Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 6
6 -LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjorl@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mAnuði Lausasöiuverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Slmar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR0460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVlK) Akvorðun forsetans í fyrsta lagi Það ber að fagna þeirri ákvörðun, sem Ólafur Ragnar Gríms- son kynnti á fimmtudaginn, að gefa kost á sér sem forseti Is- lands næsta kjörtímabil. Hann hefur gegnt embættinu með miklum sóma síðustu Qögur árin og aflað sér almenns stuðn- ings og virðingar þjóðarinnar fyrir framgöngu sína. Það þarf enginn að efast um að þjóðin muni áfram veita honum braut- argengi, ef ganga þarf til kosninga í sumar. 1 öðru lagi I ítarlegu viðtali sem Dagur birti í gær ræddi forsetinn um þær breytingar sem orðið hafa á embættinu í tímans rás. Hann benti á að embættið væri „ekki aðeins starf sem fjallað er um í stjórnskipun og lögum eða er byggt á hefðum, heldur á það sér líka djúpar rætur í viðhorfum og væntingum þjóðarinnar í samfélaginu öllu. I tilfinningum fólks og óskum um framtíð- ina. Forsetinn verður að gæta þess að embættið sé ekki bara form, heldur hafi líka efnisríkt innihald." Þetta hefur núver- andi forseti kappkostað meðal annars með því að ræða opin- berlega ýmis þau mál sem mestu varða fyrir þjóðina að kryfja til mergjar og taka sl<ynsamlegar ákvarðanir um. í þriðja lagi Þegar þjóðin valdi forseta fyrir tæpum fjórum árum fékk Ólaf- ur Ragnar Grímsson afgerandi kosningu. Þá var þjóðin líka að kjósa sér forsetafrú, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem féll frá á kjörtímabilinu eftir hetjulega baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Almenningur hefur af áhuga en hófsemd fylgst með vináttu forsetans við Dorritt Moussaieff. I viðtalinu við Dag sagði Ólafur Ragnar einmitt að ekki væri víst að hann hefði talið sér kleift að gefa kost á sér áfram og gegna embættinu svo vel væri ef hann „hefði ekki fundið þá gleði í lífinu á ný.“ Það er eðli mannlegrar tilverú að ástvinir hverfa yfir móðuna miklu en lífið heldur áfram. Því ber að fagna að þrátt fyrir áfall í einkalífinu skuli forseti Islands tilbúinn að halda áfram því starfi sem hann hefur gengt með slíkri prýði. Elías Snæland Jónsson Beint úr stjömugömimi Garri er eins og fiestir lands- menn, veikur fyrir fréttum og frásögnum af fólki sem er frægara en hann sjálfur. Því bíður hann spenntur eftir því að nýji þátturinn á Stöð 2 um fræga og fallega fólkið hefji göngu sína, en þátturinn ku heita, Sjáið, eða Sjáum, eða Sjáumust eða eitthvað í þá átt- ina og fyrir augað. Nú er það reyndar svo að það er ekkert voðalega mikið til af frægum Islendingum. Hins vegar er voðalega mikið til af fjölmiðlum sem alltaf eru að fjalla um þessa fáu frægðarmenn á Is- landi. Og þá er nátt- úrlega hætta á endur- tekningu og að brunnurinn verði þurrausinn. Enda er fyrir löngu búið að blóðmjólka alla þá frægu og fallegu á ís- lensku í fjölmiðlunum, rekja úr þeim garnirnar, pumpa þá, flaðra upp um þá, fara ofan í saumana á þeim og kryQa þá til mergjar. Það eina sem enn er eftir, er að skoða upp í görnina á fræg- um Islendingum, og rniðað við vinsældir ristilspeglunarþátta í sjónvarpinu á borð við Bráða- vaktina, þá er ugglaust ekki langt í beinar útsendingar úr íslenskum stjörnugörnum. Rafskaufa- rafhlöður? Svo