein fyrir hvernig hlutdeild okkar í því var háttað. Þetta hefur verið afar óþægileg reynsla fyrir okkur, kostnaðarsöm og tímafrek - en sérstaklega hefur okkur mislíkað að sitja undir óhróðri minnihluta- manna um að hafa ekki komið heiðarlega fram og reynt að sölsa undir okkur verðmæti í eigu Hús- víkinga á fölskum forsendum," segja þeir í greinargerðinni. Meg- inatriði hennar fara hér á eftir. Af hveiju vildum viö samnrna? Ljósavík er tiltölulega h'tið fyrir- tæki í eigu fjölskyldna okkar. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja í sjávarútvegi höfum við um nokkurt skeið verið að leita væn- Iegra leiða til að koma fyrirtækinu á hlutabréfamarkað. Smæð fyrir- tækisins gerir að verkum að slíku verður einungis komið til leiðar með því að sameinast öðru eða öðrum fyrirtækjum, en við höfum þó haft að leiðarljósi að ef til þess kæmi yrðum við að eiga það stór- an hlut að við hefðum umtalsverð áhrif á stefnumörkunina. Síðastliðið sumar var okkur bent á að fýsilegur kostur í þessu sambandi væri Fiskiðjusamlag Húsavíkur (FH). Það ætti að vísu brokkgengan rekstrarferil að baki og núverandi staða þess væri Iangt frá því góð, en að umfang og uppbygging þess hentaði vel þeim atvinnutækjum sem við höf- um yfir að ráða. Húsavíkurkaupstaður fór með ráðandi hlut í FH, eða 47%, og því lá beinast við að leita eftir við- ræðum við fulltrúa hans. Væru þeir andsnúnir umleitan okkar næði málið ekki lengra. Þeir tóku strax vel í að hitta okkur og var fyrsti fundur var haldinn á Akur- eyri þann 15. ágúst. Þetta voru almennar viðræður þar sem menn kynntu hvort fyrirtæki um sig og helstu óskir aðstandenda varðandi framtíðina. Fljótlega lá fyrir að samstarf eða samruni FH og Ljósavíkur byði upp á ýmsa hagstæða möguleika fyrir báða aðila. I upphafi fundarins hafði sam- vinna fyrirtækjanna verið út- gangspunktur viðræðnanna, en eftir því sem á Ieið fóru menn að velta möguleikanum um samruna þeirra alvarlegar fyrir sér. Niðurstöður þessa fyrsta fund- ar Ljósavíkurmanna og fulltrúa meirihlutar bæjarstjórnar Húsa- víkur má síðan draga saman í eft- irfarandi: - að Ljósavík keypti 20% hlut í FH af Húsavíkurkaupstað og bærinn minnkaði þannig áhrif sín í félaginu. Gert yrði samkomulag hluthafa í tengslum við þessi kaup. - að Ljósavík kæmi sem fyrst til Húsavíkur með útgerð eins skips og önnur skip félagsins lönduðu á staðnum. - að unnar yrðu grunnupplýs- ingar um hugsanlega sameiningu Ljósavíkur og FH, sem lægju fyr- ir á næsta fundi er haldinn yrði mjög fljótlega. Samrunaferlið ltafiö Og sá fundur var haldinn aðeins fjórum dögum síðar, þann 19. ágúst, á Húsavík. A þessum fundi var gengið frá eftirfarandi gögn- um: Samkomulagi um hlutafjár- kaup og samvinnu. Hluthafasam- komulagi. Samkomulagi um sam- ræmt mat á fyrirtækjunum og eignarhlutum í sameinuðu fyrir- tæki. Grunnhugsun matsins mið- „Sigitrjón skrifaði grein í Víkurblað Dags þann 1. desemberþar sem hann fer mikiim og slær um sig með gíf- uryrðum og dónaskap í garð okkar Ljósavíkur- manna. Hlýlegt hand- takið nokkru áður hafði sem sé snúist upp í rýting í bakið!