Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 r .Xfc^MT FRÉTTASKÝRING Blekktur ráðhe GUÐMUNDIJR RÚNAR HEHJARSSON SKRIFAR Þjóóhagslega hag- kvæmt að tvöfalda Reykjanesbraut. Fram- kvæmdlr 2003. Lækk- ar slysastuðul ími 75%. Umhverfismat og hönuuu. Kostar 2,5 milljarða. Upphlaup varð á fundi Markaðs- og atvinnumálanefndar Reykja- nesbæjar með þingmönnum, sveitarstjórnarmönnum og öðrum hagsmunaðilum um tvöföldun Reykjanesbrautar í Eldborg í Svartsengi gær þegar Arni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og starfandi samgönguráðherra gekk af fundi í fússi. Það sem fór fyrir brjóstið á þessum fyrsta þingmanni kjördæmisins var að sýna átti myndband frá Vátrygg- ingafélagi Islands þar sem fórnar- lamb umferðarslyss á Reykjanes- brautinni sagði frá reynslu sinni. Ráðherrann taldi að tilfinninga- umræða sem þessi ætti ekki er- indi á fund sem þennan, heldur ætti þar að ræða efnislega um málið en ekki á tilfinningalegum nótum. Hann sagðist jafnframt hafa verið blekktur á fundinn, enda staðið í þeirri trú eftir við- ræður við fundarboðendur að ræða ætti efnislega um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Tilfinningahiti Utganga ráðherrans og mótmæli hans við framsetningu fundarins kom að sjálfsögðu flatt upp á fundargesti, og sátu þeir margir stjarfir og fölir undir skammar- ræðu ráðherrans. Enda ekki á hverjum degi sem ráðherra telur sig vera svo herfilega misboðið á opinberum fundi í eigin kjör- dæmi að eina úrræðið sé að ganga á dyr í mótmælaskyni. Ragnheiðir Davíðsdóttir forvarn- arfulltrúi hjá VIS sá þó ástæðu til að grípa frammi fyrir ráðherran- um þar sem hann Iét móðann mása í gagnrýni sinni og benti á að fórnarlamb umferðarslyss á Reykjanesbrautinni ætti eftir að segja frá reynslu sinni. Við það æstist ráðherran enn frekar ef eitthvað var og strunsaði út. Þeg- ar út úr fundarsalnum kom skammaði ráðherrann Ellert Ei- ríkisson bæjarstjóra Reykjanes- bæjar vegna þeirra meintu blekk- inga sem starfsmenn Markaðs- og atvinnumálanefndar bæjarins höfðu framið gagnvart honum. Ellert svarði ráðherranum og samflokksmanni sínum fullum hálsi og sagðist bera fullt traust til starfsmannanna, enda hefðu þeir unnið gott starf í undirbún- ingi fundarins og öflun þeirra upplýsinga sem þar voru lagðar fram um Reykjanesbrautina. A fundinum sjálfum lýstu aðrir þingmenn og sveitarstjórnar- menn yfir ánægju sinni með fundinn, enda hefði margt af því sem þar kom fram verið nýtt fyrir þeim þótt annað væri kunnuglegt frá fyrri umræðum um nauðsyn þess að tvöfalda Reykjanesbraut- ina frá Straumi og suður til Reykjanesbæjar. Margir þeirra voru einnig þeirrar skoðunar að meðal almennings skiptu tilfinn- ingar miklu máli þegar rætt sé um Reykjanesbrautina, tvöföldun hennar og þau slys sem þar hafa orðið og hvað sé hægt að gera til að sporna við þeim. Misheppnaður fnndur Ráðherrann sagði að fundurinn hefði verið lagður upp á röngum grundvelli, enda verða slys á öll- um þjóðvegum landsins. Þess vegna sé ekki hægt að vinna að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á tilfinningalegum grundvelli eins og gert var, enda sé það ekki málinu til framdráttar. Hann sagði að áður en hann stóð upp og mótmælti þeirri stefnu sem fundurinn var að taka, þá hefði ekkert nýtt komið fram sem menn vissu ekki áður. Hann sagðist einnig hafa beðið fundar- boðendur um að fara í gegnum málið á efnislegum forsendum en ekki tilfinningalegum. Hins vegar væri engin launung á því að þjóð- vegaslysin séu sár og valdi þján- ingum hjá þeim sem fyrir