Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 10
T 10 FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 2000 .Tfc ^MT SMAAUGLYSINGAR Húsnæði óskast!______ Oska eftir að taka á leigu íbúð á Akureyri 3-4 herbergja. Uppl. síma 867 0981 Ökukennsla Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, Þingvallastræti 18, heimasími 462-3837, GSM 893-3440. Viötalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 7. febrúar 2000 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Kristján Þór Júlíusson og Guömundur Ómar Guömundsson til viötals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviötölum eftir því sem að- stæöur leyfa. Siminn er 460 1000. Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐNÝ LAXDAL, Lindarsíðu 2, Akureyri, áöur húsfreyja Syöri-Grund, Grýtubakkahreppi, lést á Kristnesspítala 30. janúar. Verður jarðsungin frá Laufáskirkju, föstudaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent líknarstarfsemi. Sævar Magnússon, Guöný Hallfreösdóttir, Helgi Laxdal, Guðrún Jóhannsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Friðrik Rúnar Gislason, Johanna Magnúsdóttir, Tryggvi Jónsson, bamabörn og barnabarnabörn. Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTIR, Ásgarði, Grenivík, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 5. febrúar nk. kl. 14:00 Þórhildur Ingólfsdóttir, Áskell Bjarnason, Elísa Ingólfsdóttir, Ásgeir Kristinsson Heimir Ingólfsson, Sigríöur Sverrisdóttir, Jóhann Ingólfsson, Guðný Sverrisdóttir, Jón Stefán Ingólfsson, Jórlaug Daöadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BIO '.-» m n n f» k 1 í *•> RÁÐHÚSTORGI ?0[55uWl DIGITAL Thx SÍMI 461 4666 LJ Sýndkl.17og 19 Síðustu sýn. Sýnd kl. 17 m/ísl.tali HVAB EB A SEYBI? LOK OG UPPHAF I dag Iýkur Hlynur Hallsson verki sýnu í miðrými Kjar- valsstaða, sem hann kallar Dagbók. Hlynur hefur ritað dagbók á 24 metra langan vegg síðastliðnar þrjár vikur. Hlynur cr fyrstur í rrjð sex listamanna sem taka þátt í sýningarverkefninu Veg(g)ir, en tilgangurinn með verkefn- inu er annars vegar að veita listafólki tækifæri til að vinna úr hugmyndum sínum á eða út frá stórum fleti og hins vegar að leyfa gestum safns- ins að fylgjast með gerð verksins frá upphafi til enda. Hlynur mun kynna dagbókar- verk sitt og hugleiðingar um það í dag kl. 18.00. Við sama tækifæri mun Daði Guð- björnsson kynna sínar hug- myndir og áætlanir varðandi verkið sem hann hyggst vinna á Veg(g)ir. Hugleiðingar Daða eru eftirfarandi: „Bæði vegir og veggir hafa komið fyrir á myndum sem ég hef mál- að síðustu tvo áratugina, og því finnst mér spennandi að fá tæki- færi til að vinna að verki í stóru formi sem tengir þessi tvö myndefni saman með jafn markvissum hætt og hér á sér stað. Listin er að mínu áliti úrvinnsla hugsunarinnar - og því verður það aldrei neitt einfalt sem kemur úr úr þeirri vinnslu sem hin endan- lega afurð - listaverkið sjálft. Listin er manninum einnig afar mikilvægt hjálpartæki við misvel heppnaðar tilraunir hans til að skilja hluti og fyrirbrigði á þeim vettvangi, sem stundum er kallaður „Raunveruleiki". Ég hef ákveðið að við vinnslu þessa verkefnis komi fram viss að- ferðarfræði sem ég nota almennt við mína listsköpun. Hún felst í því að fyrst eru málaðar ákveðnir hlutar verksins á nokkuð raunsæ- islegan hátt, líkt og hugmynd sem kemur listínni sjálfri ekkert við; hin víddin í verkinu verður síðan „hin listræna sýn" sem verður máluð á þann hluta veggjarins sem eftir verður þegar búið er að leiða heildina saman eftir veginum annars vegar og veggnum hins vegar." Hlynur Hallsson. Ferð til Parísar Alliance Francaise í Reykajvík gengst fyrir fcrð til Parísar og Bourgogne frá 4. til 10. maí 2000. I ferðinni verða helstu minnismerki skoðuð auk þess sem farið verður í