djúpt ætla þeir sem stjórna nýja þættinum reyndar ekki að kafa. En aðspurðir sögðu stjórnendur að þær ætluðu að fara nýjar leiðir í umfjöllun uni fræga fólkið í þessum þætti. Og helsta nýungin felst í því að skoða ofan í ruslaskúffur stjarnanna! Þar leynist víst oft ýmislegt forvitnilegt, til dæmis V ónýt batterí (úr rafskaufum kannski?), bréfaklemmur, þvottaklemmur, plastpokar, kennaratyggjó og sitthvað fleira sem alþjóð fysir örugg- lega að berja augum. I fyrstu hljómar þetta ekki verulega spennandi. En haf- andi það í huga að það er búið að fjalla um og skoða allt sem viðkemur þessum fámenna hópi frægðarfólks mörgum sinnum, (nema upp í görnina á þeim) þá er það vissulega til- breyting og nýung að fá að kíkja ofan í ruslaskúffurnar hjá liðinu. Og mætti að ósekju kíkja í leiðinni ofan í sorptunnur þess einnig, sem ekki hefur heldur verið gert áður og tími til kominn. Upp út skúffimimi En hugsanlega hefur Garri eitthvað misskilið kynninguna á þessuni þætti, honum kann að skjöplast og kannski verður þetta allt öðruvfsi. Stjórnend- urnir sögðu nefnilega Iíka að á Islandi væru 270.000 stjörnur og allt hvunndagshetjur. Kannski verður því einkum fjallað í þættinum um Sigga öskukall og Pálinu póstburðar- kraft og kíkt ofan í ruslaskúff- urnar þeirra og minna sinnt um Baltasar, Bubba, Hilmi Snæ, Egil Olafs, Olínu og allt það Iið. Það á eftir að koma í ljós. En alltént er það jákvætt að breyta aðeins til og skrifa eldd einungis um það þegar fræga og fallega fólkið á íslandi kem- ur út úr skápunum, heldur einnig fylgst með því þegar það skríður upp úr ruslaskúffun- um. GARRl ODDUR ÓLAFSSON skrifar Rugludallar þjóðmálaumræðunn- ar eru fundvísir á umræuefni sem komið geta af stað hystiríisköst- um sem vara í lengri eða skemm- ri tíma. Nú er Björk Guðmunds- dóttir orðin skotspónn deilna og ásakana að ósekju. Tilefnið er að henni datt í hug að sér hentaði að koma upp hljóðveri í einhverjum af úreldum vitum, sem standa við erfiðar siglingaleiðir. Meðal ann- arra staða sem hún skoðaði var Elliðaey á Breiðafirði. Þegar hún sagði forsætisráðherra frá því að til greina kæmi að setja upp hljóðver í vitanum, ætti hún þess kost, fór ferli af stað sem ekki sér fyrir endann á. Ráðherrann sá þarna gullið tækifæri til að troða nokkrum rósum í eigið hnappagat út á vin- sældir Bjarkar og tilkynnti með tilburðum að hann ætlaði að gefa henni eyjuna. Svo laglega var að málum staðið að hér eftir virðist útséð um að söngkonan geti þeg- ið eða keypt Elliðaey, ef hún á Tilboð sem ekki er hægt aimað en að hafna annað borð er þess fysandi að koma þar upp hljóðveri eða nýta þennan part af ættjörðinni að eig- in óskum og vilja. Andmæli voru þegar höfð uppi um að Davíð fengi að af- henda Björku eyjuna til afnota eða eignar og eru nú uppi ótal skoðanir um tilboð forsætisráð- herra, hvort hann hafi leyfi til að gefa Elliðaey, hvort Björk á eyjuna skilið, hvað ætlar hún eiginlega að gera við hana og er þá ekki rétt- ast að allir þeir sem gera ferðamannabransanum gott fái eyjar og jarðir í ríkiseign í þakklætisskyni fyrir framlagið. Pólitískt bitbein Tilboð forsætisráðherra, sem er ekki hægt annað en að neita, er orðið stórpólitískt bitbein á ís- landi og fréttaefni í útlandinu. I poppheiminum, sem hefur ensku að móðurmáli, eru uppi vanga- veltur í fjölmiðlum um Björk og Elliðaey, sem Moggi gamli er bú- inn að skíra upp og nefnir Bjark- arey, einfaldlega vegna þess að