þeim verða sem og aðstandendum. Ráðherrann lagði áherslu á að menn ættu mörg verkefni óleyst í því að auka öryggið á þjóðvegum Iandsins sem verið sé að vinna að víðs vegar um Iand. Hann sagði að fundurinn hefði verið mis- heppnaður að þessu leyti. Sjálfur sagðist hann hafa lent í umferð- arslysi á Reykjanesbrautinni og því þekkti hann þessa hlið á mál- inu svo ekki sé minnst á sjálfan veginn. Hann sagði að efnisleg rök væru fyrir tvöföldun brautar- innar og þau ættu menn að nota til að koma málinu í höfn. Pólitískui vilji Árni M. Mathiesen sagði að í vik- unni hefðu þingmenn Reykjanes- kjördæmis fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar um málið. Þar hefði komið fram að Vegagerðin væri að vinna að því að setja tvö- földun brautarinnar í umhverfis- mat og hönnun svo hægt sé að bjóða út fyrsta áfanga verksins árið 2002. Samkvæmt því binda menn vonir við að hægt verði að byrja á sjálfri tvöfölduninni árið eftir, eða 2003. 1 þeim efnum séu menn að skoða tvo möguleika. Annars vegar að tvöföldunin Hjálmar Árnason þingmaður: Hörö samkeppni um fjármagn. ‘-i r-—■ v'i'hiIK *£*> mmm tli® i Arni M.Mathiesen sjávarútvegsráðherra og starfandi samgönguráðherra taidi sig hafa verið blekktan um fundarefni á fun mislíkaði honum svo herfilega að hann gekk út skömmu eftir að fundurinn hófst eftir að hafa látið reiði sína í Ijós við stai stofu Reykjanesbæjar sem stóðu fyrir fundinum sem haldinn var í Svartsengi við Grindavík. verði gerð í mislöngum áföngum á tveggja ára tímabili og hins veg- ar hvort það sé hagkvæmara að bjóða verkið út í einu lagi. Ef seinni kosturinn verður valinn sé talið að það mundi taka 2-3 ár að tvöfalda alla brautina í heild sinni. Ráðherra benti á að í lang- tímaáætlun vegamála eru 2,5 milljarðar króna markaðir til tvö- földunar brautarinnar. Þess utan sé óráðstafað hálfum milljarði króna. Af þeim sökum eru til töluverðir íjármunir til að klára þetta verk og að því er verið að vinna, sagði ráðherrann. Hann minnti einnig á að á yfir- standandi þingi verður afgreidd ný vegaáætlun þar sem menn Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður: Varar við yfir- boðum. ætla að kappkosta að koma tvö- földun Reykjanesbrautarinnar að. Hann sagði einnig að það væri mildll pólitískur vilji til að koma þessu máli bæði Iljótt og vel í höfn. Hinsvegar sé engin Iaunung á því að mörg verk eru óunninn í samgöngumálum í kjördæminu og því riði á að hægt væri að nýta fjármunina sem best. Það sé því ekki spurning hvort eða hvenær brautin verður tvöfölduð heldur hvernig það verður gert og hvar verður byrjað. Um það hefði hann viljað fá um- ræður á fundinum, en ekki að leikið yrði á slaghörpu tilfinninga enda Iiggur sú ákvörðun fyrir að brautin verður tvöfölduð. Kristján Pálsson þingmaður: Marg- ir fara með faðirvorið áður en þeir ieggja á Reykjanesbrautina. Öskiljanlegt Kjartan Már Kjartansson formað- ur Markaðs- og atvinnumála- nefndar Reykjanesbæjar sagði að sér þætti það miður og leitt að Arni Mathiesen skyldi hafa séð ástæðu til að ganga út af fundin- um strax í upphafi hans. Hann sagðist vera sammála öðrum þingmönnum og fleirum um það að það hefði ekki gefið rétta mynd af málinu ef tilfinninga- þætti þess hefði verið sleppt. Hann sagðist hins vegar virða skoðanir og sjónarmið Árna í þessari afstöðu hans. Hjálmar Arnason þingmaður framsóknar- manna ságðist ekki skilja hvað hefði vakað fyrir Arna M. og Sigríður Jóhannesdóttir þingmað- ur: Oft hrædd á Reykjanesbraut- inni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.