Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 2
2 -FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 . FRÉTTIR VansMl og uppboð með minnsta moti Umsýslukostnaður íbúðaláuasjóðs í lág- marki og vextirnir ráðast á markaði og afgreiðslutímiun er kominn niður fyrir viku segir Guðmund- ur Bjamanson, forstjóri íbúðalána- sjóðs. „Eg held að það sé einhver mis- skilningur og mótmæli því að það séu aðrir betur til þess falln- ir að veita þessa þjónustu en Ibúðalánasjóður," svaraði Guð- mundur Bjarnason forstjóri íbúðalánasjóðs er undir hann voru borin orð bankastjóra Landsbankans í Morgunblaðinu um að bankar og sparisjóðir væru betur til þess fallnir að stunda smásölu á fjármagns- markaðnum en Ibúðalánasjóður eða til dæmis tryggingafélög. Mátti á honum skilja að Ibúða- lánasjóður ætti stærstan þátt í þenslunni á húsnæðismarkaðn- um á síðasta ári vegna gífurlegr- ar útlánaaukningar. Vextimir ráð- ast á markaði Guðmundur hafnar því en minnir á að Ibúðalánasjóður eigi lögum sam- kvæmt að stuðla að því að allir landsmenn geti búið við jafnrétti í húsnæðismál- um, hvar sem þeir búa á land- inu. Sjóðurinn hafi litla mögu- leika á að tak- marka eftir- spurnina, nema þá með lokun eða vaxtahækkunum. En vextir Ibúðalánasjóðs ráðist að veru- legu leyti af kröfum markaðar- ins. Þar selji hann sín húsnæðis- bréf og þangað fari líka húsbréf- in. Mjög hagkvæm stofnun „Hins vegar höfum við getað haft fremur lága vexti, vegna þess að við rekum þrátt fyrir allt mjög hagkvæma stofnun. Kannski að hluta til vegna þess að við sérhæfum okkur í útlánum til íbúðarhús- næðis. Allur um- sýslukostnaður er þar af Ieiðandi í lágmarki og út- lánatöp einnig lítil. Síðast en ekki síst er okkur gert að reka stofnunina á lág- markskostnaði en hins vegar engar kröfur gerðar til okkar um að skila eig- endunum sjóðs- ins ákveðnum arðskröfum, eins og vissulega hvílir á hlutafélög- unum, þeirra á meðal bönkun- um. Þar að auki held ég að reynslan sýni - þrátt fyrir erfið- leika í upphafi - að sjóðurinn hafi staðið sig bærilega vel. Af- greiðslutíminn er kominn niður fyrir viku, ef allt er í lagi. Við eigum góð samskipti við bank- ana og fasteignasalana. Skil á lánum eru góð - vanskil og upp- boð með því minnsta um langt árabil. Því ég skil ekki þennan kvörtunartón," sagði Guðmund- ur. Um 8.S00 lán í fyrra Gagnrýni á að farið sé að veita fólki fullt Ián burtséð frá fjáreign í fyrri íbúð svarar Guðmundur að rétt hafi þótt breyta fyrri reglugerð vegna mikils mis- ræmis og óréttis. Áður hafi menn átt rétt á óskertu láni þótt þeir ættu tugi og jafnvel hund- ruð milljóna í hvers konar verð- bréfum væru eignirnar bara ekki í íbúðarhúsnæði. „Þetta fannst okkur hvorki eðlilegt né sann- gjarnt. Ekki eigi að skipta máli í hverju eignirnar þínar eru fólgn- ar." Guðmundur segir lán Ibúða- Iánasjóðs hafa aukist hlutfalls- lega minna í fyrra en útlán bank- anna til einstaklinga, samkvæmt áætun Landsbankans. Lántak- endur voru um 8.500 á árinu hvar af tæplega 1.200 áttu rétt á viðbótarláni, sem námu um 1,5 milljónum kr. að meðaltali. - HEI Hálskóli íslands i Reykjavík Kvartar en kærirvart „Við höfum ekki ákveðið neinar sérstakar aðgerðir á þessu stigi málsins, nema