Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 - 9 rra stnmsaði út Aðalbjörg Guögeirsdóttir er í hjólstól eftir bilslys viö Kúagerði fyrir 13 árum. mynd: Pjetur Heppinað vera lifandi Aðalbjörg Guðgeirsdóttir lenti í bílslysi við Kúagerði á Reykja- nesbraut fyrir 13 árum í des- embermánuði. Hálka var á veg- inum með þeim afleiðingum að bfliinn rann til í veg fyrir annan bíl sem var að koma úr gagn- stæðri átt. Við áreksturinn hentist hún út úr bílnum en hún var ekki í bílbelti. Hún segir að ekki hafi verið um hraðakstur að ræða því báðir bílarnir hefðu verið taldir á 65 km hraða. Síðan þá hefur hún verið bundin við hjólastól. Hún segist eiga þá ósk heitasta að vegurinn verði gerður þannig að hægt sé að fækka þar hræði- Jegum umjerðarsjysum. Botnar ekki í Áma Hún segist ekki alveg botna né skilja í sjávarútvegsráðherra og starfandi samgönguráðherra að ganga út af fundinum um tvö- földun Reykjanesbrautarinnar. Honum hefði verið nær að sitja áfram og hlusta á það sem þar fór fram. Hins vegar sé engin launung á því að það geta oft verið heitar tilfinningar í mál- um sem tengjast Reykjanes- brautinni. Sérstaklega hjá þeim sem hafa misst sína nánustu þar í siysum. Sjálf segist hún telja sig heppna að vcra lifandi og gcta tekið þátt í lífinu þrátt fýrir að vera f hjólastól. - GRH 'di um tvöföldun Reykjanesbrautar. Það rfsmenn Markaðs- og atvinnumálaskrif- mynd: pjetur raunar sé það óskiljanlegt. Enda telur Hjálmar að tilfinningar skipti töluverðu máli í sambandi við tvöföldun brautarinnar. Hann áréttar þó að útgöngu Árna megi alls ekki túlka sem vantraust á verkefnið sem slíkt. Mikil samstaða Aðrir þingmenn kjördæmisins sem mættu á fundinn lýstu hver á fætur öðrum yfir mikilvægi þess að Reykjanesbrautin yrði tvöföld- uð sem fyrst og mikil samstaða var um málið meðal þeirra. Gunnar I. Birgisson Sjálfstæðis- flokki velti því m.a. fyrir sér hvort ekki ætti að skoða það að fá verk- taka með í verkið til að flýta fyrir Árni Ragnar Árnason þingmaður: Samstaðan hefur ekki alltaf verið fyrir hendi. t •« rvir.-t\ r •»—---------- 47Iátnir Helga Sigrún vakti líka athygli á því að flest slysin á Reykjanes- braut séu á tímabilinu frá nóvem- ber til febrúar ár hvert. Frá því brautin var fullgerð árið 1967 hafa alls látist um 47 manns í um- ferðarslysum. Hins vegar verða einnig fjölmörg slys yfir sumar- tímann og þá væntanlega vegna þess að þá er ökuhraðinn meiri vegna betri akstursskilyrða. Sam- kvæmt úttekt hjá Sjóvá - Almenn- um er mest um aftanákeyrslur og útafakstur hjá fólki sem tryggir hjá þeim en þau tilvik séu færri þar sem slys verða vegna mætinga og framúrsaksturs. Meðaltjón vegna slysa á brautinni hjá trygg- ingafélaginu á tíu ára tímabili er fr4, wmúm,12Q0 Htðwpi nnp'JM fjármögnun þess og framkvæmd- um. Hjálmar Árnason Framsókn- arflokki benti á að framundan væri hörð glíma um fjármuni til vegaframkvæmda um land allt og einnig innan kjördæmisins. Hann sagði að menn mættu ekki van- meta tilfinningaþáttinn í þessu dæmi því það væri sá þáttur sem stæði fólki næst þegar rætt væri um tvöföldun brautarinnar. Árni Ragnar Árnason Sjálfstæðisflokki minnti á að þótt samstaðan sé mikil um málið þá hefur það ekki alltaf verið. Hann sagði að á árum áður hefðu sumir lagt meiri áherslu á aukna löggæslu en á nauðsynina að tvöfalda brautina. Guðmundur Árni Stefánsson frá Samfylkingunni varaði við yfir- boðum í þessu máli og benti á að mikil samkeppni sé um fjármuni til vegagerðar og endurbóta og því gæti orðið erfiðara en ella að fá því framgengt að framkvæmd- um við tvöföldun brautinnar yrði flýtt. Kristján Pálsson Sjálfstæð- isflokki sagði að tvöföldunin væri ekki þensluhvetjandi og því ætti ekki að vera hætta á því að fram- kvæmdin mundi lenda í tíma- bundnum niðurskurði til að slá á þenslu. Hann sagði marga fara með faðirvorið áður en þeir legðu á brautina af ótta við slys. Þor- gerður Gunnarsdóttir samflokks- maður hans varpaði því fram hvort ekki væri ástæða til þess að kynna efni fundarins fyrir sam- göngunefnd Alþingis og afla mál- inu fylgis