“ aðist við matsreglur hlutahréfa- markaðarins, að teknu tilliti til árshlutauppgjörs félaganna 31. ágúst 1999. Hlutaðeigandi var gert ljóst að forræði málsins yrði þaðan í frá í höndum stjórna félaganna og hluthafafunda. Hvað varðaði hlut FH átti Húsavíkurkaupstaður rétt á þremur stjórnarmönnum af fimm er fylgdu málinu eftir. Til að tryggja nægilegan stuðning í stjórn og eigendahópi FH yrði nú að kynna málið fyrir ráðamönn- um Oh'ufélagsins hf. og eftir at- vikum öðrum stórum hluthöfum í félaginu. Eftir að þessum málum hafði verið komið í kring var þann 25. ágúst send tilkynning til Verð- bréfaþings Islands og sameiginleg fréttatilkynning til Qölmiðlanna. Það vakti eftirtekt að í bæjar- stjórn Húsavíkur urðu ekki mikl- ar umræður um málið, hvað þá að minnihlutinn legðist gegn því. Hið almenna viðhorf til samein- ingar FH og Ljósavíkur var afar jákvætt. Menn virtust sammála bæjarstjórnarmeirihlutanum um að þetta væri Iangbesti kosturinn fyrir Húsvíkinga, og til dæmis var haft eftir Sigurjóni Benedikts- syni, helsta talsmanni bæjar- stjórnarminnihlutans, í Víkur- blaði Dags þann 15. september, að hann væri ánægður með þetta samkomulag og vonaði að það yrði lukkuspor og öllum til hags- bóta. Hann ítrekaði svo ánægju sína í grein í sama blaði þann 27. október og er hann hitti Guð- mund Baldursson á förnum vegi um þessar mundir heilsaði hann honum með þéttu handtaki og bauð Ljósavíkurmenn sérstaklega velkomna til atvinnurekstrar á Húsavík. Sajmkomulag Fór nú í hönd tímabil enn ná- kvæmari undirbúningsvinnu. Ræða þurfti við aðra hluthafa í FH um framkvæmdina, ganga frá mati á eignum og öðrum verð- mætum fyrirtækjanna og semja áætlun fyrír endanlegan samruna þeirra. Ekki er ástæða til að tí- unda hér alla þá vinnu, en henni Iauk upp úr miðjum nóvember. A stjórnarfundi í FH þann 26. nóvember var síðan samþykkt að leggja til við hluthafa félagsins að Ljósavík hf. yrði sameinuð Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur hf. frá og með 1. september 1999. Skipti- hlutföll við sameininguna yrðu þannig að hlutur hluthafa FH væri 62,5% og hlutur hluthafa í Ljósavík 37,5%. Gert var ráð fyrir að næsti hluthafafundur yrði haldinn í janúar árið 2000, en öll gögn vegna fyrirhugaðs samruna, þ.e. samrunaáætlun, sameiginleg greinargerð félagsstjórna, skýrsla matsmanna, yfirlýsing löggiltra endurskoðenda ásamt stofnefna- hagsreikningi voru lögð fram á skrifstofu félagsins. Mönnum þótti nú sem málið væri í höfn, einungis væri eftir að ganga frá formsatriðum. Mikil bjartsýni ríkti á fundinum og var ákveðið, til þess að greiða enn betur íyrir gangi málsins, að kjósa nýja stjórn er tæki mið af skipt- ingu hlutabréfa eftir að samrun- inn væri um garð genginn. I hina nýju stjórn voru kjörnir: Guðmundur Baldursson og Unn- þór Halldórsson frá Ljósavík, Ingólfur Friðjónsson lögmaður sem ekki er fulltrúi sérstaks hlut- hafahóps, Bjarni Bjarnason að- stoðarforstjóri Olíufélagsins og Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavfk. Pólitíska moldviðrið En nú er það sem hið pólitíska moldviðri upphefst. Sigurjón Benediktsson, aðalsprauta sjálf- stæðismanna í minnihluta bæjar- stjórnar, virðist sjá sér leik á borði til að hefja stórátak í helsta áhugamáli sínu, að vinna meiri- hlutanum allt til miska og það án tillits til hvaða