að við höfum rit- að menntamálaráðuneytinu og munum einnig á næstu dögum senda Háskólanum í Reykjavik formlegt erindi þar sent við ósk- um eftir skýringum og hvetjum þá eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun," sagði Magnús B. Baldursson, aðstoðarmaður rektors Háskóla Islands. En hann var spurður hvort HI hafi ákveðið einhverjar aðgerðir í kjölfar ákvörðunar fyrrum Við- skiptaháskólans að breyta nafni sínu í Háskólinn í Reykjavík - sem af sumum er talið bjóða upp á nafnarugling milli háskól- anna í framtíðinni. Spurður um hugsanlega mál- sókn sagði Magnús að réttar- staða Háskólans í þcssu máli væri talin fremur óljós. Til væri nokkuð sem héti hefðarréttir, en það væri ekki mjög harður réttur fremur en til dæmis siðferðileg- ur réttur. - hei Spít alaupp stokkun Frá stjórnarfundi sjúkrahúsanna igær. Guðný Sverrisdóttir: „Þó taiað sé um að verið sé að skera og skera þá er ég viss um að sumar deildir muni fá meiri pening en áður“. Róttæk uppstokkun er framund- an á starfsemi stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík, Landsspítalans (LS) og Sjúkrahúss Reykjavíkur (SR). Sameiginleg stjórnarnefnd sjúkrahúsanna hélt fund síðdegis í gær og var þar ekki búist við endanlegum ákvörðunum um uppstokkunina, en samkvæmt þeim tillögum sem Iiggja fyrir má þó búast við verulegum breyting- um á næstu mánuðum. Einna stærstu breytingarnar felast í því að færa æðaskurð- lækningar frá LS til SR, þar sem ný æðaskurðlækningadeild verð- ur opnuð í mars, og því að færa því sem næst allt geðsvið SR yfir til LS. Fyrir fundinn sagði Guð- ný Sverrisdóttir formaður stjórn- arnefndarinnar að fjallað yrði um fjárhagsáætlanir sjúkrahúsanna og nýtt stjórnskipulag, en ekki að vænta stórra ákvarðana á fundin- um. í ljós hefur komið að einn far- þeganna í flugvél Alaska Airlines, sem fórst við vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í vikunni, var af íslenskum ættum. Hann hét Karl Karlsson og var búsettur í San Francisco, lyrruin lögreglu- þjónn á sextugsaldri. Hann flutti 10 ára gamall til Bandaríkjanna og móðir hans býr enn vestra. Karl á ömmu á lífi í Reykjavík, Hansínu Jónsdóttur, sem nú syrgir barnabarn sitt. Eiginkona Karls, Carol Karlsson, fórst einnig með vélinni en þau voru að koma úr fríi í Mexíkó. Ekki er útilokað að önnur hjón, Robert og Lorna Thor- grintson, sem fórust í þessu flug- slysi, tengist íslandi en það nær Sjukrahótel og heima- þjónusta „I nútíma þjóðfélagi þarf að hafa allt uppi á borðinu í leitinni að bestu aðferðinni til að veita bestu þjónustu fyrir sem minnst- an pening. Markmiðið er ekki þá lengra aftur. Afi Roberts var O.B. Thorgrimsson, þekktur Iög- maður í Seattle, sem fæddist þar í borg árið 1874. Enn í dag er starfandi lögmannsstofa með hans nafni. Langafi Roberts gæti því hafa verið af íslenskum ætt- um, án þess að það hafi fengist staðfest. Jón Marvin Jónsson, ræðismaður íslands í Seattle, sagði þó í samtali við Dag að hann hefði verið búinn að fá vit- neskju um fslenskan bakgrunn Thorgrimson-fjölskvldunnar værí það tilfellið. Um fráfall Ro- berts og Lornu er fjallað í Seattle Times í gær, auk annarra þekktra íbúa Seattle sem fórusl í flug- slysinu. endilega svokallaður