enskumælandi menn geta ekki borið fram hið forna heiti, sem velkst hefur í munni eybyggja í þúsöld eða svo. Sé það rétt að víð- feðm kynning á bestu dætrum og sonum fs- lands í útlöndum sé þjóðinni til mikillar fremdar og fjárhagslegs ávinnings á Davíð Oddsson mildð lof skilið fyrir að koma Elliðaey í poppum- ræðuna á heinismælikvarða. Væri nú athugandi hvort þjóðin á ekki einhvers staðar hólma eða sker ti! að færa honum í þakklætisskyni. Bað ekki um gjafir Satt best að segja er þetta Elliða- eyjarfár engum til sóma eðá fram- dráttar. Hugmyndin um gjöfina eða afnotaréttinn var sett fram á ósmekklegan hátt og viðbrögðin draga dám af því. Björk á það síst skilið að lenda á milli tannanna á fólki með þeim hætti sem nú er orðið og sjálf hefur hún ekki unn- ið til þess að verða leiksoppur pólitískra átaka, eins og raun er á orðin. En undarlega hljómar það í miðri einkavinavæðingu og póli- tískum gjöfum á ríkiseignum að Björk skuli vera undanskilin því að þiggja gjafir úr höndum ráð- herra. En klaufalega var að til- boðinu staðið og það liggur fyrir að listakonan bað aldrei um að fá þjóðareign að gjöf og er saklaus af allri heimtufrekju í þá veru. Svo er Elliðaey eins og kræki- ber í tunnu miðað við allar þær gjafir og eignatilfærslur sem stjórnvöld moka látlaust í hendur gráðugra eigenda landsins gæða. Björk er orðin að pólitísku bitbeini. SDgftr Telur þú líhurá því að fleiri en Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sigfram tilforseta í sumar? Jakob Bjomsson bæjaifulltrúi á Aktireyri. „A því tel ég litlar líkur. Mér þykir Ólafur hafa staðið sig vel og hef Iitla trú á því að ein- hver leggi í slag við hann. Framganga hans í embætti hefur mér líkað vel, í hans tíð hefur embættið orðið sýnilegra en áður var og Ólafur hefur verið dugleg- ur við að heilsa upp á fólkið í Iandinu. I öllu falli þarf forseti Islands að hafa þann kost að geta komið jafnt fram við háa jafnt sem Iága - án þess að setja á svið einhverjar leiksýningar." Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri á Grenivík. „Ólafur Ragn- ar hefur sterka stöðu sem for- seti og ef menn ætla síðan að koma með eitt- hvert framboð sem mark er á takandi þá kostar það heilmikla peninga, - og menn fara ekki að henda gnótt af peningum út um glugg- ann nema þeir telji sig hafa virki- lega sigurstranglegan frambjóð- anda gegn honum. A forsetaár- um sínum hefur Ólafur staðið sig afar vel, verið sýnilegur með- al þjóðarinnar og er góður full- trúi okkar á erlendri grund.“ Andrés Magnússon vejþróunarstjórí ÍE. „Nei, það tel ég af og frá. Fyrst og fremst er það vegna hefðarinnar sem er sú að fara ekki í framboð gegn sitjandi for- seta. Og með fullri virðingu fyrir Guðmundi Rafni Geirdal þá held ég að hann fái ekki nægi- lega marga meðmælendur með hugsanlegu framboði sínu. Hann er hinn kandídatinn sem máli skiptir í þessu sambandi.“ Dóra Takefusa sjónvarpskona á Skjá eirium. „Það held ég varla, að minnsta kosti hefur enn eng- inn gefið það í skyn að hann ætli í forseta- framboð. I þessum efnum virðast allir vera ósköp feimnir. I forsetatíð sinni á síðustu fjórum árum held ég að Ólafur hafi staðið sig alveg ágætlega, en hugsanlega má segja að hann hafi þó þróað embættið að sumu leyti í einhvern poppstjörnustíl. Einnig má velta fyrir sér hvert hlutverk forsetans í raun og veru sé, er það annað og meira en að sýriá sig og sjá aðra.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.