áhrif það hefði á viðleitni manna til að efla at- vinnulíf staðarins. Sigurjón taldi sig væntanlega einnig eiga harma að hefna á meirihlutanum vegna fyrri viðskipta um málefni Fisk- iðjusamlagsins, éða frá þeim tíma er hann var þar sjálfur stjórnar- formaður. Þótt ekki verði það gert hér væri ærin ástæða til að rifja upp fjölmörg glappaskot Sigur- „Ljóst er að staða FH er talsvert lakari eftir þessar hremmingar en áður en þreifingar okkar hófust. Raunar er ekki fjarri lagi segja að fyrirtækið sé í rúst og að fáir raunhæfir kostir séu í sjónmáli." jóns á þeim vettvangi, en Húsvfk- ingar eru enn að súpa seyðið af þeim ósköpum. Sigurjón skrifaði grein í Víkur- blað Dags þann 1. desember þar sem hann fer mikinn og slær um sig með gífuryrðum og dónaskap í garð okkar Ljósavíkurmanna. Hlýlegt handtakið nokkru áður hafði sem sé snúist upp í rýting í bakið! Efnislega snýst árás hans um að við hefðum sölsað undir okkur meirihlutann í fyrirhugaðri sameiningu og notið við það að- stoðar bæjarstjórans. Sigurjón fær þetta út með því að leggja saman 37,5% hlut okkar í sameiningunni og þau 20% sem við áttum fyrir í FH og skráð voru á dótturfyrirtæki okkar Jökulvík hf - en þetta gerir hlut okkar 57,5% að því er hann telur. En Við höfðum f upphafi gert sam- komulag um að færi hlutur okkur yfir 47% í hinu sameinaða félagi yrðu gerðar ráðstafanir sem leid- du til þess að hann yrði ekki hærri en það. Þær ráðstafanir átti að gera í samráði við Húsavíkur- kaupstað yrði samruni félaganna samþykktur á hluthafafundinum í janúar - sem aldrei varð. Auðvit- að vissi Sigurjón hvernig þessu var háttað þótt hann fullyrði ann- að gegn betri vitund. Sigurjón hélt því einnig fram í þessari blaðagrein að samsetning nýju stjórnarinnar, sem kosin var 26. nóvember, væri óeðlileg vegna eignarhlutfalla í félaginu. Hann vildi meina að við Ljósavík- urmenn réðum meirihlutanum og myndum misnota aðstöðu okkar í væntanlegri sameiningu. Sigurjón Benediktsson „Þótt ekM verði það gert hér væri ærin ástæða til að rifja upp fjölmörg glappaskot Sigurjóns á þeim vettvangi, en Húsvíkingar eru enn að súpa seyðið af þeim ósköpum,“ segir m.a. um Sigurjón í greinargerðinni. dæmið er rangt sett upp, því eldri 20% hlutur okkar í FH nemur 1 2,5% í sameinuðu félagi. Þannig hefði hlutur okkar í raun orðið 50% og það aðeins tímahundið. Þetta var ekkert annað en til- raun til að gera okkur tortryggi- lega og skemma fyrir málinu. Oll atriði sameiningarinnar höfðu verið afgreidd af fráfarandi stjórn, nýja stjórnin hafði ekkert annað hlutverk í því sambandi en að boða til hluthafafundarins - sem aldrei varð - þar sem taka átti afstöðu til fyrirliggjandi samruna- áætlunar. Rökin fyrir því að skipa stjórn út frá „væntanlegum" eign- arhlutföllum lutu að nauðsyn þess að huga þegar að rekstri hins sameiginlega félags fyrsta rekstr- arárið, enda kosin út frá þeirri sannfæringu að einungis forms- atriði væru eftir af samrunaferl- inu. I framhaldi af þessum fárán- legu árásum Sigurjóns kom nú hrina af allskyns enn fáránlegri ásökunum sem gengu út á að mat á eignum og öðrum verðmætum fyrirtækjanna væri rangt, þannig að hlutur Ljósavíkur væri metinn of hátt en hlutur FH of lágt. Þessar