Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Xte^íir
FRÉTTIR
Neyð hjá mörguni
barnaij ölskyldum
Forsvarsmenn Ftauða krossins kynntu fátækraskýrsluna i gær. mynd: hilmar þór.
Láglaiinafj ölskyldur
með bömeruaðkom-
ast í þrot þótt foreldr-
amir hafi viimu.
Breytingar á bama-
bótakerfiuu komið
illa við marga.
Staða Iáglaunafólks er í mörgum
tilfellum miklu verri nú í miðju
góðærinu en árið 1994, sérstak-
lega á landsbyggðinni, þar sem
algengara er að fjölskyldur eigi
mörg börn og möguleikar til að
bjarga sér með yfirvinnu oft litlir
eða engir. Láglaunafjölskyldur
með nokkur börn eru að komast
í þrot þótt foreldrarnir hafi
vinnu. Þetta eru fjölskyldur sem
hafa alla burði til að spjara sig -
það eina sem þær þyrftu væri
betri Iaun og sanngjarnara
barnabótakerfi. Margar fjöl-
skyldnanna eiga í erfiðleikum
með að mennta börn sfn af því
þær hafa ekki efni á að senda
þau í heimavist. Sumar velja eitt
barn úr hópnum.
Vaxandi fátækt og misrétti
Það er æði döpur mynd af góð-
ærinu sem birtist í nýrri könnun
Rauða krossins á stöðu þeirra
sem minnst mega sín í íslensku
samfélagi: „Hvar þrengir að?“
Könnunin var tvíþætt, annars
vegar viðtöl við rúmlega 70 sér-
fræðinga sem líklegir þykja til að
þekkja til þeirra sem minnst
mega sfn; félagsráðgjafa, presta,
lækna, hjúkrunarfræðinga,
kennara, námsráðgjafa, sálfræð-
inga, áfengisráðgjafa, tóm-
stundafulltrúa, lögreglu, starfs-
menn vinnumiðlana, RKÍ-fólk
og fleiri, sem margir voru einnig
spurðir í áþekkri könnun árið
1994.
Ofangreint er álit þessa hóps,
sem telur bilið milli þeirra fátæk-
ari og hinna betur stæðu hafa
verið að breikka síðan 1994 og
fátækt nú mun algengari á heim-
ilum fullvinnandi fólks. Svipað
álit kom í Ijós í símakönnun sem
Félagsvísindastofnun gerði með-
al 1.500 manna úrtaks.
Vítáhrlngur fátæktar og
einsemdar
Kannanirnar leiddu sem sagt í
ljós að nú í miðju góðærinu er að
finna vítahring fátæktar og ein-
semdar sem verður að bregðast
við að mati forsvarsmanna RKI.
Akveðnir hópar búi við svo
þröngan kost að hægt sé að tala
um fátækt, einkum barnmargar
fjölskyldur á landsbyggðinni,
sem búi við afar bág kjör, ein-
stæðar mæður og félitlir forsjár-
lausir feður, öryrkjar og lítill en
vel merkjanlegur hópur eigna-
lausra ellilífeyrisþega sem búi
við nístandi fátækt.
Jafnframt búi ákveðnir hópar í
þjóðfélaginu við svo mikla fé-
lagslega einangrun að þeir séu í
raun útilokaðir frá þátttöku í ís-
Iensku samfélagi, meðal annarra
sumt aldrað fólk, geðfatlaðir,
einstæðir karlmenn, misþroska
börn og fleiri.
Æriö verk fyrir Rauða
krossiiiii
„Það er ljóst að Rauði krossinn,
önnur félagasamtök og stjórn-
völd eiga mikið verk fyrir hönd-
um að ná. til þeirra einstaklinga
sem hafa mísst af góðærinu og
búa við slæmar og jafnvel versn-
andi aðstæður“ segir Sigrún
Arnadóttir framkvæmdastjóri
RKÍ. - HEI
Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra
Líkurá
breytingu
Líkur eru taldar á að gerð verði
breyting á hinum umdeildu fjar-
skiptalögum sem samþykkt voru
á Alþingi sl. haust. Það eitt að
samgöngunefnd er að endur-
skoða málið segir sitt um það.
Slagurinn stendur um greinina
hvort heimilt sé að taka símtal
upp á segulband án samþykkis
viðmælenda. Þessi grein er mjög
óvinsæl hjá mörgum, ekki síst
fréttamönnum og sömuleiðis
fólki sem verður fyrir
símaónæði.
Samgöngunefnd Alþingis hef-
ur að beiðni samgönguráðherra,
Sturlu Böðvarssonar, tekið mál-
ið fyrir aftur. Hjálmar Arnason,
varaformaður samgöngunefnd-
ar, sagði að Hjálmar Jónsson,
formaður Blaðamannafélagsins,
Þórir Jónsson, varaformaður
þess, Sigurður Líndal prófessor
og Gústaf Arnar, frá Landssím-
anum, hafi allir komið á fund
nefndarinnar. Nefndin mun
innan skamms halda annan
fund um þetta mál og fá þá full-
trúa frá tölvunefnd og Siðfræði-
stofnun. - S.DÓR
Þriðjungur brota
í miðborgiuni
Tæplega þriðjungur allra alvar-
legri afbrota í Reykjavíkurborg
eiga sér stað á svæðinu fyrir vest-
an Snorrabraut og norðan
Miklu- og Hringbrautar. Hins
vegar er ljóst að á sumum af-
brotasviðum eru aðrir borgar-
hlutar á uppleið og ekki hættu-
laust að vera á ferð annars staðar
en í miðborginni. Miðað við
fólksfjölda eru afbrotin áberandi
sjaldgæfust í Grafarvogshverfi.
