Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 03.02.2000, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 3. F E B R Ú A R 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ntstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. A mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjav(k)563-i6is Ámundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYkjav(K) Þrjú þúsund milljómr í fyrsta lagi Sala Þorsteins Vilhelmssonar á hlutabréfum sínum í Samheija mun vafalaust magna enn frekar umræðuna um það mikla óréttlæti sem í því felst að tiltölulega fáir einstaklingar og fjöl- skyldur þeirra geti stórlega auðgast persónulega á sameigin- legri auðlind þjóðarinnar. Enda er þárhæðin risavaxin - meira en þrjú þúsund milljónir íslenskra króna fengust fyrir hluta- bréfin. Hætt er við að eitthvað af því mikla íjármagni fari út úr sjávarútveginum, eins og mörg dæmi eru um hin síðari ár. 1 öðru lagi Enginn efast um að Þorsteinn Vilhelmsson og fyrrverandi fé- lagar hans í Samherja eru dugmiklir menn sem hafa byggt upp og rekið fyrirtækið af mildum krafti og kunnáttu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið og ber auðvitað að hafa af því fjárhagsleg- an ávinning. En forsendan fyrir öllu saman hjá þeim eins og öðrum eigendum útgerðarfyrirtækja er sú staðreynd, að þeir hafa fengið aðgang umfram aðra landsmenn að fiskinum í sjónum, sem á þó að vera sameiginleg eign þjóðarinnar. A grundvelli þessara forréttindi hafa ýmsir eigendur útgerðarfyr- irtækja verið að selja hlutabréf sín og hirða stórkostlega fjár- muni. í þriðjalagi Eins og stjórnmálaástandið í landinu er um þessar mundir virðast litlar líkur á að hömlur verði settar á auðsöfnum útval- inna einstaklinga vegna slíkra forréttinda - nema því aðeins að æðsti dómstóll landsins lýsi núverandi skipan mála andstæða stjórnarskrá lýðveldisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið af fullum þunga gegn öllum breytingum á sægreifakerfinu, og þótt forystumenn Framsóknarflokksins hafi opnað á þann möguleika að gera þurfi einhverjar breytingar í réttlætisátt, er þess vart að vænta að sjálfstæðismenn fallist á það. Eins og í svo mörgum öðrum réttlætismálum á Islandi hin síðari ár verður þjóðin því að binda vonir um úrbætur við á þá einstak- linga sem eru reiðubúnir að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Elias Snæland Jónsson S amiylkinguimi í fyrrakvöld sat Garri einmitt fyrir framan sjónvarpið sitt og hlutstaði á þingflokksfor- menn ræða um þingstörfin. I þann hóp vantaði raunar, eins og svo oft áður fulltrúa Frjáls- lyndra og fulltrúa Framsókn- arflokksins. Það kom þó ekki að sök því fulltrúar vinstri- manna, Rannveig Guðmunds og Ommi kommi voru í ess- inu sínu og það sama má segja um Sigríðu Onnu, sjálf- stæðiskonuna með taglið. Að sjálfsögðu fór þetta út í hálfgert stagl hjá þeim eins og jafnan, en þó verður að segja eins og er að umræðan var þó á köflum óvengju mál- efna- og skemmtileg. Móðganir Þannig var t.d. löng samræða milli þeirra Rannveigar og Ög- mundar um það hvort Vinstri- menn væru með eða á móti velferðarkerfinu, en Rannveig hafði þá áður leyft sér að segja eitthvað á þá Ieið að sér- staða Samfylkingarinnar fælist m.a. í því að vilja end- urreisa velferðarkerfið. Ög- mundur var auðvitað hund- fúll yfir þessu svo Rannveig dró í land. En þar með var tónninn gefinn í