heimsóknir til þekktustu vínframleiðend- anna, auk fjölda annarra menningarlegra skoðunar- ferða. Upplýsingar á skrifstofu félagsins og í síma 552-3870. Upplestur í Gerðarsafni Fimmtudaginn 3. febrúar n.k. kl. 17 verður upplestur á veg- um Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni. Þetta er önnur dagskrá Ritlistarhópsins á nýju ári og að þessu sinni mun Er- lendur Jónsson, gagnrýnandi og ljóðskáld, lesa úr bók sinni Vatnaspegill, sem út kom á síð- asta ári og annað óbirt efni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Land og synir Hljómsveitin Land & Synir spila á Gauki á Stöng í kvöld fimmtudagskvöldið 3. feb og föstudagskvöldið 4. feb. Laug- ardagskvöldið 5. feb verða þeir svo í Sjallanum á Akureyri. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla Bingó verður í Breiðfirðinga- búð að Faxafeni 14 næstkom- andi sunnudag kl. 15.00. Góð- ir vinningar. Allur ágóðinn rennur til húss félagsins að Eyri. I kaffihléi mun Andrés Erlings- son kynna og lesa upp úr bók sinni um Búðir á Snæfellsnesi, sem kemur út á næstunni. FRA DEGI TIL DAGS FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 34. dagur ársins, 332 dagar eftir. Sólris kl. 10.04, sólarlag kl. 17.20 Þau fæddust 3. febrúar • 1874 fæddist bandaríski rithöfundur- inn og sérvitringurinn Gertrude Stein. • 1889 fæddist danski kvikmyndaleik- stjórinn Carl Theodor Dreyer. • 1898 fæddist finnski arkitektinn Alvar Aalto, sem m.a. teiknaði Norræna húsið í Reykjavík. • 1907 fæddist bandaríski rithöfundur- inn James A. Michener. • 1909 fæddist franski rithöfundurinn og andspyrnukonan Simone Weil. • 1917 fæddist sænski kvikmyndaleik- stjórinn Arne Sucksdorff. • 1947 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Paul Auster. • 1948 fæddist austur-tímorski bisk- upinn Carlos Filipe Ximines Belo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1996 ásamt José Ramos-Horta. Þetta gerðist 3. febrúar • 1783 viðurkenndi Spánn sjálfstæði Bandaríkjanna. • 1870 fengu þeldökkir kosningarétt í Bandaríkjunum. • 1930 var Islandsbanka hinum eldri lokað. • 1944 brann Hótel ísland í Reykjavík. • 1969 var Jasser Arafat valinn Ieiðtogi Frelsishreyfingar Palestínu (PLO). • 1981 varbærinn Litla-Brekka við Suð- urgötu í Reykjavík rifinn, en þetta var síðasti torfbærinn í Reykjavík. • 1989 var Alfredo Stroessner, sem þá hafði verið forseti Paragvæ í þrjá ára- tugi, varpað af stóli í stjórnarbyltingu hersins. Vísa dagsins Eitthvað hefég afþvtfrétt, einnig lýðir heyra, að þeir ptna Pinochet ptnulttið meira. Auðunn Bragi Sveinsson Afmælisbarn dagsius Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og dósent fæddist 3. febrúar 1944 í Hrís- ey. Hún er af ætt Hákarla-Jörundar. Hún bjó í Hrísey fyrstu ár ævinnar en þegar faðir hennar lést fluttisl fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Að loknu stúd- entsprófi fór hún til Háskólanáms í Svíþjóð tók og kandídatspróf í félags- vísundum frá háskólanum í Stokk- hólmi og meistarapróf í félagsvísindum frá Michiganháskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi með námi, rannsóknar og fræðistörf- um. Arið 1993 Iauk hún doktorsnámi við Háskálann í Gautaborg. Þakklæti er ekki annað en dulin von um fleiri greiða. Francois de la Rochefoucauld Heilabrot Því meira, sem úr mér er tekið, því stærri verð ég, og því minni, sem meira er í mig látið. Hver er ég? Lausn á síðustu heilabrotum: Bókstaf- urinn S á heima með F, L, N og R, því all- ir þessir stafir byrja á e: Ess, Eff, Ell, Enn og Err. En Té á heima með Ré, Dé, Gé og Pé. Veffaug dagsius Múrinn nefnist vefrit um þjóðmál, pólitík og menningu sem gefið er út af Málfunda- félagi úngra róttæklínga, sem er skamm- stafað M.Ú.R. Slóðin er www.murinn.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.