aðdróttanir snerust um at- riði eins og verðmæti aflaheim- ilda hvors fyrirtækis um sig, verð- mæti skipastóls okkar og verð- mæti ónýtts rekstrartaps FH, svo nokkuð sé nefnt. Alltof langt mál yrði að fjalla um þær reikningskúnstir sem beitt hefur verið í sambandi við þessa þætti. I sumum tilfellum er um bein ósannindi að ræða, í öðrum eru hlutirnir slitnir úr réttu samhengi eða verið að velta upp atriðum sem koma megin- málinu ekkert við. Það eina sem við getum gert er að vísa á útreikninga matsmanna og endurskoðenda við undirbún- ing sameiningarinnar, en þeir voru Björn St. Haraldsson frá PricewaterhouseCoopers hf. fyrir FH og Birkir Leósson frá Deloitte & Touche hf. fyrir Ljósavík. Þeir gáfu þann 1 9. nóvember út sam- eiginlega yfirlýsingu um að „skiptihlutfall það sem gert er ráð fyrir í samrunaáætlun félaganna sé eðlilegt og sanngjarnt." Hér má rifja upp að við gerðum viðsemjendum oklrnr þegar í upp- hafi fulla grein fyrir að grundvöll- ur samkomulags af okkar hálfu væri að rækjukvóti Ljósavíkur yrði metinn út frá meðaltalsverði liðinna ára, en ekki miðað við „En þetta er að sjálf- sögðu alvarlegt fag- legt áfall fyrir Bjöm St. Haraldsson, lög- giltan endurskoðanda hjá Pricewaterhon- seCoopers - og gæti þýtt skaðahótakröfur á hendur fyrirtækis hans.“ verð dagsins, sem væri í lágmarki. Þeir skildu það mætavel og sam- þykktu. Svo þegar Sigurjón Bene- diktsson pantaði matsgerð Verð- bréfastofunnar hf. á skiptihlut- fallinu og fékk það miðað við verð dagsins á rækju, var að sjálfsögðu ekki verið að vinna á forsendum samkomulags okkar og FH - heldur verið að þjóna pólitískum markmiðum Sigurjóns. Þetta verður að teljast ansi aumkunn- arverður vitnisburður um þekk- ingu Verðbréfastofunnar hf. á ís- lenskum sjávarútvegi. Þegar gagnrýni Sigurjóns Benediktssonar á samrunaáætlun FH og Ljósavíkur er. skoðuð er auðsætt að hann hefur engan áhuga haft á efnislegu innihaldi hennar. Hann hefur aldrei rætt við okkur Ljósavíkurmenn um einstaka þætti hennar né heldur þá sérfræðinga sem unnu að und- irbúningi hennar. Allur málflutn- ingur hans frá 1. desember mið- aðist einungis við að sá fræjum tortryggni og ótta meðal Flúsvík- inga um að „vondir menn“ að sunnan ætluðu sér að hlunnfara þá - og það með aðstoð meiri- hluta bæjarstjórnar og bæjarstjór- ans! Við Ljósavíkurmenn höfðum talsverðar áhyggjur af því að Sig- urjóni tækist að skemma sam- runaáætlunina með óhróðri sín- um, en viðsemjendur okkar í meirihluta bæjarstjórnar töldu slíkt af og frá. Sameining fyrir- tækjanna hefði verið samþykkt af meirihluta hluthafa og einungis var eftir að staðfesta hana form- lega á næsta fundi þeirra, sem ákveðið hafði verið að halda þann 19. janúar. Áætlunum koHvarpað Tvennt gerðist hins vegar á enda- sprettinum, ef svo má að orði komast, sem kollvarpaði áætlun- um okkar. í fyrsta lagi fréttist er líða tók að jólum að einn bæjarfulltrúi meirihlutans hefði snúist á sveif með Sigurjóni eða vildi að minns- ta kosti að nýtt mat yrði lagt til grundvallar sameiningunni. Minnihlutinn ætlaði að bera upp tillögu um slíkt á bæjarstjórnar- fundi þann 21. desember og hún yrði líklega samþykkt ef þessi ákveðni bæjarfuíltrúi mætti á