móðgunum. Sjálfstæðiskonan með taglið sá í hendi sér að þarna hafði Rannveig hitt á rétta tóninn með því að móðga Ögmund, en draga síðan aðeins í land. Svo Sigríður Anna ákvað að láta Rannveigu sjálfa fá það óþvegið, en draga ekkert í land. Sem móðgunarefndi varð fyrir valinu hin mikla ásókn í formannsembætti Samfylkingarinnar, en sem V kunnugt er hafa næstum allir sem kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum verið orð- aðir við formannsframboð þar, og í þessa staðreynd sótti formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins vopn sín. Sótraftamir Sigríður Anna baunaði því nefnilega á Rannveigu það væri heldur ótrúverðugt hve margir vildu verða formenn. En orðalagið hennar óvenju beinskeitt og til marks um hversu litla viðrðingu sjálf- stæðismenn bera fyrir pólitískum andstæð- ingum sínum. Sigríð- ur Anna sagði að sér virtist sem „allir sótraftar væru á ílot dregnir“ í þessum for- mannsslag. Það er orðið langt um liðið sfðan palladómar þingmanna um aðra þingmenn hafa verið svo hvassir og ódulbúnir. Sig- ríður var auðvitað að segja álit sitt á þeim sem hvað oftast hafa verið nefndir í þessu sambandi, mönnum eins og Össuri, Jóhönnu, Guðmundi Árna, Margréti Frímansdótt- ur og raunar meirihluta þing- flokksins. Vandséð er hvernig hægt verður í framtíðinni að kalla forustusveit Samfylking- arinnar annað en „sótarana“ eftir þessar yfirlýsingar, enda greinilegt á orðum Sigríðar að þar eru saman komnir svörtu sauðirnir á Alþingi. Slíkur er dómur þeirra sem hafa taglið og hagldirnar í þingflokki sjálfstæðismanna. GARRi Sigríður Anrta: Sótraftar á flot dregnir! JÓHAIVNES SIGURJÓNS- SON skrifar Þeir ku ætla að fara að byggja sjoppu suður 1' Kópavogi. Þar verður víst þokkalega vítt til veggja því verslunarrými verður Iitlir sextíu þúsund fermetrar. Sem þýðir auðvitað að flæmi úr- vals gróðurlendis lendir undir steinsteypu og malbik og verður ekki endurheimt í náinni fram- tíð. Þessi náttúruspjöll jafnast ef til vill ekki alveg á við byggingu sundpollsins á Eyjabökkum, en ættu alltént að vera næg til að reka náttúrverndarmenn á höf- uðborgarsvæðinu í kröfuspjalda- málun og mótmælagöngur. Þess- ar byggingaframkvæmdir eru alla vega ekki liður í grænu bylting- unni, svo mikið er víst. Smára- lind mun musterið heita. Og gef- ur ýmsa auglýsingamöguleika þá risið er. „Þú sæla heimsins Smáralind“, á þannig örugglega eftir að bylja milljón sinnum á fagnandi eyr- um landsmanna í fagurri fram- tíð. :tt>, Þú sæla heimsins Smáralind! Stór-Kópavogssvæðið Talsmenn sjoppunnar telja að með byggingu hennar séu þeir að þjóna brýnustu þörfum lands- manna, eða að minnsta kosti íbúa stór-Kópavogssvæðisins. Það byggja þeir meðal annars á því að: „í löndum allt 1' kringum okkur og víðar er verulegur þrýstingur og eftir- spurn í svona hús“, eins og einn þeirra sagði í Degi í gær. Þeir vilja reyndar minna tjá sig um það hvort þrýst- ingur og eftirspurn eftir svona sjoppu sé verulegur á íslandi. Óg þeir slá úr og í þegar rætt er um hugsanlegt offramboð á verslunarplássi á svæðinu. En á sama hátt og kristnir tauta æfin- lega: „Vegir guðs eru órannsak- anlegir," þegar þeir eru reknir á gat í guðfræðinni, þá svara Smáralindar-postularnir: „Mark- jriritAi- WirllM’W. ’W. aðurinn er æðsti dómarinn í þeim efnurn", aðspurðir um of- framboð og umframþörf í versl- unarrými á höfðuborgarsvæðinu. Heittrúaðir