meðal þingmanna ann- arra kjördæma. Sigríður Jóhann- esdóttir frá Samfylkingu sagðist sjálf oft vera hrædd þegar hún æki um brautina vegna umferðar- innar og það hefði oft munað litlu að hún hefði lent í árekstri vegna framúrsaksturs óþolin- móðra ökumanna. Hiiulnm Þjóðvegur 41 eða Reykjanes- brautin hefur verið að mestu óbreytt í sinni mynd með einni akgrein í hvora áttina frá 1967. Ólafur Kjartansson fram- kvæmdastjóri Markaðs- og at- vinnumálanefndar Reykjanesbæj- ar telur að brautin í óbreyttri mynd sé töluverð hindrun í því að fólk flytji á Suðurnesin. Þá sé brautin ákveðinn tálmi í því verki nefndarinnar að kynna svæðið sem ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Hann segir að þótt mörg umferðarslysin á brautinni megi rekja til mistaka ökumanna séu alvarlegustu slysin vegna árekstra. Þau valda mestu skaða og fólk óttast þau mest. Hins veg- Hjá Sjóvá - Almennum og þá lík- lega einnig hjá öðrum trygginga- félögum eru flest tjón hjá yngstu ökumönnunum á aldrinum 17-25 ára. Aftur á móti eru dýrustu tjón- in hjá ökumönnum á aldrinum 21-30 ára, eða 600-800 milljónir króna á sl. tíu árum. Hins vegar eru algengustu mistökin hjá öku- mönnum 51 árs og eldri að virða ekki forgang í umferðinni á Reykjanesbraut. Athygli vekur að árið 1998 voru að meðaltali 2,5 ökumenn teknir daglega fýrir of hraðan akstur á brautinni. Á sama tíma var ársdagsumferðin um brautina 6.332 bílar. Bent var á að auk mikils Ijölda fólksbíla um brautina séu þar miklir þunga- flutningar með vörur og m.a. fisk, olíu og bensín auk annarra flutn- inga fyrir bandaríska herinn og fleiri. Þá séu margir ökumenn í misjöfnu ásigkomulagi þegar þeir ferðast um brautina og þá einkum þeir sem séu á leið í og úr flugi í gegnum Keflavíkurflugvöll. Þess utan sé umhverfið við brautina hættulegra en við marga aðra þjóðvegi. Þar sé t.d. úfið hraun, hrattir fláar meðfram veginum og því meiri hætta á meiðslum hjá þeim sem lenda útaf. Helga Sigrún Harðardóttir atvinnu- ráðgjafi: Hægt að spara milljarð og lækka slysastuðul um 75%. . öj> ‘nöinjuváoH.iifi.7 Árni Mathiesen skammaði Ellert Eiríksson á leiðinni út en Ellert svaraði fullum hálsi. ar væri hægt að komast hjá þess- um árekstrum með því að tvö- falda brautina og minnka þá um leið þann kostnað og þær þján- ingar sem umferðarslysin valda. Milljarð í spamað í samantekt Helgu Sigrúnar Harðardóttur atvinnuráðgjafa kom fram að heildargreiðslur tryggingafélaga á sl. tíu árum námu 1,3 milljarði króna fyrir slys á Reykjanesbrautinni frá Hafnar- firði að Fitjum í Njarðvík. Þá sé ótalinn kostnaður heilbrigðis- og tryggingakerfisins og annar sam- félagslegur kostnaður og kostnað- ur við eignatjón sem ekki fer í gegnum tryggingafélögin. Með tvöföldun brautarinnar er talið að slysastuðullinn mundi lækka um allt að 75%. Það muni hafa í för með sér um milljarð í sparnað á einum áratug. Hún telur einnig að leiða megi líkur að því að tvö- földun brautarinnar geti stuðlað að lækkun iðgjalda hjá trygginga- félögum og koma því öllum al- menningi til góða. Þá telur hún að flýting framkvæmda við braut- ina sé þjóðhagslega hagkvæm vegna minni kostnaður hjá heil- brigðis- og tryggingakerfinu, fé- lagslega kerfinu og annarra sam- félagslegra kerfa. Það sé hægt að færa rök íyrir því að allt samfélag- ið muni hagnast á því þegar færri hljóta dauða og örkuml í umferð- inni um brautina. Helga Sigrún segir að í þessu máli þurfi menn að velta því fyrir sér hvaða gjald- miðil þeir vilja nota til að greiða fýrir þjóðveg 41.1 því dæmi sé um tvo kosti að velja. Annars vegar hörmungar og hins vegar skipulag og fyrirhyggju. og allt uppí 4,5 milljónir króna. Miðað við að markaðshlutdeild félagsins sé um þriðjngur má ætla að hægt sé að þrefalda þessar tjónatölur til að sjá heildartjónið í þessum slysum sem skipta mörg- um tugum. Sé tekið mið af kyn- ferði ökumanna þá séu það karlar sem Ienda í flestum slysunum. Helga Sigrún segir að ástæðan fyrir því sé einfaldlega sú að þeir séu meira í umferðinni en konur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.