hann. Meirihlutinn gat hins vegar fengið manninn til að boða for- föll sín á fundinum með því að vísa til samkomulags við stofnun H-listans er miðaði að því að við- halda einingu listans í ákvarðana- töku í stórmálum sem snertu heildarhagsmuni bæjarbúa. Þannig að ef einn af fimm full- trúum meirihlutans hefði aðra skoðun í slíkum málum en félag- ar hans fjórir, þá myndi viðkom- andi einstaklingur ekki taka þátt í afgreiðslu á málinu, til að riðla ekld samstöðu meirihlutans. Þetta bragð átti hins vegar eftir að snúast upp í andstæðu sína og verða vopn í höndum Sigurjóns og félaga. Eftir áramótin kom Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn, fram með þá spurningu hvort þarna hefðu ekki sveitar- stjórnarlög verið brotin, vegna þess að umræddur bæjarfulltrúi mætti ekki á fundinn án þess að geta boriö við lögboðnum forföll- um eins og þau eru skilgreind í lögunum. Sjálfstæðismenn höfðu nefnilega fengið það vottað frá vinnuveitanda bæjarfulltrúans, að hann hefði verið í vinnunni á þeim tíma sem fundurinn var haldinn. Þarna var sem sé komin fram hótun um að Ieggja fram stjórn- sýslukæru, sem orðið gæti til þess að fresta þyrfti hluthafafundin- um 19. janúar uns hún hefði ver- ið afgreidd. Rofhöggið Skömmu síðar, eða þann 10. jan- úar, sendi Björn St. Haraldsson endurskoðandi FH stjórn og hlut- höfum félagsins óvænt bréf, þar sem hann greinir frá þeirri skoð- un sinni „að komið hafi í ljós að skiptihlutföll í samrunaáætlun félaganna, sameiginlegri greinar- gerð félagsstjórna svo og skýrslu matsmanna, sem undirritaðar voru föstudaginn 26. nóvember sl. af stjórnum félaganna og matsmönnum séu ekki sanngjörn ...(hann telji) því rétt að fallið verði frá samruna félaganna á grundvelli skiptihlutfalls sem fram kemur í samrunaáætlun dags. 26. nóvember sl.“ Bréf þetta var í raun og veru rothögg á samrunaferlið. En hvað hjó á bak við það? Hvers vegna hafði endurskoðandi og mats- maður FH allt í einu skipt um skoðun? Af hverju gekk hann gegn vilja umbjóðanda síns, stjórnar FH? Hvað fékk hann til að afneita allri fyrri vinnu sinni við málið? Svarið er einfalt: Sigurjón Benediktsson hafði klagað Björn til Hlutafélagaskrár og Verðbréfaþings lslands, og bent á að þar sem Björn væri „Eftir nýjasta kaflaun í þessari sögu ætti öH- um að skfljast að eigi fyrirtækið að hafa ein- hverja framtíð fyrir sér er nauðsynlegt að það losni undan af- skiptum stjómmála- manna - annars verður aldrei annað úr þvi en fúlegg.“ hluthafi í FH væri hann vanhæf- ur samkvæmt lögum um endur- skoðendur til að árita reikninga félagsins, sem og til að vera mats- maður þess. Sigurjón vissi þetta auðvitað manna best. Hann var stjórnar- formaður FH árið 1997, þegar Iögum um endurskoðendur fyrir- tækja var breytt í þá veru sem gerði Björn þar með vanhæfan til starfa fyrir FH meðan hann ætti hlutabréf í félaginu. Rétt er að benda á að eignarhluti Björns í FH hljóðar upp á 365 þús. kr, eða afar lítinn hluta. Segir þessi stað- reynd okkur margt um siðferðis- þroska Sigurjóns Benediktssonar. En þetta er að sjálfsögðu alvar- legt faglegt áfall fyrir Björn St. Haraldsson, löggiltan endurskoð- anda hjá Pricewaterhou- seCoopers - og gæti þýtt skaða- bótakrölur á hendur fyrirtækis „Eimþá eigum við okk- ar hlut í FH og sitjum í stjómiimi. Hvert framhaldið verður á þeim vettvaugi er ekki gott að segja tfl um á skrifandi stund.