eru allir af sama sauðarhúsi, hver svo sem trúar- brögðin eru. Sexmilljarða sjoppa En hér hangir ýmis- legt fleira á spýt- unni. Aðspurður um forsendur fyrir því að byggja sjoppu fyrir sex milljarða í Kópavogi, tiltók talsmaðurinn reyndar nokkur atriði, m.a. íbúaþróun. Og þar liggur náttúr- lega landsbyggðarhundurinn grafinn. Þessi framkvæmd bygg- ir örugglega ekki síst á spádóm- um um þróun þjóðflutninga frá landsbyggöinni og suður á næstu árum. Það er nefnilega brýnt hagsmunamál verslunar- risa Iandsins að flóttamanna- WWJlíJJfcWto/itó.iM straumurinn suður verði sem stríðastur í framtíðinni. Það verður því við ramman reip að draga fyrir ríki og sveitarfélög að ætla að snúa þróuninni við. Því hverjir ráða í þessu landi, ef ekki þeir sem aurana eiga? Þetta byggir sem sé allt á nokkuð traustum grunni og strfður straumur gulls á örugglega eftir að renna í Smáralindina með tíð og tíma, í réttu hlutfalli við flóttamannastrauminn í dýrðina fyrir sunnan. Enda eins og tals- maður hinnar sælu heimsins sjoppulindar segir í Degi: „Allar rannsóknir og upplýsingar er- lendis frá benda ótvírætt til þess að með auknum frítíma og hærri lífaldri, þá sæki almenningur sí- fellt meira í svona verslunarhús". Vér óskum í auðmýkt almenn- ingi lengri vinnutíma og styttri ævi, ef svo er komiö fyrir ís- lenskri þjóð að sjoppurölt er orð- ið að hennar helsta takmarki og svaraið Fara borgaryfirvöld í Reykjavíh offari gegn köttum? Hlldur Helga Sigurðardóttir sjónvarpskona. „Ég hef átt margar góðar kisur um dagana og vona því að vel og mann- úðlega verði að þessu átaki staðið. Þó að ég sé oft tortyggin á yfirvöld finnst mér afar ólíklegt að borgaryfirvöld hafi sest niður og skipulagt ein- hverskonar helför gegn einni dýrategund, af hreinni mann- vonsku, einsog sumir vilja vera láta. Hinsvegar finnst mér skrýtin „dýravinátta" felast í því að vilja að glorsoltnir og grimmir villi- kettir vafri um borgina í vetrar- kuldanum.“ Kjartan Magnússon borgaijuUtníi. „Það er ekk- ert að því að fækka flæk- ingsköttum í borginni en í þessu sem öðru verður yfirvaldið að gæta mildi og hófsemi svo heimiliskettir verði ekki af- lífaðir í misgripum. Ekki er nóg með að of margir kettir séu á kreiki í borginni að mati borgar- stjórans. Nú er hún einnig húin að finna út að það sé of mikið líf í Miðbænum og vill því fækka fólki þar með því að margfalda stöðugjöld og sektir." Stefán Ásgrímsson biaðamadur. „Út af fyrir sig er í lagi að það gildi einhverjar reglur um kattahald, ekki síður en hundahald. En að fara út í einhverjar kattaveiðar í anda Hitlers, og það meira að segja í skítakulda febrú- ar, er brútalt. En í ljósi reynsl- unnar verður varla tauti komandi við borgaryfirvöld í þessu máli - frekar en ýmissi annarri dellu sem þau hafa unnið í nú seinni árin.“ Jóhanna Harðardóttir hundadeigandi. „Kattaeig- endur eiga að gæta sinna katta og bera ábyrgð á þeim, rétt einsog við hundaeig- endur ger- um. Sjálf á ég kött, sem er eyrna- merktur - þannig að ef kötturinn týndist væri hægt að hafa sam- band við mig og ég kæmi og sækti hann. Nauðsynlegt er að fólk hafi kannski þriggja daga frest til að vítja um ómerkta ketti sína sem veiddir eru í gildru, - en megin- málið er að hafa verður einhvern hemil á kattahaldi í borginni." <()U sftfti ii ‘mtHHAd- -ÚöbWnhÞw'yi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.