niðurskurð- ur, því þó talað sé um að verið sé að skera og skera þá er ég viss um að sumar deildir muni fá meiri pening en áður, þótt mark- miðið sé sparnaður í heild,“ sagði Guðný. - FÞG Nafti komumar sem lést Nafn konunnar sem lést í umferðarslysi á Reykja- nesbraut við Kúagerði í fyrradag er Anna Margret Pétursdóttir Einihlíð 12. Hún var 41 árs og Iætur eftir sig eiginmann og son. Dóttir Önnu Iést í bílslysi við gangbraut í Hafnarfirði á síðasta ári. íslenskættaður 10% hærri „hama-leiguhætur“ Hámarks húsaleigubætur til einstæðs mreldris með 3 börn og lágar tekjur hækka um fjórðung frá ársbyrjun 2000, samkvæmt tilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu, sem í samráði við Samtök sveitarfé- laga hefur breytt reglugerð um húsaleigubætur. Með breytingunni sé fyrst og frémst leitast við að bæta hlut barnafólks sem lcigir. Ann- ars vegar með því að hækka tillit til barna um 2.000 krónur á mán- uði á hvert barn og hins vegar með því að hækka hámarks húsaleigu- bætur úr 21.000 krónum í 25.000 krónur. Það ætti einnig að koma barnafólki til góða að framvegis geta líka bætur numið 1 5% af leigu umfram ákveðið hámark í stað 12% áður. Að mati ráðuneytisins hækka húsaleigubætur um 6,5% að meðaltali en um 10% að meðaltali til barnafólks - mest til þeirra sem eiga mörg börn og búa við háa húsaleigu. -hei 500 námsmenn á skrá AIIs um 500 manns eru á skrá hjá Atvinnumiðstöð námsmanna um þessar mundir og er það fólk í leit að verkefnum, hlutastörfum eða fullri vinnu. Þetta er með því mesta sem gerist á þessum tíma árs, því að jafnaði eru um 200 námsmenn á skrá yfir vetrartímann. Fram kemur í frétt frá Atvinnumiðluninni að hér sé um ræða til dæmis fólk sem lauk stúdentsprófi nú um áramótin og sé að leita sér að starfi fram á haust, háskólafólk sem ætli að taka sér hlé frá námi í einhvern tíma - og enn aðrir sem vilji ná sér í aukapening eða tengja nám sitt og lokaverkefni úti í atvinnulífinu. - SBS. Thermo Plus stækkar Frysti- og kælibúnaðarfyrirtækið Thermo Plus í Reykjanesbæ, sem hóf framleiðslu á síðasta ári, hefur opnað skrifstofu í Bretlandi og stefnir að því að vera með söluskrifstofur í tólf löndum utan Islands fyrir árslok. Sölumál fyrirtækisins hafa gengið vel og hafa nú þegar tekist samningar um sölu á frysti- og kælitækjum til stórra breskra verslunarkeðja á borð við Sainsbury's, Tesco, Iceland og fleiri. Þetta góða gengi Thermo Plus gerir það að verkum að starfsmönnum verð- ur fjölgað úr 20 í 50 á næstunni. Ársvelta fyrirtækisins árið 2000 er áætluð ríflega hálfur milljarður. Kristinn Jóhannesson er nýráðinn framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, en hann mun starfa að uppbygg- ingu Thermo Plus. Dettifoss til Þýskalands Eimskip hetur gengið frá sölu á ms. Dettifossi. Kaupandi er skipafé- lagið Baum í Nordenheim í Þýskalandi. Söíuverðið var 249 milljónir króna og söluhagnaður Eimskips áætlaður um 120 milljónir. Félagið keypti Dettifoss árið 1991 en skipið var smíðað árið 1982 í Þýska- landir Oettiloss-var í siglingum milli Islands og Evrópu jiar til á síð- asta ári að hann var í lciguverkefnum erlendis þat til httnn var.sejcjqr, ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.