“ hans. Frá upphafi sameiningar- ferlisins hafði Björn unnið sam- kvæmt ákvörðun stjórnar FH um það hvernig unnið skyldi að mál- inu og taldi hann enga meinbugi á aðkomu sinni að því. Akvörðun hans um að ganga gegn fyrri nið- urstöðu sinni er óskiljanlegur faglegur hringlandaháttur. Allir endurskoðendur sem við höfum síðan rætt við eru sammála um að framgangur Björns f þessu máli beri vitni um fáheyrt virð- ingarleysi við siðferðisrcglur starfsins. En í framhaldi af þessu bréfi var ekki um annað að ræða en að senda út fréttatilkynningu, þann 12. janúar, þar sem sagði meðal annars: „A fundum stjórna Fiskiðju- samlags Húsavíkur hf. og Ljósa- víkur hf., sem haldnir voru í gær, þriðjudaginn 11. janúar 2000, tóku þær hvor um sig samhljóða ákvörðun um að falla frá tillögu um samruna félaganna, og afboð- ar stjórn Fiskiðjusamlags Húsa- víkur hf. hér með boðaðan hlut- hafafund í tilefni af fyrirhuguð- um samruna." Hvað höfmn við borið úr být- uin? Við Ljósavíkurmenn komum til Húsavíkur í góðum tilgangi. Við vorum sannfærðir um að samein- ing fyrirtækis okkar og Fiskiðju- samlagsins myndi skapa umtals- verða verðmætaaukningu fyrir báða aðila um Ieið og hið nýja fé- lag yrði almenn lyftistöng fyrir at- vinnulífið á Húsavík. Við höfum komið fram af einurð og heilind- um, og lagt mikið á okkur til að samrunaferlið mætti ganga sem greiðlegast fyrir sig. Við höfum verið uppnefndir „þurfalingar frá Þorlákshöfn." Við höfum verið vændir um und- irferli. Við höfum þurft að sitja undir rógburði um að kunna ekki að reka fyrirtæki, vera stór- skuldugir, eiginlega gjaldþrota. Við höfum eytt miklum tíma, peningum og orku til einslds. Við höfum verið hlunnfarnir um þá arðsemisaukningu er beið þeirra sem áttu hlutabréf í hinu sameig- inlega félagi. Við höfum kynnst mörgu góðu fólki á Húsavík. Við höfum skynj- að enn betur hvað starfsfólk okk- ar í Ljósavík er traust og gott. Ennþá eigum við okkar hlut í FH og sitjum í stjórninni. Hvert framhaldið verður á þeim vett- vangi er ekki gott að segja til um á skrifandi stund. Versta reynslan af sameiningar- ferli FH og Ljósavíkur er að upp- lifa á sjálfum sér hvernig met- orðablindir stjórnmálamenn geta komist upp með gífurleg skemmdarverk og valdið fólki margvíslegum skaða án þess að bera nokkra raunverulcga ábyrgð á gerðum sínum. Ljóst er að staða FH er talsvert lakari eftir þessar hremmingar en áður en þreifingar okkar hófust. Raunar er ekki fjarri lagi segja að fyrirtækið sé í rúst og að fáir raunhæfir kostir séu f sjónmáli. FH er stundum kallað Fjöregg Húsvíkinga, eða það fyrirtæki sem á að bera uppi atvinnulíf bæjarfélagsins. Saga þess hefur löngum einkennst af hatrömm- um deilum vegna meirihlutaeign- ar bæjarins. Eftir nýjasta kaflann í þessari sögu ætti öllum að skilj- ast að eigi lýrirtækið að hafa ein- hverja framtíð fyrir sér er nauð- synlegt að það losni undan af- skiptum stjórnmálamanna - ann- ars verður aldrei annað úr því en fúlegg, segja eigendur Ljósavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.