I Arbók Reykjavíkur, sem kom
út í gær, kemur meðal annars
fram að samkvæmt gögnum for-
varna- og fræðsludeildar lögregl-
unnar í Reykjavík hafi 8.304 Iík-
amsárásir, innbrot, nytjastuldir,
þjófnaðir, eignaspjöll og fíkni-
efnabrot verið skráð árið 1998,
en það gera að meðaltali 160 á
viku eða 23 á dag. I nær þúsund
tilfellum er staðsetning brots
ekki þekkt eða skráð. Af þeim
7.330 tilvikum sem eftir standa
áttu 2.356 afbrotanna sér stað á
svæðinu fyrir vestan Snorrabraut
og norðan Miklu- og Hringbraut-
ar. Sé því svæði skipt í tvennt
kemur í Ijós að líkamsárása er
einkum að vænta vestan Lækjar-
götu, en hin afbrotin eru algeng-
ust austan Lækjargötu að
Snorrabraut.
Fossvogur uppáhald
dónauna?
Ekki er víst nema að borgarbúar
hafi átt von á því að hlutfall
þessa svæðis væri hærra en þriðj-
ungur af heildinni, miðað við
umljöllun og ímyndina. En hlut-
ur annarra borgarhluta hefur far-
ið vaxandi og þannig má sjá að af
ofangreindum afbrotum eru
Efra-Breiðholt og Seljahverfi
komin upp í 14% og einnig vekur
athygli stór hlutur Bústaðahverf-
isins (norðan Fossvogs og sunn-
an Miklubrautar) með tæplega
10% heild.arinnar. Er Ijóst að í
því tiltölulega smáa hverfi eru
þjófnaðir orðnir algengir eða 392
árið 1998 - meira en einn á dag.
I árbókinni er einnig að finna
lista yfir hvar kynferðisbrot eiga
sér stað í borginni og þar kemur
í ljós stór hlutur „Suðurbæjar",
þ.e. Fossvogs-, Bústaða- og Háa-
Ieitishverfa. Þar voru 1998 slíráð
18 af alls 68 tilvikum eða 26,5%,
en 15 í Vesturbæ og önnur 15 í
„Austurbæ", þ.e. á svæðinu milli
Snorrabrautar og Lækjargötu.
- FÞG
Vilja skattleggja kvótagróöaim?
Mikifl meirihluti er fylgjandi því
að skattleggja kvótagróðann svo-
kallaða, en sú spurning vaknaði
enn á ný þegar einn eigenda Sam-
heija seldi hlut sinn í fyrirtældnu
fyrir meira en þijá milljarða króna.
Dagur spurði um álit á þessu á
Vísisvefnum og var þátttaka í at-
kvæðagreiðslunni mikil. Yfirgnæf-
andi meirihluti, það er 81 prósent
svarenda, sagði já, en einungis 19
prósent voru andvíg slíkrí skatt-
heimtu.
Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurningu Dags á vefnum.
Hún hljóðar svo: A að flytja höfuðstöðvar RARIK til Akureyrar? Slóð-
in er sem fyrr www.visir.is
Eva aftur stvrkt í Bosníu
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sfnum í gærmorgun að styrkja réttar-
mannfræðinginn Evu Klonowski um 2 milljónir króna vegna starfa
hennar í Bosníu. Þetta var gert að tillögu forsætisráðherra eftir að
Bob Dole, öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum og fyrrum
forsetaframbjóðandi, hafði bréflega farið fram á styrk handa Evu fyr-
ir hönd alþjóðlegra mannúðarsamtaka, International Commission on
Missing Persons. í bréfi Bobs til Davíðs er farið lofsamiegum orðum
um störf Evu í Bosníu, en ríkisstjórnin styrkti samtökin einnig f fyrra
af sama tilefni.
Ókeypis fyrir börn
í tilefni að vetrarrríum grunnskóla landsins býður íslandsflug nú öll-
um börnum landsins á aldrinum 6-16 ára ókeypis flug til allra
áfangastaða félagsins tímabilið 16. febrúar til 14. mars. Þetta er
kærkomin búbót fyrir Ijölskyldur sem kjósa að nýta vetrarfríið hvort
heldur er til að rækta ljölskylduböndin vfða urn land eða að bregða
sér á skíði eða annað þess háttar. Tilboðið gildir í öll flug félagsins
að frátöldum flugum eftir Idukkan 14 föstudaga og sunnudaga. Eitt
barn fær frítt með hverjum fullorðnum. Fullorðinn og barn verða að
ferðast saman báðar leiðir.